Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is „ÉG hreinlega skil ekki enn hvern- ig ég slapp við að fara yfir vegriðið og eins hvernig ég slapp við árekstur við aðra bíla sem komu niður brekkuna.“ Þetta segir Stef- án Garðarsson, sem fékk Honda- sportbíl ungs manns á ofsahraða aftan á sig í Ártúnsbrekkunni á laugardag. Höggið var slíkt að bíll Stefáns þeyttist hundruð metra áður en hann stöðvaðist loks gjör- ónýtur utan vegar. „Ég ók niður brekkuna á um 80 km hraða þegar þetta líka svaka- lega högg kom á bílinn. Ég hélt að þetta væri mitt síðasta og réð ekki neitt við neitt. Ég skall á vegriðinu sem kengbognaði. Við það hugsaði ég til þess hvort ég færi alveg í gegn, yfir á öfugan vegarhelming og gegn umferðinni á móti, og var ljóst að þá myndi fjöldi manns deyja. Um svipað leyti sá ég eitt hjólið undan bílnum mínum fjúka yfir allar akreinarnar og bílana þar sömuleiðis.“ Bíll Stefáns fór þó ekki yfir en breytti snarlega um stefnu og tók strikið á mikilli ferð yfir akreinarnar sem hann var uppaflega á. Telst það mikil mildi að hann skuli ekki hafa farið í veg fyrir þann fjölda bíla sem kom nið- ur Ártúnsbrekkuna, að ekki sé tal- að um þá einstæðu mildi að hann fór ekki yfir vegriðið augnabliki áður. En hættan var langt því frá liðin hjá því nú stefndi Stefán á ljósastaur hinum megin við göt- una. „Ég hugsaði með mér að ef ég myndi lenda á þessum staur, þá yrði það minn bani,“ segir hann og bendir á að hann hafi ekki verið í bílbelti. „Ég var ofboðslega hræddur og reyndi að beygja frá staurnum og slapp við hann en kastaðist upp í þakið á bílnum þeg- ar höggið kom loks við útafkeyrsl- una.“ Stefán segist hins vegar hafa áttað sig á því eftir á að það var ekki endilega af hans völdum sem bíllinn beygði frá heldur olli því sú staðreynd að bíllinn var á tveimur hjólum og fór sínar eigin leiðir með svo „heppilegum“ endi. „Frá því að slysið varð hef ég satt að segja verið hálfmiður mín enda var þetta hálfömurleg lífs- reynsla. Ég hélt að þetta væri búið spil.“ „Hélt að þetta væri búið spil“ Mildi að ekki varð dauðaslys í Ártúnsbrekkunni Ljósmynd/Ólafur Guðmundsson Mildi Stefán vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar keyrt var aftan á hann á ofsahraða og hann þeyttist fram og aftur um Ártúnsbrekkuna. Geir H. Haarde forsætisráðherra og Rudolph Giuli- ani, fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, áttu stuttan fund í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík í gærkvöldi og fór vel á með leiðtogunum. Rudolph Giuliani var borgarstjóri í New York þeg- ar hryðjuverkaárásirnar voru gerðar 11. september 2001. Hann þótti sameina bandarísku þjóðina á þeim tíma og varð heimsfrægur á svipstundu. Giuliani kom til landsins í tilefni 100 ára afmælis Símans og hélt í gærkvöldi fyrirlestur á ráðstefnunni Leiðtogar til framtíðar, sem Síminn efndi til í tilefni tímamót- anna. Nafn Giulianis hefur oft borið á góma í um- ræðu um hugsanlega frambjóðendur repúblikana til embættis Bandaríkjaforseta árið 2008. | 10 Ljósmynd/Gunnar Vigfússon Ánægðir leiðtogar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugs- aldri í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að misþyrma fyrrverandi sambýliskonu sinni á heimili henn- ar. Þau hafa tekið upp sambúð að nýju og taldi dómurinn því rétt að skilorðsbinda refsinguna, ekki síst þar sem konan bað manninum griða auk þess sem þau eiga ungt barn saman. Dómurinn taldi hins vegar ýmis atriði horfa til refsiþyngingar, m.a. að árásin var framin innan veggja heimilis konunnar sem nýtur frið- helgi. Ákærði var talinn hafa brotið gegn þeirri helgi með freklegum hætti og valdið konunni tjóni á lík- ama og sál. Að mati dómsins var árás mannsins í senn fólskuleg og tilefnislaus og átti hann sér engar málsbætur að því frátöldu að hann hefur ekki unnið sér til refsingar áður. Jónas Jóhannsson héraðsdómari dæmdi málið. Verjandi var Jó- hannes Ásgeirsson hdl. og sækj- andi Dagmar Arnardóttir frá Lög- reglustjóranum í Reykjavík. Dæmdur fyrir árás 4 mánuðir fyrir heimilisofbeldi Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is LANDSFLUG stóð ekki við kröf- ur samnings um viðbragðstíma á sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum í 3 tilvikum af 40 á tímabilinu frá janúar til júní sl. Fyrirtækið hefur nú sagt upp samningi sínum við heilbrigðisráðuneytið og Trygg- ingastofnun ríkisins, og rennur uppsagnarfresturinn út í byrjun júlí á næsta ári. Landsflug tók við sjúkrafluginu um síðustu áramót, og kemur upp- sögnin í kjölfar ákvörðunar fyrir- tækisins að hætta áætlunarflugi til Vestmannaeyja, en síðasta áætlun- arflugið var farið sl. sunnudag. Heilbrigðisráðuneytið íhugar nú hvort bjóða eigi sameiginlega út styrki til áætlunar- og sjúkraflugs til Vestmannaeyja. Í gær var gerð opinber skýrsla starfshóps sem í sumar var fenginn til að gera úttekt á sjúkraflugi í Vestmannaeyjum á tímabilinu frá janúar til júní 2006 að ósk bæjaryf- irvalda í Vestmannaeyjum. Vél ekki í Eyjum í 14 daga Í skýrslunni kemur fram að á þessu tímabili var farið 40 sinnum í sjúkraflug, þar af 19 fyrsta stigs útköll, þar sem viðbragðstíminn átti að vera 45 mínútur eða skemmri. Í þremur af þessum til- vikum var viðbragðstíminn lengri, 5, 13 og 29 mínútur, en í síðast- nefnda tilvikinu segir starfshópur- inn að ekki hafi verið skýrt í boðun að um fyrsta stigs útkall hafi verið að ræða. Í þeim 21 tilvikum þar sem ekki var um fyrsta stigs útkall að ræða var alltaf staðið við við- bragðstíma skv. samningi. Einnig kemur fram í skýrslu starfshópsins að í u.þ.b. 14 daga á þessu sex mánaða tímabili hafi engin sjúkraflugvél verið í Vest- mannaeyjum, sem þó er gerð krafa um í samningi við Landsflug, og í 5 daga til viðbótar hafi engin sjúkra- flugvél verið þar frá morgni fram til síðdegis sama dag. Alls var flog- ið með flugvél, eða í einu tilviki þyrlu, sem var í Reykjavík í 11 til- vikum. Annar flugrekandi sá um sjúkra- flug frá Vestmannaeyjum á árinu 2005. Þá var farið samtals 66 sinn- um í sjúkraflug, og stóðst flugrek- andinn kröfur um viðbragðstíma í öllum tilvikum. Í fimm tilvikum á árinu 2005 var flugvél ekki í Eyjum þegar óskað var eftir sjúkraflugi. Landsflug hefur sagt upp samningi um sjúkraflug frá og með júlí 2007 Viðbragðstími á sjúkraflugi til Eyja þrisvar of langur Í HNOTSKURN »Ósætti hefur verið vegnasjúkraflugs Landsflugs á árinu. »Sjö tímabil komu upp áhálfu ári þar sem vél var ekki í Vestmannaeyjum. »Lengsta tímabilið varsex dagar, frá 26. júní til 1. júlí, en þá fór fram við- hald á vélinni.  Meira á mbl.is/ítarefni SEX bíla árekstur varð á Miklubraut á sjötta tímanum í gær. Slysið átti sér stað þar sem Miklabraut mætir Skaftahlíð. Engin meiðsl urðu á fólki. Þá valt vöru- bifreið með tengivagn á hliðina við gatna- mót Sunda- og Vatnagarða klukkan sjö í gærmorgun án þess að ökumann sakaði. Eins og gefur að skilja ollu bæði slysin einhverri töf á umferð og þurfti t.a.m. að hífa vörubifreiðina upp af veginum og var umferð um svæðið lokað á meðan. Að sögn lögreglu í Reykjavík orsakaðist slysið við Sundagarða af því að felgubolti brotnaði með þeim afleiðingum að hjólin fóru undan vörubifreiðinni sem síðan valt. Vörubifreiðin var að flytja vinnuvél þegar slysið varð. Lögregla vissi ekki um orsök árekstursins á Miklubraut en hann var, þrátt fyrir fjölda bíla, minniháttar. Árekstrar ollu töfum á umferð LÍTILSHÁTTAR hlaup hófst í Skaftá síð- degis á miðvikudag og hefur orðið vart við brennisteinslykt af ánni í byggð. Hlaupið fór mjög rólega af stað og verður vænt- anlega ekki stórt, þar sem hvorugur Skaft- árkatla hefur fyllst, segir Árni Snorrason, forstöðumaður vatnamælinga hjá Orku- stofnun. Síðast kom stórt hlaup í Skaftá úr Eystri- Skaftárkatli í apríl á þessu ári, og hlaup kom úr vestari katlinum í byrjun ágúst á síðasta ári. Árni segir að yfirleitt þurfi katl- arnir um tvö ár til að fyllast. Þó gerist það alltaf af og til að það komi lítilsháttar hlaup þótt þeir séu ekki fullir, stundum svo lítil að fáir verði varir við þau. Minniháttar hlaup hafið í Skaftá MANNRÉTTINDADÓMSTÓLLINN í Strassborg hefur vísað frá máli dagföður í Kópavogi sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi, með því að hafa hrist ungbarn það illa í vörslu sinni árið 2001 að það lést skömmu síðar. Maðurinn hlaut 18 mánaða fangelsisdóm í Hæstarétti og hefur af- plánað dóminn. Mannréttindadómstóllinn fann ekki galla á málsmeðferðinni fyrir Hæstarétti og ligg- ur fyrir að dómurinn muni því ekki taka málið fyrir. Sveinn Andri Sveinsson hæsta- réttarlögmaður og verjandi mannsins segir að málinu sé þó ekki lokið þrátt fyrir nið- urstöðu Mannréttindadómstólsins. „Fyrir dómstólnum í Strassborg var reynt á formhliðina, þ.e. hvort máls- meðferðin hefði verið óréttlát,“ segir hann. „Hins vegar gera lögin ráð fyrir því að hægt sé að krefjast endurupptöku, komi ný gögn fram í málinu, og það verður und- irbúið á næstunni,“ segir Sveinn. „Þetta snýst um mannorð skjólstæðings míns því hann var einfaldlega dæmdur saklaus.“ Hæstiréttur stytti fangelsisrefsingu héraðs- dóms úr þremur árum í 18 mánuði. Máli dagföður vísað frá í Strassborg LÖGREGLAN á Blönduósi segir óvenju- mikinn hraðakstur hafa verið í umdæmi sínu í gærkvöld. Þannig voru 20 ökumenn stöðvaðir á 120–140 km/klst hraða frá klukkan 18 til 21. Leið margra lá til Skagafjarðar í Laufskálarétt. Í tengslum við réttirnar verður uppskeruhátíð Skag- firðinga og hæst dæmda kynbótahross sýslunnar til sýnis auk þess sem keppt verður í 60 metra skeiði. Nú er hins vegar ljóst að vegirnir í kringum Blönduós eru ekki hentugir til að hleypa bílum á skeið enda mun sá sem hraðast ók í gær þurfa að greiða 30 þúsund króna sekt. Mikill hraðakstur í kringum Blönduós FRAMKVÆMDASTJÓRN og starfsfólk Sólar ehf. skora á stjórnvöld að leiðrétta þá ,,óréttlátu og óæskilegu“ skattlagningu sem sé viðhöfð á hreinan ávaxtasafa, að því er segir í tilkynningu. Umtalsverðum fjármunum og tíma hafi verið varið í að mennta landsmenn í mikilvægi fjöl- breyttrar neyslu á grænmeti og ávöxtum og hvetja til meiri neyslu á þessum fæðu- tegundum. Hreinir ávaxtasafar séu skatt- lagðir með 8 króna vörugjaldi og 24,5% virðisaukaskatti en flest önnur matvæli séu með 14% virðisaukaskatti. Skattur á ávaxtasafa verði leiðréttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.