Morgunblaðið - 30.09.2006, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 21
HALLDÓR Baldursson hefur
myndskreytt fjölmargar barnabæk-
ur. Í dag opnar hann sýningu á
myndum sínum úr tveimur nýjum
barnabókum, Einu sinni átti ég gott
og Sagan af undirfögru prinsessunni
og hugrakka prinsinum hennar sem
hlaut nýverið Íslensku barna-
bókaverðlunin.
Auk þess að vera höfundur mynda
í fjölmörgum barnabókum er Hall-
dór þekktur fyrir skopmyndir sínar
sem birst hafa í ýmum blöðum og
tímaritum.
„Ég hef ekki haldið slíka sýningu
áður en mér fannst það upplagt
núna þar sem önnur bókin er nýbúin
að vinna til Íslensku barnabókaverð-
launanna,“ segir Halldór. „Þetta eru
allt vatnslitamyndir sem ég var að
vinna á svipuðum tíma í sumar. En í
bókinni Einu sinni átti ég gott
myndskreyti ég gamlar þulur.“
Halldór segist koma nálægt
myndskreytingum í um tíu bókum í
ár. „Ég var með þrjár bækur sem
mitt aðalverkefni í ár en svo skreyti
ég nokkuð af kennslubókum og smá-
sögum.“
Spurður hvort starfið sé skemmti-
legt segir Halldór að auðvitað hafi
hann gaman af þessu. „Það þarf
gríðarlega mikið hugmyndaflug til
að myndskreyta barnabækur, teikn-
arinn þarf að bæta við textann. Í
Einu sinni átti ég gott og Sagan af
undirfögru prinsessunni og hug-
rakka prinsinum hennar reyni ég að
hafa húmor í myndunum, ég vil hafa
myndirnar skemmtilegar og ferskar
og ég vil skila sögunni og aðeins
meira til.“
Sýningin verður opnuð í dag kl
15:00 í Galleríi Fold við Rauð-
arárstíg og stendur til 8. október.
Myndskreytingar
úr barnabókum
Mynd Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar.
TÓNLEIKAR til minningar um
bandarísku tónlistarkonuna Muff
Worden verða haldnir í Seyð-
isfjarðarkirkju á morgun, sunnu-
dag. Muff Worden, sem lést 25.
ágúst síðastliðinn, flutti til Seyð-
isfjarðar fyrir tæpum 10 árum og
starfaði þar og víðar á Austfjörðum
sem orgelleikari, kórstjóri og kenn-
ari. Hún lagði drjúgan skerf til
uppbyggingar og eflingar tónlistar-
lífs og tónleikahalds á Austurlandi,
m.a. sem forstöðumaður og einn af
stofnendum tónlistarhátíðarinnar
Bláu kirkjunnar. Með tónleikunum
vill Félag íslenskra tónlistarmanna
heiðra minningu Muff Worden fyrir
ómetanlegt framlag hennar til að
auðga og efla tónlistarlíf á Íslandi.
Aðgangseyrir rennur í sjóð til
stuðnings Bláu kirkjunni.
Tónleikar á
Austurlandi
108 PROTOTYPE er röð mán-
aðarlegra sýninga sem hefur það að
markmiði að skapa alls konar lista-
mönnum umhverfi þar sem meg-
ináherslan er lögð á sköpunarferlið
og nýjar hugmyndir. Sýningaröðin
hefst á morgun, sunnudaginn 1. októ-
ber, og fer fram í Klassíska listdans-
skólanum sem er virk miðstöð fyrir
bæði dans og aðrar listgreinar.
Á þessari fyrstu sýningu kemur
fram fjölbreyttur hópur listamanna:
Andreas Constantinou vídeó-
listamaður, Steinunn Ketilsdóttir
danshöfundur, Hafsteinn Þórólfsson
tónlistarmaður, Svavar Þórólfsson
tónlistarmaður, Orri Huginn Ágústs-
son leikari, Tony Vezich danshöf-
undur og nemendur úr LHÍ flytja
verk í vinnslu eftir Tony Vezich.
Að sýningunni lokinni mun Hlín
Agnarsdóttir, listrænn ráðgjafi í
Þjóðleikhúsinu, stjórna opnum um-
ræðum. En opnum umræðum milli
áhorfenda og listamanna verður
stjórnað í lok hverrar sýningar.
Skipuleggjendur sýninganna eru
Steinunn Ketilsdóttir og Andreas
Constantinou.
Í Klassíska listdansskólanum er að
finna rúmgóðan sýningarsal og tvo
minni sali sem hægt er að nota fyrir
sýningar á margmiðlunarverkum.
Húsið verður opnað kl. 19:30 og sýn-
ingin hefst kl. 20:00.
Alls konar
listamenn
Fjöllistasýningar Andreas Const-
antinou og Steinunn Ketilsdóttir.
♦♦♦
„Að mínu mati er fjölbreytt og sterkt atvinnulíf eitt
það mikilvægasta fyrir lifandi og frjótt samfélag.
Meðal annars þess vegna líður mér vel í Fjarðabyggð.”
Fjarðabyggð er fjölbreytt samfélag þar sem
höfuðáhersla er lögð á að hlúa að þeim þáttum
sem tryggja raunveruleg lífsgæði.
Á traustum undirstöðum er byggt upp framsækið
og fjölskylduvænt samfélag þar sem allir eru
mikilvægir og allir fá tækifæri.
FJARÐABYGGÐ | þú ert á góðum stað fjardabyggd.is
StöðvarfjörðurFáskrúðsfjörðurReyðarfjörðurEskifjörðurNeskaupstaðurMjóifjörður
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
F
JA
3
43
73
09
/2
00
6
Fjarðabyggð býður upp á öflugt og vaxandi atvinnulíf.
Áhersla á fjölbreytt atvinnutækifæri og jöfn tækifæri
karla og kvenna til atvinnu er meðal þess sem gerir
Fjarðabyggð að framsæknu bæjarfélagi.
ERNA
þú ert á góðum stað