Morgunblaðið - 30.09.2006, Side 6

Morgunblaðið - 30.09.2006, Side 6
6 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EKKI voru margir á ferð á Kára- hnjúkasvæðinu í gær, sem helgast ef til vill af því að veður var vont, rigning og kalt. Þeir fáu sem þar voru á ferli voru ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn sem höfðu það erindi að skrásetja þær breyt- ingar sem nú eru að verða á nátt- úrunni á svæðinu er gróður fer undir vatn og fossar hverfa. Að sögn Sigurðar Aðalsteins- sonar á Vaðbrekku var greinilega mun minna í ánni í gær þótt enn hefði hún sinn fyrri jökulbrúna lit. Segir hann rennslið núna ekki miklu minna en á vorin þegar minnst er í ánni, en síðasta vor var t.d. rennsli Jöklu við Brú aðeins sjö rúmmetrar á sekúndu. Um kvöldmatarleyti í gær var Hálslón komið upp í 500 m yfir sjó og vatnið komið upp í 45 m næst Kárahnjúkastíflu. Samkvæmt upp- lýsingum frá Sigurði Arnalds, tals- manni Kárahnjúkavirkjunar, mun vatnsborðið halda áfram að hækka um nokkra metra daglega næstu daga, en í vetur má gera ráð fyrir að yfirborðið hækki aðeins um tvo metra á mánuði. Í gærkvöldi var flatarmál hins nýmyndaða Hálslóns 1 km² af þeim 57 km² sem lóninu er ætlað að þekja og var rúmmál þess 1% af áætlaðri lónsstærð. Hratt hækkaði í Hálslóni næst Kárahnjúkastíflu í gærdag. Brynjar Gauti og Ragnar Axelsson voru á staðnum og fylgdust með því hvernig gróðurinn hvarf undir vatn sunnan við stífluna á sama tíma og ganga mátti þurrum fótum í gljúfrunum. Arnarhvoll Fjöldi gersema hefur horfið og mun hverfa á næstu dögum. Meðal þeirra er stuðla- bergsklöppin sem nefnd hefur verið Arnarhvoll en hún maraði í hálfu kafi um miðjan dag í gær. Gróðursæld Haustlitadýrðin í gróðrinum suður af Tröllagilslæk skammt frá Rauðuflúð var áberandi í gær þegar vatnið sem myndar Hálslón flæddi þar yfir smám saman. Hjalladal- ur sekkur Í göngutúr um Hafrahvammagljúfur Í gljúfrunum norðan Kárahnjúkastíflu gengu menn í fyrsta sinn á fimmtudag þurrum fótum og gátu þar virt fyrir sér hinn gamla farveg Jöklu. Óhætt er að segja að skynja megi smæð mannsins í samspili við náttúruna þegar horft er upp eftir mikilfenglegum klettunum. Flúðirnar í Sauðá Neðstu flúðirnar í Sauðá eru horfnar og gera má ráð fyrir að Sauðá sjálf hverfi að mestu á næstu dögum og þar með hverfur fjöldi fossaraða. Vatnsyfirborð lónsins hækkar um tugi metra á fyrstu dögunum. Skrásetning Bæði innlendir og erlendir ljósmyndarar og kvikmyndatöku- menn keppa við tímann í skrásetningu sinni á náttúrunni sem er að hverfa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.