Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 35 MINNINGAR ✝ Hafsteinn Jóns-son fæddist á Selbakka á Mýrum í Austur-Skafta- fellssýslu 25. jan- úar 1919. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu á Höfn 23. september síðast- liðinn. Foreldrar Hafsteins voru Jó- hanna Kr. Guð- mundsdóttir frá Skálafelli í Suður- sveit, f. 18.1. 1891, d. 1.3. 1983 og Jón Magnússon frá Eskey á Mýrum, f. 9.4. 1889, d. 21.10. 1962. Systkini Hafsteins eru Brynhildur Kristín, f. 28.4. 1914, d. 26.6. 1997, Guð- mundur, f. 11.12. 1917, d. 1.4.2001, Sigurður, f. 16.11. 1921 Hafsteinn og Rósa stofnuðu sitt fyrsta heimili á Breiðdalsvík 1942 og bjuggu þar til ársins 1958 er þau flytjast til Hafnar í Hornafirði þar sem þau bjuggu til æviloka. Framan af starfsævi rak Hafsteinn bifreiðar til fólks- og vöruflutninga, bifreiða- verkstæði og vann við húsbygg- ingar, brúarsmíði og vegaverk- stjórn. Frá 1961 til starfsloka var hann rekstrarstjóri Vegagerðar ríkisins á suðausturlandi. Hafsteinn sat í hreppsnefnd Breiðdalshrepps 1950 – 1958 og í hreppsnefnd Hafnarhrepps 1970 – 1974. Hann var einn af stofn- félögum Lionsklúbbs Horna- fjarðar og Golfklúbbs Horna- fjarðar, þar sem hann vann ötult starf að uppbyggingu golfvall- arins. Útför Hafsteins verður gerð frá Hafnarkirkju á Höfn í dag og hefst athöfnin klukkan 14. og Haukur Sig- urður, f. 10.10. 1937. Hinn 18. mars 1944 kvæntist Haf- steinn Rósu Þor- steinsdóttur, f. 29.12. 1918, d. 7.5. 2005. Hafsteinn og Rósa eignuðust 2 börn, þau eru 1) Bára, f. 7.8. 1945, maki Bjarni Stef- ánsson, f. 3.7. 1942, synir þeirra eru Stefán, f. 17.8. 1964 og Hafsteinn, f. 30.11. 1965. 2) Steinþór, f. 15.2. 1949, maki Sólveig Sveinbjörns- dóttir, f. 16.9. 1949, börn þeirra eru Sveinbjörn, f. 9.12. 1970 og Rósa Júlía, f. 16.2. 1976. Barna- barnabörnin eru 7. Horfinn er á braut mikill sóma- maður. Fyrstu kynni mín af Haf- steini og Rósu eru um páska árið 1989 þegar okkur Sveinbirni, barna- barni þeirra, er boðið í mat. Þá fékk ég að kynnast þeirra miklu gestrisni og hve samrýnd þau hjónin voru. Mér varð fljótlega ljóst að Hafsteinn var mjög ákveðinn maður, trúr sinni sannfæringu og fylgdi vel eftir öllum þeim málum sem hann tók að sér. Dáði ég mjög þann eiginleika hans. Oft minnist Sveinbjörn á afa og ömmu sökum þess að hann var í miklu uppáhaldi hjá þeim og hafði mikið af þeim að segja í æsku sinni. Held ég að oft hafi hann búið hjá þeim meira og minna. Hafsteinn sagði gjarnan að Sveinbjörn hefði fengið að sofa uppí hjá ömmu sinni og hefði verið passað að setja fjöl í rúmið svo að hann dytti nú ekki fram úr, hefði hann sjálfur bara flutt fram í svalaherbergi. Sveinbjörn byrjaði mjög ungur að vinna hjá afa og ömmu í Vegagerðinni á sumrin og voru það skemmtileg ár. Einnig lék hann oft golf með þeim enda bæði góðir kylfingar. Við byrjuðum okkar búskap í lítilli íbúð í húsi þeirra við Höfðaveg. Árið 1994 fæddist okkur frumburðurinn, Sólveig, og það var dásamlegt að vera þá í nálægð þeirra því þau voru svo stolt og ánægð með hana. Á þessum tíma vorum við að byggja yf- ir okkur og nutum við þá ómældrar hjálpar og ráða frá Hafsteini. En lífið er ekki alltaf einfalt og það fékk Hafsteinn að reyna er Rósa greindist með Alzheimer-sjúkdóm- inn árið 1995. Smám saman hvarf hún okkur á braut í annan heim, er við ekki skiljum sem erum fullfrísk. Rósa lést 7. maí á síðast ári. Síðustu árin dvaldi Hafsteinn á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands sökum heilsubrests. Viljum við Sveinbjörn færa starfsfólki þar sér- stakar þakkir fyrir þá góðu aðhlynn- ingu sem hann naut þar. Hafsteinn var mikill vinur minn og verð ég hon- um ávallt þakklát fyrir allt það góða sem hann hefur gefið af sér í kring- um mig. Hafðu hjartans þökk, vinur, og hvíl í friði. Sigurborg Helgadóttir. Hæfileikamaðurinn, þúsundþjala- smiðurinn og geðprýðismaðurinn Hafsteinn Jónsson er horfinn yfir „móðuna miklu“. Hann var sam- sveitungur minn og nábúi, bæði í Breiðdal og síðar á Hornafirði. Um tíma bjuggum við undir sama þaki á Selnesi þar sem hann og Rósa höfðu eitt herbergi sem nýttist bæði sem svefnherbergi, eldhús og stofa. Hann var um það leyti að yfirgefa föðurhúsin á Höskuldsstöðum og gerast „landnemi“ í litla kauptúninu Breiðdalsvík. Þar byggðu hjónin sér íbúðarhús sem þau nefndu Bjarma- land. Það er ekki út í bláinn að ég titla hann m.a. þúsundþjalasmið. Strax frá unga aldri fékkst hann við af- skaplega fjölbreytt störf: Bóndason- urinn fór á vertíð á vetrum og eign- aðist síðar trillubát. Hann keypti sér vörubíl í byrjun bílaaldar í Breiðdal. Þá stukku menn ekki á verkstæði með bílinn ef eitthvað bilaði heldur urðu þeir að treysta á sjálfa sig í við- gerðum. Fljótlega þróuðust mál þannig að hann stofnaði viðgerðar- verkstæði sem menn sóttu til af æ stærra svæði, Hafsteinn stjórnaði húsbyggingum í þorpinu og víðar og gerðist einnig vegaverkstjóri. Fyrst í Breiðdal og síðar á Hornafirði. Það var áreiðanlega engin tilviljun að bæði í Breiðdal og á Höfn var hann kosinn til hreppsnefndarstarfa og endurkjörinn. Mér finnst ég búa að því enn að hafa unnið margsinnis undir stjórn Hafsteins við hin fjölbreytilegustu verk, svo sem í vegavinnu, bygginga- vinnu, sjómennsku og mörgum öðr- um störfum sem hér verður sleppt í upptalningu. Þegar ég sit nú í kvöldkyrrðinni og pikka þessar fátæklegu minning- ar mínar um þennan vin og sam- sveitung, fljúga í gegnum hugann endalaust, svipmyndir frá liðnum samverustundum: – Rútuferðir í U 43, „stund milli stríða“ á verkstæð- inu eða í vegagerðinni, uppskipun um nótt í óveðri eða útengjahey- skapur í blíðviðri í Gilsárstekks- skógi, svo eitthvað sé nefnt. Ég mun aldrei gleyma því hve fljótur hann var að átta sig og grípa mig, tíu ára guttann og henda mér niður í skurð þegar þýsk flugvél, á stríðsárunum, tók að senda banvæna vélbyssukúlnahríð yfir litla kauptún- ið á Breiðdalsvík. Ein fyrstu kynni mín af Steina á Höskuldsstöðum, eins og hann var þá nefndur manna á milli, var á skammdegiskvöldi skömmu fyrir 1940. Þá knúðu dyra heima hjá mér tveir vaskir piltar; þeir Steini og Ás- geir á Ásunnarstöðum, göngumóðir eftir langa dagleið í vetrarófærð. Báðir báru harmoniku á baki og báð- ust gistingar. Erindi þeirra var að fara í nágrannabyggðarlag og spila þar fyrir dansi næsta kvöld. Eftir góðgerðir notuðu þeir kvöldið til að æfa sig á harmonikurnar fyrir kom- andi dansleik. Þeir tónleikar sem þá fóru í hönd urðu til þess að gera þessa heimsókn mér ógleymanlega. Þeir stóðu úti í horni stofunnar og þöndu nikurnar frammi fyrir flestu heimilisfólkinu nema hvað sum ung- mennin stigu dans frammi á gangi. Nú finnst mér langt um liðið síðan hann lagði frá sér nikuna og skrúf- lykla en í minningunni sé ég ætíð fyrir mér starfsama ljúfmennið sem aldrei virtist sleppa verki úr hendi. Aðstandendum sendi ég dýpstu samúðarkveðjur. Heimir Þór Gíslason. Borinn er til hinstu hvílu í dag öð- lingurinn Hafsteinn Jónsson sem um langt árabil var rekstrarstjóri Vega- gerðarinnar á Höfn í Hornafirði. Hafsteinn var fæddur á Selbakka á Mýrum A-Skaft. 25. janúar 1919. Foreldrar hans fluttust frá Selbakka vegna vatnaágangs að Höskulds- stöðum í Breiðdal og þar ólst hann upp. Hann var ungur að árum þegar hann keypti sinn fyrsta vörubíl og stundaði akstur með varning og fólk og við vegagerð. Hafsteinn vann mikið við vélaviðgerðir og setti á stofn og starfrækti vélaverkstæði á Breiðdalsvík. Árið 1962 er Hafsteinn ráðinn til að hafa umsjón með vegagerð á Suð- Austurlandi, frá Streitishvarfi sunn- an Breiðdals, suður um Lónsheiði og Austur-Skaftafellssýslu, með búsetu á Höfn í Hornafirði. Áður hafði gegnt þar starfi Kristján Jóhanns- son og hafði Hafsteinn byrjað hjá honum sem verkstjóri árið áður. Hafsteinn starfaði hjá Vegagerð- inni í 28 ár eða til ársins 1989 þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Hafsteinn upplifði gríðarmiklar breytingar sem líkja má við byltingu í samgöngumálum. Þegar hann hóf störf hjá Vegagerðinni voru vegir víða einungis ruddar slóðir, lækir opnir og margar ár óbrúaðar. Árið 1974 var svo komið að einum læk var enn ólokað á Hringveginum öllum en það var Núpslækur á Berufjarðar- strönd. Hann var vatnsmikill og talið að byggja þyrfti á hann brú, en fjár- veiting var ekki fyrir hendi. Við Haf- steinn ræddum það oft hvort ekki ætti að taka áhættu og henda ódýr- um hólki í lækinn, en kjarkinn skorti. Þá var Villi okkar á Brekku menntamálaráðherra og þurfti að leysa samgönguráðherra af í nokkra daga og fyrirskipaði strax að setja skyldi hólk í lækinn. Hafsteinn brást skjótt við og hólkurinn hefur dugað vel og lengi. Mikil breyting varð í upphafi átt- unda áratugarins við undirbúning á lagningu vegarins um Skeiðarár- sand sem rauf einangrun Austur- Skaftafellssýslu og Austurlands og byrjað var á sérstöku framkvæmda- átaki í nýbyggingum vega á Austur- landi, svokallaðri Austurlandsáætl- un, sem hófst með framkvæmdum á Berufjarðarströnd og Jökuldal og sem voru með fyrstu og mestu verk- um sem Vegagerðin hafði boðið út á landsbyggðinni. Í tíð Hafsteins voru brúuð stór- fljót eins og Hornafjarðarfljót 1961, Jökulsá á Breiðamerkursandi 1967 og árnar á Skeiðarársandi 1974. Vegur um Lónsheiði var mikill far- artálmi vegna bratta og illviðra og var hann því mikill baráttumaður fyrir því að færa Hringveginn út fyr- ir, um Hvalnes- og Þvottárskriður sem var mikil samgöngubót, þótt nú- tímakröfur og breyttar aðstæður kalli aftur á færslu vegarins til Lóns- heiðar og nú með jarðgöngum undir heiðina. En svona eru kröfur og að- stæður fljótar að breytast. Haf- steinn var einstakur áhugamaður um vegagerð, útsjónarsamur og öt- ull baráttumaður um framfarir á sínu svæði og skildi vel hina brýnu þörf fyrir bættum samgöngum. Kona Hafsteins var Rósa Þorsteins- dóttir og vann hún ávallt við hlið hans og sá um bókhalds- og fjár- hagsmál Vegagerðarinnar á Horna- firði og voru þau mjög samhent í öllu. Þau hjón voru mjög gestrisin og áttum við vegagerðarmenn sem er- indi höfðum við Hafstein margar góðar stundir á heimili þeirra og oft var boðið í hring á golfvellinum en þau hjón bæði voru þar á meðal ann- arra í forystu um byggingu hins frá- bæra golfvallar þeirra Hornfirðinga. Rósa lést 7. maí 2005. Við vegagerð- armenn minnumst þeirra ágætu hjóna Hafsteins og Rósu fyrir langt og ánægjulegt samstarf og kynni og vottum aðstandendum innilega sam- úð okkar. Einar Þorvarðarson. Hafsteinn Jónsson ✝ Gunnar Krist-inn Hvanndal fæddist á Húsavík 12. desember 1930. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 18. september síðastliðinn. Móðir hans var Elísabet Steinþóra Krist- insdóttir, húsfreyja á Skúmsstöðum á Eyrarbakka, f. í Syðri-Tungu á Tjörnesi 22. febr- úar 1909, d. 10. febrúar 1995. Systkini Gunnars sammæðra eru Elsa Kristinsdóttir, f. 9. maí 1934, Páll Kristinsson, f. 18. des- ember 1935, Unnur Krist- insdóttir, f. 29. maí 1941, Guð- björg Kristín Kristinsdóttir, f. 20. nóvember 1942, d. 27. maí 2003, Jón G. Kristinsson, f. 24. maí 1945, og Loftur Kristinsson, f. 3. september 1946. Frá 3 ára aldri ólst Gunnar upp hjá ömmu sinni og afa á Húsavík, þeim Guðbjörgu Ind- íönu Þorláksdóttur, húsfreyju á Húsavík, f. í Hlíðarhaga í Skútu- staðasókn 31. janúar 1871, d. 21. maí 1954, og Kristni Guðmundi Tómassyni, f. í Hraunshöfða í Öxnadal 19. ágúst 1858, d. 2. febrúar 1957. Eftir lát þeirra hélt Gunnar heimili á Húsavík með móð- ursystur sinni Guð- rúnu allt þar til hún lést. Eftir það bjó Gunnar einn. Gunnar hélt ávallt góðum tengslum við móður sína og hálfsystkini þrátt fyrir að hafa ekki alist upp með þeim. Gunnar lauk hefðbundnu barna- og unglingaskólanámi á Húsa- vík. Hann byrjaði ungur að vinna fyrir sér og vann m.a. nokkur sumur við fiskvinnslu og sveitastörf í Flatey á Skjálfanda. Árið 1954 lauk Gunnar fiski- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík og árið 1955 lauk hann farmannaprófi frá sama skóla. Eftir það varð sjó- mennska hans aðalstarfsvett- vangur og var hann stýrimaður á mörgum góðum aflaskipum. Gunnar var vel liðinn og farsæll í starfi. Hann var vel lesinn, fróður og setti sig ávallt vel inn í hluti. Útför Gunnars verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Kvaddur verður í dag frá Húsa- víkurkirkju kær frændi minn, Gunn- ar Hvanndal. Sælt er að eiga jafn- góðar minningar og ég á um kæran frænda. Öll sumur þegar ég var barn voru sem ævintýri, þegar brunað var norður á Húsavík til að heimsækja frænda. Gestrisinn var hann alla tíð og auðfengin gisting og hlaðborð af hinum ýmsu kræsingum. Þeir bræð- ur Gunnar og pabbi notuðu þá tæki- færið og dyttuðu að Kvíabekk, fóru rúnt á bryggjuna, höfðann eða fjall- ið, og alltaf fékk ég að fylgja með. Gunnar var listakokkur, nákvæmur og vandvirkur í öllum sínum verkum. Snyrtimennskan í fyrirrúmi. Ógleymanlegar eru allar góðu stund- irnar sem við áttum hjá þér kæri frændi. Guð geymi þig. Bára. Þegar ég kynntist Kidda frænda þínum, varst þú frændinn á Húsavík. Ég heyrði talað um þig af mikilli virðingu, samt varst þú mér svo fjar- lægur til margra ára að ég hélt stundum að þú værir draumsýn eða ævintýrapersóna. Fyrir nokkrum árum tókum við hjónakornin upp á því að taka sum- arfrí. Það var lagt af stað í ferðalag innanlands á gamla fjallabílnum með pallhýsið á bakinu. Það var aldrei spurning hjá Kidda mínum hvert för væri heitið, til Húsavíkur sama hvort vestur- eða austurleiðin væri valin. Þar ætluðum við að heimsækja frændgarðinn, loksins tími og loks- ins frí. Þú sýndir okkur svo mikla vináttu og virðingu frá fyrstu heimsókn, þú varst ekki lengur draumsýn heldur varðst að stórum hluta í lífi okkar. Takk fyrir fræðsluna sem þú út- deildir til okkar um frændgarðinn, staðina og allt sem tengir Kidda við norðausturhornið. Þú sýndir okkur mikinn samhug, vináttu og tryggð. Takk fyrir ómetanleg símtöl og mikla ræktarsemi og stuðning í veik- indum Kidda. Kvöldið sem þú kvaddir þessa jarðvist, hringdi ég í þig til að láta þig vita að allt gengi nú betur hjá okkur og þér þótti svo vænt um að heyra það. En þér leið ekki vel sjálfum og ját- aðir vanlíðan þína, lofaðir mér að hringja í lækni strax að afloknu sím- tali sem og þú gerðir. „Takk fyrir að hringja, vina, ég bið að heilsa.“ Þú fórst sjálfstæður og engum háður. Minningin um þig, Gunnar, er minning um góðan mann, góðan frænda og góðan vin. Takk fyrir ómetanlegar stundir. Kristín Þorfinnsdóttir, Selfossi. Í dag kveðjum við kæran og tryggan vin okkar Gunnar Hvanndal og minningarnar koma hver af ann- arri fram í hugann. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín geta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Kærar þakkir fyrir liðnar sam- verustundir, tryggð og vináttu alla. Blessuð sé minning hans. Jóhann, Hulda, Lára Sóley, Jón Hafsteinn og Benedikt Þór. Gunnar Kristinn Hvanndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.