Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 21 HALLDÓR Baldursson hefur myndskreytt fjölmargar barnabæk- ur. Í dag opnar hann sýningu á myndum sínum úr tveimur nýjum barnabókum, Einu sinni átti ég gott og Sagan af undirfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar sem hlaut nýverið Íslensku barna- bókaverðlunin. Auk þess að vera höfundur mynda í fjölmörgum barnabókum er Hall- dór þekktur fyrir skopmyndir sínar sem birst hafa í ýmum blöðum og tímaritum. „Ég hef ekki haldið slíka sýningu áður en mér fannst það upplagt núna þar sem önnur bókin er nýbúin að vinna til Íslensku barnabókaverð- launanna,“ segir Halldór. „Þetta eru allt vatnslitamyndir sem ég var að vinna á svipuðum tíma í sumar. En í bókinni Einu sinni átti ég gott myndskreyti ég gamlar þulur.“ Halldór segist koma nálægt myndskreytingum í um tíu bókum í ár. „Ég var með þrjár bækur sem mitt aðalverkefni í ár en svo skreyti ég nokkuð af kennslubókum og smá- sögum.“ Spurður hvort starfið sé skemmti- legt segir Halldór að auðvitað hafi hann gaman af þessu. „Það þarf gríðarlega mikið hugmyndaflug til að myndskreyta barnabækur, teikn- arinn þarf að bæta við textann. Í Einu sinni átti ég gott og Sagan af undirfögru prinsessunni og hug- rakka prinsinum hennar reyni ég að hafa húmor í myndunum, ég vil hafa myndirnar skemmtilegar og ferskar og ég vil skila sögunni og aðeins meira til.“ Sýningin verður opnuð í dag kl 15:00 í Galleríi Fold við Rauð- arárstíg og stendur til 8. október. Myndskreytingar úr barnabókum Mynd Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar. TÓNLEIKAR til minningar um bandarísku tónlistarkonuna Muff Worden verða haldnir í Seyð- isfjarðarkirkju á morgun, sunnu- dag. Muff Worden, sem lést 25. ágúst síðastliðinn, flutti til Seyð- isfjarðar fyrir tæpum 10 árum og starfaði þar og víðar á Austfjörðum sem orgelleikari, kórstjóri og kenn- ari. Hún lagði drjúgan skerf til uppbyggingar og eflingar tónlistar- lífs og tónleikahalds á Austurlandi, m.a. sem forstöðumaður og einn af stofnendum tónlistarhátíðarinnar Bláu kirkjunnar. Með tónleikunum vill Félag íslenskra tónlistarmanna heiðra minningu Muff Worden fyrir ómetanlegt framlag hennar til að auðga og efla tónlistarlíf á Íslandi. Aðgangseyrir rennur í sjóð til stuðnings Bláu kirkjunni. Tónleikar á Austurlandi 108 PROTOTYPE er röð mán- aðarlegra sýninga sem hefur það að markmiði að skapa alls konar lista- mönnum umhverfi þar sem meg- ináherslan er lögð á sköpunarferlið og nýjar hugmyndir. Sýningaröðin hefst á morgun, sunnudaginn 1. októ- ber, og fer fram í Klassíska listdans- skólanum sem er virk miðstöð fyrir bæði dans og aðrar listgreinar. Á þessari fyrstu sýningu kemur fram fjölbreyttur hópur listamanna: Andreas Constantinou vídeó- listamaður, Steinunn Ketilsdóttir danshöfundur, Hafsteinn Þórólfsson tónlistarmaður, Svavar Þórólfsson tónlistarmaður, Orri Huginn Ágústs- son leikari, Tony Vezich danshöf- undur og nemendur úr LHÍ flytja verk í vinnslu eftir Tony Vezich. Að sýningunni lokinni mun Hlín Agnarsdóttir, listrænn ráðgjafi í Þjóðleikhúsinu, stjórna opnum um- ræðum. En opnum umræðum milli áhorfenda og listamanna verður stjórnað í lok hverrar sýningar. Skipuleggjendur sýninganna eru Steinunn Ketilsdóttir og Andreas Constantinou. Í Klassíska listdansskólanum er að finna rúmgóðan sýningarsal og tvo minni sali sem hægt er að nota fyrir sýningar á margmiðlunarverkum. Húsið verður opnað kl. 19:30 og sýn- ingin hefst kl. 20:00. Alls konar listamenn Fjöllistasýningar Andreas Const- antinou og Steinunn Ketilsdóttir. ♦♦♦ „Að mínu mati er fjölbreytt og sterkt atvinnulíf eitt það mikilvægasta fyrir lifandi og frjótt samfélag. Meðal annars þess vegna líður mér vel í Fjarðabyggð.” Fjarðabyggð er fjölbreytt samfélag þar sem höfuðáhersla er lögð á að hlúa að þeim þáttum sem tryggja raunveruleg lífsgæði. Á traustum undirstöðum er byggt upp framsækið og fjölskylduvænt samfélag þar sem allir eru mikilvægir og allir fá tækifæri. FJARÐABYGGÐ | þú ert á góðum stað fjardabyggd.is StöðvarfjörðurFáskrúðsfjörðurReyðarfjörðurEskifjörðurNeskaupstaðurMjóifjörður ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S F JA 3 43 73 09 /2 00 6 Fjarðabyggð býður upp á öflugt og vaxandi atvinnulíf. Áhersla á fjölbreytt atvinnutækifæri og jöfn tækifæri karla og kvenna til atvinnu er meðal þess sem gerir Fjarðabyggð að framsæknu bæjarfélagi. ERNA þú ert á góðum stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.