Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 24
|laugardagur|30. 9. 2006| mbl.is daglegtlíf innlit Þrátt fyrir deildaskæting um klæðaburð þykir nemum við Háskóla Íslands ekki töff að hugsa of mikið um útlitið. » 26 tíska Á dimmum haustkvöldum er fátt betra en að kúra inni við, og hvað er þá betra en dúnmjúkur púði til að leggja kollinn á? » 26 hönnun Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Þetta er mjög mik-ið ábyrgðarstarfhér í Frakklandi.Sjálf verð ég ekkert á skjánum, en stjórna bara öllu á bak við,“ segir hin hálfíslenska og hálffranska Sara Kolka Courageux, sem ráðin hef- ur verið fréttaframleið- andi hjá nýrri alþjóðlegri sjónvarpsstöð í eigu Frakka. Nýja stöðin er samvinnuverkefni franska ríkissjónvarpsins og frönsku einkastöðvarinnar TF 1 og kemur til með að hefja útsendingar í des- ember nk. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þessar tvær stöðvar, sem venju- lega eru í samkeppni, snúa bökum saman, en Frakkarnir hugsa nýju stöðina í anda og til mót- vægis við ensku al- þjóðlegu sjónvarpsstöðv- arnar CNN, BBC World og Al Jazeera, sem stýra að mestu alþjóðlegum fréttum í heiminum. Sent verður út allan sólarhring- inn. Undirbúningur stendur nú sem hæst og hafa tvö hundruð starfsmenn frá 27 þjóðlöndum verið ráðn- ir til nýju stöðvarinnar, sem á að heita France 24. Starfsmennirnir tala allir bæði frönsku og ensku þar sem sent verður út á báðum þessum tungu- málum. „Ég kem til með að starfa á ensku stöðinni þótt ég tali reiprennandi frönskuna líka. Pabbi minn, Jean Yves Andri Courageux, er franskur. Hann bjó á Íslandi í fimmtán ár og starfaði sem leiðsögumaður, en flutti svo á ný til Frakk- lands fyrir fimm árum. Hann er giftur franskri fjölmiðlakonu, sem sagði mér að nýja stöðin væri að leita eftir fólki. Ég ákvað að sækja um og fékk draumastarfið,“ segir Sara, sem flutti til Frakk- lands haustið 2005 og hef- ur síðan starfað hjá tveim- ur frönskum fréttastöðvum. Sara er 27 ára gömul. Hún útskrif- aðist sem fjölmiðlafræð- ingur frá Cambridge árið 2004 og hafði áður en hún tók sig upp og flutti út verið skrifta á Stöð 2 og blaðamaður á Morgun- blaðinu. Þetta er draumastarfið „Ég er hæstánægð með veruna hér í Frakklandi. Búið er að byggja mjög flott undir nýju stöðina og er ég sjálf að bíða eftir nýrri íbúð hér í fimm- tánda hverfi í París sem er nálægt vinnunni, en í þessu hverfi býr einmitt mikið af fjölmiðlafólki. Fréttaframleiðandi fylgir fréttunum eftir frá upp- hafi til enda. Hann ákveður í upphafi dags hvaða fréttir á að setja af stað, útdeilir verkefnum til fréttamanna, forgangs- raðar fréttum, fylgir tæknivinnslunni eftir og vinnur svo í stúdíói með kynninum,“ segir Sara, aðspurð um starfssviðið, en hún er yngst tólf fréttaframleiðenda, sem ráðnir voru til nýju stöðv- arinnar. Sex frétta- framleiðendanna eru á ensku rásinni og aðrir sex á þeirri frönsku. „Þetta er draumastarfið og ég hlakka mikið til að takast á við þetta nýja hlutverk.“ Morgunblaðið/Rax Fréttaframleiðandi Sara Kolka er fréttaframleiðandi á franskri alþjóðlegri fréttasjónvarpsstöð. Fréttafram- leiðandi í París Gestum Fjölskyldu- og hús-dýragarðsins gefst í dagtækifæri á að kynnast gælurottum sem gæludýrum. Kynningin verður haldin milli klukkan 14.00 og 16.00 og verður í höndum Kristbjargar Söru Thorarensen. Hún flutti gælurott- ur inn frá Danmörku árið 2004 og hefur ræktað þær síðan. Með henni í för í Húsdýragarð- inum verða nokkrar gælurottur, þeirra á meðal rottan Benni, sem kvikmyndaáhugamenn munu brátt sjá í Mýrinni. Margvíslegir skapgerðareiginleikar Gælurottur eru nánast eins og villtar rottur hvað varðar útlit og að hluta til hegðun. Þær eru þó ekki eins hræddar við menn og villtar rottur og er það eitt af því sem náðst hefur fram með rækt- uninni. Rottur hafa marga skapgerð- areiginleika, sem gera þær að fyrirtaks gæludýrum. Þær eru litlar, nokkuð hreinlegar og hljóðlátar. Rottur eru auk þess mjög gáfaðar og er meira að segja hægt að kenna þeim að þekkja nafnið sitt ásamt öðrum kúnstum. Rottur eru gáfuð gæludýr Gæludýrið Gælurottur eru ekki eins hræddar við menn og villtar rottur. landið Gott skipulag skiptir miklu máli þegar rými er af skornum skammti, en útkoman getur líka orðið verulega skemmtileg. » 28 *Tilboðsverð 2006 nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. www.nicorette.is *Tilboðsverð 2006 S e p t. 2 0 0 6 Nicorette Fruitmint Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. www.nicorette.is Nýttbragð sem kemurá óvart 25% afsláttur * Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. www.nicorette.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.