Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 15
SPURNINGIN
er ekki hvort
heldur hvenær
tollar á innfluttar
landbún-
aðarvörur verði
felldir niður.
Þetta sagði Jó-
hannes Gunn-
arsson, formaður
Neytenda-
samtakanna, á
þingi samtakanna í gær, og fagnaði
umræðu um hátt matvöruverð.
Sagði hann að stjórnmálaflokkar
keppist þessa dagana við að boða að-
gerðir til að lækka vöruverð og að
hann trúi vart öðru en að fljótlega
verði tekin einhver alvöruskref í þá
átt. „Ég á ekki von á að þau verði
jafn stór og við ætlumst til en von-
andi verða þau þó þannig að neyt-
endur finni fyrir þeim. Svo höldum
við auðvitað ótrauð áfram baráttu
okkar fyrir því að matvöruverð
lækki hér með lækkun eða afnámi
tolla, vörugjalda og virðisauka-
skatts, þannig að við getum farið út í
búð og keypt matvörur á svipuðu
verði og neytendur í nágrannalönd-
unum greiða.“
Jóhannes sagði að ekki mætti
gleyma því að það sé kannski ekki
síður mikilvægt fyrir neytendur að
stuðlað verði að eðlilegri samkeppni
í verslun með matvörur. Þar hafi
Neytendasamtökin og þó ekki síst
stjórnvöld mikilvægu hlutverki að
gegna. Samþjöppun á þessum mark-
aði sé alltof mikil.
Jóhannes vék einnig að starfsemi
banka og sagði meðal annars, að þeir
verði að taka sér tak og gera miklu
betur við neytendur. „Við viljum
lægri vexti, minni kostnað, meira
viðskiptafrelsi og meiri samkeppni.
Þetta eru einfaldar kröfur og bank-
arnir verða fyrr eða síðar að verða
við þeim,“ sagði Jóhannes.
Ekki hvort
heldur
hvenær
Neytendasamtökin
vilja afnám tolla
Jóhannes
Gunnarsson
TALSMAÐUR neytenda, Gísli Tryggvason,
hefur frá því í nóvember á síðasta ári átt í við-
ræðum við Sýslumannafélag Íslands um að
virkja sáttaúrræði í smærri ágreiningsmálum.
Þetta kom fram í erindi sem hann flutti á þingi
Neytendasamtakanna í gær.
„Sem talsmaður neytenda þurfti ég strax að
spyrja mig hvaða leiðir væru færar fyrir neyt-
endur innan stjórnsýslunnar og hjá dóm-
stólum. Hér starfar enginn smámáladómstóll
og engar sérreglur gilda um einfaldari, þ.e.a.s.
greiðari, fljótari og ódýrari meðferð smærri
ágreiningsmála, t.d. milli neytenda og sölu-
aðila vöru eða þjónustu.“
Sagði hann að í réttarfarslögum væri hins
vegar heimild fyrir aðila máls, t.d. neytanda og
söluaðila, til að koma sér
saman um að vísa máli sínu
til sáttaumleitana sýslu-
manns áður en mál væri
höfðað. Þar mætti lögum
samkvæmt gera sátt án
þess að kröfur hefðu verið
gerðar fyrir dómi. Sagði
hann að þessi lagaheimild
hefði aldrei verið nýtt svo
kunnugt væri í þau 14 ár
sem hún hefði verið fyrir
hendi. Spyrja mætti hvort það væri vegna þess
að allt væri í stakasta lagi á þessum vettvangi.
„Skammvinn reynsla mín af neytenda-
málum og athuganir og reynsla á skyldum
vettvangi bendir hins vegar til þess að slíks úr-
ræðis sé þörf. Flestir, sem hafa haft það hlut-
verk að aðstoða einstaklinga í lagalegum
ágreiningsmálum í viðskiptum við sterkari að-
ila, kannast við að oft eru málin allt of brýn og
mikilvæg fyrir einstaklinga til þess að láta þau
niður falla, en of lítil til þess einstaklingur geti
borið þann kostnað og þolað þá bið og óvissu
sem dómsmál fela í sér.“
Sáttameðferð er viðbót
Fram kom í máli Gísla að hér á landi væru
að vísu starfræktar ýmsar úrskurðarnefndir,
m.a. með aðild Neytendasamtakanna, og
sáttameðferð væri ekki ætlað að koma í stað
þeirra og því síður að grafa undan þeim.
„Sáttameðferð er viðbót sem getur stuðst við
aðferðafræði sem notuð er í öðrum málaflokk-
um en á hvað best við í smærri neytenda-
málum þar sem aðilar hafa bæði fullt vald til
og besta möguleika á að finna lausn sem þeim
finnst ásættanleg, undir handleiðslu löglærðs
fulltrúa sýslumanns. Ef vel tekst til getur
þessi leið orðið sveigjanlegri, ódýrari og skjót-
virkari fyrir báða aðila en önnur úrræði; nið-
urstaðan er t.a.m. ekki bundin við formlegar
eða skriflegar kröfur aðila eins og t.d. fyrir
dómstólum. Sáttameðferð er einnig valkostur í
málum sem úrskurðarnefndir samkvæmt
verklagsreglum þeirra taka ekki til, t.d.
ágreiningur um bótafjárhæð og fleira,“ sagði
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.
Sátt hjá sýslumönnum í neytendamálum
Gísli Tryggvason
SAMNINGUR Vegagerðarinnar og
Samskipa um rekstur Grímseyj-
arferjunnar Sæfara hefur verið
framlengdur um eitt ár. Ný ferja,
sem er verið að standsetja, verður
tekin í notkun á samnings-
tímabilinu. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá Samskipum.
Sæfari hefur siglt undir merkjum
Landflutninga-Samskipa í 10 ár.
Siglt er á milli Dalvíkur og Gríms-
eyjar þrisvar í viku og tvisvar í viku
á milli Dalvíkur og Hríseyjar.
Í tilkynningunni er haft eftir
Björgvini Jóni Bjarnasyni, fram-
kvæmdastjóra innanlandssviðs
Samskipa, að rekstur Sæfara hafi
gengið mjög vel.
Sæfari áfram
hjá Samskipum
♦♦♦
KIA umboðið á Íslandi er í e igu Heklu hf. Laugavegi 172 • Reykjavík • sími 590 5700 • www.kia. is
Haustpakki
Sjálfskiptur Picanto á 20.953 kr. á mánuði, engin útborgun*
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
7
3
0
6
KIA Picanto er lipur, fallegur, nútímalegur og
sparneytinn smábíll með skynsamlegri rýmisnýtingu.
Sjálfskiptur Picanto býðst nú með veglegum
haustpakka sem inniheldur m.a. sumardekk á álfelgum
og vetrardekk á stálfelgum á aðeins 1.385.000 kr.
Picanto er einnig fáanlegur beinskiptur á frábæru
verði, aðeins 1.198.000 kr.
*M.v. 100% fjármögnun í bílasamningi til 84 mánaða
í erlendri mynt frá Sjóvá Fjármögnun.
KIA er sá bílaframleiðandi sem er í mestum
vexti í heiminum í dag. Það er ekkert
skrítið þegar hægt er að bjóða þessi gæði
á svona verði.