Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Vigfús JósepGuðbjörnsson, smiður og bóndi á Syðra-Álandi í Þistilfirði, fæddist á Syðra-Álandi 30. júní 1931. Hann lést á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn 23. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörn Grímsson bóndi á Syðra-Álandi, f. í Hvammi 28. mars 1879, d. á Syðra- Álandi 26. maí 1942 og kona hans Ólöf Vigfúsdóttir, f. í Laxárdal 4. apríl 1891, d. 20. apríl 1962. Systkini Vigfúsar voru: A) Lauf- ey, f. 4. maí 1913, d. 17. september 2005. B) Grímur búfræðingur og bóndi á Syðra-Álandi, f. 19. jan- úar 1915, d. 31. mars 1987, C) Signý húsfreyja á Þórshöfn, f. 20. október 1917, d. 21. janúar 1997, D) Kristveig, f. 29. mars 1919, d. 31. júlí 1986, til heimilis að Syðra- Álandi, E) Ólína húsfreyja í Reykjavík, f. 10. apríl 1922, d. 29. september 1992, F) Óskar húsa- smiður á Þórshöfn, f. 21. desem- ber 1923, d. 5. desember 2002 og F) Guðrún starfs- stúlka á Húsavík, f. 22. febrúar 1926, d. 24. júlí 1992. Vigfús kvæntist hinn 21. desember 1961, Maríu Jó- hannsdóttur, f. 6. desember 1931, d. 9. júní 2003, og bjuggu þau saman á Syðra- Álandi allan sinn búskap. Sonur Vig- fúsar er Ólafur Birgir, f. 5. maí 1971, kona hans Karen Rut Konráðsdóttir, f. 28. nóvember 1975. Dætur þeirra Anna María f. 20. maí 2000 og Erla Rós f. 30. mars 2003. Vigfús var smiður og bóndi á Syðra-Álandi til æviloka. Hann var mikill handverksmaður og hafði unun af fjárbúskapnum og ræktun. Hann var virkur í félags- starfi í Þistilfirði, í leikfélagi, kór og öðrum félögum. Vigfús vann mikið yfir ævina og má víða sjá byggingar og verk sem hann tók þátt í að smíða. Vigfús verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Viggi minn, nú ertu loksins kom- inn til Mæju þinnar sem fór líka allt of snemma, þetta var langt stríð undanfarna mánuði og þú varst alls ekki tilbúinn að sleppa takinu, þú áttir eftir að gera svo margt eins og þú sagðir sjálfur. Þú máttir ekki vera að því að vera svona veikur og í þínum augum var það bara tíma- eyðsla. Frá því að ég kom fyrst í Syðra- Áland fyrir 10 árum man ég ekki eftir Vigfúsi öðruvísi en við vinnu og sama má segja um Mæju konu hans. Mikill gestagangur var á Syðra-Álandi og á þessum tíma var alltaf angandi bökunarilmur í hús- inu, gestir komu aldrei að tómum kofunum, þau voru gestrisin hjón í meira lagi og samhent. Á álags- tímum eins og sauðburði hjálpuðust allir að og þau hjónin fóru ávallt saman í fjárhúsin og varla hægt að segja að þau hafið nokkuð sofið þann mánuðinn. Ég kom í Áland al- veg óvön sveitastörfunum og vissi nú ekki mikið um sveitalífið, en ég var alltaf jafn hissa á þolinu í gömlu hjónunum. Þau fóru í háttinn um svipað leyti og ég en voru byrjuð að vinna um miðja nótt og vissu ekki af því. Ég átti svo seinna eftir að læra hvað matmálstímar voru mik- ilvægir og þeir voru á slaginu 12 og 19. Mæja sá alltaf um að allir fengju nóg að borða og voru 3 til 4 kaffitímar á sólarhring alveg lág- mark. Nú er hins vegar öllu minna um að vera í eldhúsinu á Álandi, ekki bökunarilmur nema stöku sinnum og Óli bara einn að hugsa um skepnurnar. Viggi var mikill bóndi í sér og þekkti fjölmargar skepnur í sjón þegar réttað var. Hann sá til þess að Óli lærði allt sem hann þarf að kunna varðandi búskapinn og leit náið eftir syni sínum síðustu miss- erin þótt hann gæti lítið gert sjálf- ur. Honum var mikið í mun að miðla því sem hann kunni og byrj- aði strax að kenna litlu afastelp- unum sínum að mála og draga upp myndir. Elsku Viggi, ég er viss um að þér líður betur þar sem þú ert núna og þú átt nú skilið að fá að hvíla þig vel eftir vinnusama ævi og hitta hana Mæju þína á ný. Þín tengdadóttir Karen Rut Konráðsdóttir. Viggi afi minn var góður afi, hann leyfði mér og Erlu litlu systur minni alltaf að mála og teikna þeg- ar við báðum um það. Hann gat yf- irleitt ekki neitað okkur um neitt. Svo mátti ég dunda mér á smíða- loftinu þar sem afi átti marga skemmtilega hluti og hann var byrjaður að kenna mér að draga upp myndir og gera ýmislegt snið- ugt. Afi sagaði út jólasveina sem ég fékk svo að mála, hann var svo rosalega flinkur að smíða. Ég hjálp- aði afa í búskapnum, við löbbuðum saman í fjárhúsin ásamt hundunum okkar tveimur og kettinum Húna. Stundum fórum við á fjórhjólinu ef afi var þreyttur í fótunum. Ég byrj- aði í skóla í haust og fór stundum til afa á Dvalarheimilið Naust og las fyrir hann úr nýju skólabók- unum mínum, Erla fór líka með og litaði myndir á meðan. Elsku afi, við skulum líta eftir garðinum þínum og heimilisdýrun- um og passa að allt sé í lagi í sveit- inni. Þínar afastelpur Anna María og Erla Rós. Um Álandstungu og fögur fjöll, nú ferðast ljúfur andi. Virðingu okkar vottum öll, Vigga á Syðra-Álandi. Kæri vinur. Okkur er þakklæti í huga, þakklæti fyrir að hafa fengið að vera samferða þér þótt spölurinn væri ekki langur. Við minnumst þín sem mannsins sem aldrei féll verk úr hendi. Dugnaðarbóndans sem unni öllum dýrum og kunni skil og heiti á nær allri flóru Íslands. Hag- leiksmannsins sem reisti stór mannvirki og skar út fíngerðar myndir í listilega smíðisgripi og gat teiknað og málað. Mikill er missir vina og aðstand- enda, þó sérstaklega Ólafs Birgis og fjölskyldu. Takk fyrir allt og allt, hvíl í friði. Kveðja Konráð og Erla. Góður vinur okkar, Vigfús bóndi á Syðra-Álandi, hefur kvatt í hinsta sinn hérna megin tjaldsins sem skil- ur á milli lífs og dauða. Hann var sannur sveitamaður og sveitinni sinni til mikils sóma. Síðustu daga ævinnar var hann í huganum inni í fjöllunum sínum fallegu með Ólafi Birgi syni sínum að smala kind- unum og kannski hefur haustið ein- mitt verið hans skemmtilegasti tími með göngum og réttum og alls kon- ar litadýrð í náttúrunni. Vigfús var grenjaskytta góð og fór þess vegna oft inn til heiða. Hann hafði ánægju af blómum og öðrum gróðri og ræktaði garðinn sinn eftir bestu getu. Vinna og aftur vinna var hans mottó í lífinu, þá var hann mjög listrænn og bjó til marga fallega hluti sem hann skar út og smíðaði ásamt því að mála. Hann var mjög hjálpsamur og ekki fljótur til að selja vinnu sína en það fengu marg- ir að reyna. Söngmaður var hann góður og söng í kirkjukórnum og lék og söng í leikritum. Syðra- Áland var honum afar kært, þar byggði hann upp og ræktaði. Þar var hann fæddur og bjó alla tíð, aldrei fór hann út fyrir landstein- ana og ferðaðist lítið. En það var skemmtilegt að koma í heimsókn í Syðra-Áland til Vigfúsar og konu hans Maríu sem er dáin fyrir þrem- ur árum. Það var oft hlegið mikið við kaffiborðið í eldhúsinu, bæði gátu hjónin verið mjög skemmtileg og gestrisin. Þýtur í stráum þeyrinn hljótt, þagnar kliður dagsins. Guð er að bjóða góða nótt í geislum sólarlagsins. (Trausti Á. Reykdal.) Við söknum þín, kæri vinur, og biðjum góðan guð að vernda Óla son þinn og fjölskyldu hans. Guð blessi ykkur öll. Kristinn og Sigríður (Kiddi og Sigga). Okkur fjölskylduna langar með nokkrum orðum að minnast Vigfús- ar Guðbjörnssonar frá Syðra-Álandi og um leið þakka honum ánægju- legar samverustundir í sveitinni í gegnum tíðina. Ávallt voru dyr heimilisins á Syðra-Álandi okkur opnar. Faðir okkar fór sem ungur drengur í sveit á Syðra-Álandi var þar sem ráðsmaður í nokkur sumur. Við börnin urðum þess einnig aðnjót- andi að dvelja í sveitinni hjá Vigga og Maju. Það er ómetanlegt vega- nesti út í lífið að hafa fengið að taka þátt í sveitastörfunum og kynnast lífsviðhorfum fólksins á Syðra- Álandi. Þar lærði maður að ham- ingjan er ekki fólgin í veraldlegum hlutum. Heimilið á Syðra-Álandi var prýtt fallegum munum svo sem húsgögn- um, málverkum og útskornum hlut- um sem Viggi gerði og er óhætt að segja að honum hafi verið margt til lista lagt. Viggi var mikil félagsvera og tók m.a. þátt í kór- og leikfélags- starfi í sveitinni. Hann hafði ávallt skoðanir á mönnum og málefnum í sinni sveit og það var oftar en ekki umræðuefni á Syðra-Álandi. Við eigum hlýjar og góðar minn- ingar frá Syðra-Álandi og kveðjum Vigga með söknuði. Elsku Óli Birgir, Karen, Anna María og Erla Rós. Við vottum ykkur innilega samúð okkar. Megi Guð vera með ykkur á þessum erf- iðu tímum. Jóhann, Rósa, Guðný María, Jón Kr. og Arnþór. Lítill níu ára gamall drengur tví- stígur órólegur í kringum mömmu sína. Það var búið að snoðklippa hann og kaupa hvítbotna gúmmískó. Drengurinn er að fara í sveitina sína í fyrsta sinn. Það er komið að kveðjustund. Mamma bít- ur á jaxlinn og reynir að halda aft- ur af tárunum, hún getur ekki hugsað sér að láta drenginn sinn fara. En drengurinn hefur ákveðinn vilja, í sveitina ætlar hann. Mamma leyfir tárunum að renna þegar hann er farinn. Hann er svo lítill finnst henni, hvernig ætli honum komi til með að líða, líklega fær hann heimþrá, er hann ekki alltof ungur? En á Syðra-Álandi reyndist gott að vera. Þar var vel tekið á móti honum. Mamma þurfti ekki að hafa áhyggjur. Þar eignaðist hann sitt annað heimili. Síðan eru liðin tuttugu ár og litli drengurinn er orðinn stór. Á hverju vori hefur þó þráin eftir sveitinni verið öllu öðru yfirsterkari. Þegar lóan tekur til við að kveða burt snjóinn af túnunum við Syðra- Áland halda honum engin bönd, sveitin kallar. Heimili Mæju og Vigga var engu öðru líkt. Þar var öllum tekið opn- um örmum. Minningarnar streyma fram. Mæja að snúast í eldhúsinu, hnaus- þykkur rjóminn á vöfflunum, heimastrokkað smjör og hangikjötið sem engu öðru var líkt. Viggi með pípuna sitjandi á bekknum við eldhúsborðið. Vinalegt brosið leikur um andlitið. Það er spjallað um veðrið, búskapinn, veið- ina í ánni, lífið og tilveruna al- mennt. Á þessu heimili ríkir ró og friður, lífsgæðakapphlaupið er víðs- fjarri. Hér una menn glaðir og full- komlega sáttir við sitt hlutskipti í lífinu. En árin líða og enginn fær stöðv- að tímans þunga nið. Nú hafa þessi elskulegu hjón kvatt þetta líf. Ég á þeim mikið að þakka. Þau kenndu drengnum mínum margt og reyndust honum vel. Elsku Óli Biggi, Karen og dætur, Kiddi minn, ykkar er sorgin sárust, bænir mínar fylgja ykkur. Að leiðarlokum kveð ég Vigfús bónda á Álandi með kæru þakklæti fyrir allt. Megi ljósið eilífa lýsa honum leið- ina heim. Elfa Bryndís Kristjánsdóttir. Ég var 8 eða 9 ára gamall, þetta var að vori til og sauðburður í gangi, Viggi var niðri á Dagmála- túni og Mæja frænka sendi mig til að hjálpa honum, hann var að gefa ánum þegar ég kom til hans hálf- hræddur um viðbrögð hans, en það var engin ástæða til að óttast þau. Þetta er mín fyrsta minning um Vigga. Síðan eru liðin rúm 20 ár og skiptin sem ég hef komið í Syðra- Áland löngu orðin óteljandi, en allt- af hefur Viggi verið að gera eitt- hvað þegar ég hef komið, það voru ekki margir dagarnir sem hann var verklaus, duglegri maður er vand- fundinn. Á sauðburðinum svaf hann alltaf mjög lítið, var alltaf vakandi þegar ég fór að sofa dauðþreyttur og á fótum þegar ég vaknaði, alveg sama hvað ég reyndi að sofa lítið, ég skyldi aldrei hvernig hann fór að þessu. Þegar ég kom í Áland var alltaf nóg að gera, alveg sama hvaða árstími var. Þegar hann fór að vera ófær um að vinna öll verk fór hann að smíða ruggustóla og skera út klukkur, hann fann sér alltaf eitthvað að gera. Í sumar tal- aði hann mikið um göngurnar og réttirnar, hvað hann langaði mikið til að vera við réttirnar, en heilsan leyfði það ekki. Þær voru ófáar stundirnar sem við sátum á garða- bandinu og ræddum um heima og geima, ekki spilltu fyrir einstakir frásagnahæfileikar hans. Ég hafði alltaf jafn gaman af samverustund- unum með honum sama hvað við vorum að brasa, við áttum held ég býsna vel skap saman. Skrítið þeg- ar maður kynnist einhverjum svona vel, jafnvel þó að hann sé mikið eldri en maður sjálfur. Ég á eftir að búa að því alla ævi að hann kenndi mér snemma að vinna og bjarga mér, því gleymi ég aldrei, ekki frekar en stundunum sem við áttum saman, þær eru ógleymanlegar og fyrir þær vil ég þakka honum. Kristján Ingi. Vigfús Jósep Guðbjörnsson Bróðir okkar og mágur, GUNNAR HVANNDAL, Reykjaheiðarvegi 8, Húsavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsa- vík, mánudaginn 18. september, verður jarðsung- inn frá Húsavíkurkirkju í dag, laugardaginn 30. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Húsavíkurkirkju. Elsa Kristinsdóttir, Guðmundur Indriðason, Páll Kristinsson, Esther Ragnarsdóttir, Unnur Kristinsdóttir, Arnar Árnason, Jón G. Kristinsson, Ingveldur Guðnadóttir, Loftur Kristinsson, Erla Sigurjónsdóttir, Jón Áskell Jónsson. Þökkum hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ÍVARS BJÖRNSSONAR frá Steðja, Bólstaðarhlíð 41. Gunnar Páll Ívarsson, Jónína Ragnarsdóttir, Símon H. Ívarsson, María J. Ívarsdóttir, Andrea Margrét Gunnarsdóttir, Katrín Sylvía Gunnarsdóttir, Gunnþór Jónsson, Katrín Sylvía Símonardóttir, Ívar Símonarson, Ástrún Friðbjörnsdóttir, Svandís Ósk Símonardóttir, Axel Örn Sigurðsson, Gunnar Páll, Heimir Páll og Hinrik Snær. Maðurinn minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, EINAR ÞORLÁKSSON listmálari, Hávallagötu 39, lést fimmtudaginn 28. september á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Guðrún Þórðardóttir, Þorlákur Einarsson, Guðný Þórarinsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Halldóra Þórarinsdóttir, Erlendur Pétursson, Þórður Þórarinsson, Marta María Ástbjörnsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.