Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Laugardagur 4. 11. 2006 81. árg. lesbók ÍSLENSK BÓKMENNTASAGA ÚTGÁFA FJÓRÐA OG FIMMTA BINDIS SÍÐUR TIL MARKS UM AÐ RITUN SÖGUNNAR SÉ NÚ Á EINHVERN HÁTT LOKIÐ » 4-5 Það er erfitt fyrir mörg okkar að hugsa sér samfélag án listarinnar » 8 Morgunblaðið/Sverrir Líkur Erlendi Ingvar E. Sigurðsson segir að sér hafi í upphafi leikferlisins þótt erfiðast af öllu að koma fram sem hann sjálfur: „Við Erlendur eru líkir að þessu leyti.“» 3 ÁÍslandi er losun gróðurhúsa-lofttegunda á mann orðinmeiri en í Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í grein Vésteins Lúðvíkssonar í Lesbók í dag og hann bætir við: „Þessum „árangri“ höfum við ekki síst náð með mengandi stór- ðju. Og verði af þeirri álvæðingu sem að er stefnt á næstu árum getum við hugsanlega stært okkur af því að vera komin í mengunarflokk með Bandaríkjunum sem nú eiga heims- metið.“ Í ljósi þessa spyr Vésteinn í grein sinni með hvers konar rökum Íslend- ingar geti réttlætt mengandi stóriðju í landi sínu. Vésteinn segir að eigingjörn sjón- armið Íslendinga í þessum efnum hafi orðið pínlega ber á undanförnum ára- tugum, ekki síst í ljósi þess að landið er ekki í hópi fátækustu ríkja heims, en rökin fyrir mengandi stóriðju hafi einkum verið þau að það þyrfti að renna fleiri stoðum undir einhæft hagkerfi. Hann segir að þegar gefið hafi verið leyfi fyrir álverksmiðju í Straumsvík á sjöunda áratugnum hafi þjóðin ekki vitað það sem hún veit núna. Fyrir eða eftir Ríó- ráðstefnuna 1992 höfum við hins veg- ar vitað (eða átt að vita) að umhyggj- an fyrir eigin efnahag nægði ekki sem réttlæting fyrir frekari losun gróð- urhúsalofttegunda. Samt hafi þetta verið megináherslan í málflutningi þeirra sem talað hafi fyrir aukinni stóriðju. Vésteinn skoðar þessa af- stöðu í siðfræðilegu ljósi. » 6 Eru Íslendingar eigingjarnir? Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Biblían á hundrað mínútum nefnist bók sem bókafélagið Uglan hefur gefið út. Eins og nafnið gefur til kynna fer bókin yfir efni Biblíunnar í texta sem tekur ekki nema rúman einn og hálfan tíma í lestri. „Loksins getur hin önnum kafna manneskja gefið sér tíma til að lesa sögur Biblíunnar á aðgengilegu máli og á einu bretti,“ segir Þormóður Dagsson í umfjöllun um bókina í Lesbók í dag. Hann telur bókina tímanna tákn. » 11 Biblían á hlaupum laugardagur 4. 11. 2006 íþróttir mbl.is FASTEIGNALÁN Í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is 3,4% Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 21.09.2006 Sagan er ekki beinlínis með leik- mönnum Tottenham þegar kemur að viðureignum þeirra við meistaralið Chelsea. Staðreyndin er sú að síðan úrvalsdeildin var sett á laggirnar fyrri fjórtán árum þá hefur Totten- ham aldrei náð að vinna Chelsea. Skiptir þá engu hvort liðin hafi mæst á Stamford Bridge eða á White Hart Lane eins og þau gera nú. Í síðustu fjórum leikjum liðanna í norður- London þá hefur Tottenham ekki tekist að skora mark hjá Chelsea og því er eftir nokkru að slægjast fyrir leikmenn Tottenham að brjóta ísinn; ekki bara að vinna heldur einnig að skora mark, sem er nauðsyn til þess að hægt sé að vinna leiki. Þá verða liðin slétt tvö ár frá því að Hollendingurinn Martin Jol tók við stjórnartaumum hjá Tottenham af Frakkanum Jacques Santini. Þetta verður 75. leikur Tottenham undir stjórn Jols og víst er að fátt myndi gleðja hann og stuðningsmenn Tott- enham meira en að af því tilefni tæk- ist að vinna Chelsea í fyrsta sinn í 16 ár á White Hart Lane. Þá tryggði Gary Lineker Tottenham sigur í við- ureign á Stamford Bridge í leik lið- anna í 1. deild eins og efsta deild var nefnd í þá daga. Hins vegar verður að segjast að líkurnar eru ekki með Tottenham. Chelsea er í öðru sæti deildarinnar og hefur unnið sér inn meira en tvö- falt fleiri stig á keppnistímabilinu en Tottenham, eða 25 á móti 12. Þá hef- ur Chelsea skorað 17 mörk á móti sex frá Tottenham mönnum auk þess sem liðið hefur aðeins fengið á sig fimm mörk á sama tíma og net- möskvar marka Tottenham hafa þanist út tíu sinnum vegna marka andstæðinganna. Alls hefur Chelsea nú leikið 13 leiki í röð án þess að tapa og þá eru öll mót sem liðið tekur þátt í um þessar mundir tiltekin. Vinni Chelsea á morgun verður það í fimmtugasta sinn í sögunni sem það hefur betur gegn Tottenham á heimavelli þeirra síðarnefndu. Er hagur West Ham að skána Líkt og hjá Tottenham þá hefur fátt gengið leikmönnum West Ham í hag á þessu keppnistímabili. Miklar vonir voru bundnar við liðið þegar blásið var leiks í ágúst en þær vonir hafa flestar brugðist til þessa. Sigur á Blackburn, 2:1, kveikti ljóstýru í augum stuðningsmanna „Hamr- anna“ etir fimm tapleiki í röð. Leikmönnum Arsenal gekk afar illa að reka smiðshöggið á sóknir sín- ar gegn CSKA Moskvu í Meistara- deildinni á miðvikudaginn. Þeir mæta eflaust eins grenjandi ljón til leiks eftir að hafa hlaðið vopnabúr sitt og stillt af byssur. Emmanuel Adebayor kemur inn í leikmannahóp Arsenal á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig á meiðslum en annars er reiknað með að liðið verði skipað líkt og í síðustu viðureignum. Leikmenn Arsenal sluppu við öll meiriháttar meiðsli í fyrrgreindum leik við CSKA sem var ákveðin huggun harmi gegn. West Ham hefur ekki sögulegar staðreyndir með sér í leikjum við Arsenal fremur en leikmenn Totten- ham gegn Chelsea. West Ham hefur aðeins einu sinni lagt Arsenal í úr- valsdeildinni. Það var á Highbury fyrir sjö árum, 2:3, þar sem mark Ítalans Pauolo Di Canio reið bagga- muninn. Reuters Það var mark! Stijn Stijnen, markvörður Club Brugge, átti ekki möguleika á að verja skot frá Dimitar Berbatov, þegar Tottenham gerði góða ferð til Belgíu sl. fimmtudag og vann sigur í UEFA-bikarkeppninni, 3:1. Hvað gera leikmenn Tottenham gegn Chelsea? Barist verður á tvennum vígstöðvum í Lundúnum TVEIR Lundúnaslagir verða á dag- skrá ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á morgun. Flautað verður til leiks klukkan hálf tvö í þeim fyrri þegar leikmenn West Ham og Arsenal hafa gengið út á iðjagrænan Upton Park-leikvang- inn. Tveimur og hálfum tíma síðar taka lánlitlir leikmenn Tottenham á móti meistaraliðið Chelsea sem ekki hefur tapað í þrettán síðustu viðureignum sínum, þegar leikir þess á öllum vígstöðvum síðust vik- urnar eru skoðaðir. STUART Pearce, knatt- spyrnustjóri enska úr- valsdeild- arliðsins Manchester City, segir að breyta þurfi reglum um ráðningar knatt- spyrnustjóra í þá átt að aðeins verði hægt að skipta um knatt- spyrnustjóra á ákveðnum tímabili á hverju ári, líkt og gengur og gerist á leikmannamarkaðinum. Aðeins er hægt að kaupa leik- menn og selja á sumrin og síðan opnast markaðurinn á ný í jan- úar. Pearce segir að sú umræða sem eigi sér stað í fjölmiðlum allt keppnistímabilið um hvaða knatt- spyrnustjórar séu líklegastir til þess að missa vinnuna sé farsa- kennd. Pearce hefur sjálfur mátt þola mikla gagnrýni á undanförnum vikum en hann nefnir einnig Alan Pardew, knattspyrnustjóra West Ham, og Iain Dowie, knatt- spyrnustjóra Charlton. Gareth So- uthgate hjá Middlesbrough og Rafael Bení- tez hjá Liverpool hafa einnig ver- ið í umræðunni um væntanleg stjóraskipti. „Það eru 9 leikir búnir á keppnistímabilinu og það getur margt breyst hjá liðunum á næstu vikum. Þessi umræða hefur auk- ist með hverju tímabili sem líður og að mínu mati er þetta fáránleg þróun. Ef ég mætti ráða þá ætti aðeins að vera hægt að ráða nýja knattspyrnustjóra og segja upp knattspyrnustjórum á sama tíma og hægt er að kaupa og selja leikmenn. Með þeim hætti gætum við búið við sæmilegan starfsfrið fram að þeim tíma sem hægt er að gera breytingar. Ástandið eins og það er í dag er ekki hollt fyrir okkur sem störfum í þessu fagi eða félögin sjálf,“ segir Pearce. Pearce vill „stjóra- glugga“ Stuart Pearce enski boltinn 20 ára afmæli Sir Alex Ferguson á Old Trafford » 4 ARSENALÆSKAN ÆSKAN ER Í ÖNDVEGI Í HERBÚÐUM ARSÉNE WENGER Í LUNDÚNUM >> 2 Yf ir l i t                                   ! " # $ %        &         '() * +,,,                     Í dag Sigmund 8 Umræðan 40/48 Staksteinar 8 Bréf 47 Veður 8 Kirkjustarf 49/50 Viðskipti 18/19 Minningar 51/57 Erlent 20/21 Skák 57 Menning 22, 62/68 Myndasögur 68 Akureyri 24 Dagbók 69/73 Suðurnes 26 Staður og stund 70 Árborg 26 Víkverji 72 Landið 27 Velvakandi 72 Daglegt líf 28/37 Bíó 70/73 Forystugrein 38 Ljósvakamiðlar 74 * * * Innlent  Ríkissjóður hefur greitt rúma eitt hundrað milljarða króna auka- lega vegna lífeyrisskuldbindinga rík- isstarfsmanna uppreiknað undan- farin sjö ár. Samt sem áður vantar tæpa 220 milljarða króna upp á að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræð- inga eigi fyrir skuldbindingum sín- um og er svipað farið með aðra líf- eyrissjóði opinberra starfsmanna á sveitarstjórnarstigi. » 76  Það er ekki einhlítt að bílbelta- öryggi fatlaðra sé tryggt í sér- útbúnum almenningsvögnum sem flytja fatlaða. Meginskyldan er að festa hjólastólana sjálfa, en dæmi eru um að farþegarnir hafi setið lausir í stólum sínum og slasast við að þeytast upp úr þeim við árekstur eða ef hemlað er snögglega. » 14  Á mánudag verða teknar upp hertar reglur varðandi handfar- angur í öllum löndum EFTA og Evr- ópubandalagsins. Vökvakennd efni í handfarangri mega ekki vera í um- búðum sem taka meira en 100 milli- lítra. Skylt verður að setja allar vökvaumbúðir í glæran poka með plastrennilás. » 32 Viðskipti  Eftir að bandaríska líftæknifyr- irtækið BioStratum hefur varið um 100 milljónum Bandaríkjadala í þró- un á lyfinu Pyridorin hefur komið í ljós að hægt er að kaupa virka efnið í lyfinu á netinu. Þetta hefur gert að verkum að BioStratum á erfitt með að fjár- magna þriðju fasa tilraunir eða loka- tilraunirnar áður en hægt er að setja lyfið á markað. » 18  Osta- og smjörsalan sf. hefur ákveðið að vísa ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins frá 13. október til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að Osta- og smjörsalan hefði brotið gegn samkeppnislögum með því að mis- muna viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum með undanrennuduft. » 18 Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „OKKAR fyrstu viðbrögð eru að það sé varasamt að vera með alhæfingar af þessu tagi, því auðvitað er ástand fiskstofna í heiminum jafnmisjafnt og stofnarnir eru margir. Eins virð- ist gengið út frá því að enginn lær- dómur verði dreginn af reynslu síð- ustu áratuga og er það mikil bölsýni,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, um niðurstöður rannsóknar sem birtist í Science í gær. Var þar spáð hruni fiskstofna heimsins innan 50 ára. „En hitt er rétt að á alheimsvísu hefur fiskveiðistjórnun á undanförn- um áratugum ekki verið nógu árang- ursrík. Það helgast annars vegar af því að ekki eru reknar nógu öflugar eða góðar rannsóknir í mörgum löndum og stjórn fiskveiða er á brauðfótum víða. En við á Íslandi höfum allar forsendur til þess að láta þetta ekki gerast. Ég held að það sé engin ástæða til að ætla að þetta verði niðurstaðan eftir 50 ár á Ís- landi, einfaldlega vegna þess að við stundum rannsóknir og skilningur er í samfélaginu á að veiðistjórnun mið- ist við sjálfbærar veiðar. Einnig er hreinleiki sjávar hér við land með ágætum.“ En Jóhann segir að líta þurfi á hlutina í stærra samhengi, mengun á fjarlægum slóðum geti vel skilað sér að Íslandsströndum. Eins er ljóst að ofveiðar víða um heim ógna fisk- stofnum þannig að ef ekki er vel á málum haldið þá getur illa farið. „Það er því mikið hagsmunamál fyrir Íslendinga að þetta sé í lagi hér sem annars staðar og því mikilvægt að ís- lensk stjórnvöld stuðli að því að svo verði.“ Jóhann segir ástand fiskstofna við Ísland í meginatriðum viðunandi. Hann telur þó brýnt verkefni fram undan að styrkja þorskstofninn. „En það steðja líka að okkur hætt- ur sem eru ekki á okkar valdi, þ.e. umhverfisaðstæður á hverjum tíma. Þær hafa breyst mikið í tímans rás. Á tímum slíkra breytinga er óvissan meiri en ella og meiri þörf fyrir öfl- ugt rannsóknarstarf.“ Höfum allar forsendur til að láta þetta ekki gerast Í HNOTSKURN »Fjölbreytileiki í aldurs-samsetningu t.d. þorsks við Ísland er mikilvægur. Þung sókn í langan tíma geng- ur á fjölbreytileika innan stofna og því mikilvægt að stilla veiðum í hóf. »SjávarútvegsráðherraBretlands brást við skýrslu um hnignun fiskstofna í gær og útilokar bann við þorskveiðum. Bretar hafi m.a. brugðist við með því að setja kvóta á veiðar. Meiri þörf á öflugu rannsóknarstarfi, segir forstjóri Hafró ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, seldi í gær fyrsta „neyðarkall“ Slysavarnafélagsins Landsbjargar og hóf þar með fjáröflunarátak félagsins um land allt. Meðlimir björgunarsveita félagsins munu selja „neyð- arkallana“ um helgina til að fjármagna starfsemi sveit- anna, en kallarnir eru plastfígúrur af björgunarsveit- armönnum á lyklakippuhringum. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í gærkvöldi hafði salan farið afar vel af stað og þjóðin virtist taka sölufólkinu afskaplega vel. Morgunblaðið/Árni Sæberg Forsetinn seldi „neyðarkallinn“ FERÐAMÁLARÁÐ telur brýnt að fram fari fagleg og hlutlaus könnun á því hvaða áhrif hvalveiðar hafa á ímynd Íslands í augum umheimsins, að því er samþykkt var á fundi ráðs- ins í gær. Einnig telur ráðið að hver sem niðurstaða þeirrar könnunar kunni að verða þá sé bæði hagkvæmt og mikil þörf á að stórauka framlög til landkynningar á Íslandi. Mælt er með því að leggja um 300 milljónir króna á ári í nokkur ár til markaðs- starfs ferðaþjónustunnar. Í þriðja lagi var bent á að við það að hefja á ný hvalveiðar í atvinnu- skyni þurfi að breyta lögum frá 1949 um hvalveiðar. Í þeim lagabreyting- um sé rétt að taka tillit til þess að nýjar atvinnugreinar hafa orðið til frá því lögin voru sett, m.a. atvinnu- greinar sem hafa hagsmuni af því að sýna lifandi hvali. Það yrði að gera ráð fyrir því í lögunum að hvort tveggja fengi að njóta sín. „Þannig erum við að tala um að búa til friðuð svæði þar sem hvala- skoðun gæti átt sér stað. Þetta var niðurstaðan og algjör samstaða um hana,“ sagði Einar Oddur Kristjáns- son, formaður ferðamálaráðs. Einar Oddur sagði að með fyrrnefndum at- riðum sem ferðamálaráð samþykkti hefði það verið að svara erindi sam- gönguráðherra. Hann sendi ferða- málaráði bréf og bað um tillögur um hvernig bregðast ætti við áhrifum hvalveiða. Landkynning verði stóraukin LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir 23 ára manni, Kristófer Erni Sigurðarsyni, sem er til heimilis í Logafold 141 í Reykjavík. Kristófer er um 185 cm á hæð með stutt, skollitað hár. Hann var klæddur í bláar gallabuxur, ljósbláa rúllukragapeysu, svartan teinóttan jakka og svört kúrekastígvél. Lögreglan í Reykjavík hefur leit- að Kristófers frá því í byrjun vik- unnar, en talið er líklegt að hann sé á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Kristó- fers eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1100. Kristófer Örn Sigurðarson Lögreglan leitar manns - Mamma, mér er svo illt í tánum. Nýju skórnir meiða mig. - Það er ekki að undra, þú hefur sett skóna á vitlausa fætur. - Já, en ég er bara með þessa fætur. Einn góður… laugardagur 4. 11. 2006 börn FÓLK EÐA FÍGÚRUR FINNIÐ ÚT HVAÐA PERSÓNUR ERU Á TEIKNIMYNDUM Í GETRAUN VIKUNNAR. NÚ REYNIR Á MYNDVÍSI >> 2 „Svo kemur kannski dreki,“ segir Sigurveig. » 3 Senn líður að jólum. Snjórinn erkominn í fjallstoppana og sum staðar teygir hann sig niður hlíðar. Í sumum búðum er farið að selja jóla- vörur. Barnablaðið efnir til samkeppni um: bestu jólasöguna, bestu jólamyndina og besta jólaljóðið. Í verðlaun er bókin Jólaleg jól eft- ir Sigrúnu Eldjárn. Sendið okkur sögur, myndir og ljóð. Ef þið eigið skemmtilegt jóla- föndur sem þið viljið deila með öðr- um sendið það með. sag@mbl.is Barnablaðið- jólasamkeppni Hádegismóum 2 110 Reykjavík Samkeppni – jólaglaðningur Morgunblaðið/Sverrir Handahlaup Sigurveig Steinunn Helgadóttir lærði að fara á handahlaupum í djassballet en hún byrjaði að æfa í haust í World Class í Spönginni. Stelpunum finnst gaman í djassballet. laugardagur 4. 11. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Aron Kristjánsson tekur fram skóna hjá Skjern >> 2 Á FERÐ OG FLUGI ÞRÍR ÍSLENSKIR KÖRFUKNATTLEIKSDÓMARAR HAFA FENGIÐ MÖRG VERKEFNI Í EVRÓPULEIKJUM >> 4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvað skal gera? Finnur Jónsson,. leikmaður Skallagríms, ákveðinn á svip. Níels Dungal er til varnar og Gísli dómari Pálsson fylgist vel með öllu. SAMUEL Eto’o, lands- liðsmaður Kamerún og miðherji Barcelona, deilir á leik Eiðs Smára Guðjohnsen í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport, þar sem hann segir að Eið- ur Smári þurfi að ná tökum á að leika sem miðherji og hann sé ekki nægilega sterkur til að reka smiðshöggið á sóknir. Eto’o, sem verður frá keppni vegna meiðsla á hné fram í febr- úar, segir í viðtalinu að ef Eiður Smári hefði nýtt tækifæri sín í leiknum gegn Real Madrid á San- tiago Bernabeu á dögunum, hefði Barcelona unnið 4:2, en ekki tap- að leiknum. „Guðjohnsen horfði á Lionel Messi í staðinn fyrir að horfa á markið eins og allir miðherjar gera,“ sagði Eto’o um marktæki- færið sem Eiður Smári fékk eftir sendingu frá Messi. Eto’o er einnig í sviðsljósinu í viðtali á www.worldfootball- ers.com, þar sem hann segir að Úkraínumaðurinn Andriy Shevc- henko hafi gert mistök þegar hann fór frá AC Milan til Chelsea, þar sem hann hefur átt í erf- iðleikum með að finna leiðina að markinu. Eto’o segir að Chelsea leiki það mikla varnarknatt- spyrnu að tveir miðherjar eigi í vandræðum. Eto’o gagnrýnir Eið Smára Samuel Eto’o ALÞJÓÐA Ólympíunefndin hefur tilkynnt að mun fleiri lyfjapróf verði tekin af keppendum á Ólymp- íuleikunum í Peking í Kína árið 2008 heldur en voru tekin á leik- unum í Aþenu í Grikklandi fyrir tveimur árum. Fjórðungsaukning verður á prófunum en alls verða þau 4.500 talsins og svo mörg hafa þau aldrei verið gerð áður. Þessi aukning er sambærileg við fjölgun lyfjaprófa sem varð á Ól- ympíuleikunum í Aþenu. 4.500 lyfja- próf í Peking Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „Herra Magnússyni er full alvara og hann vill endilega fá tækifæri til að sýna forráðamönnum félagsins það, en hingað til hafa þeir verið í viðræð- um við annan kaupsýslumann og á meðan hefur lítið gerst í okkar mál- um,“ segir Lee. Hann sagði að nú væru nokkrar vikur síðan Eggert gerði tilboð í fé- lagið. „Hann hefur rætt við forráða- menn félagsins þannig að það er all- tént í áttina, en nú er svo komið að hann vill komast á næsta stig í samn- ingaferlinu. Herra Magnússon hefur mikinn hug á að koma málinu á hreyf- ingu á nýjan leik og að eitthvað fari að gerast, en forráðmenn West Ham virðast hafa tekið þann pól í hæðina að láta hann bíða á meðan þeir ræða við annan fjárfesti sem sýnt hefur fé- laginu áhuga. Það er í rauninni allur gangur á því hvernig svona mál ganga fyrir sig, en forráðamenn West Ham hafa ekki út- lokað neitt og herra Magnússon von- ast til að skriður komist á málið sem fyrst. Eins og staðan er núna er samt hvorki hægt að vera vongóður né von- lítill um að hann fái tækifæri til að ræða málin enn frekar við West Ham. Okkur þykir málið hafa tekið óþarf- lega langan tíma, en við því er í sjálfu sér ekkert að gera,“ sagði Mike Lee. Eggert vill koma West Ham-málinu á hreyfingu „OKKUR er farið að lengja dálítið eftir því að komast yfir á næsta stig í málinu, það er að segja að fá að- gang að bókhaldi félagsins. Þetta hefur allt tekið langan tíma, óþarf- lega langan tíma þykir mér,“ segir Mike Lee, sem unnið hefur með Eggerti Magnússyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands, og félögum að því að festa kaup á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.