Morgunblaðið - 04.11.2006, Side 22

Morgunblaðið - 04.11.2006, Side 22
22 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Skráning stendur yfir á jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð Upplýsingar og skráning á thorhallur.heimisson@kirkjan.is og í síma 891 7562 • Samskipti hjóna. • Aðferðir til að styrkja hjónabandið. • Orsakir sambúðarerfiðleika. • Leiðir út úr vítahring deilna og átaka. • Ástina, kynlífið, hamingjuna og börnin. Á námskeiðunum er m.a. fjallað um: 7.500 þátttakendur frá upphafi Leiðbeinandi á námskeiðinu er sr. Þórhallur Heimisson. HRAFNKELL Sigurðsson opnar í dag sýningu á nýjum grafíkverkum í sýningarrým- inu Suðsuðvestur. Myndirnar, sem unnar eru milliliðalaust með olíu á papp- ír, vísa meðvitað í karllega hefð módernismans og „abstract expressionismans“, að því er segir í fréttatilkynningu. Sýn- ingin stendur til 26. nóvember. Suðsuðvestur er til húsa á Hafnargötu 22, Reykjanesbæ. Opið: föstudaga frá kl. 16–18 og um helgar frá kl. 14–17.30. Nánari upplýsingar má finna á www.sudsudvestur.is. Sýningaropnun Meðvituð vísun í karllega hefð Hrafnkell Sigurðsson DAGURINN í dag er tileink- aður tónskáldinu Johanni Seabstian Bach í Akra- neskirkju. Friðrik Vignir Stefánsson, orgelleikari og tónlistarkenn- ari, leikur nokkur þekkt verk eftir Bach á orgel og spjallar við áheyrendur um orgelið og möguleika þess. Í lok tón- leikanna mun Friðrik bregða á leik með verki eftir sprellarann P.D.Q. Bach. Heiti tónleikanna er Bach fyrir börnin. Aðgangur er ókeypis og eru foreldrar hvattir til að koma með börnin á þessa tónleika, sem hefjast klukkan 11. Orgeltónleikar Bach fyrir börnin á Akranesi J.S. Bach ÞEIM Baggalútum nægir ekki að halda úti vinsælli heimasíðu né gefa út met- söluplötu heldur ætla þeir félagar einnig að flytja frétt- ir með sínu nefi á Rás 2 á laugardögum í vetur. Fréttaauki Baggalúts er á dagskrá Helgarútgáfu Rás- ar 2 alla laugardaga stund- víslega klukkan 11 og endurtekinn í þættinum Broti úr degi á mánudögum klukkan hálftíu. Þarna er á ferðinni „markviss, skilmerkileg og heiðarleg umfjöllun um fréttir og málefni líðandi stundar“, að því er segir í fréttatilkynningu um málið. Útvarpsþáttur Fréttastofa Baggalúts á Rás 2 Listahátíð ungs fólks, Ung-list, hefur verið árviss við-burður á haustdögum íReykjavík frá árinu 1992. Listahátíðin stendur yfir í rúma viku með fjölda þátttakenda sem koma víða að en hátíðin hefur ávallt verið starfrækt í tengslum við Hitt húsið, menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks. Dagskráin í ár er fjöl- breytt að vanda og mega gestir búast við tónlist af öllum gerðum; dans, fatahönnun, myndlist og gjörningum svo fátt eitt sé nefnt. Ása Hauksdóttir er deildarstjóri menningarmála hjá Hinu húsinu og hefur eins konar yfirumsjón með Unglist. Ný sýn kynnt til sögunnar „Það sérstaka við Unglist er að á hátíðinni er að finna ungt fólk sem er á þessum þröskuldi, á leið þeirra að verða fagmenn innan síns geira svo að þarna sjáum við nýjabrumið. Ann- að sem mér finnst mjög spennandi er að sjá hvað Listaháskólanemarnir eru að gera. Þaðan kemur alltaf eitt- hvað óvænt og kynnir manni fyrri nýrri sýn á listina, hvort sem það er í myndlist eða leiklist.“ Þegar Ása lítur til baka á fyrri há- tíðir segir hún að á hátíðinni hafi oft fæðst frábærar hugmyndir sem enn séu á sveimi. „Ég nefni til dæmis þegar Curver Thoroddsen startaði Sveimi í svarthvítu sem var í þrjú ár fast inni á dagskrá Unglistar. Það gekk út á að flytja lifandi tónlist yfir þöglar svarthvítar kvikmyndir. Nú er maður að sjá þetta gert út um allt.“ Ása segist líka hafa sannfærst um það að þeir sem eru virkir á Unglist séu listamenn framtíðarinnar og að því leyti sé þetta ómetanlegt tæki- færi fyrir samfélagið að geta séð hvað unga fólkið er að gera, á öllum sviðum, og hvað það mun koma til með að gera í framtíðinni. „Hátíðin verður líka stærri, fjöl- breyttari og umfangsmeiri með hverju árinu. Það er frábært að verða vitni að því hvað ungt fólk er metn- aðarfullt og hefur mikið fram að færa á listasviðinu.“ Fjöllist | Unglist, listahátíð ungs fólks, hófst í gær og stendur til 11. nóvember Nýjabrumið í allri sinni dýrð Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjöllist Listahátíð unga fólksins, Unglist, er nú haldin í áttunda sinn. Á myndinni má sjá gjörninginn „The China Man“ sem framkvæmdur var í Sundhöll Reykjavíkur í fyrra við mikla hrifningu áhorfenda. MÁLVERKIÐ Nr. 5 eftir bandaríska listmálarann Jackson Pollock var á dögunum selt á uppboði fyrir 140 milljónir Bandaríkjadala. Mun þetta vera hæsta verð sem fengist hefur fyrir málverk en kaupandinn er tal- inn vera David nokkur Martinez, mexíkóskur fjármálajöfur, þótt enn sé ekkert staðfest í þeim efnum. Hér að neðan er listi yfir átta dýr- ustu málverk listasögunnar: 1. Nr. 5 eftir Jackson Pollock. Selt í einkasölu fyrir 140 milljónir dala í október árið 2006. 2. Portrett af Adele Bloch-Bauer I eftir Gustav Klimt. Selt í einka- sölu fyrir 135 milljónir dala í júní 2006. 3. Garçon à la pipe eftir Pablo Picasso. Selt í gegnum umboðssölu Sotheby’s fyrir 104,1 milljón dala árið 2004. 4. Dora Maar au Chat eftir Pablo Picasso. Selt í gegnum umboðs- sölu Sotheby’s fyrir 95 milljónir dala árið 2006. 5. Portrett af Dr. Gachet eftir Vincent van Gogh. Selt í gegnum umboðssölu Christie’s fyrir 82,5 milljónir dala árið 1990. 6. Bal au moulin de la Galette, Mont- martre eftir Pierre-Auguste Renoir. Selt í gegnum Sotheby’s fyrir 78 milljónir dala árið 1990. 7. Massacre of the Innocents eftir Peter Paul Rubens. Selt í gegnum umboðssölu Sotheby’s fyrir 76,7 milljónir dala árið 2002. 8. Portrait de l’artiste sans barbe eftir Vincent van Gogh. Selt í gegnum umboðssölu Christie’s fyrir 65 milljónir dala árið 1998. Málverkið kostar skildinginn Nútíminn hefur vinn- inginn yfir klassíkina AP Klimt Portrett af Adele Bloch- Bauer I. Selt í einkasölu fyrir 135 milljónir dala í júní 2006. UNGLIST hófst með pomp og prakt í gær þegar myndlistarmaraþoninu var hleypt af stokkunum í Hinu hús- inu og fjöllistakvöldið Heyr, heyr hamfarir hófst í Tjarnarbíói. Hér að neðan eru taldir upp nokkrir valdir viðburðir sem allir fara fram í Tjarn- arbíói við Tjarnargötu 12 nema annað sé sérstaklega tekið fram: Laugardagur kl. 20 Pilsarokk og buxnapopp – Kjólacult og kápuklassík – Tískusýning fata- iðnnema í Iðnskólanum í Reykjavík. Sunnudagur kl. 20 Sígildir seiðandi tónar. Ungt og upp- rennandi listafólk úr tónlistarskólum víðsvegar af höfuðborgarsvæðinu leikur og syngur sígild verk frá ýms- um tímabilum tónlistarsögunnar. Miðvikudagur kl. 20 Hvað er betra en að dansa? Dansarar sýna helstu stíla og stefnur íslenskrar dansmenningar í dag. Þátttakendur koma frá Íslenska dansflokknum, Listaháskóla Íslands, Listdansskóla Íslands, Dansrækt JSB, Dansskóla Birnu Björns, Klass- íska listdansskólanum, Kramhúsinu, Árbæjarþreki og Strákaverkefni Íd. Fimmtudagur kl. 20 Hitt Húsið – kjallari, Pósthússtræti 3–5. Opið hús, málun, stenslar, litir, tónlist, myndlist, kennsla og fleira fútt. Gestir og gangandi fá að spreyta sig. Föstudagur kl. 20 Framhaldsskólakeppni í leikhús- sporti. Fimmta árið í röð munu fram- haldsskólanemendur leika í spenn- andi leikhússportkeppni á Íslandi. Laugardagur kl. 16 Verðlaunaafhending fer fram í mynd- listarmaraþoninu í Galleríi Tukt, Hinu húsinu. Laugardagur kl. 20 HIPsuðuROKKsull. Fram koma: Lada sport, Bertel, Retro Stefson, Sudden Weather Change, Hello Nor- bert og Tonik. Kápuklassík, buxnapopp og hippsuðurokksull Tónlist Ramses lék fyrir tónleika- gesti í Tjarnarbíói á lokakvöldi Unglistar í fyrra. Á annan tug viðburða í boði á átta dögum á Unglist Sjá dagskrána í heild sinni á www.unglist.is. Ókeypis er á alla viðburði hátíðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.