Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EKKI voru margir á ferð á Kára- hnjúkasvæðinu í gær, sem helgast ef til vill af því að veður var vont, rigning og kalt. Þeir fáu sem þar voru á ferli voru ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn sem höfðu það erindi að skrásetja þær breyt- ingar sem nú eru að verða á nátt- úrunni á svæðinu er gróður fer undir vatn og fossar hverfa. Að sögn Sigurðar Aðalsteins- sonar á Vaðbrekku var greinilega mun minna í ánni í gær þótt enn hefði hún sinn fyrri jökulbrúna lit. Segir hann rennslið núna ekki miklu minna en á vorin þegar minnst er í ánni, en síðasta vor var t.d. rennsli Jöklu við Brú aðeins sjö rúmmetrar á sekúndu. Um kvöldmatarleyti í gær var Hálslón komið upp í 500 m yfir sjó og vatnið komið upp í 45 m næst Kárahnjúkastíflu. Samkvæmt upp- lýsingum frá Sigurði Arnalds, tals- manni Kárahnjúkavirkjunar, mun vatnsborðið halda áfram að hækka um nokkra metra daglega næstu daga, en í vetur má gera ráð fyrir að yfirborðið hækki aðeins um tvo metra á mánuði. Í gærkvöldi var flatarmál hins nýmyndaða Hálslóns 1 km² af þeim 57 km² sem lóninu er ætlað að þekja og var rúmmál þess 1% af áætlaðri lónsstærð. Hratt hækkaði í Hálslóni næst Kárahnjúkastíflu í gærdag. Brynjar Gauti og Ragnar Axelsson voru á staðnum og fylgdust með því hvernig gróðurinn hvarf undir vatn sunnan við stífluna á sama tíma og ganga mátti þurrum fótum í gljúfrunum. Arnarhvoll Fjöldi gersema hefur horfið og mun hverfa á næstu dögum. Meðal þeirra er stuðla- bergsklöppin sem nefnd hefur verið Arnarhvoll en hún maraði í hálfu kafi um miðjan dag í gær. Gróðursæld Haustlitadýrðin í gróðrinum suður af Tröllagilslæk skammt frá Rauðuflúð var áberandi í gær þegar vatnið sem myndar Hálslón flæddi þar yfir smám saman. Hjalladal- ur sekkur Í göngutúr um Hafrahvammagljúfur Í gljúfrunum norðan Kárahnjúkastíflu gengu menn í fyrsta sinn á fimmtudag þurrum fótum og gátu þar virt fyrir sér hinn gamla farveg Jöklu. Óhætt er að segja að skynja megi smæð mannsins í samspili við náttúruna þegar horft er upp eftir mikilfenglegum klettunum. Flúðirnar í Sauðá Neðstu flúðirnar í Sauðá eru horfnar og gera má ráð fyrir að Sauðá sjálf hverfi að mestu á næstu dögum og þar með hverfur fjöldi fossaraða. Vatnsyfirborð lónsins hækkar um tugi metra á fyrstu dögunum. Skrásetning Bæði innlendir og erlendir ljósmyndarar og kvikmyndatöku- menn keppa við tímann í skrásetningu sinni á náttúrunni sem er að hverfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.