Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VIÐ inngöngu Íslands í Atlants- hafsbandalagið (NATO) árið 1949 settu Íslendingar þau tvö meg- inskilyrði, að aðildinni fylgdi hvorki skylda til að stofna íslensk- an her né til að hafa hér her á frið- artímum. Skammur tími leið frá því að þessi skilyrði voru samþykkt, þangað til ráð herforingja innan NATO taldi heims- málin hafa þróast á þann veg, að ekki væri unnt að tryggja öryggi og varnir Íslands nema með viðveru herafla í landinu sjálfu. Íslensk stjórnvöld féllust á þetta mat og gerðu varnarsamning við Bandaríkin með vísan til aðildar sinnar að NATO og kom banda- rískur herafli hingað til lands 7. maí 1951. Í dag 30. september 2006 hverfur þessi liðsafli af landinu. Hér verður ekki rakin saga varnarsamstarfsins. Fyrstu ár þess einkenndust af stór- framkvæmdum á Keflavík- urflugvelli, sem höfðu mikil áhrif á íslenskt efnahags- og atvinnulíf. Þá var einnig rætt af tilfinningahita um menningarleg áhrif af dvöl varnarliðsins og náðu þær umræð- ur hámarki í deilunum um „kana- sjónvarpið“ á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Undir lok hans veltu íslensk stjórnvöld því fyrir sér, hvort staða heimsmála hefði þróast á þann veg, að ástæða væri til að breyta um stefnu af þeirra hálfu og draga úr bandarískum umsvifum. Þróun öryggismála á Norður- Atlantshafi var hins vegar á þann veg, að umsvif sovéska flotans og flughersins jukust jafnt og þétt frá lokum sjöunda áratugarins og fram til ársins 1985, þegar þau náðu hámarki. Viðbúnaður varn- arliðsins endurspeglaði þessa þró- un og á fyrri hluta níunda áratug- arins var ráðist í miklar framkvæmdir á Keflavík- urflugvelli, tækjakostur til kaf- bátavarna og loftvarna var end- urnýjaður til að standast ströngustu kröfur. Eftir 1985 drógust sovésk hernaðarumsvif frá Kólaskaga saman og þar með á Norður- Atlantshafi. Með hruni Sovétríkjanna gjörbreyttist póli- tíska viðhorfið og hættumat NATO- ríkjanna bæði hér og annars staðar. II. Tvisvar sinnum á þessu tímabili höfðu ríkisstjórnir það á stefnu- skrá sinni að segja upp varn- arsamningum eða láta varnarliðið hverfa. 1956 til 1958 undir forsæti Hermanns Jónassonar og 1971 til 1974 undir forsæti Ólafs Jóhann- essonar. Þar var um svonefndar vinstri stjórnir að ræða með þátt- töku Alþýðubandalagsins, sem beitti sér gegn aðild að NATO og varnarsamstarfinu. Í hvorugt skiptið náðu þessi áform fram að ganga og í hvorugt skiptið hafði ár- angursleysið í þessu efni áhrif á setu ráðherra Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn. 1978 gekk Alþýðu- bandalagið til ríkisstjórnarsam- starfs undir forsæti Ólafs Jóhann- essonar, án þess að setja fram kröfu um brottför varnarliðsins, en 1974 höfðu 55.522 Íslendingar lýst yfir stuðningi við varnarsamstarfið í undirskriftasöfnun Varin Augljóst hefur verið allt að Sovétríkin heyrðu sögu að varnarsamstarf Íslands Bandaríkjanna mundi taka ingum. Þegar frá líður mu undrast, hve langur tími le lokum kalda stríðsins, þar an varna Íslands tók á sig mynd. Ríkisstjórn Davíðs Odds sem kom til sögunnar 30. a 1991, setti á laggirnar nefn ræða breyttar aðstæður í ö málum og skilaði hún skýr mars 1993. Þar er því sleg að við hinar nýju aðstæður hvorki áhugi á því hjá NAT Bandaríkjamönnum, að va arsamningi Íslands og Ban anna verði rift en hins veg framkvæmd hans breyting Um þessar breytingar v staða milli ríkisstjórna lan 1994 og 1996 og nú síðast m samkomulagi, sem kynnt v þriðjudaginn 26. septembe ur mið af þeirri ákvörðun B ríkjastjórnar, sem kynnt v lenskum stjórnvöldum 15. 2006. Þetta er róttækasta ingin á framkvæmd varnar ingsins, því að samkvæmt hverfur sá liðsafli, sem hef hér á landi síðan 1951 af la og síðasti liðsmaðurinn fer III. Í áköfum deilum um var starf okkar og Bandaríkja liðnum áratugum höfum vi menn þess, að öryggis land þjóðar sé jafnan gætt í sam við hernaðarlegt mat, mát því, að fyrir okkur vekti í r annað en aðför að sjálfstæ lensku þjóðarinnar, því að um, að hún yrði hersetin ti ar, ef ekki innlimuð í Band Varnarliðið fer – ör Eftir Björn Bjarnason Björn Bjarnason Í KASTLJÓSI sjónvarpsins þann 21. þessa mánaðar var Þór Whitehead, prófessor í sagn- fræði, spurður hvort íslenskir kommúnistar hefðu verið vopn- aðir og svaraði hann spurning- unni hiklaust játandi. Ekki var annað að heyra á prófessornum en þar væri m.a. átt við okkur sem kallaðir vorum svo á árunum milli 1960 og 1970 en símar okkar voru þá hler- aðir af útvöldum snuðrurum sem Þór vill nú gera að þjóð- hetjum. Staðhæfingin um vopnabúr íslenskra kommúnista eða ann- arra vinstrisinna á liðnum áratugum er grófari sögufölsun en nokkur önnur sem hér hefur verið borin á borð. Lítum á hvað Þór hefur fram að færa um þessi efni í nýbirtri ritgerð sinni í tímaritinu Þjóð- málum: Sagnfræðingurinn staðhæfir að árið 1979 hafi Þorsteinn Pét- ursson, aldraður frammámaður í Alþýðuflokknum, sagt sér að þeg- ar hann var 18 ára unglingur, árið 1924 hafi hann lagt til í Félagi ungra kommúnista að menn kæmu sér upp vopnum og ein- hverjir þessara unglinga hafi eignast skammbyssur. Hvort þetta er rétt veit auðvitað enginn en hafi draumórar og bylting- arrómantík leitt fáeina unglinga milli fermingar og tvítugs út í kaup á skammbyssum fyrir 82 ár- um þá varð að minnsta kosti aldr- ei vart við þær í hinum mörgu og hörðu átökum milli verkafólks og atvinnurekenda á millistríðs- árunum. Þetta er þó eina dæmið hjá Þór sem ef til vill er hæpið að vísa með öllu á bug. Þór segir íslenska kommúnista, sem stunduðu nám við Lenínskól- ann og Vesturháskólann í Moskvu á árunum upp úr 1930, hafa verið þjálfaða í vopnaburði. Eina dæmið um þetta hefur hann frá dr. Benjamín Eiríkssyni sem var við nám í Moskvu 1935 og 1936. Benjamín sagði Hannesi Hólmsteini Giss- urarsyni fyrir all- mörgum árum að hann hefði einu sinni tekið þátt í heræfingu úti í náttúrunni og einn- ig verið látinn skjóta af byssu niðri í kjallara. Ætla má að þetta sé rétt en hér ber að hafa í huga að Benjamín var að eigin sögn í þeirri deild skólans sem ætluð var Þjóðverjum, útlögum frá Hitlers-Þýskalandi og hlaut sömu þjálfun og þeir. Í Norð- urlandadeild Lenínskólans, þar sem flestir hinna Íslendinganna í Moskvu voru við nám, voru þeir og Skandinavarnir hins vegar búnir undir að starfa í löglegum flokkum sinna heimalanda og þjálfun í hernaði ekki á dagskrá. Sjálfur lætur Þór þess reyndar getið að í bréfi frá árinu 1931 hafi Íslendingarnir sem þá voru í Moskvu varað sterklega við öllum hugmyndum um leynilega og ólögmæta starfsemi hér á Íslandi. Þarf þá vart annarra vitna við. Hinn virðulegi prófessor nefnir 30. mars 1949 og talar um fyr- irhugaða valdbeitingu í því skyni að hindra störf Alþingis. Inn- gangan í Atlantshafsbandalagið var mikið hitamál og klauf þjóð- ina til langframa í tvær and- stæðar fylkingar. Stór orð féllu á báða bóga en sú staðhæfing Sósíalistaflokkurinn hafi un irbúið árás á Alþingi til að k þannig í veg fyrir afgreiðslu málsins er fjarri sanni. Þó a langt sé um liðið er enn á líf sem sat fundinn í miðstöð fl ins daginn fyrir 30. mars en brýndi Einar Olgeirsson þa veg sérstaklega fyrir hinum liðsmönnum sínum að varas óspektir. Sami boðskapur fr honum var borinn mönnum tölum þennan dag og einnig að kæmi til óeirða kynni þa verða notað til að banna flo Þetta staðfestir reyndar Þó Whitehead í ritgerð sinni er segir að „æðstu forystumön Sósíalistaflokksins“ hafi ko saman um að það væri þeim um hættulegt að skipuleggj á Alþingishúsið. Að svo hafi liggur reyndar í augum upp Fólkið sem kom á Austur 30. mars1949 og krafðist þj aratkvæðis um inngönguna NATO var allt óvopnað en m um var heitt í hamsi og ekk ist hugurinn við að sjá þúsu manna liði úr harðasta kjar Sjálfstæðisflokksins vera st upp framan við þinghúsveg að baki lögreglunni. Fáeinu mönnum varð það á að kast mold af Austurvelli og jafnv steinum að þessari fylkingu utan unglinga sem hentu að eggjum. Vopnin voru ekki utandyr heldur innandyra í sjálfu Al ishúsinu þennan sögufræga og til bardaga kom ekki fyr fimmtíu manna sveit úr flok Um vopnabúr Þórs Whiteh Eftir Kjartan Ólafsson »En hver varð efirtekjan hér af um þessum símahle unum og langvaran persónunjósnum? Kjartan Ólafsson LOKUN VARNARSTÖÐVAR Í dag verður varnarstöðinni áKeflavíkurflugvelli formlegalokað. Bandaríska varnarliðið er horfið af landi brott. Þar með er lokið merkilegu skeiði í lýðveldissögu okk- ar. Bandaríska varnarliðið kom hingað í maímánuði 1951 þegar mikill ótti var ríkjandi um heim allan um að ný heimsstyrjöld væri að skella á. Bak- grunnur komu þess var að Sovétríkin höfðu seilst til áhrifa í hverju landinu á fætur öðru í austurhluta Evrópu. Í kjölfar þess var Atlantshafsbanda- lagið stofnað 1949. Kóreustríðið brautzt út nokkru síðar og þá var það trú margra að heimsstyrjöld væri óhjákvæmileg. Svo varð ekki en kalda stríðið hófst með miklum þunga. Sovétríkin beittu þrýstingi gagn- vart Íslandi með ýmsum hætti. Þau starfræktu hér mjög fjölmennt sendi- ráð. Skipulögð njósnastarfsemi var rekin á vegum sendiráðs þeirra, sím- töl voru hleruð og Íslendingar fengn- ir til að afla upplýsinga. Sovézkar sprengjuflugvélar voru stöðugt á ferð í kringum Ísland. Sov- ézkir kafbátar héldu uppi reglulegum siglingum í hafinu kringum Ísland. Sovétmenn héldu hér uppi skipu- lagðri áróðursstarfsemi með stuðn- ingi skoðanabræðra sinna hér, sem vildu koma á sósíalísku Íslandi. Þetta var veruleiki kalda stríðsins. Koma bandaríska varnarliðsins tryggði öryggi og varnir hins unga lýðveldis. Í rúmlega hálfa öld þurftum við því ekki að hafa áhyggjur af öryggi okk- ar. Við nutum góðs af veru bandaríska varnarliðsins hér og nánum tengslum við Bandaríkin með ýmsum hætti. Fullyrða má að Bandaríkjamenn áttu mikinn þátt í sigrum okkar í þorska- stríðunum. Jafnan þegar þau voru að fara úr böndum komu Bandaríkja- menn til skjalanna og þrýstu á brezk stjórnvöld um að láta undan síga. Hið sama gerðu forráðamenn Atlants- hafsbandalagsins. Þessir aðilar áttu ekki lítinn þátt í því að við náðum yf- irráðum yfir auðlindum okkar. Við nutum góðs af varnarsamstarf- inu við Bandaríkin með öðrum hætti. Telja má víst að þeir hagsmunir sem Bandaríkjamenn áttu að gæta hér hafi haft mikil áhrif á að Loftleiðum tókst að tryggja sér aðstöðu í Banda- ríkjunum til áætlunarflugs yfir Atl- antshafið sem var eitt fyrsta útrás- arævintýrið. Og fleira mætti nefna af því tagi. En varnarsamstarfið við Bandarík- in var ekki bara dans á rósum. Varn- arsamningurinn klauf þjóðina í tvennt. Sumir börðust hart fyrir veru bandaríska varnarliðsins hér. Aðrir börðust hart á móti. Í fjóra áratugi var íslenzka þjóðin sundruð vegna þessa máls. Það var erfitt fyrir þjóð sem hafði nýlega endurheimt sjálf- stæði sitt. Þessar deilur og tengslin við Bandaríkin og Atlantshafsbanda- lagið höfðu áhrif á aðra þætti þjóðlífs- ins. Kalda stríði hafði mikil áhrif á menningarlíf þjóðarinnar. Rithöf- undar og aðrir listamenn skiptust í hópa með og á móti eins og þjóðin öll. Vera varnarliðsins hafði neikvæð menningarleg áhrif. Það átti ekki sízt við um næsta nágrenni varnarstöðv- arinnar, þar sem sjá mátti smitandi áhrif þessa návígis. Það var rétt ákvörðun, sem tekin var á sínum tíma að takmarka mjög ferðir varnarliðs- manna utan Keflavíkurflugvallar. Hefði það ekki verið gert hefði sam- búðin orðið erfiðari. Keflavíkurút- varpið hafði neikvæð menningarleg áhrif hér heima fyrir og í enn ríkari mæli Keflavíkursjónvarpið sem að lokum var takmarkað við varnar- svæðið. Það var aldrei tilgangurinn með komu varnarliðsins hingað að við Ís- lendingar gætum grætt peninga á veru þess hér. Því miður varð það svo og okkur ekki til sóma. Heldur ekki þegar einstaka íslenzkir stjórnmála- menn hófu baráttu fyrir því að hafa varnarstöðina beinlínis að féþúfu og er þá átt við hina svonefndu aronsku. Það var því margt jákvætt við veru varnarliðsins hér en líka ýmislegt neikvætt. Versti kaflinn í þessari samskipta- sögu okkar og Bandaríkjanna hófst hins vegar fyrir nokkrum árum, þeg- ar Bandaríkjamenn hófu undirbún- ing að því að flytja varnarliðið héðan. Þá sýndu þeir á sér hlið sem við Ís- lendingar höfðum ekki kynnzt áður. Þeir hirtu ekkert um hagsmuni okkar í gagnkvæmu varnarsamstarfi. Þeir verða að eiga þá framkomu við sjálfa sig. Nú eru þáttaskil. Við Íslendingar hljótum að hefja markvissa uppbygg- ingu á nýrri stefnu í utanríkis- og ör- yggismálum. Varnarsamningurinn við Bandaríkin er enn til staðar. Hon- um hefur ekki verið sagt upp. En ný stefnumörkun hlýtur að byggjast á öðrum þáttum. Í fyrsta lagi er eðlilegt að byggja hér upp bolmagn til þess að takast á við margvísleg vandamál, sem upp geta komið í samskiptum okkar við einstaklinga frá öðrum löndum. Þar er átt við öflugri tollgæzlu og lög- gæzlu og skipulega upplýsingasöfnun um starfsemi sem getur ógnað öryggi þess fólks sem hér býr. Í öðru lagi er nauðsynlegt að byggja hér upp víðtækari þekkingu en nú er til staðar á utanríkismálum, alþjóðamálum og öryggismálum. Þess vegna er æskilegt að byggja hér upp formlega stofnun á sviði utanrík- ismála sem taki mið af uppbyggingu sambærilegrar stofnunar í Noregi. Í þriðja lagi er ljóst að þátttaka okkar í svonefndri friðargæzlu og að- stoð við þróunarlöndin þarf að vera markvissari og hnitmiðaðri. Í fjórða lagi fer ekki á milli mála að við eigum margvíslegra sameigin- legra hagsmuna að gæta með frænd- um okkar Norðmönnum. Báðar þjóð- irnar hafa hagsmuni af því að fylgjast með því sem gerist á hafinu á milli okkar og að friður ríki á því hafsvæði. Þess vegna er ekki óeðlilegt að við leitum eftir nánu og formlegu sam- starfi við Norðmenn í þeim efnum. Fordæmi er fyrir slíku nánu sam- starfi við Norðmenn eins og glöggt má sjá ef umræður um varnarmál Ís- lands eru skoðaðar veturinn og vorið 1974. Það hlýtur að vera eitt mikilvæg- asta verkefni núverandi ríkisstjórnar það sem eftir er kjörtímabilsins að hafa forystu um slíka stefnumörkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.