Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 60
Í HNOTSKURN »Forráðamenn FL Grouplýstu því yfir fyrir nokkru að þeir stefndu að því að setja Icelandair á markað. Sl. vor var nefnt í því sambandi en ekki varð af því þar sem að- stæður á markaði voru ekki hagstæðar. »Síðan það var hefur hluta-bréfamarkaðurinn tekið við sér og sala á farmiðum gengið vel. Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is MIKIÐ ber á milli hugmynda FL Group og KB banka um verðlagn- ingu á Icelandair. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins setja aðal- eigendur FL Group upp lágmarksverðið 40 milljarða króna fyrir Icelandair, en KB banki telur að sanngjarnt verð fyrir félagið sé á bilinu 25 til 30 milljarðar króna. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hefur KB banki boðið Ólafi Ólafssyni, stjórnarformanni Sam- skipa, og tengdum fjárfestum að gerast kjölfestufjárfestar í Iceland- air, nái KB banki á annað borð samn- ingum um kaup á félaginu við núver- andi eigendur, FL Group. Snurða hlaupið á þráðinn í viðræðum um sölu á félaginu Ólafur hefur, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins, lýst yfir áhuga á þátttöku, svo fremi sem hann telji verðlagningu á félaginu sanngjarna. Snurða mun hafa hlaupið á þráð- inn í viðræðum um sölu á félaginu, þar sem FL Group setur það skilyrði að kaupverðið verði ekki undir 40 milljörðum króna, en KB banki og Ólafur Ólafsson telja, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að með slíkri verðlagningu séu eigendur FL Group að tryggja sér framtíðarhagn- að félagsins, þannig að arðsemi kaupanna fyrstu árin verði afar tak- mörkuð fyrir kaupandann. Því er með öllu óvíst að af samn- ingum verði um kaup KB banka á Icelandair. Hverfi KB banki frá kaupum á Icelandair aukast líkurnar á því að FL Group fari sjálft með Icelandair á markað, en eigi áfram um 30% hlut, og verði þannig kjöl- festufjárfestir félagsins, a.m.k. fyrst um sinn. Mikið ber á milli KB og FL Group ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 273. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  NA 5–10 m/ sek. við suður- ströndina. Bjart m/köflum vest- anlands, annars skýjað og smáskúrir eða súld. » 8 Heitast Kaldast 9°C 3°C SUÐUR-afríska söngkonan Dilana, sem Íslend- ingar þekkja sem keppanda í Rock Star Super- nova, er nú stödd á Íslandi og í gærkvöldi kom hún fram á Broadway ásamt Magna „okkar“ og hljómsveitinni Á móti sól. Í kvöld verða aðrir tónleikar og í samtali sem Magni átti við Morg- unblaðið fyrir tveimur vikum sagði hann að til stæði að halda tónleika með húsbandi Rock Star, Ástralanum Toby sem lenti í þriðja sæti og Storm sem send var heim í næstsíðasta þætt- inum. Óvíst er hvar tónleikarnir verða en ljóst er að eftirspurn er eftir Rock Star-stjörnum. Morgunblaðið/ÞÖK Magnaðir tónleikar Dilönu á Broadway Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is REYKJAVÍKURBORG hefur sett af stað verkefni til að stuðla að því að Reykjavík verði áhugaverður kostur fyrir erlend kvikmyndafyr- irtæki. Að mati borgaryfirvalda verður helsta hagsmunamál verk- efnisins að lög um endurgreiðslu á framleiðslukostnaði verði endur- nýjuð. Á málþinginu „Kvikmynda- borgin Reykjavík“ sem haldið var í Ráðhúsinu í gær bentu svo fag- aðilar á að nauðsynlegt væri að koma á fót kvikmyndastúdíói í Reykjavík. Í ræðu sem Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, hélt á þinginu benti hann á að Reykjavík væri ákjósanlegur stað- ur fyrir kvikmyndaframleiðslu vegna skilvirkrar stjórnsýslu og hagstæðs laga- og fjármálaum- hverfis. Taldi hann mikilvægt að innan borgarinnar starfaði hópur sem hefði það að meginmarkmiði að þjónusta erlend kvikmyndafyr- irtæki. „Beiðnir geta snúið að því að loka nokkrum götum eða að slökkva á lýsingu borgarinnar,“ nefndi Björn sem dæmi og vísaði þar gamansamlega til þess að borgin var myrkvuð vegna upphafs kvikmyndahátíðar í Reykjavík í fyrradag. Að mati flestra þeirra sem fluttu erindi á málþinginu skortir nauð- synlega kvikmyndastúdíó í Reykjavík sem gagnast gæti bæði erlendum kvikmyndafyrirtækjum sem og innlendum. Baltasar Kor- mákur, leikstjóri og formaður Fé- lags íslenskra kvikmyndaframleið- enda, benti t.a.m. á að nauðsynlegt væri að verkefni eins og það sem Reykjavík færi nú út í ætti ekki einungis að greiða fyrir umsvifum erlendra fyrirtækja heldur einnig að efla og styðja við íslenskan kvikmyndaiðnað. Undir þetta tóku flestir flutn- ingsmenn sem voru fulltrúar frá Kvikmyndastofnun Íslands og þremur íslenskum fyrirtækjum á sviði kvikmyndaframleiðslu. Helga Margrét Reykdal, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins True North, og Jón Bjarni Guðmunds- son, yfirmaður erlendrar deildar hjá Saga Film, bentu á að hingað til hefðu erlend fyrirtæki einkum haft áhuga á náttúru Íslands og því hefði Reykjavík yfirleitt aðeins verið áningarstaður. Reykjavík ákjósanleg fyrir kvikmyndagerð Borgaryfirvöld skipa starfshóp og hyggjast laða að erlend kvikmyndafyrirtæki HEIMSFERÐIR fengu í gær af- henta flugvél af gerðinni Boeing 737- 800 sem félagið hefur tekið á lang- tímaleigu. Andri Már Ingólfsson, for- stjóri Heimsferða, segir félagið ætla að bæta þjónustuna við viðskiptavini sína og fljúga með þá undir merkjum Heimsferða. „Við ætlum þó ekki í al- mennan flugrekstur í samkeppni við þau flugfélög sem fyrir eru á mark- aðinum,“ segir Andri Már. Þetta er fyrsta vélin af fjórum sem Heimsferðir ætla að leigja í þessum tilgangi, hinar þrjár verða afhentar í vor. „Flugvélin er ágætlega rúm með 184 sæti og mun sinna nánast öllu okkar flugi í vetur, þar á meðal flugi til Prag, Búdapest og Krakár auk Kanaríeyja og Kúbu. Sem dæmi um sveigjanleikann sem vélin veitir má nefna að nú munum við geta boðið upp á morgunflug til Kanaríeyja. Þetta er í fyrsta sinn sem flogið er undir merkjum Heimsferða. Heimsferðir fljúga með farþega Ljósmynd/Víkurfréttir Undir eigin merkjum Forstjóri Heimsferða, Andri Már Ingólfsson, við vélina merkta Heimsferðum. MYNDLISTARKONAN Þórdís Að- alsteinsdóttir opnar í dag einkasýn- ingu á Kjarvalsstöðum. Þórdís hefur getið sér góðan orðstír í New York þar sem hún hefur búið og starfað um nokkurt skeið. Þar hefur hún tekið virkan þátt í sýningahaldi og fengið umfjöllun í alþjóðlegum list- tímaritum. Á Kjarvalsstöðum sýnir hún málverk, auk tveggja víd- eóverka og veggmálverks sem hún málaði á staðnum.| 20 Veggmálverk á Kjarvals- stöðum VARNARLIÐIÐ hverfur frá Íslandi í dag og munu Íslendingar þá taka við varnarsvæðunum sem Banda- ríkjamenn hafa haft til afnota frá 7. maí árið 1951 og mannvirkjum á varnarsvæðunum. Látlaus athöfn verður af þessu til- efni á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag. Þar verður bandaríski fáninn dreginn niður í seinasta sinn og ís- lenski fáninn því næst dreginn að húni. Meðal þeirra sem viðstaddir verða athöfnina eru Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, fulltrúi íslenskra stjórnvalda og yf- irmaður varnarliðsins. Íslendingar taka við  „Ísland – Jeg heilsa þjer“ | 11 ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.