Morgunblaðið - 04.11.2006, Side 26

Morgunblaðið - 04.11.2006, Side 26
26 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | „Við ætlum að safna peningum fyrir Krabbameinsfélagið á Suðurlandi, til verkefnis sem er tengt sjúkrahúsi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og gengur út á að inn- rétta þar líknardeild með tækjabúnaði. Við munum byrja á því að gefa aðgangseyri að öll- um okkar leikjum í vetur og síðan ætlum við í frekari fjáröflun svo sem að leyfa fólki að heita á okkur í leikjum,“ sagði Brynjar Karl Sig- urðsson, þjálfari í körfubolta hjá Körfubolta- akademíu Fjölbrautaskóla Suðurlands sem er á öðru starfsári sínu við skólann. Hann sagði verkefnið með Krabbameins- félaginu vera nýjung en Actavis sem er aðal styrktaraðili körfuboltaliðs FSu hefði riðið á vaðið með áheit á liðið og hvetur önnur fyrir- tæki til að gera slíkt hið sama. „Þetta verkefni mun standa yfir í allan vetur og við munum reyna að virkja sem flesta, nemendafélagið og fleiri því við viljum ná árangri í þessu alveg eins og í körfunni,“ sagði Brynjar. Þurfa að standa sig Þrettán piltar eru í akademíunni á aldrinum sextán til tuttugu ára og líkar þeim vel þó svo veran þar reyni á ýmsa þætti. „Þetta er sam- vinna milli skóla og íþróttanna. Við þurfum að standa okkur í skólanum, mæta og standa okk- ur vel í náminu svo okkur bjóðist þessi æfinga- aðstaða. Við æfum tvisvar á dag, lyftum fyrri part dags og spilum síðan mikið síðari hluta dagsins. Þetta eru samtals ellefu æfingar á viku en við reynum að eiga einn frídag í viku,“ sagði Alexander Dungal, fyrirliði liðs FSu í körfubolta. „Æfingarnar eru inni í skólatöfl- unni og við erum búnir með æfingarnar og skólann klukkan 16 á daginn. Þá getum við sinnt félagslífi og námi eftir það. Mér finnst þetta alveg frábært. Þetta er mjög gaman og þroskandi, maður tekst á við það að búa einn, þvo, skúra, ryksuga og elda og það er ótrúlega gaman. Selfoss hefur tekið okkur vel, það koma margir á leikina hjá okkur og það er góð- ur andi hérna. Krökkunum í FSu finnst við vera liðið þeirra og á leikjum öskra allir: Áfram FSu! Mér finnst það viss forréttindi að fá að vera hérna. Maður les um körfuboltamenn í NBA að þeir þakka það árangri sínum að hafa verið í svipuðum aðstæðum á sínum yngri árum og við erum með hérna, að fá að spila við sér eldri menn og þurfa að standa sig. Umgjörðin hérna er mjög góð, hér er topp aðstaða í lyftingum og við erum með nýtt íþróttahús, forgang í heima- vist og í töflugerð vegna stundaskrárinnar. Maður er einhvern veginn meira sérstakur hérna en í félagsliði og þetta er svakalega skemmtilegt. Karfan er ákveðinn heimur og hugsun. Þetta er góður félagsskapur og maður kynnist mörgum. Svo fær maður útrás og tækifæri til að taka ábyrgð á einhverju því liðið stendur og fellum með okkur og þetta er mjög samstilltur hópur,“ sagði Alexander Dungal fyrirliði. Hafa brennandi áhuga „Það er alveg saman hver kemur það leggja sig allir fram. Nú hefur strax myndast hefð varðandi æfingar og dugnað. Þetta er heil- mikið áreiti fyrsta árið en strax á öðru ári fara strákarnir að uppskera árangur erfiðisins,“ sagði Brynjar Karl. Akademían svínvirkar, en markmiðið er að strákarnir bæti sig í íþrótt- inni og í þroska. Áherslan er á að menn hafi stjórn á sjálfum sér og séu virkir í hópnum. Þeir tileinka sér ákveðin vinnubrögð og hugs- un. Hér bragðar enginn áfengi og menn eru einbeittir í að bæta sig og þurfa að leggja mik- ið á sig til þess. Þetta hefur gengið vel og strákarnir eru alveg tilbúnir að axla þá ábyrgð sem þarf. Við viljum vera fyrirmyndir og mín forréttindi eru að fá að vera með þessum strákum við æfingar og keppni og sjá þá blómstra svona vel og uppskera árangur erf- iðis síns. Það er alveg á hreinu að strákarnir þurfa að hafa brennandi áhuga og metnað til að ná ár- angri og þeir fá fleiri og stærri tækifæri eftir að hafa verið hér í skólanum við nám, æfingar og keppni. Það er yfirburðastaða að vera hér á Íslandi og byggja upp afreksmenn í körfu- bolta. Ég vil þjálfa metnaðarfulla stráka sem hafa vilja til að vinna vel,“ sagði Brynjar Karl Sigurðsson sem ásamt því að þjálfa strákana starfrækir fyrirtæki sem selur hugbúnað er- lendis fyrir körfuboltaþjálfun. „Við höfum ver- ið að fá góð viðbrögð á hugbúnaðinn sem við erum með og seljum hann til þjálfara og liða um allan heim, meðal annars til Alþjóðakörfu- boltasambandsins,“ sagði Brynjar Karl. Gefa aðgangseyrinn til líknarmála Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Alltaf í boltanum Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari í körfubolta hjá FSu á Selfossi, og Alex- ander Dungal, fyrirliði körfuboltaliðs FSu, leggja mikið á sig til að ná árangri. Í HNOTSKURN »Þrettán piltar eru í Körfuboltaaka-demíu Fjölbrautaskóla Suðurlands á aldrinum sextán til tuttugu ára. »Þeir æfa tvisvar á dag, lyfta fyrripart dags og spila mikið síðari hluta dagsins. Æfingarnar eru samtals 11 á viku og einn dagur frí. » „Við þurfum að standa okkur í skól-anum, mæta og standa okkur vel í náminu svo okkur bjóðist þessi æfinga- aðstaða,“ segir Alexander Dungal. Körfuboltastrákarnir í FSu leggja mikið á sig til að ná árangri í íþrótt sinni SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | „Við notum veturinn í undirbúning og fræðslustarf og svo förum við á fullt í hreinsunina með vorinu,“ segir Tómas J. Knútsson, herforingi í umhverfissamtökunum Bláa hernum. Samtökin hafa einkum starfað að fræðslu um umhverfismál á Suðurnesjum, og þá sérstaklega í Reykjanesbæ, en nú á að taka til hendinni á landinu öllu. Hreinsunarverkefni Bláa hersins nefnist „Hreinn ávinningur“. Tómas segir unnið að stofnun öflugs um- hverfissjóðs sem frjáls félagasamtök geti sótt í til að standa undir kostnaði við hreinsunarverkefni á sínum heimaslóðum. Toyota á Íslandi hefur gert styrktarsamning við Bláa her- inn til þriggja ára til að hrinda þessu verkefni af stað. Tómas segir að fyrirtæki á viðkomandi stöðum leggi einnig fram fjármagn til að standa undir kostnaði við hreinsunina. Fyrirmyndin í Reykjanesbæ Tómas hefur hug á að byggja þetta stóra átak á þeim grunni sem lagður hefur verið í Reykjanesbæ og nágrenni, að semja við íþróttafélög og björgunarsveitir um að leggja fram mannskap í hreinsunina gegn því að fá styrki til starfsins. Síðan mætir Tómas sjálfur á staðinn með trukk samtakanna og tekur til hend- inni við stærri verkefni. Tómas hefur hug á því að fara í alla skóla í viðkomandi sveitarfélög- um til að fræða börnin og spjalla við þau um umhverfismál, eins og hann hefur gert í Reykjanesbæ, og hafa jafnvel með sér einhver sjávardýr til að sýna. „Það er mikilvægt að inn- prenta næstu kynslóðum umhverfis- vitund, það skilar sér í framtíðinni,“ segir Tómas. „Það er ljóst að hér er mikið verk að vinna og ég á von á því að það verði biðlisti eftir að fá Bláa herinn í heimsókn,“ segir Tómas. Hann segir að allt of víða sé illa gengið um og fólk skilji eftir ónýta bíla og járna- rusl við hús sín, fyrirtæki og sveitabæi. Þetta safnist upp og fólk þurfi hvatningu og aðstoð til að losna við þetta og koma þessu í endur- vinnslu. „Svo er svona drasl víða úti í náttúrunni. Þegar fólk kemur að lok- uðum dyrum hjá móttökustöðvum keyrir það næsta vegarslóða og hendir draslinu. Það á auðvitað ekki að sjást en það er spurning hvort ekki þurfi að breyta endurvinnslu- kerfinu, til dæmis með því að hafa skilagjald á fleiri vörum svo þær skili sér til endurvinnslu,“ segir Tómas. Mikið verk að vinna úti um allt landið Ljósmynd/Tómas J. Knútsson Hreinsun Hópur ungra golfáhugakrakka vann að hreinsun, ásamt for- eldrum, við bryggjuna í Höfnum á vegum Bláa hersins. Í HNOTSKURN »Blái herinn er umhverfis-samtök nemenda úr Sport- köfunarskóla Íslands. Nem- endurnir hafa unnið að hreins- un hafna og strandar og unnið mikið með Reykjanesbæ. »Blái herinn fékk umhverf-isverðlaun UMFÍ og Poka- sjóðs á árinu 2005. Reykjanesbær | Söngleikurinn Öskubuska sem sýndur er Frum- leikhúsinu virðist hafa slegið í gegn. Sýnt hefur verið fyrir fullu húsi fimm sinnum og meira og minna er uppselt á næstu sýningar. Útlit er fyrir að sýningar verði margar, að sögn Guðnýjar Krist- jánsdóttur leikstjóra. Þrjár ungar konur standa fyrir sýningunni í samvinnu við Leikfélag Keflavíkur og leikstýra hópi 60 ung- menna úr grunnskólum Reykjanes- bæjar og Sandgerðis og Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. „Við höfum allar leikstýrt skólauppsetningum, hver í sínum skóla. Við ákváðum að prófa að sameina kraftana og fá krakka úr öllum skólunum til að vinna saman að verkefni. Þetta hefur gengið framar björtustu vonum enda afar hæfileikaríkir krakkar,“ segir Guðný. Með henni eru Gunnhildur Kjartansdóttir og Íris Halldórsdótt- ir. Þær unnu leikgerðina upp úr kvikmyndinni um Öskubusku og bættu inn í sýninguna íslenskum og erlendum dægurlögum. Nú er verið að gefa út disk með tónlistinni. Lærir margt nýtt Guðný hefur tekið þátt í starfi Leikfélags Keflavíkur frá unglings- árum en þetta er fyrsta sýningin sem hún leikstýrir utan veggja skólans. „Þessi félagsskapur heltekur mann. Það er svo gaman að leiknum og maður lærir margt nýtt.“ Ljósmynd/Víkurfréttir Öskubuska Sextíu nemendur úr grunnskólum og Fjölbrautaskóla Suður- nesja taka þátt í söngleiknum Öskubusku í Frumleikhúsinu í Keflavík. Margir hæfileikaríkir krakkar koma saman Guðný Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.