Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um 0,78% í 20 milljarða króna við- skiptum með hlutabréf í gær og var skráð 6286,16 stig við lokun Kaup- hallarinnar. Mest hækkuðu bréf Trygginga- miðstöðvarinnar eða um 5%, Flaga hækkaði um 3,2% og Avion Group hækkaði um 3%. Mest lækkuðu bréf FL Group eða um 1,72%, Straumur Burðarás lækkaði um 1,7% og Landsbankinn um 1,5%. Hlutabréf lækka ● HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum mældist 2,6% á öðrum ársfjórð- ungi en á fyrsta ársfjórðungi mældist hag- vöxtur 5,6% og er því um töluverða lækkun að ræða milli ársfjórðunga. Í Morgunkorni Glitnis segir að spár hagfræðinga hafi gert ráð fyrir 2,9% hagvexti á fjórðungnum en lækkunina megi að- allega rekja til minni umsvifa á fast- eignamarkaði. Það sem hins vegar hafði óvænt áhrif var lækkun á orku- kostnaði. Neysluvísitalan hækkaði 0,2% í ágúst sl. og hefur þá hækkað um 3,2% á ársgrundvelli. Kjarnaverð- bólga jókst um 0,1% í ágúst og hefur aukist um 2,5% á síðastliðnum 12 mánuðum, sem er mesta aukning á ársgrundvelli frá því í janúar 2005 eða í 11 ár. Minni hagvöxtur vestra ● FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ Grettir hf., sem að stærstum hluta er í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar og Lands- bankans, jók eignarhlut sinn í Avion Group um 6,09 prósentur og fer nú með 7,13% hlut í félaginu. Alls festi Grettir kaup á 109,24 milljónum hluta í Avion Group í gær. Jafnframt seldi Straumur- Burðarás 5,58% hlut í Avion Group í gær, bankinn átti áður 7,51% hlut í félaginu en á nú 1,04% hlut. Þá voru í Kauphöllinni tilkynnt kaup tveggja eignarhaldsfélaga, True North Hold- ing og Milos Group, sem eru í eigu lykilstarfsmanna Avion, á bréfum í félaginu. Bréf Avion Group hækkuðu um 3% í gær. Grettir hf. eykur hlut sinn í Avion Group GENGI bréfa sænska lággjaldaflug- félagsins FlyMe hefur lækkað um rúm 82% frá því í byrjun maí á þessu ári. Eins og kunnugt er seldi Fons eignarhaldsfélag, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hlut sinn í flugfélag- inu í vikunni til Cognition Capital, hlutafélags í eigu Norðmanna, en að sögn Pálma var uppi ágreiningur við Norðmanninn Christen Ager-Han- sen, aðaleiganda Cognition Capital, um hvert stefna bæri með rekstur- inn. Ager-Hansen sagðist í samtali við norska viðskiptablaðið Finansavisen í janúar síðastliðnum hafa mikla trú á því að gengi bréfa FlyMe gæti hækkað um 500% á árinu en Morg- unblaðið greindi frá þessu á sínum tíma. Ager-Hansen hefur því ekki reynst sannspár að þessu sinni, þó ekki megi útiloka að bréfin hækki það sem eftir er árs. Stefnir á yfirtöku Lokagengi bréfa FlyMe síðastlið- inn föstudag var 2,18 sænskar krón- ur á hlut og í vikunni hafa bréfin lækkað um tæp 63%, því lokagengi gærdagsins var 0,81 sænskar krónur á hlut. Í byrjun maí var gengið 4,52 sænskar krónur á hlut. Það var í ágúst á síðasta ári sem Fons keypti 11% hlut í FlyMe en fyr- ir söluna í þessari viku var Fons stærsti einstaki hluthafi flugfélags- ins með rétt rúman 20% hlut. Pálmi sagði í samtali við Morgun- blaðið síðastliðinn fimmtudag að hann og Jóhannes hefðu ekki tapað á fjárfestingunni í FlyMe. Í gær greindi fréttavefur Dagens Industri frá því að Ager-Hansen hygðist ná meirihluta í flugfélaginu í félagi við breska fjárfestinn John Robert Porter en hann er aðaleig- andi Global Supply System. Í frétt- inni segir að Ager-Hansen og Porter fari nú með alls 30% atkvæðabærra hluta í félaginu. Bréf FlyMe falla í verði Danmörku og tvær í Svíþjóð. Tvær vélanna koma nýjar frá Boeing og ein er í eigu Jet-Ex.“ Andri segir Heimsferðir með svo mikla flutninga árið um kring að það henti félaginu mjög vel að geta sinnt grunnþörf þess með eigin vélum og fá svo aðra samstarfsaðila til að sinna því viðbót- arflugi sem þarf. „Vélin verður merkt Heimsferð- um og er því um tímamót í sögu fé- lagsins að ræða, en Heimsferðir hafa hingað til ekki flogið undir eigin merkjum,“ segir Andri. Heimsferðir fljúga undir eigin merkjum Boeing 737-800 vél afhent í gær og þrjár í viðbót koma í vor Ljósmynd/Víkurfréttir Tímamót Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, segir vélina vera þá fyrstu af fjórum sem fljúga muni undir merkjum Heimsferða. HEIMSFERÐIR fengu í gær af- henta flugvél af gerðinni Boeing 737- 800 sem félagið hefur tekið langtíma- leigu af Austrian Airlines. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heims- ferða, segir félagið ekki ætla í al- mennan flugrekstur í samkeppni við þau flugfélög sem fyrir eru á mark- aðnum, heldur muni vélin fljúga með farþega Heimsferða og bæta þjón- ustu félagsins við viðskiptavini þess. „Vélin fer í fyrsta flugið sitt í dag, létt útsýnisflug með starfsfólk Heimsferða til að halda upp á dag- inn,“ segir Andri. Eykur sveigjanleika „Flugvélin er ágætlega rúm með 184 sæti og mun sinna nánast öllu okkar flugi í vetur, þar á meðal flugi til Prag, Búdapest og Kraká auk Kanaríeyja og Kúbu. Sem dæmi um sveigjanleikann sem vélin veitir má nefna að nú munum við geta boðið upp á morgunflug til Kanaríeyja.“ Áhöfnin verður íslensk og verður fastráðin hjá Jet-Ex flugfélaginu sem Heimsferðir eiga meirihluta í, og mun Jet-Ex sjá um rekstur vél- arinnar. „Þetta er fyrsta vélin af fjórum. Við fáum þrjár vélar næsta vor inn til Skandínavíu og verður ein vél í Í HNOTSKURN »Heimsferðir voru stofn-aðar árið 1992 og eru nú fjórða stærsta ferðaskrifstofa á Norðurlöndum. »Heimsferðir eru með starf-semi á öllum Norðurlönd- unum ýmist undir eigin nafni eða gegnum dótturfélög og er áætluð velta 35 milljarðar króna. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is AÐALLÖGFRÆÐINGUR tölvu- fyrirtækisins Hewlett-Packard sagði af sér í vikunni eftir að þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings létu skammir dynja á fyrrum yfirmönn- um fyrirtækisins fyrir að brjóta á rétti starfsmanna. Einkaspæjarar voru ráðnir til þess að kanna leka úr stjórn HP til fjölmiðla. Málið hefur orðið til þess að fjórir yfirmenn hafa sagt af sér í fyrirtækinu, þar af stjórnarformaður þess, Patricia Dunn, sem réði einkaspæjarana og aðallögmaðurinn fyrrnefndi, Ann Baskins. Í grein The New York Times er málinu öllu líkt við spennusögu úr CSI-sjónvarpsþáttaröðinni og er það sagt minna á skáldsögur Dans Browns, höfundar Da Vinci-lykilsins. Þegar upp komst um lekann fyrir mörgum mánuðum vissu stjórnend- ur HP það eitt að viðkomandi væri vel menntaður starfsmaður sem væri vel að sér í örgjörvatækni og notaði orðið „pooped“ til að lýsa því þegar hann væri þreyttur. Eins og sjónvarpsmynd Í kjölfarið hófst umfangsmikil leit að þessum óþekkta starfsmanni og aðferðirnar sem notaðar voru til leit- arinnar eru að margra mati langt um fram það sem eðlilegt getur talist. Eru þeir til sem segja HP og einka- spæjara þess hafa brotið gróflega gegn friðhelgi einkalífs starfsmanna fyrirtækisins og hefur saksóknari Kaliforníuríkis sagst hafa næg sönn- unargögn til að geta höfðað sakamál á hendur fyrirtækinu.En meðal þess sem einkaspæjararnir gerðu var að skoða tölvupóst og símreikninga starfsmanna, og var þessara upplýs- inga stundum aflað með vafasömum hætti. Eru spæjararnir til að mynda sakaðir um að hafa villt á sér heim- ildir til að koma höndum yfir sím- reikninga nokkurra starfsmanna HP. Eins og áður segir hefur Banda- ríkjaþing látið sig málið varða og fjallaði orku- og samskiptanefnd þingsins um það og kallaði nokkra helstu stjórnendur HP til fundar við sig. Þar lét hæst setti demókratinn í nefndinni, Diana DeGette, þau orð falla að málið væri eins og handrit að sjónvarpsmynd, og að líklega yrði gerð sjónvarpsmynd um málið. Njósnahneyksli skekur HP Yfirmenn Hewlett-Packard segja af sér eftir skammir frá þingmönnum Reuters Hættur Lögfræðingur HP, Hunsak- er, lét af störfum vegna málsins. IPOD er svalasta vörumerkið hér á landi. Þetta er niðurstaðan í kosningu sem um 2.200 manns á aldrinum 18–35 ára tóku þátt í á netinu. Frá þessu var greint á út- gáfuhátíðinni CoolBrands í fyrrakvöld, sem fyrirtækið Scope Communications ehf. stóð fyrir. Vörumerki í 21 flokki Samtals voru á hátíðinni valin svöl- ustu vörumerkin í 21 flokki. Jafn- framt því sem iPOD var valið sval- asta vörumerkið hér á landi sigraði tónlistarspilarinn einnig í flokknum rafeindavörur. Annars urðu eftir- talin vörumerki fyrir valinu sem þau svölustu í sínum flokki: Bílar: BMW. Áfengir drykkir: Smirnoff Ice. Óáfengir drykkir: Coca Cola. Ferðalög: Icelandair. Fjölmiðlar: FM 957. Fylgihlutir: Diesel. Fylgihlutir skartgripir: Pil- grim. Fylgihlutir sólgleraugu: D&G. Fylgihlutir töskur: Guess. Fylgihlutir úr: Swatch. Innanhúss- munir og hönnun: Bang & Olufsen. Innanhússmunir og hönnunarbúðir: IKEA. Kaffihús, barir, uppákomur, verslanir: Kaffi Sólon. Matvara: Extra. Mótorhjól: Harley Davidson. Símar og símafyrirtæki: Nokia. Skór: GS Skór. Snyrtivörur: No Name. Sport og sportfatnaður: Nike. Tíska: Diesel. iPod sval- asta vöru- merkið Svalastur iPod fellur vel í kramið.                                  !   "# $%  &'      $  () # $  '* $ + *  ,  ,  &    -.&  -/ 0/1 23 &43$  5       67   &#   8 *  9 *   :;4  <=## #/ 2 !2   >   !2     !  "# 03?# 02*  " $ %& 9@6A 0B2   2 2              = # 3 =  2 2 1  1 1 1 1  1 1 1  1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 C 1DE 1 C DE C DE C 1 DE 1 C 1DE C 1DE C 1DE C 1DE C 1DE C 1DE C DE C 1DE C 1 DE 1 C  DE 1 C DE 1 1 1 1 C 1DE 8 * 2   *#  < $2 B  *# F ( 0                           1  1    1                        1                 1 1 1  > 2   B )%   <8 G #  &4!*  2         1 1  1 : *H 0I-        D D &<06 " J      D D @ @  K,J 0       D D K,J (! :       D D 9@6J "L M       D D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.