Morgunblaðið - 30.09.2006, Side 22

Morgunblaðið - 30.09.2006, Side 22
22 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur Borgarnes | Símenntunarmiðstöð Vesturlands hefur vaxið og dafnað frá því hún var stofnuð árið 1999. Inga Dóra Halldórsdóttir er nýráð- inn framkvæmdastjóri, en Inga Sigurðardóttir sem gegnt hefur því starfi er í ársleyfi. Í tilefni af viku símenntunar var sl. þriðjudag opið hús hjá Sí- menntunarmiðstöðinni á Vesturlandi, nýtt húsnæði miðstöðvarinnar í Borgar- nesi kynnt og ný vefsíða opnuð. Inga Dóra segir það hafa verið ákveðin tímamót hjá starfsmönnum þegar starf- semin var flutt í stærra og rúmbetra húsnæði. „Áður vorum við hér á efri hæðinni í einu herbergi og var farið að þrengja verulega að okkur. Þetta endurspeglar m.a. þá gróskumiklu starfsemi sem er hjá okkur og sýnir að þörfin er svo sann- arlega fyrir hendi og verkefnin næg.“ Þrír starfsmenn eru í Símenntunarmiðstöð- inni, en í byrjun ágúst var ráðinn náms- og starfsráðgjafi. Það var gert í tengslum við kjarasamninga þar sem samið var um að aukið fjármagn yrði veitt til náms- og starfsráðgjafar á vinnumarkaði. Markhópurinn samanstendur af ófaglærðum á vinnumarkaði sem aðild eiga að ASÍ. Þrjár námsleiðir í boði Fram kemur hjá Ingu Dóru að horfa eigi á sí- og endurmenntun sem hluta af framboði menntunar í landshlutanum. „Við gerum kröfur um að hafa öfluga og góða leikskóla, grunn- skóla, framhaldsskóla og háskóla og við eigum líka að gera kröfu um að hafa aðgang að góðri símenntunarmiðstöð sem bæði brúar bilið á milli atvinnulífs og skóla, en er ekki síður stofn- un sem getur skipulagt símenntun fyrir starfs- menn og fyrirtæki á svæðinu. Við sjáum það líka í nýundirskrifuðum Vaxt- arsamningi Vesturlands hversu mikil áhersla er lögð á að sjá og greina þau tækifæri sem fel- ast í sívaxandi þekkingarsamfélagi.“ Í janúar á þessu ári var undirritaður þjón- ustusamningur á milli Fræðslumiðstöðvar at- vinnulífsins og Samtaka atvinnulífsins og ASÍ um aukið fjármagn til að veita fólki á vinnu- markaði með litla grunnmenntun, innflytjend- um og öðrum sambærilegum hópum tækifæri til að afla sér menntunar og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. „Þetta nám er mismunandi langt,“ segir Inga Dóra „en það er metið til ein- inga á framhaldsskólastigi, allt eftir umfangi námsins. Hér á Vesturlandi verður boðið upp á þrjár námsleiðir nú í haust. Nú þegar er hafin starfsemi Landnemaskólans í Ólafsvík sem ætl- aður er fullorðnu fólki af erlendum uppruna sem hefur búið hér um skeið. Námið er m.a. lið- ur í að hjálpa fólkinu að aðlagast betur íslensk- um aðstæðum.“ Símenntun mun einnig fara af stað með nám á Snæfellsnesi sem ætlað er ófaglærðu fólki sem starfar í leik- og grunnskólum. „Einnig er í burðarliðnum að fara af stað með nám sem heit- ir „Aftur í nám“ og er sérstaklega ætlað þeim sem glíma við lestrar- og skriftarörðugleika.“ Einstaklingsmiðuð kvennasmiðja „Fjórða stóra verkefnið sem við erum að vinna að og vonumst til að geti farið af stað í október er menntasmiðja kvenna,“ segir Inga Dóra og leggur áherslu á að smiðjan sé opin öll- um konum á Vesturlandi. Námið er byggt á sjö námslotum sem dreifast á helgar, bæði á haust- og vorönn. „Fyrirmynd menntasmiðju kvenna er sótt til lýðháskóla á Norðurlöndum sem og frá svoköll- uðum kvennadagskóla í Kaupmannahöfn (Köb- enhavns kvindedagshöjskole). Uppbygging námsins er með öðrum hætti en í hinu hefð- bundna skólakerfi. Námið er mjög einstak- lingsmiðað og sniðið að þörfum nemandans. Þetta er í fjórða sinn sem slík menntasmiðja er sett á fót á Vesturlandi og er það von okkar að í framtíðinni verði þetta nám að viðurkenndri námskrá líkt og þær námskrár sem lýst var hér á undan.“ Eitt af verkefnum Símenntunarmiðstöðvar- innar er að halda utan um fjarnámsaðstöðu fyr- ir nemendur í samvinnu við sveitarfélögin á Vesturlandi, sem Inga Dóra segir hafa komið myndarlega að samstarfinu. Nokkur fjöldi nemenda stundar fjarnám á Vesturlandi og hluti þeirra nýtir sér aðstöðu í námsverum sveitarfélaganna sem eru á fimm stöðum á Vesturlandi. Einkum hafa nemendur frá Há- skóla Íslands og Háskólanum á Akureyri nýtt sér þessa aðstöðu. Einnig hefur verið nokkuð um það að starfsmenn fyrirtækja og stofnana sæki styttri námskeið á fjarfundum. Eins og fram hefur komið eru verkefnin næg og þörfin einnig. Inga Dóra telur að Símennt- unarmiðstöðin hafi sannað gildi sitt því sókn í námskeið hefur farið sívaxandi frá stofnun hennar árið 1999. Símenntunarmiðstöð Vesturlands vex og dafnar og hefur nú flutt í nýtt húsnæði í Borgarnesi Eðlilegur hluti af framboði menntunar »Símenntunarmiðstöð Vesturlandsbýður þrjár námsleiðir á haustönn, meðal annars nám fyrir innflytjendur og ófaglært starfsfólk skólanna. »Framkvæmdastjórinn segir áherslurtalsvert hafa breyst, fyrst í stað var aðsókn í tómstundanámskeið mikil, en aukin áhersla sé nú lögð á starfstengd námskeið og námstækifæri þó að tóm- stundanámskeiðin eigi alltaf sinn sess. » „Símenntunarmiðstöðin blómstrarsamt ekki nema með dyggum stuðn- ingi ríkis, sveitarfélaga, stéttarfélaga, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga til að byggja hana upp og vinna sameigin- lega að því að hækka menntunarstigið á svæðinu, ýta undir frumkvæði fólksins og bjartsýni.“ Í HNOTSKURN Hveragerði | Allan Koch, garð- yrkjumaður í Eden, uppgötvaði sér til mikillar ánægju að eitt tréð í garðyrkjustöðinni, ficus pumula, hafði þroskað ávöxt. Fíkustré hefur aldrei áður borið ávöxt í Eden, að hans sögn. „Ég var að sópa gólfið og rakst þá á ávöxtinn sem ég hélt fyrst að væri kíví en þegar betur var að gáð þá var þetta af fíkusnum,“ sagði Allan sem hefur verið garðyrkju- maður í þrjátíu ár og aldrei séð ávöxt af fíkustré. Hann hefur nefnt þetta við aðra garðyrkjumenn og allir verið undr- andi yfir þessum tíðindum. Allan ætlar að taka ávextina þeg- ar þeir falla af trénu og gera til- raun með að sá fræjunum sem eru inni í aldini. Hann er spenntur að sjá hvernig það gengur. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Óvæntur ávöxtur af fíkustré Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | „Aðstaða og aðgengi fyrir fatlaða hér á hótelinu er mjög gott. Við erum með tíu herbergi sem voru sérstaklega hönnuð með þetta í huga og síðan erum við með sex önnur herbergi sem við getum auðveldlega breytt. Svo er hér líka gott aðgengi fyrir fatlaða að öllum sölum í húsinu þannig að þeir geta farið óhindrað um húsið eins og aðrir gestir. Það finnst okkur vera mikið atriði og frá- bært að geta boðið fólki upp á þetta,“ sagði Ásbjörn Jónsson, hótelstjóri á Hótel Selfoss, en hótelið var það eina á landinu sem gat tekið á móti 150 manna ráðstefnu á vegum MND fé- lagsins á Íslandi þar sem stór hópur þátttakenda var í hjólastólum. Núverandi eigendur hótelsins hafa haldið áfram uppbyggingu þess í þeirri mynd sem það var hannað og hafa gert átak í að efla þjónustu hót- elsins. Fram undan er síðan vinna við 200 fermetra heilsulind sem verður í hótelinu sem Ásbjörn segir að verði opnuð á fyrri hluta næsta árs. Lifandi starf „Þetta ár hefur verið mjög gott og aldrei jafn mikið að gera. Það er í raun skemmtilegt hvað haustið og vorið er góður tími hvað aðsókn snertir en það tengist því að við er- um með fullkomna ráðstefnuaðstöðu sem sótt er í. Svo erum við líka stórir í árshátíðum en segja má að um hverja helgi séu hérna stórar og litl- ar árshátíðir. Síðan kemur að jóla- hlaðborðunum hjá okkur,“ sagði Ás- björn hótelstjóri og hefur á reiðum höndum það sem er á döfinni í hótel- inu sem segja má að hafi vaxið með hverju árinu og dregur nú að fjölda fólks sem vel verður vart við í bæj- arlífinu á Selfossi. „Já, það er skemmtilegt að vera hótelstjóri. Þetta er mjög lifandi starf. Það er enginn dagur eins og það gefur starfinu mikið gildi. Á svona hóteli úti á landi þarf maður að geta farið í hvaða starf sem er og kunna skil á öllu og geta tekið þátt í starfinu með starfsfólkinu. Það eru samskiptin við gestina sem er mest gefandi í þessu, maður er alltaf með nýtt fólk og tilbreytingin því mikil. Það er sérstaklega gaman á sumrin að vera með alla útlendingana og heyra hvað það er sem heillar þá en þeir eru mjög opnir og segja frá hrifningu sinni á landi og þjóð. Þá bærir þjóðarstoltið á sér hjá manni en þeir sjá gjarnan það sem við sjáum ekki eða erum hætt að taka eftir. Svo er bara gaman að reka Hótel Selfoss. Við erum miðpunkturinn á Suðurlandi og nærri helstu náttúru- perlum landsins. Suðurlandið hefur upp á svo margt að bjóða,“ sagði Ás- björn. Dýrmætt að hafa gott aðgengi að hótelinu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ráðstefnur Ásbjörn Jónsson hótelstjóri hefur unnið að uppbyggingu Hót- els Selfoss sem ráðstefnuhótels. Hér er hann á þriðju hæð anddyris. Í HNOTSKURN »Þann litla frítíma sem hót-elstjórinn hefur frá krefj- andi starfi segist hann reyna að nýta með fjölskyldu og vinum. »„Svo reynum við að ferðastef mögulegt er,“ segir Ás- björn Jónsson. Selfoss | Lögreglan í Árnessýslu hefur gert ráðstafanir til þess að fá til sín fíkniefnahund til að efla leit að fíkniefnum. Embættið hefur fengið fjölda peningagjafa til kaupanna, meðal annars stórgjafir frá einstak- lingum. Í síðustu viku barst embættinu gjöf frá eldri hjónum í Þorlákshöfn að fjárhæð 300.000 kr. og sömuleiðis gjöf frá Bílamálun Agnars á Selfossi. Hjónin vilja ekki láta nafna sinna getið, en þau kváðust hafa gefið þessa myndarlegu gjöf af virðingu við barnabörn sín og lýstu einlægum áhuga á því að leggja þessu þarfa máli lið. Hin myndarlega gjöfin, frá Bílamálun Agnars, var einnig gefin af góðum hug til málefnisins og þess var sérstaklega getið að 10.000 kr. væru gefnar fyrir hvert barn og barnabarn hjónanna sem eiga og reka fyrirtækið, alls 140.000 kr. Í vikunni þar á undan fékk sýslumað- ur afhentar 500 þúsund kr. frá bónda sem ekki vildi láta nafns síns getið. Ómetanlegur stuðningur „Sérstaklega er þakkað fyrir góð- an hug og velvilja sem sýndur er í verki með þessum höfðinglega hætti. Hafi gefendur þakkir fyrir sem áður hefur verið getið auk Postulanna, samtaka bifhjólamanna. Þessi fram- lög hafa gert okkur kleift að gera ráðstafanir til að fá til okkar hund frá Noregi, en nokkurn tíma tekur að afgreiða þessa kostagripi. Ein- ungis vantar herslumuninn til að átakið sem að var stefnt sé að fullu í höfn. Lögreglunni er það ómetanlegt að finna þennan stuðning samborg- aranna,“ segir í fréttatilkynningu frá sýslumanninum á Selfossi. Hafa pant- að fíkni- efnahund LANDIÐ Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Nudd Margrét Ástrós Helgadóttir nuddar Atla Harðarson á opnu húsi Símenntunar- miðstöðvar. Guðjón Brjánsson fylgist með. Inga Dóra Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.