Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN INNAN fárra daga verður sá langþráði og gleðilegi atburður að síðustu erlendu hermennirnir hverfa á brott úr bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði. Þar með gefst sögulegt tækifæri til að móta nýja stefnu í utanríkis- og öryggismálum Ís- lands og sameina þjóð- ina eftir harðvítugar deilur sem dvöl erlends hers í landinu hefur valdið í meira en hálfa öld. Óþarfi er að orð- lengja um hnoðið sem staðið hefur frá því Bandaríkjamenn á út- mánuðum tilkynntu Ís- lendingum einhliða og á fremur ruddalegan hátt að þeir væru farn- ir. Brottför hersins hefur verið fyr- irsjáanleg um langt árabil. Allt frá því upp úr 1990 hefur áhugi Banda- ríkjamanna á því að draga hér sam- an seglin, ef ekki loka með öllu her- stöðinni á Miðnesheiði, legið ljós fyrir. Það eru hins vegar íslensk stjórnvöld, með utanríkis- og for- sætisráðherra síðustu fimmtán ára í broddi fylkingar, sem hafa stungið höfðinu í sandinn. Verst er að veru- leikafirring og afneitun stjórnvalda hefur jafngilt ótrúlegu skeyting- arleysi um þá hagsmuni lands og þjóðar sem gæta þarf að þegar her- setunni lýkur. Þetta er nú að koma okkur í koll. Á mannamáli sagt hafa íslensk stjórnvöld ósköp einfaldlega ekki unnið heimavinnuna sína. Við- leitni núverandi og fyrrverandi rík- isstjórna Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks og á undan þeim Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks til að halda hér öllu óbreyttu eða sem minnst breyttu frá því sem var á dögum kalda stríðsins hefur leitt okkur í ógöngur. Smátt og smátt hefur samningsstaða Íslands hrunið og Bandaríkjamenn gefist upp hnoð- inu sem eðlilegt er. Tillögur um málið hafa dagað uppi á þingi Síðustu ár hefur undirritaður af og til flutt á Alþingi tvenns lags til- lögur sem þessu máli tengjast. Er þar annars vegar um að ræða tillögu til þingsályktunar um yfirtöku Ís- lendinga á rekstri Keflavík- urflugvallar og hins vegar tillögu um rannsókn á mengun af völdum her- setunnar. Ég hef sem sagt lagt það til undanfarin ár að við Íslendingar óskuðum eftir viðræðum við Bandaríkjamenn um hvernig við und- irbyggjum, tækjum yf- ir og önnuðumst eftir það rekstur millilanda- flugvallarins í Keflavík og þó fyrr hefði verið. Lengi hefur blasað við að til þessa kæmi. Því er með endemum að menn skuli vakna upp við vondan draum og fyrst nú horfast í augu við að Bandaríkjamenn hafa átt allan tækjakost og búnað sem þarf til að reka völlinn. Við er- um því allt í einu upp á þeirra náð og miskunn komin með að halda mik- ilvægasta samgöngumannvirki þjóð- arinnar opnu. Hins vegar hef ég af og til und- anfarin ár flutt tillögu til þingsálykt- unar um rannsókn á umhverfisáhrif- um af völdum erlendrar hersetu. Tillagan, sem var síðast flutt á 133. löggjafarþingi veturinn 2003–2004, er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela umhverf- isráðherra að láta fara fram rann- sókn á umhverfisáhrifum af völdum erlendrar hersetu og hernaðar- umsvifa á Íslandi og hættum sem eru núverandi hernaðarumsvifum samfara. Einnig verði gerð úttekt á lagalegum álitaefnum þessu tengd- um. Rannsókn beinist sérstaklega að eftirfarandi þáttum: 1. grunnvatnsmengun, 2. jarðvegsmengun, 3. frágangi spilliefna og sorp- hauga, 4. umhverfishættu sem stafar af núverandi hernaðarumsvifum, 5. réttarfarslegum hliðum málsins varðandi skaðabótaskyldu erlendra og/eða íslenskra stjórnvalda gagn- vart landeigendum í þeim tilfellum sem mengun hefur orðið og skyldu þeirra til að hreinsa menguð svæði. Jafnframt verði reynt að áætla kostnað við hreinsun þeirra svæða sem mengast hafa.“ Nú er sofandahátturinn að koma okkur í koll. Auðvitað hefðum við staðið margfalt betur að vígi í samn- ingaviðræðunum við Bandaríkja- menn ef við hefðum haft í höndum fullnægjandi rannsóknir á mengun af völdum hersetunnar, áætlanir um hvernig best yrði staðið að verki við hreinsun og hver kostnaðurinn yrði. Þess í stað hrekjast nú stjórnvöld til vandræða samninga úr því horni sem þau hafa sjálf komið sér í. Undirritaður hefur opinberlega og lengi varað sterklega við því að við Íslendingar kaupum köttinn í sekknum hvað umhverfisáhrifin af völdum erlendrar hersetu varðar. Ærin ástæða er til að ætla að í her- stöðvum hér, og það ekki bara á Miðnesheiði heldur víðar á landinu, sé um alvarlega mengun að ræða. Sú er og reynslan erlendis frá við sam- bærilegar aðstæður. Má sem dæmi nefna ratsjárstöðina sem Banda- ríkjamenn reistu á Resolution-eyju syðst á Baffinslandi norður af Kan- ada. Þar kom í ljós mikil og hættuleg mengun löngu eftir að stöðin var yf- irgefin og hefur kostað kanadísk al- ríkisstjórnvöld óhemju fé að flytja þúsundir tonna af menguðum jarð- efnum suður til Québec til förgunar. Hitt er svo annað mál að auðvitað er mesta hreinsunin sú að losna við herinn og mikið á sig leggjandi ef út í það er farið til að gera endanlega upp og loka þeim kafla Íslandssög- unnar. Brottför hersins og heimavinna stjórnvalda Steingrímur J. Sigfússon fjallar um brottför bandaríska hersins »Ærin ástæða er til aðætla að í herstöðvum hér, og það ekki bara á Miðnesheiði heldur víð- ar á landinu, sé um al- varlega mengun að ræða. Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs og situr í utanríkismálanefnd. KONUR tökum þátt í stjórn- málum og látum í okkur heyra, því mikilvægt er að kon- ur séu í forystu- sveitum í þjóðfélaginu ásamt körlum. Ég skora á allar konur að hugsa sinn gang og líta í eigin barm og skoða hvort þið hafið eitthvað til þjóðmál- anna að leggja. Kon- ur hafa alltaf haft miklar skoðanir á málefnum samfélags- ins og þær raddir þurfa að berast inn á Alþingi. Framkvæmdastjórn Landsam- band framsóknarkvenna ályktaði á fundi sínum þ. 22. sept sl. „Fram- kvæmdarstjórn Landssamband framsóknarkvenna skorar á konur að gefa kost á sér á framboðslista Framsóknarflokksins og bendir á mikilvægi þess að fjölga konum á Alþingi. Einnig leggur stjórnin áherslu á að í, fjórum efstu sæt- um, sé jafnt kynjahlutfall og þar verði tvær konur og tveir karlar, þar sem fjögur efstu sæti framboðslistanna hafa mest um það að segja hverjir fái sæti á Al- þingi. Mikilvægt er að rétta hlut kvenna á Alþingi og auka þar með nútímalýðræði.“ Margir hnjóta ef- laust við nútíma- lýðræði, hluti af því lýðræði sem við þekkjum í dag er að konur séu með í ákvarðanatöku samfélagsins. Mik- ilvægt er að rödd þeirra heyrist þar sem þær sjá samfélagið oft á ólíkan hátt miðað við karla og hafa oft annan bakgrunn. Þá kem- ur gamla klisjan í huga minn, en hún er góð og gild, kynin eru ólík og við þurfum raddir beggja í stjórnmál til að endurspegla skoð- anir kynjanna og samfélagsins á þingi. Í síðustu alþingiskosningum fækkaði konum á Alþingi, þess vegna er mikilvægt að hvetja kon- ur í öllum flokkum til að taka ábyrgði og bjóða sig fram. Vafa- laust eru margar ástæður fyrir fækkun kvenna á þingi, en ein megin ástæðan er að konur eru sjaldan í meirihluta í einum af fjórum efstu sætum á listum flokkana. Þess vegna er mik- ilvægt að konur bjóði sig fram í forystusæti á listum flokkanna. Því miður hætta konur að jafnaði fyrr en karlar í stjórnmálum og því er mikilvægt að við stöndum þétt á bak við þær konur sem eru nú þegar í stjórnmálum. Ég skora á þær konur sem ekki hafa áhuga á að bjóða sig fram, að standa við bakið á kynsystrum sínum sem eru tilbúnar að leggja þessa vinnu á sig fyrir okkar hönd og leggja þeim lið í anda og verki. Kjósum konur á þing, hvetjum konur til að bjóða sig fram og stöndum saman að auk- um hlut kvenna á Alþingi Íslend- inga. Áskorun til kvenna Bryndís Bjarnarson hvetur konur til að gefa kost á sér til þátttöku í stjórnmálum » Þess vegna er mik-ilvægt að konur bjóði sig fram í for- ystusæti á listum flokk- anna. Bryndís Bjarnarson Höfundur er formaður Lands- sambands framsóknarkvenna. STÓR orð hafa verið látin falla um Kárahnjúkavirkjun og ál- bræðslu ALCOA á Reyðarfirði. Talað er um að sökkva eigi landinu, fullyrt að reisa eigi 30 álver um landið þvert og endi- langt, framkvæmd- irnar beri vitni um heimsku og virkjunin sé brot gegn sköp- unarverki guðs. Mannvirkjagerð fremstu tæknimanna hefur verið gerð tor- tryggileg og dregið í efa að unnið sé af heilindum en svik í tafli. Alþingi, rík- isstjórn – og ein- stakir ráðherrar hafa orðið fyrir árásum og talað um brot á landslögum og fullyrt að arður verði enginn af virkjuninni. Rit- höfundar og listamenn hafa spáð dómsdegi vegna virkjunarinnar og skrifuð „sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð“ og kölluð Draumalandið. Hrædd þjóð Ýmislegt má segja um Íslend- inga sem þjóð, en ekki að þeir séu hrædd þjóð. Hins vegar mætti sannarlega margt vera öðruvísi á Íslandi, þar sem framfarir hafa þó verið meiri en hjá nokkurri annarri þjóð í Evrópu undanfarna öld. Fyrir einni öld var Ísland fá- tækasta land í Evrópu. Nú eru Íslendingar meðal ríkustu þjóða heims og standa um flest jafn- fætis öðrum þjóðum, þótt fjöl- mennari séu. Gott dæmi um fram- farir á Íslandi undanfarna öld er sú staðreynd, að um 1900 var barnadauði mestur á Íslandi í allri Evrópu. Nú er barnadauði á Íslandi minnstur í öllum heim- inum. Engu að síður má margt betur fara í íslensku þjóðfélagi. Nefna má skilningsleysi almennings og stjórnvalda á stöðu geðfatlaðra, ótrygga stöðu ungs fólks á villi- götum og virðingarleysi fyrir landslögum og almennum mann- réttindum og agaleysi sem nær frá hinum hæstu til hinna lægstu. Þá vekur sjálfbirgingsháttur nýrra valdastétta, fréttamanna og peningafólks, óhug margra, og ekki síst vekur ómálefnaleg um- ræða og öfgar í umfjöllun um við- kvæm mál furðu. Þar hafa stjórn- málamenn – og þó einkum og sér í lagi nokkrir stjórnmálaleiðtogar – gengið lengst, þótt örfáir rithöf- undar og fréttamenn reyni að fylgja fast á eftir með stóryrðum og svigurmælum. Tilfinningar og lífsafkoma Að sjálfsögðu er ekkert óeðli- legt að miklar tilfinningar komi fram vegna Kárahnjúkavirkjunar og álbræðslu ALCOA í Reyð- arfirði, m.a. vegna þess að virkj- unin er sögð „stærsta fram- kvæmd Íslandssögunnar“. En til þess að lifa í þessu kalda landi og tryggja afkomu þjóðarinnar í lengd og í bráð og auka hagsæld og velsæld verður að nýta auð- lindir lands og sjávar. Kára- hnjúkavirkjun var því ekki aðeins þörf – heldur sjálfsögð nauðsyn. Afkoma þúsunda manna í Fjarða- byggð og jafnvel á öllu Austur- landi var í uppnámi og byggð í fjórðungnum á fallanda fæti. Fólki fækkaði stöðugt og engar leiðir virtust færar í atvinnu- málum fjórðungsins. Vonleysi og jafnvel hræðsla ríkti, þótt enginn rithöfundur fyrir sunnan sæi ástæðu til að skrifa um það „sjálfshjálparbók handa hræddi þjóð“ eða benti Austfirðingum á draumalandið, því síður að frétta- menn, sem hafa opinn aðgang að fjölmiðlum, efndu til fjöldagöngu fólkinu fyrir austan til varnar. Kárahnjúkavirkjun og álbræðsla ALCOA í Reyðarfirði eiga eftir að bægja hræðslu manna fyrir austan burt og gera Austfirði aftur að draumalandi, því enn er þar mikið eftir af tilkomumikilli nátt- úru og hálendið er að mestu ósnortið. Hins vegar verður án efa staðið öðruvísi að nýtingu nátt- úruauðlinda og virkj- unum í framtíðinni, bæði vatnsaflsvirkj- unum og jarð- varmavirkjunum, og leitað verður nýrra leiða til þess að efla atvinnu og bæta af- komu í landinu, m.a. vegna Kára- hnjúkavirkjunar og álbræðslu ALCOA í Reyðarfirði. Hugs- anlega má líta Kárahnjúkavirkj- un sem nauðsynlega fórn til þess að bjarga heilum landsfjórðungi þar sem fólki hafði fækkað ár frá ári meira en hálfa öld. Nauðsyn- legt er að færa fórnir í lífinu – og svo langt geta menn ekki gengið í „náttúruvernd“ að ekki verði rúm fyrir mannskepnuna í nátt- úrunni. Þúsund ár á 100 árum Ef til vill er líka rétt að líta á Kárahnjúkavirkjun í sögulegu samhengi. Þá má benda á, að fólksfjöldi á Íslandi hélst óbreytt- ur í 900 ár. Í 900 ár voru Íslend- ingar um 50 þúsund. Með öðrum orðum: Íslendingum fjölgaði ekk- ert í níu aldir, allt frá landnámi fram um 1850, enda breyttist verkkunnátta, tækni og þekking lítið þessar níu aldir og afkoma var hörmuleg, misskiping skelfi- leg og umkomuleysi og hræðsla fólks mikil. Fólki tók heldur ekki að fjölga fyrr en „stóriðja“ og ný tækni héldu innreið sína í landið um 1900. Samtímis jókst bjart- sýni og hræðsla þjóðarinnar þvarr. Stóriðja þess tíma var að vísu „aðeins“ togaraútgerð fyrir sunnan, hvalveiðar fyrir austan og vestan og ullar- og skinnaiðn- aður fyrir norðan. En fyrir þess- ar sakir breyttust tengsl við út- lönd á skömmum tíma og hrædd þjóð öðlaðist kjark og dug. Og nú byggist „íslensk útrás“ á þessum framförum. Menntun og menning hefur vaxið og segja má að á hundrað árum hafi Íslendingar ferðast þúsund ár. Aldrei hefur því verið betra að búa á Íslandi en nú, og liggur við að segja megi að við búum „í hinum besta heimi allra heima“, svo vitnað sé til orða í skáldsögunni Candide, Birtíngi, eftir franska rithöfund- inn og heimspekinginn Voltaire. Hamingjuóskir Það er því rangt að tala um Ís- lendinga sem hrædda þjóð, þótt margt mætti betur fara. Með bættum efnahag og aukinni vel- megun hefur velsæld í landinu aukist, enda er velmegun und- irstaða betra mannlífs. Ég vil því óska gömlum sveitungum mínum fyrir austan til hamingju með Kárahnjúkavirkjun og álbræðslu ALCOA í Reyðarfirði sem færa mun þeim aukinn kjark og aukna velsæld - svo að jafnvel gæti hillt undir sjálft Draumalandið. Kárahnjúkavirkjun og Draumalandið Tryggvi Gíslason fjallar um þróun hagsældar á Íslandi og stóriðju Tryggvi Gíslason » Ýmislegt másegja um Ís- lendinga sem þjóð, en ekki að þeir séu hrædd þjóð. Höfundur er fyrrum skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.