Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 29
Einfaldir Dökkir einlitir púðar breyta útliti þessa ljósa sófa. Þeir fást í Nat- uzzi og eru sérsaumaðir eftir pöntun. Þar kosta taupúðarnir frá 4.200 krón- um og upp úr, allt eftir stærð og áklæði. Íslenskir Litla flugan framleiðir þessa leðurpúða. Tekk-company, 17.200 kr. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 29 R O YA L Nýtt frá Te & Kaffi stundin - bragðið - stemningin Blaðamaður skilur vel að hér vilji fjölskyldan vera. Íbúðin er björt, einstaklega vel skipulögð og falleg á að líta. Glæsileg olíumálverk eru á veggjum, en þau hefur heim- ilisfrúin dundað sér við að mála. Á gangi hannaði Rut hillur og skápa. Hún sá tækifæri fyrir enn eina hirsluna, skáp með rennihurð sem er staðsettur á bak við hill- urnar og lætur lítið yfir sér en hef- ur gríðarlegt notagildi. „Þetta hefði okkur til að mynda aldrei dottið í hug, segja þau og sjá ekki eftir því að hafa fengið arkitekt til liðs við sig. Það hafi margborgað sig. Sjónleysið „Þið megið ekki taka mynd af þessu,“ segir húsfreyjan. Vísifingur hennar bendir ákveðið upp í loft á ganginum. Blaðamaður og ljós- myndari líta þangað sem fingurinn bendir og því næst á húsfreyjuna sem skellihlær. Í loftinu hangir naumhyggjulegt ljós af rússneskri gerð. „Við vorum komin með nóg af framkvæmdum og í kjölfarið fylgdi húsblinda, þannig að við hættum að sjá það sem þurfti lag- færinga við en erum að jafna okk- ur.“ Þessa ákveðnu tegund af sjón- leysi kannast sennilega allir við sem einhvern tímann hafa staðið í breytingum eða byggingu hús- næðis. Eldhúsið hannað fyrir eiginmanninn Framkvæmdirnar í vest- urbænum tóku sinn tíma og fjöl- skyldan flutti út á meðan fram- kvæmdirnar stóðu sem hæst. Eldhúsið var hannað með eigin- manninn í huga en hann hefur býsna gaman af því að elda. Skáp- ar ná upp í loft og fyrir utan nýju gaseldavélina, þá vakti vinnuskáp- ur mesta lukku en þar er að finna bráðnauðsynleg tæki eins og hrærivél, matvinnsluvél og kaffi- kvörn. Í útdraganlegum skúffum þar fyrir neðan er heilmikið geymslupláss. Eldhúsið og stofan liggja saman sem gerir það að verkum að í mat- arboðum einangrast húsbóndinn ekki við matseldina – allir eru á sama blettinum. Í boðum segjast þau svo bara loka skápnum þegar hrærivélin er í gangi og gestirnir verða ekki varir við neitt! Á leiðinni út forvitnast blaða- maður um hvar haustskrautið í blómavösunum hafi fengist. „Æi, ég hljóp bara út í garð til að redda mér, náði ekki í blómabúð! segir hún og brosir feimnislega. Aug- ljóslega smart kona á ferð. Kósý Svefnherbergið er notalegt, en veggliturinn er sá sami og í stofunni. Baðherbergið Hér var öllu haganlega komið fyrir og fullt af hirslum. Leikherbergið Prinsessurnar eiga sérstakt herbergi fyrir leiki sína og að sjálfsögðu setur bleiki liturinn sterkan svip á það. Haustskraut Beint úr garðinum. Leyniskápur Á myndinni hefur rennihurðin á skáp sem staðsettur er á bak við hillurnar verið opnuð. Annars sést ekki að þar leynist gríðargóð hirsla. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.