Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RUDOLPH W. Giuliani, eða Rudy eins og samlandar hans kalla hann oftast, varð þjóðhetja eftir hryðju- verkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Þessi umdeildi borgarstjóri New York stóð sjálfur í eldlínunni, óð reykinn og sements- rykið við Tvíburaturnana og varð vitni að því þegar fólk stökk út um glugga skýjakljúfanna til að forða sér undan brennandi logunum. Rudy birtist heimsbyggðinni allri á sjón- varpsskjánum stuttu eftir árásirnar og lét engan bilbug á sér finna. Fyrir árásirnar hefði fólk líklega ekki veðjað á að Rudy myndi ná að höfða svo mjög til fólks. Hann var að vísu öflugur leiðtogi sem borgarstjóri í New York og var af mörgum talinn hafa bjargað borginni frá því að verða glæpum endanlega að bráð. Tilfinningasemi og samúð höfðu ekki þótt hans sterkustu persónueinkenni í þeirri baráttu. Hann fullyrti frá fyrstu stundu að hryðjuverkaárás- irnar myndu hafa þær afleiðingar einar, að Bandaríkin yrðu sterkari en áður, tilfinningalega, pólitískt og efnahagslega, og enginn maður er talinn hafa stappað jafn vel stálinu í landa sína og hann. Bandaríska fréttatímaritið Time valdi hann sem mann ársins 2001 og æ síðan hefur verið litið mjög til hans sem framtíð- arleiðtoga landsins. Hann hefur t.d. verið sterklega orðaður við forseta- framboð fyrir repúblikana árið 2008. Leiðtogi þarf skýr markmið Giuliani hélt fyrirlestur á ráð- stefnu Símans í tilefni 100 ára afmæl- is fyrirtækisins í gær. Fyrirlestur hans fjallaði fyrst og fremst um hvað fælist í því að vera sterkur leiðtogi. Það er umfjöllunarefni sem hann hef- ur áður velt fyrir sér, t.d. í bókinni Leadership, sem kom út árið 2002. Giuliani sagðist sjálfur hafa lært mest af samferðamönnum sínum í gegnum tíðina. Fyrst og fremst yrði leiðtogi að hafa skýr markmið. Leið- togi væri skipstjórinn, sem ávallt þyrfti að vita hvert ætti að stefna. Margir féllu í þá gryfju að fara að haga sér í samræmi við skoðana- kannanir, en slíkir menn væru ekki leiðtogar, heldur leikarar. Giuliani eyddi töluverðum tíma í að ræða Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa verið dæmigerðan leiðtoga, sem vék ekki frá sannfæringu sinni þrátt fyrir úrtölur. Afleiðingin hefði verið sú að hann hefði haft veruleg áhrif og vísaði Giuliani m.a. til orða Gorbach- evs, fyrrum Sovétleiðtoga, um að Sovétríkin hefðu án efa haldið velli lengur en ella, ef ekki hefði verið fyr- ir stjórnmál Reagans. Giuliani sagði að frá tíð Reagans hefði forsetatíð annarra forseta einkennst af við- brögðum við þeim hugmyndum sem hann hefði haldið á lofti. Bill Clinton hefði t.d. orðið að ráðast í endurbæt- ur á félagslega kerfinu í anda þeirrar stefnu sem Reagan hefði fyrstur sett fram. Annar leiðtogi, sem hafði skýra sýn að mati Giulianis, var Martin Luther King, sem trúði því að hægt væri að knýja fram breytt viðhorf í kynþáttamálum án ofbeldis. Annar kostur, sem prýðir góða leiðtoga, er jákvæðni, að mati Giul- ianis. „Leiðtogar verða að bjóða lausnir,“ sagði hann. Bæði Hitler og bin Laden hefðu gert sér grein fyrir mætti þess að bjóða upp á lausnir, þótt þeirra leiðir hefðu verið ofbeldis- fullar og hræðilegar. Þá sagði Giuliani að til að vera leið- togi þyrfti hugrekki. Því mætti hins vegar ekki rugla saman við óttaleysi, því óttalaus leiðtogi væri ekki góður. Leiðtogar þyrftu hins vegar að geta yfirstigið ótta sinn. Galdurinn væri undirbúningur, sem er enn eitt að- alsmerki góðra leiðtoga. Þar nefndi Giuliani 11. september til sögunnar og sagði að þótt enginn hefði nokkru sinni getað séð það fyrir að flugvélar yrðu notaðar sem vopn til að fella Tvíburaturnana hefðu yfirvöld í New York undirbúið sig rækilega fyrir alls konar hörmungar. Borgaryfirvöld hefðu átt áætlanir um rýmingu Man- hattan, sem hefðu komið sér vel, sem og áætlanir um viðbrögð sjúkrahúsa ef kæmi til miltisbrandsfaraldurs, svo dæmi séu nefnd. Giuliani sagði að leiðtogar mættu ekki safna að sér já-mönnum, heldur yrðu þeir að hafa greiðan aðgang að ólíkum sjónarmiðum til að geta tekið réttar ákvarðanir. Aðal góðs leiðtoga væri að gera sér grein fyrir hvar hann væri veikur fyrir og láta sam- starfsmenn bæta það upp. Loks nefndi Giuliani að leiðtogi mætti aldrei gleyma að hann stjórn- aði fólki, hann mætti ekki líta á fólk sem tölur. Framboð stór ákvörðun Aðspurður sagðist Giuliani ekki geta svarað því hvort hann ætlaði að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna árið 2008. Hann sagð- ist ætla að einbeita sér að því að tryggja Repúblikanaflokknum góða kosningu í þingkosningunum í nóv- ember og þegar það væri að baki gæti hann tekið ákvörðun um eigin framtíð. Framboð væri stór ákvörð- un sem hann tæki ekki nema að vel yfirlögðu ráði og í samráði við konu sína, Judith. Hann sagði að nýr for- seti myndi þurfa að takast á við fjöl- mörg verkefni, t.d. að halda áfram að tryggja varnir gegn hryðjuverkum, bæta bandaríska heilbrigðiskerfið og huga að orkulindum framtíðarinnar. Giuliani sagði jafnframt að Banda- ríkjamenn þyrftu sífellt að huga að því að skýra fyrir umheiminum hvers vegna þeir hefðu brugðist við hryðju- verkunum á þann hátt sem þeir gerðu. Þeir hefðu talið sig örugga fyrir árásum, en 11. september 2001 hefði komið gat í brynju þeirra. „Bandaríkjamenn eru óþolinmóðir og ágengir. Þeir vildu ekki bíða næstu árásar, heldur leita hryðju- verkamennina uppi.“ Ekki við Clinton eða Bush að sakast Á blaðamannafundi eftir fyrirlest- urinn sagði Giuliani meðal annars að fáránlegar samsæriskenningar um 11. september, sem ganga m.a. út á að bandarísk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum, trufluðu sig. Það væri alveg ljóst að al-Qaeda bæri ábyrgð á árásunum. Bæði Bill Clint- on og George W. Bush hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir slíka árás. „Hvorugur þeirra er spámaður og þeir gátu ekki séð þetta fyrir, miðað við þær upplýs- ingar sem þeir höfðu,“ sagði hann og bætti við að alltaf væri hægt að finna einhver mistök eftir á. Þar vísaði hann m.a. til þess að eftir árás Jap- ana á Pearl Harbor í síðari heims- styrjöldinni hefðu menn séð að ýms- ar vísbendingar hefði mátt greina um árásina fyrirfram. En jafnvel þótt Roosevelt forseti hefði ekki áttað sig á þeim, þá bæri hann enga sök á því hvernig fór. Á sama hátt væri ekki við Clinton eða Bush að sakast nú. Giuliani sagði að í sínum huga ríkti mikið þakklæti í garð Íslendinga vegna stuðnings íslenskra stjórn- valda við innrásina í Írak. „Leiðtogar verða að bjóða lausnir“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Giuliani „Bandaríkjamenn eru óþolinmóðir og ágengir. Þeir vildu ekki bíða næstu árásar, heldur leita hryðjuverkamennina uppi.“ Í HNOTSKURN »Rudy Giuliani var borg-arstjóri í New York þegar hryðjuverkaárásirnar voru gerðar 11. september 2001 og þótti sameina þjóðina á þeim erfiðu tímum. »Giuliani tekur fljótlegaákvörðun um hvort hann ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkj- anna árið 2008. Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, var ræðumaður á ráðstefnu í tilefni 100 ára afmælis Símans. Hann varð þjóð- hetja í Bandaríkjunum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og sumir spá því að hann verði næsti forseti landsins. Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is BENEDIKT Bjarnason gefur kost á sér í 3.–4. sæti á lista Sam- fylkingarinnar í Norðvest- urkjördæmi fyrir næstu alþing- iskosningar. Bene- dikt er á lokaári í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og samhliða því vinnur hann að uppbyggingu verk- efnisins Sjávarþorpið Suðureyri. Benedikt er fæddur og uppalinn á Suðureyri við Súgandafjörð í Ísa- fjarðarbæ. Hann hefur unnið flest þau störf í fiskvinnslu og sjó- mennsku sem eru í boði á Vest- fjörðum. Hann stundaði nám í raf- eindavirkjun við Iðnskólann til 1992 og vann á rafeindaverkstæði Pólsins á Ísafirði á 1992–2001 er hann flutti til Danmerkur þar sem hann var við nám bæði í Odense teknikum og Syddansk Universitet. „Ástæður framboðs míns er óbil- andi trú mín á uppbyggingu lands- byggðarinnar. Ég tel að tækifæri landsbyggðarinnar hafi verið að aukast á seinni árum. Með mark- vissri og metnaðarfullri stefnu í, samgöngu-, atvinnu- og mennta- málum mun samkeppnisstaða NV- kjördæmis styrkjast verulega og verða sambærileg við önnur kjör- dæmi. Einnig er ég mjög áhuga- samur um færslu á verkefnum frá ríki til sveitarstjórna,“ segir í yf- irlýsingu frá Benedikt. Stefnir á 3.–4. sæti í NV-kjördæmi Benedikt Bjarnason FULLKOMIN LÖGUN OG LEIKNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.