Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FORSTJÓRI Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, ritar, svo sem við var að búast, svargrein í Morg- unblaðið í tilefni af grein sem birtist eftir mig í blaðinu 26. þ.m. Með lögum frá árinu 1999 var dómurum fal- in stjórn skýrslutaka af börnum undir 18 ára aldri sem brotaþolum í kynferðisbrotamálum. Áður en það gerðist hafði verið komið upp í Héraðsdómi Reykja- víkur sérútbúinni að- stöðu til þessara skýrslugjafa. Eftir að lögin tóku gildi hafa þar farið fram nokkur hundruð skýrslutökur af börnum. Þá yf- irheyrsluaðstöðu, sem fyrir hendi er í Héraðs- dómi Reykjavíkur, er ekki að finna við aðra héraðsdómstóla fyrir utan Héraðsdóm Norð- urlands eystra. Er það skýringin á því að aðrir héraðsdómstólar hafa leitað til Barnahúss. Þess skal þó getið að skýrslutökur á vegum annarra héraðsdómtóla hafa farið fram í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Í svargrein forstjór- ans er ekkert nýtt að finna. Hins vegar er at- hyglisvert að hann svarar ekki þeirri gagnrýni minni að Barnahús á sér ekki lagastoð, ekki er að finna í lögum heimild til að framkvæma þar dóms- athafnir, svo sem skýrslutökur af börnum eru lögum samkvæmt, og að rannsóknir sakamála geti, eðli máls samkvæmt, ekki verið í verkahring starfsmanna barnaverndaryfirvalda. Starfsmenn Barnahúss hafa það hlut- verk með höndum að taka bæði könn- unarviðtal við barn, sem fram fer áð- ur en kæra er lögð fram, og stuðningsviðtöl eftir að kært hefur verið og barnið hefur gefið skýrslu fyrir dómi. Hlýtur að blasa við hverj- um sæmilega skynsömum manni að hlutverk starfsmanna stofnana á veg- um barnaverndaryfirvalda er að gæta hagsmuna barna og stuðla að velferð þeirra og að í því ljósi geta þeir, út frá almennum réttaröryggissjón- armiðum, ekki talist hlutlausir rann- sóknaraðilar í sakamáli. Áréttað skal að staðurinn, þar sem skýrslutaka yfir barni vegna rann- sóknar kynferðisbrotamáls fer fram, er í sjálfu sér ekki aðalatriði svo fremi að rétt sé staðið að málum, þ.á m. að aðstaðan sé góð, undirbúningur sé vandaður, bæði gagnvart barninu og öðrum sem að henni koma, og að fag- legra vinnubragða sé gætt við sjálfa skýrslutökuna. Að öllu þessu hefur verið hugað í Héraðsdómi Reykjavík- ur. Það geta staðfest þeir, sem að þessum skýrslutökum hafa komið, hvort sem um er að ræða ákærendur, verjendur, réttargæslumenn brota- þola eða starfsmenn barnaverndaryfirvalda. Er ekki annað vitað en að almenn ánægja ríki meðal þessara fagaðila með framkvæmd mála í Héraðsdómi Reykjavík- ur. Að þessu mikilsverða atriði er í engu vikið í svargrein forstjóra Barnaverndarstofu. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sett sér leiðbeinandi reglur um hvernig standa eigi að skýrslutökum af börnum. Þar kemur m.a. fram að markmið rann- sóknar er að upplýsa málið sem best. Þá beri að hraða rannsókn og gæta að öllum form- reglum, bæði við und- irbúning skýrslutök- unnar, í þinghaldinu sjálfu og við skýrslutök- una. Beint er til rétt- argæslumanna barna að þeir veiti barni viðeig- andi útskýringar og und- irbúi það fyrir skýrslu- tökuna. Þess er gætt að málið tefjist ekki. Út- skýrt er fyrir barninu hvað fram fer og hvernig. Einnig er þess gætt að barni sé sem minnst óhagræði gert og sá tími valinn til skýrslutökunnar sem ekki rekst á við skólatíma eða þann tíma sem börn eru orðin þreytt. Barn- ið er látið hitta sem fæsta og alls ekki kærða. Séð er til þess að barnið gefi skýrslu í næði og barninu gefinn næg- ur tími til þess. Valinn er sérþjálfaður kunnáttumaður sem sjálfur er í góðu jafnvægi og getur myndað eðlileg tengsl við barnið, fengið það til að skýra sem mest sjálfstætt frá og kem- ur fram við það á nærgætinn hátt, hefur góð áhrif á það en gætir um leið hlutleysis við rannsóknina. Það sem meginmáli skiptir er að við skýrslutökur af börnum í Héraðsdómi Reykjavíkur er hagsmuna barna gætt í hvívetna og að skýrslutökurnar hafa gengið mjög vel. Skal því fullyrt að þegar um er að ræða rannsókn kyn- ferðisbrotamála búa reykvísk börn síst við lakara réttaröryggi en börn annars staðar á landinu. Enn um skýrslutökur af börnum fyrir dómi Helgi I. Jónsson svarar grein Braga Guðbrandssonar um Barnahús Helgi I. Jónsson » Það semmeginmáli skiptir er að við skýrslutökur af börnum í Hér- aðsdómi Reykjavíkur er hagsmuna barna gætt í hvívetna og að skýrslutökurnar hafa gengið mjög vel. Höfundur er dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is RUNNINN er út frestur til að gera athugasemdir við hugmyndir Landsnets um nýtt línustæði há- spennustrengs fyrir ofan Hafnarfjörð, hugmyndir sem jafna má við umhverfisslys, verði þær að veru- leika. Núna liggur línan úr Heiðmörkinni yfir ásana ofan við Urriðavatn, yfir hraunið á milli hesthúsahverf- anna þar sem gamla bæjarhliðið var og þaðan yfir ás- ana ofan við Ásfjall yfir í háspennuvirkið í Hamra- nesi. Í tengslum við fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík er gerð tillaga um að færa þennan hluta línunnar sunnar. Nýja línustæðið mun þá liggja sunn- an við efra hesthúsahverfið, við jaðar skógrækt- arsvæðis ofan við Hvaleyravatn, sunnan við Stór- höfða og þaðan í Hamranes. Meðfylgjandi mynd sýnir bæði núverandi og fyrirhugaða legu (heimildf: www.landsnet.is, kort 6). „Og er þetta ekki bara prýðishugmynd?“, myndi nú einhver spyrja. Svarið er stutt en stórt „Nei!“ Í fyrsta lagi, núverandi línustæði hefur alltaf í besta falli verið herfileg sjónmengun. Nýja línustæðið verður öllu verra því bæði spillir það útsýni til Helgafells og Lönguhlíðar ennfrekar en núverandi lína gerir en að auki mun línustæðið skera á hol svæðið á milli Hvaleyrarvatns og Sléttuhlíðar, skerða möguleika skógræktar og gera svæðið afar ólystugt til útivistar svo vægt sé til orða tekið. Í öðru lagi, það er löngu orðið tímabært að fjar- lægja núverandi línu en þá á líka að færa hana alfar- ið í burtu. 245 kílóvolta háspennulína á ekkert erindi í jaðri vaxandi íbúðabyggðar. Tveir kostir koma til greina. Fyrri og ódýrari kosturinn er að færa þessa línu, sem nú liggur frá Geithálsi að Hamranesi, í heild sinni að hlið Kolviðarhólslínu sem liggur ofan við Helgafell. Þar er línuvegur svo jarðrask ætti að verða með minnsta móti, kostnaður gæti orðið um 450 milljónir (15 milljónir x ca 30 km). Seinni og etv ódýrari kostur er að leggja þann hluta núverandi línu sem á að færa (ca 3 km) í jörðu. Skv. upplýsingum sem fram koma í Morgunblaðinu sunnudaginn 24. september (bls. 4) kostar kílómetr- inn af jarðarför 245 kílóvolta línu um 120-180 millj- ónir, þannig myndu þessir 3 km kosta tæpan hálfan milljarð. Frestur til að skila athugasemdum rann út 29. september sl. Hafnfirðingar, sendið mótmæli við þessum hugmyndum um nýtt línustæði. LÁRUS JÓN GUÐMUNDSSON, Garðavegi 4, Hafnarfirði. Umhverfisslys ofan við Hafnarfjörð? Frá Lárusi Jóni Guðmundssyni: ÉG VERÐ að fá að koma frá mér hugmynd sem mér fannst svo aug- ljós að ég trúði því einlægt að ein- hver myndi bera hana upp. En þar sem það hefur ekki gerst enn verð ég hreinlega að segja ykkur frá henni. Þar sem herinn er á förum, bíður svæðið og húsin á Miðnesheiði eftir nýju hlutverki. Er nokkuð til betra en að setja þar upp Friðarsetur? Skýrari skilaboð til umheimsins er ekki hægt að gefa. Við Íslendingar erum í hjarta okkar friðelskandi þjóð og ef grannt er skoðað þá eru flest allir jarðarbúar friðelskandi í hjarta sínu, það þarf bara að minna þá á það. Í Friðarsetri er hægt að stunda alþjóðlegar rannsóknir á því hvaða leiðum er hægt að beita til friðar í heiminum. Hvar í heiminum er friður og hvernig er farið að því að halda þann frið? Hvar er ólga og ófrið- ur og hvað veld- ur honum í raun? Hvernig má bregðast við? Með hugtakinu friði á ég ekki aðeins við hið augljósa vandamál heimsins í dag: vöntun á friði á milli þjóða og trúarhópa, heldur einnig að skoða hugtakið frið, á milli manns og náttúru, milli manna almennt og ekki síst að reyna að koma á friði innra með sjálfum sér. Friðarsetur gæti verið starfrækt í tengslum við háskóla. Þar þyrfti að vera aðstaða til að taka á móti nemendum, fræðimönnum og ferða- mönnum allstaðar að. Þar þyrfti að vera aðstaða til kennslu og rann- sókna. Aðstaða fyrir ráðstefnur og fyrirlestra og einnig fyrir frið- arstundir þar sem hver og einn getur skoðað friðinn innra með sér. Friðarsetur staðsett á Íslandi, á hlutlausu svæði, gæti haft raun- veruleg áhrif um allan heim með tímanum. Friðarsetur á Íslandi í stað her- stöðvar eru sterk skilaboð og áminning til okkar sjálfra og til umheimsins. Með friði. RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR, myndlistarmaður, móðir og amma. Friðarsetur á Miðnesheiði Frá Ragnhildi Jónsdóttur: Ragnhildur Jónsdóttir Á ÞESSU ári eru 30 ár síðan Iðju- þjálfafélag Íslands var stofnað af 10 framsýnum iðjuþjálfum. Strax var byrjað að vinna að því að starfsheitið yrði lögverndað og varð það að raun- veruleika árið 1977 þegar lög um iðju- þjálfun voru samþykkt á Alþingi. Eitt af markmiðum félagins var að koma á námi í iðjuþjálfun á Íslandi enda sáu frumkvöðlarnir að fjölgun í faginu yrði ekki næg til að fullnægja þörf fyrir þjónustu iðjuþjálfa nema að mögulegt væri að læra fagið á Íslandi. Árið 1997 náðist mikilvægur áfangi, en þá hófst nám í iðjuþjálfun við Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri og fyrstu iðju- þjálfarnir útskrifuðust 2001. Þá voru iðjuþjálfar um 100 talsins, flestir starf- andi á höfuðborgarsvæðinu og í stærri þéttbýliskjörnum en eru nú um 180, dreifðir um allt land. Með fjölgun iðju- þjálfa hafa verkefnin orðið fjölbreytt- ari, nýjar lendur verið unnar, t.d. þjón- usta við fólk í heimahúsum á vegum bæjarfélaga, þjónusta við geðsjúka í gegnum valdeflingu og þjónusta við skólabörn. Þessi þjónusta hefur vaxið mest á landsbyggðinni í minni bæj- arfélögum en erf- iðara hefur reynst að koma á breyt- ingum í stærra þjónustukerfi eins og á höfuðborg- arsvæðinu. Á þessu ári hef- ur verið efnt til margra spennandi viðburða í tilefni af afmælinu. Fyrri hluta árs voru málþing um geðheil- brigðismál, um heilsufar og akstur, skjólstæðingsmiðaða þjónustu, þjón- ustu iðjuþjálfa á Akureyri og fram- undan á haustmánuðum eru málþing um þjónustu iðjuþjálfa í samfélaginu og hlutverk iðjuþjálfa í endurhæfingu. Þessa viku standa yfir skólatöskudag- ar en þá fara milli 40 og 50 iðjuþjálfar í grunnskóla landsins og leiðbeina börn- um um hvernig á að raða í skóla- töskuna og hversu þung hún má vera miðað við þyngd þess sem ber hana. Þetta er landsátak, sem fór í fyrsta skipti fram á síðasta ári og fékk mjög góðar viðtökur í þeim skólum sem heimsóttir voru. Stefnt er að því að þetta verði árviss atburður. Í sam- vinnu við Lýðheilsustöð hefur verið unnið að þýðingu úr ensku á tölvu- forriti fyrir börn, með hléæfingum við tölvuvinnu. Þessi tölvuforrit verður aðgengilegt öllum á vef Lýð- heilsustöðvar en vefurinn verður formlega opnaður miðvikudaginn 27. september að viðstöddum höfundi þess, Karen Jacobs iðjuþjálfa og pró- fessor við Boston Háskóla. Hátindur afmælisársins er án efa tveggja daga ráðstefna 29. og 30. sept- ember á Nordica Hótel, sem ber yf- irskriftina, Að lifa, vinna og njóta lífs- ins. Aðalfyrirlesari á föstudagsmorgun Dr. Snæfríður Þóra Egilson iðjuþjálfi og heitir erindi hennar Að þoka þránd- um úr götu: Samspil starfs og fræða. Á ráðstefnunni verða kynntar fjöl- margar rannsóknir iðjuþjálfa, bæði í formi fyrirlestra og veggspjalda, sjón- arhorn notenda þjónustu iðjuþjálfa mun heyrast, sýning verður á hjálp- artækjum og fleira. LILJA INGVARSSON, formaður Iðjuþjálfafélags Íslands og yfiriðjuþjálfi á Reykjalundi. Iðjuþjálfafélag Íslands 30 ára Frá Lilju Ingvarsson: Lilja Ingvarsson TENGLAR .............................................. www.sigl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.