Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 41
komum að rafmagnslausum kofan- um sem reyndist heimili hennar, stillti hún sér upp fyrir myndatöku ásamt börnunum og sagði hlæjandi: „Þessir krakkar skulu fá að læra meira en ég!“ Það var eitthvað við þessa konu sem aftur og aftur minnti mig á Rannveigu Eiðsdóttur. Bágar upp- eldisaðstæður, seigla, dugnaður og sjálfsbjargarviðleitni, en þó kannski ekki síst fróðleiksfýsn sem átti sér fá takmörk. Kominn af fjöllum frétti ég svo að Rannveig væri öll. Þegar ég hitti Rannveigu fyrst var aldurinn búinn að taka af henni lík- amlegan toll. En andlega var hún hress. Og það átti ég eftir að reyna enn betur þegar ég bjó hjá henni um tíma og ekki síður eftir það þegar ég leit til hennar, stundum eftir langa útivist. Þá þurfti hún að fá að vita hvað fólk borðaði í Guatemala og Ví- etnam og hvernig þetta hefði nú ver- ið eldað og borið fram. Þetta eru einu skiptin á ævinni sem mér hefur þótt verulega miður að hafa aldrei lært til kokks. Rannveig átti það svo sann- arlega inni hjá mér að ég segði henni meira en rétt undan og ofan af mat- arvenjum í þessum fjarlægu löndum sem hún hafði aldrei sótt heim. Mér er sérstaklega minnistætt þegar ég sagði henni frá því að Kínverjar ælu rottur sem þeir legðu sér til munns með bestu lyst. Þá hryllti hún sig andartak, en mjög skyndilega varð óhugnaðurinn að víkja fyrir annarri tilfinningu sterkari, semsé forvitn- inni: hvort þetta væri álitinn hollur matur, hvort ég hefði smakkað á þessu og hvort Kínverjar væru virki- lega slíkir snillingar að geta gert úr því krásir. Og enn einu sinni olli ég henni vonbrigðum; ég hafði hvorki bragðað rottukjöt né aflað mér upp- lýsinga um hvernig það væri hant- érað. Rannveig var langt á undan sinni samtíð í áhuga á hollu mataræði. Við þetta bættist óbrigðull smekkur, umhyggja fyrir öðrum, útsjónarsemi og nýtni sem ég tel víst að hún hafi kynnst í foreldrahúsum. Eftir er þá að telja einfaldleikann. Rannveig var í ljósára fjarlægð frá mætgæðingum hins nýríka Íslands sem mega ekki sjá neitt ætt svo þeir þurfi ekki að bæta við það öllu mögulegu og ekki síður ómögulegu. Hafi Rannveig átt sér einhverja kenningu í sinni list- grein þá var hún eitthvað á þessa leið: Bestu eiginleikar góðs hráefnis eiga að fá að njóta sín til fulls. Með hana að leiðarljósi gat hún, komin á níræðisaldur, gert íslenskan hvers- dagsmat að veislukosti. Nú fer því fjarri að Rannveig hafi ekki haft áhuga á öðru en matargerð enda sílesandi og mannblendin að auki. En þarna var hann mestur og hæfileikarnir eftir því. Ég freistast til að leggja á þetta áherslu vegna þess að frá Rannveigu er runnið best rekna og blómlegasta fyrirtækið í ís- lenskum matvælaiðnaði. Og það þarf ekki mikil eða löng kynni af Rann- veigu og Kjarnafæði til að sjá að styrkur beggja er sá sami. Á meðan ófá fyrirtæki í þessari grein hafa elt tískusveiflur og flottræfilshátt og oltið fyrir vikið yfir á verri hliðina, þá hafa afkomendur Rannveigar fylgt því sem þeir lærðu af „þeirri gömlu“ og vegnað vel, sjálfum sér og öðrum til góðs. Um leið og ég votta öllum aðstand- endum Rannveigar samúð mína, þá þakka ég fyrir mig. Staddur hinu- megin á hnettinum sé ég hana fyrir mér við eldhúsborðið úti á Eyri og heyra hana svara mér af sínu al- kunna lítillæti þegar ég spurði, hvort ekki væri ánægjulegt að vita af góð- um hugmyndum sínum á borðum landsmanna alla daga ársins: „Fólk er bara svo vel gert að það er ekki hægt að eyðileggja í því bragðlauk- ana. Og heldurðu virkilega að það sé MÉR að þakka?!“ Vésteinn Lúðvíksson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 41 FRÉTTIR ✝ Bjarni Valdi-marsson fædd- ist á Spóastöðum í Biskupstungum 7. nóvember 1937. Hann lést í Reykja- vík fimmtudaginn 21. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Bjarnadótt- ir, f. 3. febrúar 1913, d. 3. apríl 1949, og Valdimar Pálsson, f. 24. maí 1905, d. 9. apríl 1998. Síðari kona Valdimars er Ragnheiður Pálsdóttir, f. 4. maí 1921. Systkini Bjarna eru Þor- finnur, f. 15. júlí 1935, Kristín, f. 25. apríl 1939, Valdimar, f. 26. júlí 1942, og Ragnhildur, f. 19. september 1944. Hálfbróðir Bjarna, sonur Ragnheiðar, er Páll, f. 11. júní 1954. Bjarni ólst upp á Selfossi. Hann kvæntist Guðrúnu Jóns- dóttur, f. 26. mars 1941. Þau skildu. Börn þeirra eru Jón rafmagnsverk- fræðingur, f. 9. nóvember 1965, Kristín leikskóla- kennari, f. 18. des- ember 1967, og Þórunn vélaverk- fræðingur, f. 31. maí 1969. Bjarni ók um árabil mjólkurbíl hjá Mjólkurbúi Flóamanna, áður en hann hóf búskap á Leiru- bakka í Landsveit. Hann fluttist síðar á höfuðborgarsvæðið og bjó síðast í Reykjavík. Útför Bjarna verður gerð frá Leirubakka í Landsveit í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður í kirkjugarðinum á Skarði. Englar Guðs hafa nú tekið hann Bjarna vin minn í fang sér og flogið með hann til stjarnanna sem honum voru svo hugleiknar. Allir kraftar jarðar, eins og jarðskjálftar, eldgos, hraun, sólarorkan, sálarorka jarðar, blóma, dýra og manna, voru það sem snerti hug hans mikið. Mér og öðr- um vildi hann miðla af visku sinni. En Bjarni var mjög sérstakur mað- ur og ekki á allra færi að skilja hans hugmyndir og hugsýnir. Enginn þekkir sjálfan sig og því síður það sem raunverulega býr í annars huga. Bjarna voru mjög hugleikin fyrri líf- in og bar þá oft á góma Perú, And- esfjöll og Inkana og hann taldi sig vita hvernig indíánar hugsuðu. Þeg- ar ég sagðist hafa haft indíána sem hjálparanda, frá fjögurra ára aldri, þá brást hann ekki vel við, og sagði að það væri aumur indíáni sem ekki hefði tekist að kenna mér hugsunar- hátt indíána, sem hann taldi mig ekki hafa. Bjarni var efahyggjumað- ur hinn mesti og ekki gefinn fyrir að vera sammála síðasta ræðumanni, vildi hafa sína skoðun á öllum mál- um, en sú skoðun gat breyst. Við vorum ekki sammála um hvað biði handan við aðskilnað við þennan heim og hvort það væri yfirleitt nokkuð. Ég sagði þá að best væri að vera við öllu búin. Það líkaði honum vel. Nú veit hann fleiri svör. En ég held enn að í öllum trúarbrögðum sé sami Guð. Þá bestu vini burtu frá oss líða blæðir jafnan hjartans opið sár en huggumst við þeir hreppa sælu blíða, þeim hvorugt framar grandar hryggð né tár. Þeir líða burt til ljóss og sólar geima, sem lífið hér ei getur hugsað sér, en látum okkur ljós og unað dreyma þá léttir sorg er okkar hjörtu sker. (E. S. J.) Ég þakka þér innilega stundirnar okkar saman. Megi Guð kærleikans umvefja þig vinur á þínum nýju brautum. Börnum, tengdabörnum, barna- börnum og öðrum vandamönnum votta ég samúð mína og bið góðan Guð að fylgja. Jenný Kjartansdóttir. Bjarni Valdimarsson Deildakeppnin í sjónmáli Deildakeppnin verður spiluð helg- arnar 7.–8. október og 28.–29. októ- ber. Að venju verður spilað í þremur deildum. Spilamennska hefst um klukkan 11.00 laugardagana og lýk- ur um klukkan 19.15 en á sunnudög- um klukkan 10.00–15.45. Keppnisgjald er krónur 24.000 á sveit. Verðlaunapeningar eru fyrir 3 efstu sætin í öllum deildum og gull- stig að auki. Sigurvegarar 1. deildar vinna sér rétt á Norðurlandamót. Sigurvegarar 2., og 3. deildar vinna sér inn frítt keppnisgjald í sveita- keppni Bridshátíðar. Sveitir sem eiga rétt í fyrstu og aðra deild eru beðnar um að stað- festa þátttöku. Skráning í þriðju deild er öllum opin. Reglugerðin hef- ur tekið breytingum til einföldunar og liðkunar á skráningarreglum og mun verða sett upp á vef Bridssam- bandsins bráðlega. Miðvikudagsklúbburinn Fyrsta spilakvöld Miðvikudags- klúbbsins var 20. september. Spilaður var einskvölds tvímenn- ingur með forgefnum spilum. Efstu pör voru: Gísli Steingrímsson-Sveinn Þorvaldsson 9 Halldór Þorvaldsson-Magnús Sverrisson 9 Guðjón Sigurjónss.-Guðlaugur Sveinsson 6 Efstu pörin fengu glæsilegar mat- arkörfur í verðlaun. Miðvikudaginn 27. september var spilaður einskvölds Barometer tví- menningur. Staða efstu para: Halldór Þorvaldss.-Magnús Sverrisson 19 Lilja Kristjánsd.-Ólöf Ólafsdóttir 13,5 Gróa Guðnad.-Sigrún Þorvarðardóttir 9 Erla Sigurjónsd.-Sigfús Þórðarson 9 Þrjú pör fengu glæsileg verðlaun. Efsta sætið fékk gjafabréf á flottan veitingastað fyrir 4. Annað sætið og eitt par dregið af handahófi fengu 6000 kr. úttekt hjá þekktu matvælafyrirtæki. Miðvikudagsklúbburinn spilar öll miðvikudagskvöld í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37, 3ju hæð. Spilamennska byrjar kl. 19:00 og eru alltaf spilaðir einskvöls tvímenningar með forgefn- um spilum. Alltaf er spilaður Baro- meter. Veitt verða 4–6 verðlaun hvert kvöld auk þess sem bronsstigahæsti karl og kvenspilarinn verða leystir út með fataúttekt frá glæsilegri fata- verslun. Allir spilarar eru velkomnir og leitast er við að taka mjög vel á móti óvanari spilurum og vera þeim til fyrirmyndar í hegðun við og fyrir utan spilaborðið. Keppnisgjald er 800 kr. á spilara. Eldri borgarar og yngri spilarar borga 400 kr og 20 ára og yngri spila frítt. Hægt er að sjá öll úrslit og helstu upplýsingar um klúbbinn á heima- síðu BSÍ, www.bridge.is Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 19 sept. Var spilað á 13 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Ragnar Björnss. – Pétur Antonsson 411 Bragi Björnss. – Auðunn Guðmss. 340 Sæmundur Björns. – Magnús Halldórs. 339 Ólafur Ingvarss. – Sigurberg Elentínuss.333 A/V Haukur Guðmss. – Björn Björnsson 371 Jón Hallgrímsson – Bjarni Þórarinsson 371 Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 344 Oddur Halldórss. – Skarphéðinn Lýðss. 344 Föstudaginn 22 sept. var spilað á 12 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 286 Jón Hallgrímss. – Bjarni Þórarinsson 268 Albert Þorsteinss. – Friðrik Hermannss. 263 A/V Óli Gíslason – Stefán Ólafsson 270 Sigurður Hallgrímss. – Guðrún Gestsd. 253 Steinmóður Einarss. – Einar Sveinsson 242 Þriðjudaginn 26 sep. var spilað á 13 borðum. Úrslit í N/S Oddur Jónsson - Oddur Halldórsson 360 Ásgeir Sölvason - Guðni Ólafsson 351 Ragnar Björnsson - Magnús Oddsson 336 Rafn Kristjánsson - Oliver Kristóferss. 336 A/V Björn Björnsson - Haukur Guðmss. 376 Lilja Kristjánsd.- Hera Guðjónsd. 353 Jón Hallgrímss. - Bjarni Þórarinsson 329 Sveinn Jensson - Jóna Kristinsdóttir 327 Eitt allra jafnasta mót allra tíma Fyrsta mót Bridsfélags Akureyr- ar í vetur er hafið en það er Startmót Sjóvá með þáttöku 14 para. Elstu menn voru spurðir álits og töldu þeir að svo jöfnu móti myndu þeir vart eftir… Þótt ótrúlegt sé er staða efstu para eftir fyrra kvöldið: Grétar Örlygsson - Haukur Harðarson +22 Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson +22 Pétur Guðjónsson - Jónas Róbertsson +22 Björn Þorláksson - Tryggvi Ingason +21 Hákon Sigmundss. - Stefán Sveinbjss. +7 Að lokum minnum við á Sunnu- dagsbrids kl. 19:30 í Hamri. Bridsdeild FEB í Rvík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði,Stangarhyl, mánud. 25.09. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig og árangur N–S Bragi Björnsson - Albert Þorsteinss. 237 Júlíus Guðmss. - Rafn Kristjánss. 230 Alda Hansen - Jón Lárusson 225 Árangur A–V Ragnar Björnss. - Guðjón Kristjánss. 278 Alfreð Kristjánss. - Birgir Sigurðss. 255 Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónss. 234 Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði,Stangarhyl, mánud. 25.09. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig og árangur N–S var spiluð í Ásgarði, Stangarhyl, fimmtud. 28.09. Spilað var á 12 borðum. Meðalskor 216 stig og árangur N–S Ingibj. Stefánsd. - Margrét Margeirsd. 246 Sæmundur Björns. - Magnús Halldórs. 244 Oliver Kristóferss. - Gísli Víglundss. 241 Árangur A-V Ragnar Björnsson - Magnús Oddsson 251 Viggó Nordqvist - Gunnar Andrésson 232 Bragi Björnsson - Albert Þorsteinsson 229 Bridsfélag Hafnarfjarðar Hinn vinsæli A-Hansen tvímenn- ingur hefst mánudaginn 2. október næstkomandi. Keppnin er 3 kvöld og vegleg verðlaun í boði að vanda frá A-Han- sen. Spilaður verður barómeter. Síð- asta mánudag var svo spilaður eins kvölds tvímenningur með góðri þátt- töku. Efstu pör: Hrafnhildur Skúlad. Soffía Daníelsd. 262 Sverrir Jónsson Baldur Bjartmarts 239 Erla Sigurjónsd. Sigfús Þórðarson 238 Spilað er á mánudögum kl. 19:30 í Hraunseli, Flatahrauni 3 Hafnar- firði. Alltaf heitt á könnunni. Brids á Suðurnesjum Spilaður var einmenningur sl. míðvikudagskvöld og urðu eftirtaldir einstaklingar efstir: Óli Þ. Kjartansson 65,60% Karl G. Karlsson 61,50% Jón Gíslason 57,30% Gunnlaugur Sævarsson 56,20% Spilað er á miðvikudagskvöldum í félagsheimilinu á Mánagrund. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á 11 borðum fimmtu- daginn 28. september. Miðlungur 220. Efst vóru: NS Ragnhildur Gunnarsd. - Páll Guðmss. 254 Kararínus Jónsson - Helgi Sigurðss. 248 Kristinn Guðmss.- Guðm. Magnússon 244 Guðrún Gestsdóttir - Ari Þórðarson 244 Auðunn Bergsv.s - Sigurður Björnss. 244 AV Jón Stefánsson - Leifur Jóhanness. 296 Elís Kristjánsson - Páll Ólason 265 Lilja Kristjánsdóttir - Jón Jóhannsson 256 Birgir Ísleifsson - Ernst Backmann 240 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson | norir@mbl.is ÞRIÐJUDAGINN 26. september undirrituðu Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og Miodrag Vlahovic utanríkisráðherra Svart- fjallalands, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna. Undirritunin fór fram í New York, samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Eins og kunnugt er samþykktu Svartfellingar í þjóðaratkvæða- greiðslu fyrr á þessu ári tillögu um að segja sig úr ríkjasambandi við Serbíu. Í kjölfarið var ákveðið stofna sjálfstætt ríki. Ísland, fyrst ríkja í heiminum, viðurkenndi fullveldi Svartfjallalands, 8. júní sl. Svart- fjallaland gerðist aðili að SÞ í júní. Samningur Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Miodrag Vlahovic, utanríkisráðherra Svartfjallalands, undirrita samninginn. Stjórnmálasamband við Svartfjallaland TVEIR þættir úr nýrri þáttaröð um Latabæ verða sýndir í Sambíóunum Kringlunni sem hluti af Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem fram fer þessa dagana. Í tilkynningu frá Latabæ segir að þegar undirbúningur fyrir fyrstu tökur á Latabæ hófst fyrir um þrem- ur árum hafi verið ákveðið að taka þættina upp í „High Definition“ sem þýði að unnið er með hærri upplausn en gengur og gerist sem svo skili sér í mun meiri myndgæðum. Nú hafi Latibær látið útbúa tvo þætti úr nýrri þáttaröð til „High Definition“-sýninga á hvíta tjaldinu. Í dag klukkan 16:00 verður svo- kölluð fagsýning á Latabæ þar sem Magnús Scheving, leikstjóri og höf- undur Latabæjar, og Raymond Le Gué framleiðandi munu kynna fram- leiðslu þáttanna og sitja fyrir svör- um að sýningu lokinni. Til viðbótar við fagsýninguna í dag verða þrjár fjölskyldusýningar á Latabæjarþáttunum tveimur sunnu- daginn 8. október í tilefni af fjöl- skyldudegi Alþjóðlegu kvikmynda- hátíðarinnar í Reykjavík. Nýir Lata- bæjarþættir á kvik- myndahátíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.