Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Inga Björk Hall-dórsdóttir fædd- ist í Borgarnesi 20. febrúar 1943. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Fellaskjóli í Grundarfirði 23. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Hall- dór Kristinn Sigur- björnsson, f. 17.12. 1920, d. 7.12. 1979, og Anna Pálína Jónsdóttir, f. 14.7. 1922, d. 30.1. 2006. Systur Ingu Bjarkar eru Jenný Svana, Ása Helga og Sigurbjörg. Inga Björk giftist Markúsi Benjamínssyni 1963. Þau skildu 1987. Börn þeirra eru a) Anna Dóra, f. 7.12. 1965, maður hennar er Jón Bjarni Þor- varðarson. Börn þeirra eru: Markús Ingi, Saga Björk og Þorvarður. b) Benja- mín, f. 19.1. 1970, sambýliskona Anna María Hedman, son- ur hans Stefán Helgi, dætur þeirra Anna Björk og Kar- in Inga. c) Kristín, f. 2.3. 1976. Inga Björk bjó og starfaði fram til 53 árs aldurs í Borgar- nesi, síðustu 10 ár bjó hún hjá börnum sínum og barnabörnum í Grundarfirði. Inga Björk verður jarðsungin frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma mín, þó að það sé virkilega sárt að þurfa að kveðja þig núna er mér það huggun og léttir að þú sért loks orðin frjáls eftir að vera föst í líkama sem þú réðst ekkert við í mörg ár. Það hefur ekki verið auðvelt að horfa upp á þig kljást við sjúkdóm sem hindraði þig í að lifa lífi sem þú sannarlega áttir svo skilið að lifa. Hví ligg ég svo lágt? Eg ligg, því mig vantar í fæturna mátt. Þolinmóð verð eg að þreyja, það dugar sízt að láta kjarkinn deyja. Inni kyrrt er allt og hljótt, eins og væri um miðja nótt. Klukkan tifar títt og ótt, telur dagsins stundir. Alein sit eg inni hér, ekki skemmtir lífið mér. Byrgður gleðigeisli hver, gamlar svíða undir. Samt eg brosi við og við, við mér opnast draumasvið. Eg fer að komast fætur á, fjarri sorgum verð eg þá, ef mér batnar, eins og eg veit, og eg kemst um blómareit. Lífið draumur ávallt er, sem eilífiðinni fljótt að ber. Gaman verður að vakna þá og vera laus við drauma, er þjá, líða frjáls um loftin blá, laus við jarðarkífið. Því hef eg jafnan hugann á, er harðast finnst mér lífið. (Eva Hjálmarsdóttir.) Ég hugga mig við það að þú verður nú alltaf hjá mér á ferðum mínum um þennan heim. Þú varst í huga mér um daginn þegar ég labbaði langan dal í Wyom- ing. Með þungan bakpoka og sára fætur byrjaði ég allt í einu að flauta til að dreifa huganum. Þú áttir það til að gera það sama þegar við löbbuðum saman gangana í Fellaskjóli. Ég hugsaði þá með mér „ég flauta eins og mamma“. Viltu vera sólin mín og skína á mig þegar kuldinn sígur í sálina – Viltu vera regnið mitt og rigna á mig þegar ég skrælna – Viltu vera hviðan mín og blása á mig þegar ég rykfell (Eyvindur Pétur. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman síðastliðna tvo vetur, sundferðirnar, nammiferðirnar og ís- ferðirnar. Þú varst algjör sælkeri, sem var gott fyrir mig því mér fannst það nú ekki verra að fá mér sælgæti með þér. Það var nú venja hjá okkur, sérstaklega ef ég lá veik heima, að þú fórst og náðir í videospólu og nammi til að stytta stundirnar. Og margar urðu nú bíómyndirnar sem við horfð- um á. Mér verður líka hlýtt hugsað til allra þeirra ferða sem ég fór með þér í laugina í Borgarnesi þegar ég var lítil. Ég man eftir því að hafa hangið á bak- inu á þér meðan þú syntir yfir laug- ina. Þvílíkt fjör hjá mér, svo var það það besta að fara heim og fá heitt kakó og ristað brauð. Margar aðrar minningar koma í huga mér nú og mun ég geyma þær nálægt hjarta mínu alla mína tíð. Fyrir hönd okkar systkina vil ég senda þakklæti og hlýhug til starfs- fólks Fellaskjóls, starfsfólks og systr- unum á Sjúkrahúsi Stykkishólms, fyrir alla þá hjálp sem þið veittuð móður minni og okkur undanfarin ár. Með sorg í hjarta kveð ég þig nú, mamma mín, litli bróðir verður feginn að fá þig loks til sín. Fljúgðu frjáls og dansaðu! Þín Kristín. Jæja elsku Inga mín, nú er komið að kveðjustund. Þegar ég hugsa um æskuárin á Kjartansgötunni kemur alltaf upp í huga minn Anna Dóra dóttir þín og þá ert þú alltaf með í þeirri mynd. Þú tal- aðir alltaf við okkur eins og við vær- um jafnöldrur þínar og vildir fá að fylgjast með, t.d. í hverjum við vær- um skotnar þá og þá stundina. Einnig hafðir þú gaman af því að segja okkur frá þínum æskuárum og þótti Önnu Dóru stundum of mikið sagt en ég naut þess þá að sitja lengur hjá þér að spjalla þegar hún var búin að fá nóg og yfirgaf okkur. Þú varst alltaf svo góð og viljug að baka stríðstertur handa okkur, þessar góðu tertur fékk ég hvergi annars staðar. Þú varst mjög dugleg að taka myndir af okkur vinkonunum og kom það berlega í ljós í fertugsafmæli Önnu Dóru í desem- ber sl. Oft komstu heim eftir langan vinnudag þar sem við vinkonurnar vorum búnar að leika lausum hala um húsið svo stórsá á. Kom þá nú fyrir að þú varðst ansi pirruð, enda kannski ekki skrýtið. Alltaf man ég eftir brúðkaups- myndinni af ykkur Markúsi, þið voruð svo ung og falleg að mér fannst eins og þið væruð Hollywood-stjörnur. Inga, svo veiktist þú og þurftir að berjast við þennan sjúkdóm, svo lengi, en ég veit að nú tekur Guð á móti þér og læknar. Elsku Anna Dóra, Benni, Kristín og fjölskyldur, ég votta ykkur samúð mína. Guð gaf og Guð tekur, það vitum við öll. Sofðu vært hinn síðsta blund, unz hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (V. Briem) Svana. Í dag fylgjum við elskulegri systur okkar, Ingu Björk, til grafar. Nákvæmlega 8 mánuðir eru síðan móðir okkar andaðist. Við sitjum eftir dofnar og tómar. Æðri máttarvöld hafa tekið í taumana og veitt henni hvíld sína og frið. Inga Björk var elst af okkur fjórum systrum. Hún greindist með parkin- sonsveiki aðeins 45 ára að aldri eða fyrir 18 árum. Hún var yndisleg systir og geymum við allar minningar okkar um hana í hjarta okkar. Þakklæti er okkur efst í huga að hafa fengið að eiga þig fyrir systur í þessi ár. Þrátt fyrir sjúkdóm þinn var alltaf stutt í hlátur þegar við hittumst og svo sungum við saman og það gaf þér og okkur sannarlega mikla ánægju. Seigla og kraftur þinn þegar við fylgdum móður okkur til grafar er sannarlega einstakur. Þú tókst ekki annað í mál en að ganga á eftir kist- unni þótt sjúkdómurinn segði annað en þú, þessi hetja, gerðir það. Já, svona var Inga Björk. Elsku Anna Dóra, Benni, Kristín og fjölskyldur, við þökkum ykkur þann dugnað og kraft sem þið veittuð móður ykkar í veikindum hennar. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi góður guð styrkja ykkur í sorg- inni. Við, systur þínar, viljum með þess- um fáu orðum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur af kærleika, þrótti og dugnaði þínum í gegnum líf- ið. Við söknum þín og syrgjum og þú verður ávallt í minningu okkar. Við vitum að mamma og pabbi hafa tekið þér opnum örmum. Megir þú ávallt hvíla í guðsfriði. Við elskum þig. Þínar systur Jenný Svana, Ása Helga og Sigurbjörg. Inga Björk Halldórsdóttir ✝ Kristín HannaJóhannsdóttir fæddist á Stokkseyri 24. ágúst 1922. Hún andaðist á hjúkr- unarheimilinu Eir miðvikudaginn 20. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Markús Vilhjálms- son, f. 13. júlí 1893, d. 23. júní 1967, og kona hans Lilja Hannesdóttir, f. 23. júní 1899, d. 19. apríl 1964. Systir Hönnu er Gerður Hulda, f. 3. mars 1926, maki Egill Baldur Sigurðsson, f. 30. okt. 1935. Hanna giftist 29. ágúst 1941 Sig- urði Guðmundssyni, f. 23. júní 1920, d. 25. maí 1981. Foreldrar hans voru Guðmundur Gísli Sig- urjónsson, f. 5. okt. 1889, d. 12. nóv. 1948, og eiginkona hans Guð- ríður Adolfína Jónsdóttir, f. 5. des. 1898, d. 16. júní 1992. Börn Hönnu og Sigurðar eru: 1) Lilja, f. 26. júní 1942, og 2) Guðrún, f. 16. janúar 1951, maki Valur Þorvaldsson, f. 15. apríl 1945. Börn þeirra eru: a) Hanna Lilja, f. 22. apríl 1975, gift Gísla Kristbirni Björnssyni og eiga þau soninn Þorkel Val, b) Sigríður Þóra, f. 9. mars 1977, gift Ingólfi Kristjáni Guð- mundssyni, c) Sig- urður Már, f. 2. ágúst 1982, unnusta Dröfn Helgadóttir. Hanna ólst upp í Vestmannaeyjum og stofnaði þar heimili. Samhliða húsmóð- urstörfum vann hún í fiski en tók einnig að sér ýmiss konar hannyrðastörf. Árið 1956 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Þar vann Hanna fyrst við ræst- ingar, en síðar sem starfsstúlka á Kleppsspítala. Árið 1980 fluttu þau hjónin til Selfoss, þar sem Sig- urður andaðist árið 1981. Um ára- bil starfaði Hanna á vistheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri. Frá árinu 1985 bjó Hanna í Æsufelli 4 í Reykjavík, þar til hún flutti á hjúkrunarheimilið Eir í júní 2006. Útför Hönnu verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kristín Hanna Jóhannsdóttir tengdamóðir mín hefur nú kvatt okk- ur södd lífdaga. Síðustu ár voru henni erfið vegna heilsubrests og ljóst að dauðinn var kærkominn. Hún hafði búið við fjölþætt heilsuleysi alla ævi, og sérstaklega voru síðustu 25 árin henni erfið, allt frá því að eiginmaður hennar Sigurður Guðmundsson kvaddi þennan heim svo ótímabært vorið 1981. Hjónaband og samlíf Hönnu og Sigurðar var svo óvenju- lega náið og kærleiksríkt, frá því þau mættust fyrst ung að árum, að annars þeirra verður ekki minnst án hins. Fráfall Sigurðar var Hönnu óbætan- legur missir og lífið gat ekki orðið samt eftir það. Þessu gat ekkert breytt. Í fallegri ljóðakveðju Sigurðar til Hönnu á gamlársdag árið 1940, þegar hún var aðeins átján ára en hann tuttugu, er eftirfarandi erindi, sem lýsir svo vel þeim gildum sem voru einkennandi fyrir þau og samlíf þeirra alla tíð: Það var á þessu Herrans horfna ári að hugir okkar mættust fyrsta sinn. Með Guð í hjarta og gull í hverju tári geymir þína minning hugur minn. Með eljusemi og ráðdeild tókst þeim Sigurði og Hönnu að koma sér vel fyrir og njóta lífsins saman, þrátt fyrir heilsubresti beggja, sem þau tókust á við saman með aðdáunar- verðum hætti. Með ómældri vinnu komu þau sér upp glæsilegu heimili og sumarbústað þar sem þau áttu saman góðar stundir. Þau voru mjög ræktarsöm og höfðu af því sérstaka ánægju að bjóða til sín ættingjum og vinum og veittu af rausn. Þegar þarna var komið sögu, fyrir 35 árum, kom ég inn í þessa litlu fjölskyldu og varð eina tengdabarnið og börnin okkar Guð- rúnar einu barnabörnin. Þetta voru miklir hamingjudagar. Samband okk- ar varð náið og ljúft og fyrir það vil ég þakka sérstaklega nú að leiðarlokum. Eftir að Hanna varð ekkja starfaði hún allmörg ár á vistheimilinu Kumb- aravogi á Stokkseyri. Hún undi þar hag sínum þar vel og myndaði náin tengsl við vistfólkið. Gaman var að heyra, þegar hún kom aftur til starfa eftir frí, hve ákaflega henni var þá fagnað. Á þessum árum gerði hún nokkuð víðreist um heiminn. Hún fór nokkrar ferðir til útlanda með ætt- ingjum og vinum og dvaldi um tíma með okkur Guðrúnu í Bandaríkjun- um. Einnig dvaldi hún tvo vetrar- parta hjá Lilju dóttur sinni meðal frumstæðra þjóða í Afríku. Síðustu árinn bjó Lilja hjá móður sinni og hjúkraði henni og veitti mikilvægan stuðning, þar til hún vistaðist á Eir í júní sl. Hanna dvaldi mjög oft hjá okkar Guðrúnu um lengri og skemmri tíma. Við nutum öll þeirra samvista vel og var sérstaklega kært með henni og barnabörnunum og nú síðast einnig langömmustráknum Þorkeli Val. Meðan geta leyfði vildi hún hjálpa til við húsverkin af sinni kunnu atorku og fullkomnu reglusemi hvenær sem færi gafst. Lærðist mér þá fljótt að sleppa ekki hendi af kaffikollunni minni. Hvergi fannst henni lífið dælla síðustu árin en í sólskini á bæjarstétt- inni á Minna-Mosfelli. Hún var sól- skinsbarn, raunar sólarfíkill, og þarna gat hún legið langtímum saman með- an nokkra sólarglætu var að hafa. Hún tókst þá bara á við norðanáttina með því að láta dúða sig og var þá oft í svefnpoka eða kuldagalla og með mörg teppi yfir sér, og fyrir kom að hún var með plastyfirbreiðslu ef hann gekk á með skúrum. Hanna tengdamóðir mín var óvenjulega vel af Guði gerð, trygg og trú og kostum búin umfram flesta menn. Þegar ég skrifa þessi orð eru heilræðavísur Séra Hallgríms við hendina, og mér finnst að hún, – „með Guð í hjarta og gull í hverju tári“ – gæti sem best hafa verið fyrirmyndin. Valur. Þeim fækkar óðum gömlu fáguðu heimilunum þar sem húsmóðirin var heima með börnin sín og hélt öllu hreinu og ól þau sjálf upp í guðrækni og góðum siðum. Frú Hanna sem hér er kvödd var ein þeirra. Hún var ung stúlka gefin fyrir handavinnu og dýra dúka en fékk heilabólgu á unglings- árum og gat ekki snert á nál eða prjónum eftir það en alla húsmóður- vinnu gat hún unnið. Enda var heimili hennar og Sigurðar manns hennar ævinlega eins og undirbúið fyrir jól. Fyrir vinskap minn við frú Gerði, yfirkennara Húsmæðraskóla Suður- lands, kynntist ég þeim hjónum Hönnu og Sigurði. Hann var smiður góður og mun hafa verið að lagfæra eða smíða fyrir skólann. Þá voru þarna uppkomnar dætur þeirra, Lilja í menntaskóla en hélt til hjá frænku sinni og Guðrún, afbragðsstúlkur. Guðrún var þá trúlofuð afbragðs- manninum Val Þorvaldssyni leiðbein- anda í landbúnaði. Síðan hafa þau ungu merkishjón verið vinir mínir. Ég hafði þá ánægju eitt sinn að heimsækja þau hjón á þeirra fagurpó- leraða heimili, þar var áberandi inni- leiki og samvinna þeirra hjóna, ætt- arböndin voru sterklega rækt og smiðurinn lét aldrei bíða ef sitthvað bilaði sem í hans umsjá var. Þar sat heimilið aldrei á hakanum. Þetta kom sérlega fram þegar Hanna varð fyrir þeirri sorg að missa eiginmann sinn. Þau voru alla tíð mjög samhent og unnu saman að öllu því sem hægt var. Svo Hönnu fannst hún svo einmana eftir að hún missti hann. Þá minnir mig að Lilja sem lærði bæði ljósmóð- ur og hjúkrunarstörf væri enn trú- boði úti í Afríku þegar faðir hennar dó. Eftir tíu ára veru í Afríku kom Lilja aftur heim til móður sinnar en bjó sér og fór að vinna á sjúkrahúsi hér heima. Stundaði hún þá fyrst í stað að eyða miklu af tíma sínum fyrir samþjóna sína, giftar konur, svo að þær gætu notið t.d. jóla og páska með börnum sínum. Þessi mikla fórnfýsi fór með heilsu hennar. Í seinni tíð bjuggu þær mæðgur saman og hlúðu hvor að annarri og héldu heimilinu fáguðu með veikum kröftum. Og það var sýnishorn af hin- um sterku ættartengslum fjölskyld- unnar þegar Hanna var síðast komin á sjúkrahús að frú Gerður systir hennar var hjá henni þegar hún dó. Það hafði háð Hönnu hvað mest eftir heilabólguna að hún fékk afar lítinn svefn. Hún var nokkrum sinnum hjá mér þegar maðurinn minn var veikur og vildi hjálpa mér en sérlega til að sjá um að ég væri ekki ein með hann. Þótt hún svæfi háskalega lítið var hún alltaf glaðleg og jafnlynd. Að lokum tókst þó svo vel til að hún fékk svefn- lyf sem dugði en heilsan var þá farin. En frú Gerður lífgaði allt í kringum sig eins og léttur stormsveipur. Þær frú Jensína Halldórsdóttir, forstöðu- kona Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni, voru óviðjafnanlegar konur. Hér er lokið þungu lífsstríði sem lifað var í þolinmæði og ótrúlegri seiglu. En gott er að kveðja þann sem á góða heimvon hjá Kristi. Innileg samúðarkveðja til aðstandenda. Sjáumst inni á sólarengi guðsríkis. Rósa B. Blöndals. Hanna Jóhannsdóttir Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. Þökkum góðar sam- verustundir. Svannasveitin Fjólur. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.