Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 39 ✝ SveinbjörgDóra Svein- björnsdóttir fædd- ist í Reykjavík 12. janúar 1960. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 25. september síðastlið- inn. Hún er dóttir Valgerðar Hall- dórsdóttur, f. 18. október 1941, d. 29. janúar 2005, og Sveinbjörns Jóns- sonar, f. 12. nóv- ember 1934. Dóra ólst upp á Akranesi hjá ömmu sinni og afa, þeim Helgu Jónínu Ásgrímsdóttur, f. á Stóra-Ási í Hálsasveit 5. mars 1912, d. 12. apríl 2003, og Halldóri Magnús- syni, f. á Staðarhóli í Andakíls- hreppi 5. júlí 1913, d. 27. júní 1977. Dóra ólst upp sem 17. barn Helgu og Halldórs. Önnur börn þeirra eru: Júlíus Gígjar, f. 3. nóvember 1933, Helgi Gunnar, f. 12. desember 1934, d. 1. nóvem- ber 1945, Valdís Erna, f. 31. maí 1936, d. 4. júní 2001, Fanney Sig- munda, f. 2. maí 1938, Ásgrímur Kristinn, f. 19. september 1939, d. 13. október 1965, Óskar Reykdal, f. 9. október 1940, d. 17. júní 1964, Magnús, f. 7. desember 1942, d. 18. febrúar 1989, Sigmundur, f. 30. nóvember 1943, Helga Guðrún, f. 14. október 1945, Sigrún, f. 18. janúar 1947, d. 6. apríl 1994, Halldór, f. 14. apríl 1948, d. 12. desember 2003, Elsa, f. 27. ágúst 1949, Adam Smári, f. 4. nóvem- ber 1950, d. 27. nóvember 2003, og Kristín Steinunn, f. 8. mars 1952. Börn Dóru eru: a) Guðrún Björk Elísdóttir, f. 21. maí 1978, sambýlismaður Óli Aadnegard, f. 17. september 1983, sonur þeirra er Elís Óli, f. 25. júní 2005. Sonur Guðrúnar frá fyrri sambúð er Bergsveinn Snær, f. 25. júní 2000. b) Guðjón Páll, f. 14. október 1994. c) Bergrós Helga, f. 2. maí 1996. Dóra verður jarðsungin frá Hólaneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Mamma okkar var besta mamma í heimi. Síðustu mánuðir eru búnir að vera erfiðir, hún er búin að vera mjög veik og hefur oft liðið illa út af veikindunum. Allan tímann sem mamma var veik hefur okkur liðið illa. Við vitum að núna er hún á himnum hjá Guði og að henni líður betur. Við vitum líka að mamma fylgist með okkur og passar okkur alla daga. Mamma var góður vinur okkar. Við gátum alltaf talað við hana um allt. Hún var skemmtileg og svolítið stríðin því hún var oft að fíflast í okkur. Mamma vann í búðinni og við gátum komið þangað til hennar og fengið eitthvað gott í gogginn. Svo vann hún líka stundum í Kántrýbæ og þess vegna fórum við líka oft saman þangað að borða. Mamma var falleg og góð og gerði margt með okkur. Við elduðum oft saman pizzu og bökuðum oft saman. Skúffukakan sem mamma bakaði var sú besta í heimi. Mamma var fótboltakona. Hún var góð í fótbolta og við systkinin horfðum oft á fótboltaleiki með henni í sjónvarpinu. Síðasta vor fórum við með mömmu, Guðrúnu Björk, Óla og Bergsveini til Mallorca. Það var það skemmtilegasta sem við höfum gert. Við fórum í vatnsrennibrautagarð og við fórum í allar rennibrautirnar en mamma horfði á og hló að okkur. Elsku mamma. Takk fyrir hvað þú varst góð og skemmtileg. Takk líka fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við söknum þín og hugsum til þín á hverjum degi. Þín, Bergrós Helga og Guðjón Páll. Í dag kveðjum við hinstu kveðju yndislega frænku og uppeldissystur sem var okkur svo miklu meira, fyr- ir mér var hún besti vinur sem hægt var að eignast. Fyrir níu mánuðum greindist hún með þann sjúkdóm sem að lokum lagði hana að velli og frá upphafi barðist hún eins og hetja. Já þvílík barátta, aldrei gaf hún upp vonina, alltaf sá hún ljósið í myrkrinu: „Ef það eru bara örfá prósent sem lifa þetta af þá verð ég ein af þeim,“ sagði hún. Í byrjun maí hringdi hún í mig til að segja mér að hún hefði afrekað að halda upp á af- mæli dóttur sinnar, Bergrósar Helgu, sem þá varð 10 ára og að nú stefndi hún á að halda upp á afmæli sonar síns, Guðjóns Páls, sem verð- ur 12 ára í október. En því miður tókst henni það ekki. Í maí fór hún til Spánar með börnin sín, þá orðin fárveik. Þessi ferð var löngu ákveð- in og hún lét sig hafa það barnanna vegna og munu þau eiga þá minn- ingu seinna meir. Eftir þessa ferð birti sjaldan til, hvíldarlaus barátta þar til yfir lauk, en aldrei missti hún vonina. Fimm dögum fyrir andlátið hóf hún nýja lyfjameðferð sem hún batt miklar vonir við. Þegar við heimsóttum hana tveim- ur dögum áður en hún lést og ég spurði hana hvort hún treysti sér suður aftur eftir þrjá daga sneri hún sér að dóttur sinni og sagði: „Já er það ekki Guðrún, förum við ekki í lyfjameðferð aftur, við gefumst ekki upp.“ Þannig var Dóra virk í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, starfaði með hjálparsveit, Rauða krossinum og nú síðast í slökkviliðinu, gott ef hún ætlaði ekki í hjálparstörf erlend- is, tók sér umhugsunarfrest en ákvað að bíða með það. En ég veit að hún lætur ekki þar við sitja og sinnir sínum störfum með enn einni hjálp- arsveitinni og verður fljót að fylla þá sveit og þar verður hún sennilega formaður. Elsku Dóra, það voru forréttindi að fá að alast upp með þér, það voru forréttindi að fá að hafa þig í lengri og skemmri tíma, sorgin og sökn- uðurinn er óbærilegur, en við vitum að er frá líður munum við ylja okkur við minninguna um frábæra frænku. Elsku Bergrós og Guðjón, þið hafið misst mikið, en við vitum að allir munu hjálpast að við að gera ykkur þetta auðveldara. Elsku Guðrún Björk, við þig vil ég segja að í mínum huga ert þú hetja, þegar frá líður geturðu huggað þig við að þú varst frábær dóttir og gerðir allt sem í þínu valdi stóð og gott betur. Megi hlý orð ylja ykkur um dimma nótt. Við fjölskyldan kveðjum þig elsku Dóra með þakklæti og virðingu. Hvíl í friði. Þess óskar þín Elsa. Elsku frænka mín, hetjan mín, engillinn minn. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Kallið er komið, og við kveðjum þig í hinsta sinn. Þú sem varst svo dugleg að passa mig er ég var lítil, við áttum góðar stundir í æsku þar sem þú ólst upp hjá ömmu og afa sem þeirra 17. barn, þar vild- um við báðar vera, þar fundum við öryggi og hlýju. Ég fékk að fylgjast með þrauta- göngu þinni síðustu 10 mánuði, þessa mánuði barðist þú af öllum kröftum, því þú ætlaðir að geta átt lengri tíma með börnum þínum og barnabörnum sem þú varst svo stolt af. Nú hefur þú þurft að lúta í lægra haldi fyrir þessum skelfilega sjúk- dómi. Við urðum þeirrar gæfu að- njótandi að hafa þig og börnin þín hjá okkur í nokkra daga, eftir för þína og barna þinna til Spánar. Þú varst svolítið þreytt er þú komst til okkar, við fengum okkur stutta göngutúra, ræddum um gamla daga, það skemmtilega og líka það sem miður fór. Þú fékkst þér marga lúra þess á milli. Á sjúkrahúsgöngu þinni var ég sem grár köttur og sagði þér jafn- framt að þú losnaðir ekki svo glatt við mig. Ég reyndi að segja þér oft, oft, hversu mikil HETJA þú værir í mínum augum. Það var svo gaman að koma til þín með eitthvað gott, þvílík lyst sem þú hafðir, og ljómaðir á eftir. Ég kom norður til þín daginn fyrir þinn örlagaríka dag. Ég hafði stund til að spjalla við þig, þú gerðir að gamni þínu og ég fékk þig til að brosa, sem var mér mikils virði. Mér fannst þér svo kalt, ég strauk þér um vangann, það þótti þér gott. Þú vildir að ég yrði hjá þér um nóttina, ég ætti ekki að fara heim. Því miður gerði ég það ekki og vona að þú fyrirgefir mér það. Þú dast út og komst inn í smátíma, ég kvaddi þig tvisvar sinn- um. Þegar heim kom fékk ég þær slæmu fréttir að þér hrakaði stöð- ugt. Morguninn eftir var öllu lokið, þú hafðir kvatt með reisn. Það voru mín forréttindi að eiga þennan tíma með þér. Fyrir mér er þetta eins og vondur draumur. Elsku Guðrún Björk og Stína, þið voruð hennar stoð, hafið þökk fyrir það. Ég þakka þér fyrir að vera mér svo góð frænka og vinkona. Takk fyrir að leyfa mér að styðja þig í veikindum þínum. Takk fyrir allar gjafirnar þínar. Takk fyrir allt í þessu lífi. Elsku Svenni, Guðrún Björk, Ólafur, Guðjón Páll, Bergrós Helga, Bergsveinn, Elís Óli og aðrir ástvin- ir, Guð veiti ykkur styrk og trú í þessari miklu raun, svo ykkur auðn- ist að bera sorg ykkar fram á veg vona og minningar um dóttur, móð- ur, ömmu, systur, frænku og vinkon- una bestu sem gaf ykkur svo mikið. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Elsku engillinn minn, minning þín lifir í hjörtum okkar. Hvíldu í friði. Þín frænka Dýrleif Ólafsdóttir. Elsku frænka mín, þakka þér fyrir öll skemmtilegu símtölin okkar, fal- legu gjafirnar frá þér, bréf og mynd- ir. Þú varst mér góð frænka, og tókst tillit til mín. Ég hef fylgst með veik- indum þínum. Mér mun alltaf þykja vænt um þig. Ég sakna þín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín frænka Linda Björk Ólafsdóttir. Hún Dóra er farin, horfin okkur inn í haustið. Sumar lífs hennar liðið svo allt of stutt. Hún kvaddi að morgni mánudagsins 25. september. Aldrei erum við viðbúin að taka svona fréttum jafnvel ekki þótt við höfum í raun vitað hvert stefndi. Þegar við sáumst síðast var hún full bjartsýni á leið norður. Ekki ór- aði mig fyrir því að við værum að kveðjast í hinsta sinn. Það var fyrir jólin sem ég komst að því að eitthvað hlyti að vera að. Jólakortið frá Dóru, sem var fyrir- boði jólanna, kom ekki. Ég fékk allt- af kort frá henni snemma, það var ekkert venjulegt jólakort, frekar svona sögukort. Hún var frábær stíl- isti og hefði vafalaust getað náð langt á sviði ritlistar. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fá þessi einstöku kort. Nú verða jólakortin ekki fleiri. Þá er að taka þau gömlu fram á kom- andi jólum. Dóra eignaðist þrjú börn. Elst þeirra er Guðrún Björk. Það var aðdáunarvert hvað hún var móður sinni mikil stoð og stytta í gegnum hennar veikindastríð. Það komu vel í ljós mannkostir hennar dugnaður og umhyggja er hún kom um langan veg til að hlúa að móður sinni, haf- andi sjálf lítil börn að annast. Glöggt mátti sjá hve mörgum var hlýtt til Dóru. Vinir og vandamenn voru duglegir að heimsækja hana daglega. Nú eiga margir um sárt að binda. Það er von mín að bjartar og góðar minningar lýsi upp myrkur sorgar- innar. Megi Guð vera með börnunum hennar, barnabörnum og öðrum ást- vinum. Að lokum: Þökk fyrir allar okkar stundir. Megi birtan eilífa lýsa þér á nýjum leiðum. Ég kveð þig ljúfa vina, því kynni okkar hér af komu dauðans rofna. En minningarnar lifa og myndirnar af þér, í mínum huga ei dofna. (Þ.J.) Þín vinkona, Erla Ólafsdóttir. Elsku Dóra. Takk fyrir allt og allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Guðrún Björk og fjölskylda, Guðjón Páll, Bergrós Helga og aðrir aðstandendur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hugurinn er hjá ykkur. Erna, Bjarki, Birgitta Maggý, Freydís Jóna og Sigurvin Dúi, Hvammstanga. Sveinbjörg Dóra Sveinbjörnsdóttir Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarþel við andlát og útför ÞORSTEINS SKÚLASONAR frá Hólsgerði, Fellsmúla 16, Reykjavík, eða heiðruðu minningu hans á annan hátt. Skúli Skúlason, Kristveig Skúladóttir, Þorkell Skúlason og systkinabörn hins látna. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN ÞÓRARINSSON húsgagnasmiður, Lindasíðu 4, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudag- inn 2. október kl. 13.30. Þórarinn B. Stefánsson, Livia K. Stefánsson, Valborg Stefánsdóttir, Valdimar Kristinsson, Kristinn Valdimarsson, Stefán Ingi Valdimarsson, Elínborg Ingunn Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.