Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 33 www.vitusbeing.dk NÁM Í DANMÖRKU Í boði er: Á ensku og dönsku • Byggingafræði • Byggingaiðnfræði • Markaðshagfræði Á ensku • Framleiðslutæknifræði • Útflutningstæknifræði Á dönsku • Véltækni • Véltæknifræði • Landmælingar • Tölvutæknifræði • Aðgangsnámskeið • Byggingatæknifræði Hjá VITUS BERING í Horsens bjóðum við upp á margvíslega menntun. Fulltrúi skólans Johan Eli Ellendersen, verður í Reykjavík á biluni 27.september - 7.október 2006. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Johan Eli Ellendersen, með því að hringja beint í Johan í síma í 845 8715. UNIVERSITY COLLEGE VITUS BERING DENMARK CHR. M. OESTERGAARDS VEJ 4 DK-8700 HORSENS TEL. +45 7625 5000 FAX: +45 7625 5803 EMAIL: CVU@VITUSBERING.DK V I T U S B E R I N G D E N M A R K U N I V E R S I T Y C O L L E G E Sagt var: Íbúafjöldinn er nú 1.600 manns miðað við 1.450 á síðasta ári. RÉTT VÆRI: Íbúar eru nú 1.600 en voru 1.450 í fyrra. (Hér er ekki um neina viðmiðun að ræða.) Gætum tungunnar Það eru forréttindi að fá að vinna með ungu fólki. Sú orka og hug- myndaauðgi sem býr með unglingum er okk- ur fullorðna fólkinu til fyrirmyndar. Helgina 29. september til 1. októ- ber fer fram landsmót Samfés í Reykjavík, en þar koma saman rúm- lega 380 unglingar úr fé- lagsmiðstöðvum af öllu landinu og vinna að skapandi, fræðandi og gefandi verkefnum. Landsmótið er glæsilegt dæmi um að það er í góðu lagi með ungt fólk á Íslandi. Rannsóknir hafa sýnt að virk þátt- taka í skipulögðu félags- og íþrótta- starfi er besta forvörn sem völ er á. Félagsmiðstöðvar eru lykiltæki í hönd- um sveitarfélaga til að móta virkt og öflugt forvarnarstarf. Það eru 90 fé- lagsmiðstöðvar aðilar að Samfés og eru þær dreifðar um allt land. Sveit- arfélög hafa af framsýni fjárfest í hús- næði og búnaði fyrir ungt fólk og sífellt er félagsmiðstöðvum að fjölga og að- staða þeirra að batna. Félagsmið- stöðvar eru vettvangur félagsstarfs ungs fólks þar sem allir geta tekið þátt án skilyrða. Sveitarfélögin eiga að nýta þá fjárfestingu sem ligg- ur í félagsmiðstöðvunum betur, ekki bara aðstöð- una sem hefur verið sköpuð heldur líka þann auð sem liggur í sér- þekkingu starfsfólks og orku unglinganna. Möguleikar til þróunar starfseminnar eru nær óteljandi, t.d. hvað varð- ar samstarf við aðrar stofnanir sveitarfélaga sem og samstarf við aðra aðila sem starfa með ungu fólki. Við þurfum að gera enn betur í að hlusta á ungt fólk og virða skoðanir þeirra. Við þurfum að vinna með þeim frekar en að vinna fyrir þau og við þurfum að gefa þeim tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif. Skref í þessa átt er Ungmennaráð Samfés, en það verður stofnað formlega á Landsmóti Samfés sunnudaginn 1. október. Í ráðinu verða fulltrúar frá öllum lands- hlutum og eru það ungmennin sjálf sem hafa unnið undirbúningsvinnuna. Á þennan máta fær ungt fólk raun- veruleg tækifæri til að hafa áhrif á starfsemi Samfés og um leið vettvang til að ræða þau mál sem þau telja mik- ilvæg hverju sinni. Við þurfum að gefa okkur tíma til að hlusta á raddir þeirra sem erfa skulu land. Ungt fólk tekur þátt Ólafur Þór Ólafsson skrifar í tilefni af landsmóti Samfés í Reykjavík sem haldið er nú um helgina » Félagsmiðstöðvareru lykiltæki í hönd- um sveitarfélaga til að móta virkt og öflugt for- varnarstarf. Ólafur Þór Ólafsson Höfundur er formaður Samfés. SAMFYLKINGIN var stofnuð af fjórum stjórn- málaflokkum, sem vildu mynda stóran stjórnmálaflokk til að skapa velferðarríki jafnaðarmanna, á Ís- landi. Við, sem stofn- uðum Samfylkinguna, vissum vel að áherslur og hefðir gömlu flokkanna báru í sér ólíka af- stöðu til ýmissa mála. Við vissum líka að stór flokkur verður að rúma ólíkar skoð- anir um bestu leiðir að markmiðum sín- um. Til að auðvelda það mynduðum við síðar framtíðarhópa, sem ákvarða áherslur og leiðir, með lýð- ræðislegri samræðu- pólitík í stað vald- beitingar. Eitt þeirra mála, sem skiptar skoðanir eru um, er afstaða til virkjana og stóriðju. Framtíð- arhópur um „Auðlindanýtingu í sátt við umhverfið“ kynnti á flokksstjórnarfundi í sumar víð- tæka og vel útfærða tíu síðna skýrslu um efnistök og stefnu flokksins á því sviði. Þar var sam- komulag um að ekki skyldi farin sú leið að tilgreina einstaka staði þar sem leyft yrði eða bannað að raska náttúrunni heldur yrðu sam- þykktir almennir mælikvarðar. Álit flokksins á hverri framkvæmd réðst svo af því hvernig hún stæð- ist mælikvarða Samfylkingarinnar um náttúruvernd. Með þetta vega- nesti átti framtíðarhópurinn að leggja lokahönd á plaggið svo hægt yrði að samþykkja það á flokkstjórnarfundi. Prédikarapólitík Það næsta sem fréttist var að þingflokkurinn hafði ráðið mann til að skrifa stefnu flokksins um náttúruvernd. Hann er að sögn hinn mætasti maður, lærður leik- ari með svo einbeittan vilja til náttúruverndar, að það jafnast á við að flokkurinn fengi Gunnar í Krossinum til að skrifa fyrir sig stefnu um fóstureyðingar og mál- efni samkynhneigðra. Öllum samþykktum flokks- stjórnar um efnistök var þar með viðsnúið og innleitt það verklag að sá hópur, sem sterkasta stöðu hef- ur hvert sinn, keyri yfir aðra. Samræðustjórnmálum flokksins var breytt í prédikarapólitík þing- flokksins. Ef það verklag verður að reglu mun Samfylkinguna skorta það víðsýni, sem þarf til, að vera stór og breið stjórnmálahreyfing. Stefnan verður þröngsýnn rétt- trúnaður prédikarans. Þá kann Samfylkingin ekki að vera stór flokkur. Silfur Egils Í sjónvarpsviðtali var kynnt sem stefna Samfylkingarinnar að eng- ar framkvæmdir, sem tengdust stóriðju, yrðu leyfðar næstu fimm ár. Og ekki yrði rými til viðbótar nema fyrir eitt álver í landinu. Með skírskotun í Kyoto-bókun hefur þeirri fullyrðingu verið and- mælt, m.a. af fyrrum iðn- aðarráðherra. Spurt er: Ef Hafnfirðingar samþykkja stækkun álvers í Straumsvík mun Samfylkingin þá fallast á það? Eða mun hún hafna því og bjóða Reyknesingum og Þingeyingum að bí- tast um björgina? Eða mun hún segja öllum að berjast við alla, eins og Egill vildi forðum? Ég óttast að í slík- um átökum vakni sú hugsun að besta ráð- ið fyrir þau kjör- dæmi og önnur, sé að þingflokkur Sam- fylkingarinnar verði sem minnstur. Það væri afspyrnuvont örvæntingarráð og dýrkeypt. Aftur á móti gæti orðið gott ráð að endurnýja eitthvað í þingliði flokksins. Til þess gefst lag í komandi prófkjörum. Kann Samfylkingin ekki að vera stór? Birgir Dýrfjörð skrifar um stefnu Samfylkingarinnar Birgir Dýrfjörð » Samræðu-stjórn- málum flokksins var breytt í pré- dikarapólitík þingflokksins. Höfundur situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Fréttir í tölvupósti mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.