Morgunblaðið - 04.11.2006, Side 32

Morgunblaðið - 04.11.2006, Side 32
ferðalög 32 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Vökvakennd efni í handfarangri megaekki vera í umbúðum sem takameira en 100 millilítra í flugi millilanda Evrópska efnahagssvæðisins frá og með næsta mánudegi. Nýjar reglur er lúta að magni vökva í handfarangri verða þá teknar upp samtímis í öllum löndum EFTA og Evrópubandalagsins. Reglur er kveða á um hámarksstærð handfarangurs taka gildi í maí næstkomandi. Þó að umbúðir megi ekki rúma meira en einn desilítra er leyfilegt að taka fleiri en eina slíka einingu með sér en skylt er að setja allar vökvaumbúðir í glæran poka með plastrennilás. Gildir þetta um öll vökvakennd efni, s.s. gloss, maskara, ilmvötn, handkrem og fleira í þeim dúr. Pokinn má ekki rúma meira en einn lítra og er hverjum farþega heimilt hafa einn slíkan poka með sér. Pok- inn er afhentur er öryggisvörðum til gegn- umlýsingar við öryggishlið í flugstöðinni. „Í raun eru þetta venjulegir nestispokar með rennilás,“ segir Hjördís Guðmunds- dóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Flugmálastjórnar. „Þeir mega rúma minna en 1 lítra en ekki meira og slíkir pokar verða til taks í Leifsstöð til að byrja með fyrir þá sem hafa ekki áttað sig á þessu. Hins vegar er mikilvægt að hver brúsi eða túpa sem taka á með í handfarangri sé ekki stærri en svo að hún rúmi 100 millilítra. Ef fólk er búið að innrita sig og er með uppá- haldskremið eða -sjampóið sitt í brúsa sem rúmar meira þarf það einfaldlega að henda því. Það er ekki hægt að ná í ferðatöskur sem búið er að innrita og því miður er engin aðstaða á flugvellinum til að geyma svona hluti fyrir fólk.“ Innsiglaðir pokar og kvittanir í tengiflugi Hjördís undirstrikar þó að eftir sem áður verði heimilt að taka með sér vökva í stærri umbúðum í flug en mikilvægt sé að pakka umbúðunum ofan í ferðatösku eða með öðr- um innrituðum farangri. „Allt má þetta vera í farangurslestinni,“ segir hún. „Eftir að komið er í flughöfnina getur fólk svo keypt sér vökva og haft með sér í flugvélina.“ Sé ætlunin að fara í tengiflug þarf þessi vökvi þó að vera í poka sem innsiglaður er af versluninni þar sem hann var keyptur, auk þess sem framvísa þarf kvittun sem stað- festir innihald pokans í öryggisskoðun þar sem tengiflug á sér stað. Farþegar þurfa einnig að afhenda öryggis- vörðum yfirhafnir til skimunar sem og far- tölvur og önnur stærri raftæki, líkt og verið hefur áður. Loks taka reglur um stærð handfarangurs gildi 6. maí 2007. Kveða þær á um að hver eining handfarangurs megi ekki vera stærri en 56 cm x 45 cm x 25 cm og eru þar talin með hjól og handföng sem kunna að vera á farangrinum. „Ég ímynda mér að þetta sé svipað og ein íþróttataska og líka svokall- aðar flugfreyjutöskur eða minnstu ferðatösk- urnar sem margir taka með sér í flugið,“ segir Hjördís. Hún bætir því við að sennilega megi búast við töfum við innritun vegna þessara reglna fyrstu dagana eftir að þær taki gildi. Því sé mikilvægt að fólk kynni sér þær áður en far- ið er af stað. Hægt er að gera það á heima- síðu Flugmálastjórnar auk þess sem bækl- inga má m.a. nálgast í Leifsstöð, á ferðaskrifstofum og hjá Flugmálastjórn. Nýjar reglur um handfarangur Ef fólk er búið að innrita sig og er með uppáhaldskremið eða -sjampóið sitt í brúsa sem rúmar meira þarf það einfaldlega að henda því. Handfarangur Nýj- ar reglur um stærð handfarangurs taka gildi í vor. www.flugmalastjorn.is Vökvi Pokinn með rennilásnum verður að vera lokaður og því má ekki fylla hann um of. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is ÁTunnuverkstæðinu, semer vinsæll matsölustaður íhjarta Qaqortoq, öðrunafni Julianehaab, á Grænlandi, ræður ríkjum Íslending- urinn Edda Lyberth, en staðinn opnaði hún árið 2000. Edda er nú orðin staðarhaldari í Brattahlíð og hefur auk þess tekið við rekstri Café Brattahlíðar þar sem Eiríkur rauði og Þjóðhildur réðu ríkjum á öldum áður. Suma daga skipta gestirnir í Brattahlíð hundruðum og er þá í mörg horn að líta hjá veitingakon- unni þegar ferðamenn hafa lokið sér af við að skoða víkingaskálann og hina endurbyggðu Þjóðhildarkirkju, sem vígð var við hátíðlega athöfn ár- ið 2000. Edda nýtur því nú orðið að- stoðar systur sinnar, Sigríðar Björnsdóttur, við rekstur Tunnu- verkstæðisins, sem heimamenn kalla Napparsivik. Athafnakonan Edda er fædd í Reykjavík 1957, en ólst að mestu upp í fimm systkina hópi undir jökli á Gufuskálum þar sem faðir hennar Björn Emilsson starfaði sem loft- skeytamaður á meðan móðirin, Kristín Markan, sá um barnaupp- eldið. Fiskur og fugl í frystinum Edda hefur búið á Grænalandi í tuttugu ár. „Ég fór einfaldlega til Grænlands í sumarfrí, en pabbi starfaði sem flugumferðarstjóri þar þegar ég var unglingur.“ Hún er gift Grænlendingnum Kaj Lyberth, skólastjóra Lýðháskóla al- þýðunnar, en hann er mikill veiði- maður og sér um að nógur fugl og nægur fiskur sé í frystinum hjá eig- inkonunni. Kaj situr í bæjarstjórn Qaqortoq og er auk þess þekktur tónlistarmaður á Grænlandi. Edda á fimm börn og er þessa dagana að springa af stolti yfir ömmuhlutverk- inu, sem er á næsta leiti því von er á fyrsta barnabarninu. Auk veitingarekstursins kennir Edda við Verkmenntaskólann í Qa- qortoq og tekur virkan þátt í bæj- arlífinu, m.a. með því að sitja í nefndum tengdum ferða- og atvinnulífi. Hún hefur mikinn áhuga á menningarferðamennsku og í sum- ar hefur hún í samvinnu við Narsaq- bæ séð um fornminjar í Brattahlíð þar sem árið 2000 risu bæði Þjóð- hildarkirkja og langhús Eiríks rauða til minningar um 1.000 ára kristni- hald. Edda skrifar svo reglulega í bæjarblaðið auk þess sem hún skrif- aði bókina „Mælkebötter og andet smukt“ með vinkonum sínum í Qa- qortoq og „Mælkevejen blues“ með Lenu Shannon. Ekki hafa komið út bækur eftir Eddu á íslensku, en dóttir hennar Marta María Jónas- dóttir sendi ásamt vinkonu frá sér bókina „Djöflatertuna“ sl. haust. Á sumrin heldur Edda fyrirlestra fyrir ferðamenn og fólk á nám- skeiðum í Qaqortoq og tekur gjarn- an lagið á Tunnuverkstæðinu við undirleik eiginmannsins Kaj, sem spilar á gítar og syngur, og vinar þeirra Karls Lynge, sem þenur nikkuna. Eldhús Norður-Atlantshafsins Edda hefur alla tíð haft mikinn áhuga á mat og matargerð. „Eldhús- ið mitt er eldhús Norður-Atlants- hafsins og á mínum grænlensku hlaðborðum er lime-marineraður sil- ungur og selkjötssúpa nauðsynleg. Svo er alltaf gaman að bjóða upp á sauðnaut. Kjötið af þessum stóru dýrum er sérlega ljúffengt og ullin af þeim er eins og dýrindis silki. Töluvert er af sauðnautum í Grönnedal fyrir norðan Qaqortoq þar sem danski herinn hefur aðset- ur. Það er líka upplifun að bjóða upp á grænmeti frá bændaskólanum Upernaviarsuk sem rekur til- raunastöð, en nemendur þaðan fara til Íslands í verknám,“ segir Edda og gefur lesendum tvær uppskriftir að lokum. Qaqortoq Óneitanlega fallegur bær í fögru umhverfi. Ljósmynd/ Gylfi Guðjónsson Staðarhaldarinn Edda Lyberth úti fyrir veitingastofu sinni í Brattahlíð. Í baksýn grillir í grænlenskt hús ásamt víkingaskála og Þjóðhildarkirkju. Eldar og syngur fyrir gestina matur Silungasúpa vænn silungur 1–2 laukar, skornir gróft olía þurrkuð hvannarblöð smá karrí Silungurinn er flakaður og skorinn í litla bita. Bein og haus soðin í vatni með salti og græn- metiskrafti til að fá soð í súpuna. Laukurinn er léttsteiktur í potti ásamt karríi og hvannarblöðum. Fiskisoðinu bætt út í og látið malla. Fiskinum er síðan bætt út í ásamt léttmjólk og smá rjóma. Látið sjóða upp. Svört- um muldum pipar eða einiberj- um bætt út í áður en súpan er borin fram með góðu brauði. Sumarsalat Handfylli af hundasúrum, fífla- blöðum, hvannarblöðum, blá- klukkum og alparós. Lime og sykur þeytt saman og sett út í salatið og að síðustu er smáveg- is af olíu skvett yfir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.