Morgunblaðið - 04.11.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 04.11.2006, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com NNFA QUALITY APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR A ll ta f ó d ýr ir FORMAÐUR Sundfélagsins Óðins þvertekur fyrir að önnur sjónarmið en hagsmunir félagsins ráði því að stjórn þess hafi andmælt fyrirhug- aðri heilsuræktarbyggingu á svæð- inu sunnan við Sundlaug Akureyr- ar. Formaðurinn kannast við að fjársterkir aðilar hafi lýst yfir áhuga á að byggja 50 m sundlaug í bænum, en segir það alls ekki tengjast afstöðu Óðins. Eigandi Vaxtarræktarinnar, Sig- urður Gestsson, sem vill reisa heilsuræktarhús á lóðinni milli Íþróttahallarinnar og sundlaug- arinnar, lýsti þeirri skoðun sinni í Morgunblaðinu í fyrradag að and- stæðingar heilsuræktarhússins væru ekki málefnalegir, þeir ýktu stærð hússins á teikningum af svæðinu og ýjaði að því að sam- keppnisaðilar stæðu að baki mót- mælum gegn byggingunni. „Það eru ekki samkeppnisaðilar Sigurðar sem hafa mótmælt þessu deiliskipulagi opinberlega; ég hef hvergi séð það,“ segir Ásta Birg- isdóttir, formaður Óðins, í samtali við Morgunblaðið. Og hún leggur áherslu á að mótmælin beinist ekki gegn Sigurði persónulega eða fyr- irtæki hans. Félagið mótmæli fyr- irhugaðri byggingu einfaldlega vegna þess að hún myndi koma verulega niður á starfsemi Óðins hvað varðar uppbyggingu, vöxt og keppnishald, og félagið geri at- hugasemdir við vinnubrögð starfs- manna Akureyrarbæjar. Málefnaleg og með góð rök „Mér finnst það alveg ótrúlegt að Sigurður skuli segja að við séum ekki málefnaleg og ættum að kynna okkur málið betur. Ég tel okkur vera með fullt af góðum gögnum og góð rök fyrir at- hugasemdum okkar,“ sagði Ásta, „og get ekki setið undir þeim ásök- unum að ég sé að ljúga að fólki.“ Hún bendir t.d. á samstarfs- samning Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar í núverandi bæjarstjórn en sá meirihluti tók við völdum eft- ir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Þar sé boðað að á kjörtímabilinu verði hafinn undirbúningur að yf- irbyggingu æfinga- og keppn- islaugar við Sundlaug Akureyrar. „Ég fór á fund Kristjáns Þórs Júl- íussonar bæjarstjóra um miðjan mars og lýsti áhyggjum af því sem ég hafði heyrt að byggja ætti lík- amsræktarhús á þessari lóð. Hann sagði þá að þetta væri ekkert sem ég þyrfti að hafa áhyggjur af því fyrr eða síðar yrði byggð 50 metra sundlaug á Ak- ureyri og þá á þessu svæði, því þar yrði það rekstrarlega hagkvæm- ast.“ Málið er ekki í höfn Hún gagnrýnir líka þau ummæli Sigurðar Gestssonar að stærð fyr- irhugaðs húss hafi verið ýkt í gögn- um sem Óðinn hafi sent frá sér. „Við erum gagnrýnd fyrir rangar upplýsingar, en hvernig getur það gengið upp ef efri hæð hússins er 1.000 fermetrar en sú neðri virkar stærri samkvæmt frumdrögum, að húsið verði ekki stærra en 2.000 fermetrar?“ Hún andmælir þeirri skoðun Sig- urðar að málið sé í höfn. Heimild að undirbúningi byggingarinnar sé veitt með fyrirvara um samþykkt deiliskipulags- og byggingaryf- irvalda fyrir framkvæmdunum. „Málið er nú í farvegi, deiliskipu- lagið hefur verið auglýst og allir sem vilja hafa sex vikna frest til þess að gera athugasemdir við deiluskipulagið. Sá frestur rennur út 29. nóvember.“ Hún segir að skv. rammasamn- ingi Akureyrarbæjar og Vaxt- arræktarinnar frá því í maí skuli hæð hússins ekki verða meiri en sex metrar miðað við gólfkóta sundlaugarbyggingarinnar, eins og það er orðað, en í auglýstu deili- skipulagi sé sú hæð 7 metrar. Þá segir hún húsið nái út fyrir um- ræddan byggingarreit, miðað við frumdrög frá arkitekt. Ásta segir að verði af byggingu heilsuræktarhússins skerði það mjög möguleika á frekari uppbygg- ingu fyrir sundíþróttina og skerði t.d. mjög pláss til keppnishalds þar sem ekki verði pláss fyrir áhorf- endur við núverandi keppnislaug. Hagsmunir Óðins ráða för Formaður sundfélagsins segir athugasemdir við fyrirhugaða byggingu ekki beinast gegn Vaxtar- ræktinni eða eiganda hennar heldur yfirvöldum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hús eða ekki? Það er á græna svæðinu sunnan við sundlaugina sem Vaxtarræktin vill reisa hið umdeilda hús. Í HNOTSKURN »Forsvarsmenn Sund-félagsins Óðins telja að fyrirhuguð bygging skerði mjög möguleika á frekari upp- byggingu sundíþróttarinnar. »Fjársterkir aðilar hafasýnt áhuga á að byggja 50 m sundlaug í bænum en for- maður Óðins segir at- hugasemdir félagsins ekki tengjast því á nokkurn hátt. BÆJARRÁÐ Akur- eyrar vill ekki falla frá ákvörðun um úr- sögn úr Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. Ráðið lýsir sig hins vegar tilbúið að fresta gild- istöku úrsagnarinnar um allt að þrjá mán- uði meðan unnið er að endurskipulagn- ingu á rekstri mála- flokksins og sam- starfi sveitarfélaga við Eyjafjörð um hann. Akureyri ákvað í sumar að segja sig úr byggðasamlaginu og vinna að framtíð sorpmála á eigin vegum. Í mörg ár hefur verið reynt að finna lausn á vandanum án árangurs. Á fundi bæjarráðs á fimmtudaginn voru lögð fram erindi sveitar- stjórna Hörgárbyggðar, Eyjafjarðarsveitar og Grýtubakkahrepps varð- andi úrsögnina og fagn- aði Gerður Jónsdóttir, fulltrúi Framsóknar- flokksins, ákvörðun bæj- arráðs. „Ég tel að ein- ungis með samvinnu allra sveitarfélaganna á svæðinu náist besti ár- angur í sorpeyðingarmálum,“ segir Gerður Jónsdóttir. Akureyri frestar úr- sögn úr Sorpeyðingu Fjallað um erindi nágrannasveitarfélaga FULLTRÚAR tveggja flokkanna í minnihluta bæjarstjórnar Akureyr- ar gagnrýna þá ákvörðun meirihlut- ans að selja hlut bæjarins í Lands- virkjun. Akureyrarbær og Reykjavíkur- borg seldu ríkinu hluti sína í fyrir- tækinu í vikunni. Bæjarstjóri skrif- aði þá undir söluna í vikunni, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórn- ar, og fær Akureyrarbær um 3,3 milljarða króna fyrir sinn 5,472% hlut í fyrirtækinu. Reykjavíkurborg átti 44,25%. Liður í einkavæðingu Málið var til umfjöllunar í bæjar- ráði á fimmtudaginn og lýstu þeir sig andsnúnir sölunni Baldvin H. Sig- urðsson, fulltrúi Vinstri grænna, og Oddur Helgi Halldórsson, Lista fólksins. „Mótmæli sölu 5,5% hluta Akur- eyrarbæjar í Landsvirkjun, sem lið í einkavæðingaráformi Sjálfstæðis- flokksins og vara við að orkureikn- ingar almennings muni hækka á næstu árum vegna þessa, einnig er verðið of lágt og má ætla að söluverð Landsvirkjunar sé í reynd 70–100 milljarðar kr. og mun það koma í ljós fljótlega eftir söluna þannig að bæj- arbúar sem eru eigendur að hluta Akureyrar munu tapa milljörðum á sölunni,“ segir í bókun Baldvins. Oddur Helgi lét bóka að bæjar- fulltrúar L-lista, lista fólksins, hefðu frá upphafi verið á móti sölu eign- arhluta Akureyrar í Landsvirkjun, einir bæjarfulltrúa á síðasta kjör- tímabili. „Töldum m.a. verðið of lágt. Enn er ég staðfastlega á móti þess- ari sölu og finnst það dapur kafli í sögu Akureyrar sem verið er að skrifa með sölunni,“ segir í bókun Odds. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, segist gera ráð fyrir, að það fé, sem Akureyrarbær fengi út úr sölunni, yrði nýtt til að greiða lífeyrisskuldbindingar bæjar- sjóðs en þær hljóðuðu upp á um 3,5 milljarða. Meira en Kristján reiknaði með Kristján Þór er ánægður með samninginn. „Ég er mjög sáttur við þetta verð án þess að ég ætli að upp- lýsa með hvaða markmið ég lagði út í þessar viðræður. Sú fjárhæð sem skattgreiðendur á Akureyri fá fyrir þennan hlut, sem var inni í Laxár- virkjun sem var lögð inn í Lands- virkjun, er töluvert hærri fjárhæð en ég hafði gert mér í hugarlund að kæmi út úr þessum viðræðum,“ sagði hann í Morgunblaðinu í vik- unni. Landsvirkjun verður að fullu eign ríkisins frá 1. janúar nk. Mótfallnir sölunni VG og L-listinn gagnrýna sölu á Landsvirkjun. „Dapur kafli í sögu Akureyrar sem verið er að skrifa með sölunni.“ EITT hundrað ára skólahaldi í Hrísey verður fagnað með skólahá- tíð í eyjunni á morgun, sunnudag, kl. 16 og verður þá fjöldi gamalla bóka og annarra muna til sýnis. Fyrstu heimildir um skólahald í Hrísey er um heimiliskennslu en formleg kennsla hófst haustið 1906.    Félagi slökkviliðsmanna á Akureyri barst í vikunni 100 þúsund króna styrkur frá tryggingafélaginu Verði fyrir vel unnin störf við björgun mannslífa í eldsvoða á Fjólugötu 18 í apríl. Fjárhæðin rennur í mennt- unar- og styrktarsjóð félagsins.    Listamaðurinn Curver Thorodd- sen verður með um helgina í Gallerí Boxi. Þar frumsýnir hann verkið Án titils en „í því berar listamaðurinn meðvitundarlausan líkama sinn en hefur lítið gefið upp um verkið ann- að en að það sé áhorfandans að upp- lifa það frá sínum eigin forsendum“, eins og segir í tilkynningu. Sýn- inginu lýkur kl. 17 á morgun.    Hanna Hlíf Bjarnadóttir opnar í dag kl. 14 sýninguna Puntustykki á Café Karólínu. Verkið er um stöðu og sögu kvenna fyrr og nú.    Danssmiðjan verður með nám- skeið í líkamsræktinni Bjargi um helgi. Jói og Thea kenna swing og salsa fyrir pör, og línudans fyrir byrjendur og lengra komna.    Fimm mánuðir eru síðan útvarps- stöðin Voice 98,7 hóf útsendingar og í tilkynningu frá stöðinni segir að skv. síðustu skoðanakönnun Capa- cent – Gallup hlusti 71% í aldurs- hópi 16–24 ára á stöðina í hverri viku.    Njáll Sigurðsson heldur í dag kl. 13 erindi á Amtsbókasafninu sem hann kallar Svipmyndir úr sögu hljóðritunar, með áherslu á norð- lensk hljóðrit. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna Frá vaxhólkum til geisladiska, sem stendur yfir í safninu. 100 ára skóla- hald í Hrísey

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.