Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 28
Í NAUMHYGGJU nútímans getur verið gott að grípa til ýmiskonar smáhluta til að lífga upp á heimilið. Púðar eru meðal slíkra muna því þeir gera ekki einungis gagn sem stuðningur við þreytt bök sófagesta heldur geta þeir breytt útliti eldri stóla og sófa þannig að þeir verða sem nýir. Í verslunum bæjarins fást nú litríkir púðar í öllum stærðum og gerðum. Skrautleg mynstur og sterkir litir eru þó engin nauðsyn vilji menn breyta til því einlitir púðar geta allt eins sett svip á gamla sófann og þann- ig sett punktinn yfir i-ið á útlit stofunnar. Morgunblaðið/Ásdís Ögrandi Þessir lime-grænu púðar skera sig vel úr rauðum sófanum. Þeir fást í versluninni Egg á Smáratorgi og kosta 1.999 krónur. Símynstraður Þeir litaglöðu geta hresst upp á sófann með þess- um púðum frá Habitat. Einlitur 3.900 kr. og mynstraður 4.500 kr. Púðar setja svip Morgunblaðið/Ásdís Tvílitir Svart og sandlitað mynstur þessara púða setur svip á einlitan sófann. Þeir fást í Tekk-company og kosta 7.500 krónur stykkið. lifun 28 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ E ins og arkitekta er von og vísa hafði hún þarfir fjölskyldunnar að leiðarljósi og vel tókst að gera nota- lega risíbúð enn fallegri og um leið notendavænni. Samvinnan gekk vonum framar. Rut kom einu sinni í heimsókn og lagði svo fram teikn- ingar sem þau hjónin voru strax afar sátt við. Snilldarlega tókst að nýta rýmið. Þau segja Rut bók- staflega hafa gert kraftaverk á baðherberginu sem er 3,6 fermetr- ar í allt. Þar er fullvaxið baðkar, heilmikið skápapláss og falleg birta og hver sentimetri nýttur til hins ýtrasta. Þau segjast alsæl með árang- urinn og vilja hvergi annars staðar vera þrátt fyrir að margir myndu eflaust setja smæð íbúðarinnar fyr- ir sig og gera kröfur um fleiri fer- metra á mann. „Fólk spyr okkur hvernig við getum búið svona smátt,“ segja þau og bæta við að þá þurfi maður einfaldlega að vera passasamur að sanka ekki að sér miklu dóti. Vinalegt í vesturbænum Morgunblaðið/Árni Sæberg Tenging Hér er horft úr stofunni og inn í eldhúsið. Sá sem er í eldhúsinu einangrast ekki við eldhússtörfin. Eldhúsið Þótt eldhúsið sé ekki stórt, þá er mjög gott að vinna í því. „Við vorum eiginlega hætt að geta tekið ákvarðanir sjálf og farin að stóla alveg á Rut,“ segir húsfreyjan og kímir og á þar við Rut Kára- dóttur innanhússarkitekt sem teiknaði fyrir þau eldhús, bað og skápa fyr- ir réttu ári. Katrín Brynja Her- mannsdóttir heimsótti fjögurra manna fjöl- skyldu sem býr alsæl í 94 fermetra íbúð í vest- urbænum. Eldhúsið var hannað með eiginmanninn í huga en hann hefur býsna gaman af því að elda. Skápar ná upp í loft og fyrir utan nýju gaseldavélina vakti vinnu- skápur mesta lukku. Á gangi hannaði Rut hillur og skápa. Hún sá tækifæri fyrir enn eina hirsluna, skáp með rennihurð sem er staðsettur á bak við hillurnar og lætur lítið yfir sér en hefur gríðarlegt notagildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.