Morgunblaðið - 30.09.2006, Síða 27

Morgunblaðið - 30.09.2006, Síða 27
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 27 Tek að mér leiðsögn um Kaupmannahöfn. Gengið um miðborg- ina þar sem mikil- vægir atburðir í sögu Íslands hafa átt sér stað. Kynnist þannig Kaupmannahöfn á skemmtilegan og auðveldan hátt. Sigrún Gísladóttir, fyrrv. skólastjóri. sigrungisl@simnet.is – sími 0045 39274580 Leiðsögn um Kaupmannahöfn Stjórnendur Reykjanesbæjar hafa unnið að því að breyta ímynd bæj- arins. Liður í því er að nota heiti sveitarfélagsins sem víðast, í stað gömlu bæjarnafnanna. Hefur þeim orðið ágætlega ágengt. Þegar maður spyr fólk hvar það búi er orðið al- gengt að það segi „í Reykjanesbæ“ þegar fyrir 3 til 4 árum þótti sjálf- sagt að segja „í Keflavík“ eða „í Njarðvík“. Enn er svarið þó oft, „í Kef. …, ég meina í Reykjanesbæ“.    Nýjasta framtak bæjaryfirvalda er að reyna að fá fyrirtæki til að breyta auglýsingum sínum og koma með því Reykjanesbæ „á kortið“. For- svarsmönnum fyrirtækja og stofn- ana, sem notað hafa Reykjanesbæj- arnafnið í auglýsingum, er heitið möguleikum á verðlaunum.    Íbúar Reykjanesbæjar hafa fram undir þetta ávallt verið kenndir við sína gömlu bæi, verið Keflvíkingar, Njarðvíkingar eða Hafnamenn. Erf- itt var að kenna sig við Reykjanes- bæ, nema nota fleiri orð, því orðið Reykjanesbæingur er ekki aðlað- andi þótt reynt hafi verið að nota það um tíma. Ekki er langt síðan það fór að heyrast að menn væru Reyknes- ingar. Einhverjum snjöllum manni á bæjarskrifstofunni hefur áreið- anlega dottið í hug að prófa þetta og það virðist virka.    Pistlahöfundur hefur reynt að halda sig sem mest við gömlu örnefnin í skrifum og fengið bæði hrós og skammir fyrir. Ljóst er að þessi stefna fer að teljast sérviska af verstu sort, ef hún er ekki þegar orðin það.    Íbúar byggðarlaganna á Suður- nesjum eru ekkert mikið að æsa sig yfir brottför varnarliðsins af Kefla- víkurflugvelli. Þeir hafa fylgst með þeim mikla samdrætti sem verið hef- ur á vellinum í mörg ár og vita hvað mikið hefur breyst á einum og hálf- um áratug. Tilkoma og uppbygging varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafði miklar sviptingar í för með sér á sínum tíma. Bæirnir byggðust hratt upp. Mikil og góð vinna var í boði og þarna ríkti því hálfgert gull- grafaraæði sem hefur loðað við svæðið fram á allra síðustu ár. Íbú- arnir eru vanir svona sviptingum og þar gæti verið að leita skýringanna á því hvers vegna íbúarnir sofa svona rólega í þeim sviptingum sem nú eru. Auðvitað hefur brottför hersins mikil áhrif á líf starfsmanna hans. Þeim hefur gengið ágætlega að fá vinnu en röskunin er mikil. Þá virð- ist ekki eiga að gera sérstakar ráð- stafanir fyrir eldri starfsmenn svo þeir geti hætt með reisn.    Áhrif hersins á daglegt líf íbúanna virðast hafa verið fremur lítil á síð- ustu árum. Menn hafa lítið séð er- lent starfsfólk hersins á götum bæj- arins. Að undanförnu hafa meira að segja litlar fréttir borist af slags- málum Íslendinga og hermanna við eða á skemmtistöðunum í Keflavík. Þetta allt er mikil breyting frá því sem var þegar bandarísk áhrif gegn- sýrðu samfélagið.    Vegna þessara breytinga og fram- faramála sem unnið hefur verið að á síðustu árum hefur ímynd Reykja- nesbæjar og allra Suðurnesja áreið- anlega breyst. Herinn og Bandarík- in koma ekki lengur fyrst upp í hugann þegar minnst er á Keflavík eða Njarðvík. Kannski frekar Ljósa- nótt og menning, Árni Sigfússon og uppbygging og íþróttir, svo nokkuð sé nefnt, en upplifun fólks er auðvit- að mismunandi. Klettarnir í hafinu eru þó rokktónlistin og Rúnar Júlíusson sem áfram verða minnis- varðar um amerísk áhrif. REYKJANESBÆR Helgi Bjarnason Norðlendingar ælta að troðaupp á Hótel Sögu í kvöld kl. 21, þar sem Karlakór Eyfirðinga syngur og hagyrðingarnir Pétur Pétursson, Björn Ingólfsson og Einar Kolbeinsson koma fram. En Birgir Stefánsson yrkir um Jöklu: Flutti af drullu djöfuls magn drekkti landi og mönnum; þegar hún loksins gerir gagn gráta menn sigra í hrönnum. Atli Harðarson veltir vöngum yfir því að Ómar Ragnarsson vilji bæta úr því sem aflaga hafi farið í virkjanamálum fyrir austan með því að láta Kárahnjúkavirkjun standa ónotaða, byggja strax aðra virkjun og láta hana kynda bræðslukerin á Reyðarfirði. „Þetta er óneitanlega dálítið broslegt,“ segir hann og yrkir: Sé einni virkjun ofaukið á Austurlandi þá vill Ómar bæta um betur og byggja aðra strax í vetur. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af Jöklu og drullu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.