Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 19 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF hefði bæði mútað stjórnmálamönn- um og opinberum starfsmönnum í Suður-Kóreu til að liðka fyrir lán- tökum Daewoo-samsteypunnar. Dómarinn í málinu sagði engar sönnur liggja fyrir varðandi mútur. Hins vegar sagði hann að hrun Daewoo-samsteypunnar árið 1999 hefði haft í för með sér mikla erf- iðleika fyrir efnahagslíf landsins og það verðskuldi strangan dóm. Þó verði að taka tillit til aldurs Kim. Daewoo var lítið textílfyrirtæki STOFNANDI suður-kóreska stór- fyrirtækisins Daewoo, Kim Woo-choong, sem var fyrr á þessu ári dæmdur fyrir fjárdrátt og svik, hefur tapað áfrýjun á máli sínu. Fangelsisdómur yfir honum var hins vegar styttur úr tíu árum í átta og hálft ár auk þess sem sekt- argreiðslur voru lækkaðar. Í frétt BBC-fréttastofunnar segir að ákæruvaldið hafi farið fram á lengri dóm yfir hinum 69 ára Kim. Var sérstök áhersla lögð á að hann þegar Kim keypti það árið 1967 og gerði síðar að einni voldugustu fyr- irtækjasamsteypu Suður-Kóreu. Þegar best gekk störfuðu um 320 þúsund manns hjá samsteypunni í 110 löndum. Erfiðleikar komu hins vegar upp eftir miklar lántökur samsteyp- unnar til að fjármagna vöxt hennar á tíunda áratug síðustu aldar. Útslagið varð svo þegar efna- hagskreppan reið yfir Asíu árið 1997. Stofnandi s-kóreska fyrirtæk- isins Daewoo tapar áfrýjun Reuters Tekinn höndum Kim Woo-Choong var handtekinn þegar flugvél hans lenti í Seoul í júní 2005. Hann mun sitja í fangelsi næsta átta og hálft ár. YFIR fjörutíu leiðtogar Afríkuríkja eru nú samankomnir á viðskipta- og fjárfestingaráðstefnu í Kína. Í frétt á fréttavef BBC-frétta- stofunnar segir að viðskipti á milli Kína og Afríkuríkja hafi aukist mikið á umliðnum árum, sérstak- lega eftir að hagvöxtur jókst mikið í Kína. Segir í fréttinni að við- skiptin milli Kína og Afríkuríkja hafi numið um 22 milljörðum sterl- ingspunda á árinu 2005, en það svarar til um 2.850 milljarða ís- lenskra króna. Kínverjar kaupa mikið af olíu frá Afríku en töluvert hefur verið um að olía hafi fundist þar í jörðu að undanförnu. Afríkuríkin kaupa hins vegar ýmsar vörur af Kínverjum og segir BBC að markaður fyrir kín- verskar neysluvörur ýmiss konar fari stöðugt vaxandi í Afríku. Gagn- rýnisraddir hafi þó heyrst sem segi að þetta sé slæm þróun fyrir Afr- íku, því aukinn innflutningur á ýmsum neysluvörum frá Kína hamli þannig framleiðslu í Afríku. Þá segir í frétt BBC að Afríka sé eina svæðið í heiminum sem hægt sé að leita til eftir olíuviðskiptum því stóru olíufyrirtækin séu ráðandi á öðrum svæðum þar sem olíulindir er að finna. Ráðstefnan í Kína er haldin í til- efni af því að 50 ár eru liðin frá því diplómatískt samband komst á á milli Kína og Afríku. Meginefni ráðstefnunnar er hins vegar ört vaxandi viðskipti þarna á milli. Í frétt BBC kemur fram að við- skiptin á milli Kína og Afríku hafi tífaldast á síðastliðnum áratug. Þá segir að áætlað sé að um það bil 2.500 viðskiptasamningar verði til umræðu á ráðstefnunni og þar af muni margir þeirra snúast um sér- stakan áhuga Kínverja á náttúru- auðlindum Afríku, sérstaklega olíu. Meðal þátttakenda í ráðstefnunni í Kína er Obasanjo, forseti Nígeríu, en Nígería flytur mest út af olíu allra Afríkuríkja. Vilja aukin viðskipti Reuters Markaður Viðskipti milli Kína og Afríkuríkja hafa tífaldast á síðastliðnum áratug og fer markaður fyrir kínverskar neysluvörur vaxandi í Afríku. HAGNAÐUR fjárfestingarfélagsins Eyris Invest ehf., sem er stærsti hluthafinn í Marel, nam 1.534 millj- ónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins eftir skatta. Ávöxtun eigin fjár félagsins á tímabilinu reiknast ríflega 16%, sem jafngildir um 22% arðsemi á ársgrunni. Nafnvirði hlutafjár Eyris var ný- lega aukið um 10%. Eigið fé félags- ins eftir hlutafjáraukningu og reiknaðan hagnað fyrstu 9 mánuði ársins er um 11,7 milljarðar. Eig- infjárhlutfall reiknast rúmlega 47% og eru engir framvirkir hlutabréfa- samningar utan efnahags, að því er fram kemur í tilkynningu frá félag- inu. Stærsti hluthafinn í Eyri er Þórður Magnússon með 36,0% hlut. Sonur hans, Árni Oddur Þórðarson, er næststærsti hluthafinn með 28,5% hlut. Sigurjón Jónsson á 13,5%, Straumborg, félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, á 10,9% og Arkur, félag í eigu Steinunnar Jónsdóttur, á 5,0%. Eyrir er stærsti hluthafinn í Marel með 26,45% hlut samkvæmt hluthafalista á vef Marels. Betur í stakk búið Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris, segir í tilkynningu félagsins að fjárhagur Eyris Invest styrkist nú enn frekar með nýju hlutafé og ánægjulegt sé að fá til liðs við fé- lagið fleiri öfluga fjárfesta. „Af- koma félagsins fyrstu 9 mánuði árs- ins er jafnframt í takt við arðsemismarkmið. Við höfum áhuga á því að breikka hluthafahópinn með skrefum sem þessum í framtíð- inni. Eyrir Invest er nú betur í stakk búið að styðja við metnaðar- full vaxtarmarkmið Marels og Öss- urar á sama tíma og við freistum þess sem fyrr að auka arðsemi fé- lagsins og draga úr áhættu með fjölbreyttu erlendu eignasafni í samræmi við stefnu okkar,“ segir Árni Oddur. Eyrir skilar hagnaði 15. nóv.ÞITT TÆKIFÆRI–ALLRA HAGUR Ráðstefna um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja (CSR) • Hvernig standa íslensk fyrirtæki að samfélagslegri ábyrgð og hver er framtíðarsýn þeirra? • Hvaða tækifæri felast í samfélagslegri ábyrgð? Stjórnandi pallborðsumræðna Halla Tómasdóttir, frkvstj. Viðskiptaráðs Íslands Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis Jón Sigurðsson, forstjóri Össuarar Paul Scott, frkvstj. Next Step Consulting Sigríður K. Hrafnkels- dóttir, nemi í MPH Sören Mandrup Petersen, Þróunar- hjálp Sameinuðu þjóðanna Tómas Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins og fv. forsætis- ráðherra Ráðstefna á vegum Háskólans í Reykjavík og KOM almannatengsla Nordica hotel 15. nóvember 2006 kl. 13.00-17.00 Fyrirlesarar Ráðstefnugjald kr. 2.800 12.00 Innritun hefst 13.00 Guðfinna Bjarndóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, býður þátttakendur velkomna 13.05 Setningarræða Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrum forsætisráðherra 13.20 Hvernig skilgreinum við Samfélagslega ábyrgð fyrirtækja (CSR)? Sören Mandrup Petersen frá skrifstofu Þróunarhjálpar Sameinuðu þjóðanna 13.40 Niðurstöður könnunar HR kynntar; Hvað er CSR í hugum íslenskra stjórnenda? Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, nemi í MPH og fyrrum gjaldkeri Einstakra barna 14.00 Samfélagsleg ábyrgð í framkvæmd hjá alþjóðlegum fyrirtækjum Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls 14.20 Kaffihlé 14.50 CSR Reporting Paul Scott, framkvæmdastjóri Next Step Consulting 15.10 Hlutverk fyrirtækja í samfélaginu Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar 15.30 Gerum gott betur - Samfélagsleg ábyrgð Glitnis Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis 16.00 Pallborðsumræður Stjórnandi: Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands 17.00 Ráðstefnuslit og móttaka í boði Háskólans í Reykjavík Nánari upplýsingar á vefsíðu Háskólans í Reykjavík, www.ru.is, og á vefsíðu KOM almannatengsla, www.kom.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.