Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 23 AKUREYRI ÞAÐ var söguleg stund á fimmtudagskvöldið þegar nýtt handboltalið var kynnt til sögunnar á Akureyri á fundi á veitingastaðnum Vélsmiðjunni; Akureyrar- félögin KA og Þór eru komin í eina sæng í nafni Akur- eyrar í meistaraflokkum karla og kvenna, 2. flokki karla og unglingaflokki kvenna. Á myndinni er Hannes Karlsson, formaður Akureyrar, sitjandi fyrir miðju, ásamt Ingvari Gíslasyni frá Norðlenska og Svani Val- geirssyni frá Bónus, en félagið skrifaði einmitt undir samstarfssamninga við þau fyrirtæki. Fyrir aftan eru, f.v., leikmennirnir Aigars Lazdins, Bjarni Gunnar Bjarnason, Hörður Fannar Sigþórsson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Guðrún Helga Tryggvadóttir, Ester Óskarsdóttir og Jarmila Kucharska. Bæjarstjórinn á Akureyri, Kristján Þór Júlíusson, kom á fundinn og setti af stað nýja heimasíðu Akureyrarliðsins. Slóðin er www.akureyri-hand.is og þar verður ítarlega fjallað um allt sem handboltanum á Akureyri viðkemur. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Sögulegt samstarf UMHVERFISRÁÐ Akureyrar gerir ýmsar athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005–2025 sem auglýst hefur verið. Ráðið gerir reyndar einnig athuga- semd við auglýsinguna sjálfa þar sem breytinguna er verið að gera einhliða þrátt fyrir að Skipulagsstofnun hafi bent á að um sé að ræða verulegar breytingar frá staðfestu Svæðis- skipulagi Eyjafjarðar 1998–2018. Meðal annars gerir umhverfisráð athugasemdir við fullyrðingar þess efnis að tillögurnar sem fyrir liggja séu óverulegar. „Gert er ráð fyrir að fjölgun íbúða á skipulagstímabilinu verði um 420 íbúðir. Í Eyjafjarðar- sveit eru samkvæmt greinargerð með skipulagstillögunni 320 íbúðir í dag, auk fyrirtækja, og því má aug- ljóst vera að slík fjölgun er ekki óveruleg og því eðlilegt að breytingar verði teknar fyrir á vettvangi sam- vinnunefndar [um svæðisskipulag].“ Það er mat umhverfisráðs að frá- veitumál verði að taka inn í aðal- skipulag með markvissari og skilvirk- ari hætti en gert er í tillögunum, vegna þéttrar byggðar sem gert er ráð fyrir við suðausturhorn Pollsins. Akureyri hafi lagt hundruð milljóna í hreinsun sjávar í innanverðum Eyja- firði og í Pollinum og bæjarbúum sé mjög umhugað um að þeim árangri verði ekki stefnt í hættu. Þá er gerð athugasemd við fyrir- hugaða fjörubyggð og minnt á nær- liggjandi verndarsvæði í óshólmum Eyjafjarðarár, sem sé mikilvægur staður vegna fuglalífs. „Óshólmarnir eru því með mikilvægari svæðum þessa toga hér á landi og jafnvel í Evrópu.“ Athugasemdir við skipu- lagsmál í Eyjafjarðarsveit NÚMI Kárason, strákurinn sem sökk upp að höndum í kviksyndi á Akureyri á miðvikudaginn en var naumlega bjargað var ekki að lenda í fyrsta skipti í hremmingum. Þriggja ára var hann mjög hætt kominn og hann rifjaði upp, í samtali við Morg- unblaðið, annað atvik þar sem hann óttaðist um líf sitt. Um það þegar hann festist í kvik- syndinu núna í vikunni sagði Númi: „Þetta var hræðilegt. Það var eins og skrattinn væri að toga mig niður í jörðina,“ eins og fram kom á baksíðu Morgunblaðsins í gær. Hélt að ég myndi deyja Þegar Morgunblaðið rabbaði við Núma eftir atvikið í malarnámunni í vikunni sagðist hann hafa haldið að hann myndi deyja, eftir að hafa sokk- ið ofan í leðjuna. En bætti svo við: „Ég er eiginlega bara að verða vanur þessu.“ Til útskýringar rifjar hann upp að þegar fjölskyldan var í fríi á Spáni fyrir nokkrum árum festist keðja, sem hann var með um hálsinn, í botn- inum á heitum potti. „Ég náði að slíta festina og komast upp úr vatninu.“ Númi var líka mjög hætt kominn þriggja ára þegar hann fékk heila- himnubólgu. Þá má segja að Eyrún Gígja systir hans, sem var aðeins 16 ára, hafi bjargað lífi litla bróður síns og hún segir nú: „Það er einhver sem vakir yfir Núma.“ Það var að morgni dags og Númi var lasinn. Móðir þeirra var erlendis, Eyrúnu dreymdi sérkennilegan draum um nóttina og segist hafa fundið á sér að hún yrði að vera heima. „Um morguninn sagði ég pabba að fara í vinnuna og að ég skyldi vera hjá Núma. Ég var að gefa honum [hitalækkandi] stíl og tók þá eftir marbletti á rassinum á honum. Ég vissi auðvitað ekki að það skipti einhverju máli en tengdi blettinn við drauminn og hringdi í frænku mína sem er hjúkrunarkona og hún kveikti um leið á perunni.“ Marblettur eins og þessi er glögg vísbending um að viðkomandi sé kominn með heilahimnubólgu á hættulegu stigi. Númi var drifinn á sjúkrahús og móðir hans segir talið að aðeins hafi munað tveimur til þremur klukku- stundum að hann héldi lífi. Þrekvirki Finnur Aðalbjörnsson og Þor- steinn Hjaltason unnu mikið þrek- virki þegar þeir náðu Núma úr kvik- syndinu á miðvikudaginn. Haft er eftir Finni í staðarblaðinu Vikudegi á fimmtudaginn að ekki hafi gengið þrautalaust fyrir þá Þor- stein að komast upp úr drullunni eftir að hafa bjargað drengnum. „Ég hélt að við myndum rífa Þorstein úr axlarliðnum við að ná honum upp, svo mikil voru átökin. Sjálfur var ég gjör- samlega þjakaður eftir þessa raun,“ segir Finnur í Vikudegi. „Ég er að verða vanur þessu“ Strákurinn sem lenti í kviksyndinu veiktist af heilahimnubólgu þriggja ára „ALLT er þá þrennt er, vonandi,“ segir Kristjana Skúladóttir, móðir Núma, við Morgunblaðið, en eins og greint er frá hér við hliðina var hann hætt kominn úr heilahimnu- bólgu þriggja ára og festi síðan hálsfesti á botni heits potts á Spáni, en náði að losa sig. Á myndinni er Númi, til hægri, ásamt Einari Sig- urðssyni vini sínum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Allt þá þrennt er Eftir Kristin Benediktsson Reykjanes | Lítill skógarþrastar- ungi flaug óvænt inn um opinn brú- arglugga á frystitogaranum Baldvini Njálssyni GK 400 úr Garðinum í fyrrakvöld þar sem hann var á karfa- veiðum 90 mílur suðvestur af Reykjanesi. Rok og rigning hafði einkennt síðasta sólarhring svo ung- inn hefur brugðið á það ráð að leita skjóls á fluginu til vetrarstöðvanna. Skipstjóranum, Þorsteini Eyjólfs- syni, og hans mönnum gekk illa að fanga gestinn sem enn var mjög sprækur eftir langt og erfitt flug. Reynt var að ná honum og setja í kassa en þær tilraunir mistókust. Eftir að Þorsteinn ákvað að leyfa fuglinum að vera í friði gerði hann sig heimakominn og hreiðraði um sig á öxl hans í þakklætisskyni. Einnig hafði hann mikinn áhuga á plottern- um og höfuðlínumælinum sem lýsti upp brúna í myrkrinu með litabrigð- um miklum. Lítið fer fyrir karfaveiðunum hjá togurunum í brælunni en aflinn næg- ir þó til að halda uppi lágmarks vinnslu. Óvæntur gestur leitar skjóls í frystitogara Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Vinur í raun Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri skaut skjólshúsi yfir þrast- arungann í brú Baldvins Njálssonar GK og hlaut traust hans að launum. Keflavík | Tólf sóttu um embætti sýslumannsins í Keflavík. Starfið var auglýst eftir að Jón Eysteinsson sýslumaður ákvað að láta af störf- um. Hann hættir 1. október. Um- sóknarfrestur var til 22. september. Þeir sem sóttu um eru, að því er fram kemur í fréttatilkynningu: Árni H. Björnsson, deildarstjóri og löglærður fulltrúi hjá sýslumann- inum í Keflavík; Ásgeir Eiríksson, löglærður fulltrúi og staðgengill sýslumanns hjá sýslumanninum í Keflavík; Benedikt Ólafsson hæsta- réttarlögmaður; Bogi Hjálmtýsson, löglærður fulltrúi og staðgengill sýslumanns hjá sýslumanninum í Hafnarfirði; Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður á Siglufirði; Guðmund- ur Kristjánsson hæstaréttarlög- maður; Halldór Frímannsson hér- aðsdómslögmaður; Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu; Ragna Gestsdóttir, lögfræðingur hjá Íbúðalánasjóði; Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði; Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri og löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum í Reykjavík, og Úlfar Lúðvíksson, skrifstofustjóri og staðgengill sýslumanns hjá sýslumanninum í Reykjavík. Tólf sækja um embætti sýslumanns SUÐURNES Terra Nova býður frábært tilboð til Vilnius í Litháen 11. október. Vilnius er ein fegursta borg Evrópu, þar sem rómantísk stemning lið- inna tíma hefur varðveist og einstakt er að njóta dulúðar fyrri alda. Borgin býður allt sem ferðafólk leitar eftir í borgar- ferð; fagrar byggingar, litríkt mannlíf og menning, glæsilegir gististaðir og verslanir í úrvali. Frábær tilboð á gistingu á 3 og 5 stjörnu gistingu og spenn- andi kynnisferðir í boði. Ath. millilent er á Egilsstöðum. frá kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi 11. okt. í 4 nætur á Hotel Narutis ***** með morgunmat. frá kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi 11. okt. í 4 nætur á Hotel Europa City *** með morgunmat. Vilnius 11. október Verð frá kr. 39.990 Glæsileg 4 nátta helgarferð Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is - SPENNANDI VALKOSTUR ** Fimm stjörnu tilboð **
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.