Morgunblaðið - 04.11.2006, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 04.11.2006, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG VIL beita mér fyrir því að Ís- land verði í forystu í lífrænni fram- leiðslu. Lífrænar aðferðir byggjast á því að framleiða há- gæða afurðir þar sem verndun lífríkis, vel- ferð búfjár og heilsu- far neytenda er haft að leiðarljósi. Íslensk stjórnvöld hafa unnið að setningu viðeigandi lagareglna um framleiðslu, merk- ingar og eftirlit með lífrænni framleiðslu, fyrst með setningu laga og reglugerðar 1994–1995, og nú síð- ast með því að innleiða reglugerð ESB. Þau hafa hinsvegar ekki gert framkvæmdaáætlun eða markað stefnu um þróun og upp- byggingu lífrænnar framleiðslu og engin markmið hafa verið sett þar að lútandi, ólíkt því sem stjórnvöld flestra ríkja Vestur Evrópu hafa gert. Lífræn framleiðsla lýtur eftirliti faggiltra vottunaraðila, allt frá ræktun afurða til loka pökkunar þeirra í neytendaumbúðir. Á þann hátt er framleiðsluferill vöru tryggur og komið er í veg fyrir villandi merkingar og mark- aðssetningu. Fjármagn til líf- rænnar framleiðslu hér á landi hefur verið tak- markað og ekki full- nýtt af hálfu bænda, þannig að þar virðist vanta upplýsingar og hvatningu. Skilgreina þarf nánar í hverju líf- ræn aðlögun í fram- leiðslu felst og gera þarf ráð fyrir þremur til fimm árum í aðlögunartíma. Auka þarf fræðslu og rannsóknir um lífrænar aðferðir á Íslandi í menntakerfi landsins. Fjölmargar atvinnugreinar geta hagnýtt sér lífrænar og sjálfbærar aðferðir til sóknar í byggða- og markaðsþróun, þar með talin ýmsar sjávarnytjar, margvíslegur iðnaður, matreiðsla, umhverfisvernd og heil- brigðisþjónusta. Þá styðja neyt- endasamtök og starfsmenn í mat- vælagreinum lífræna þróun. Lífræn framleiðsla hefur jafn- framt jákvæð áhrif á samfélög dreif- býlishéraða. Hún skapar atvinnu, leiðir til sparnaðar í ýmsum rekstr- arþáttum, eykur áhuga á fram- leiðslu og þjónustu sem í boði er á svæðinu og umfram allt bætir ímynd viðkomandi svæðis í augum ferðamanna, fjárfesta og mögulegra íbúa. Lífræn framleiðsla styrkir holl- ustu íslenskra afurða og bætir ímynd Íslands. Ísland í forystu - lífræn framleiðsla Steinunn Guðnadóttir fjallar um lífræna framleiðslu » Lífræn framleiðslastyrkir hollustu ís- lenskra afurða og bætir ímynd Íslands. Steinunn Guðnadóttir Höfundur er íþróttakennari og fyrr- verandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvest- urkjördæmi. TENGLAR .............................................. www.steinunn.is AF HVERJU að nefna þetta tvennt í sömu andrá? Í glæsileik undanfarinna ára, þar sem allt virðist metið eftir árangri sem mælist í tölum eða vegtyllum, hefur umræðan um stöðu kvenna einkennst af áhuga á frama og vel- gengni menntaðra kvenna. Fjölga konum í forstjórastöðum, í stjórnum fyrirtækja, á Alþingi og í sveit- arstjórnum. Ekki ætla ég að draga úr mik- ilvægi þessa og vert að minna á að það eru yfirleitt konur sem breyta aðstæðum kvenna og berjast fyr- ir réttindum þeim til handa. Nægir að nefna nýleg dæmi úr stjórnartíð kvenna hjá Reykja- víkurborg. Verulega dró úr kyn- bundnum launamun í stjórnartíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, líklega svo að hvergi er hann minni, og síðan hífði Steinunn Val- dís, nánast með handafli, upp laun láglaunakvenna. Þeirri ákvörðun var illa tekið og spáðu menn hroða- legum kollsteypum í efnahagslífinu. Jafnvel heil stórvirkjun, álver og yfirboð á íbúðalánum voru smá- munir í samanburði við þessi ósköp. En aftur að efninu. Þrátt fyrir nauðsyn þess að styrkja og fjölga konum í efri lögum samfélagsins má ekki gleyma að stærsti hluti ís- lenskra kvenna fyllir tekjulægstu launahópana og einstæðar mæður eru enn stærsti fátæki hópur landsins. Konur mega enn sæta kyn- bundnum launamun, sem ekkert minnkar þegar á heildina er lit- ið, þrátt fyrir fögur orð og fyrirheit. Það er jafnréttis-, mann- réttinda- og kvenfrels- ismál að beina ljósinu stöðugt að þessum konum í því augnamiði að leiðrétta kúrsinn. Ekki má gleyma að kjör og aðstæður kvenna ráða oft úrslitum í lífi barna, bæði í efnahagslegu tilliti og ekki síður andlega. En því nefni ég láglaunakonur og menntakonur, sem sumar eru reyndar láglaunakonur líka, í sömu andrá? Vegna þess að það á ekki að líta á þetta sem ósættanlegar andstæður. Þarna eru gagnkvæmir hagsmunir. Margar menntakonur búa yfir gríðarlegri þekkingu, oft vannýttri, um kjör og aðstæður kvenna á Íslandi og víðar. Kynja- fræði er nú kennd í Háskóla Ís- lands og að því starfi koma margar merkar mennta- og fræðikonur. Líklega er uppsöfnuð þekking þeirra og rannsóknir ein mesta auðlind íslenskra kvenna. Í þennan gnægtabrunn geta allar konur, fé- lög þeirra og samtök sótt og nýtt þá þekkingu, upplýsingar og til- lögur til lausna sem þar eru sam- ankomnar. Það er mikilvægt að konur, hvar sem þær standa, nýti þessa þekk- ingarauðlind og krefjist þess að hún sé betur nýtt. Til dæmis með því að fjölmiðlar sýni starfi kynja- fræðinnar meiri áhuga og sæki þangað þekkingu og upplýsingar þegar málefni kvenna eru til um- fjöllunar. Rannsóknir, upplýsingar, þekk- ing og tillögur til úrbóta og lausna eru sterkt tæki í réttindabaráttu kvenna. Tæki sem ber að nýta gegn óréttlæti og mannréttinda- brotum, hvort sem um er að ræða launamisrétti kynbundið eða af rót- grónu vanmati á hefðbundnum kvennastörfum – ofbeldi, stöðuveit- ingar, yfirgang og hvers konar van- mat. Nýtum þau tæki sem við höf- um öllum konum til góða og þar með samfélaginu öllu. Láglaunakonur – menntakonur Þórhildur Þorleifsdóttir fjallar um réttindabaráttu kvenna »Rannsóknir, upplýs-ingar, þekking og tillögur til úrbóta og lausna eru sterkt tæki í réttindabaráttu kvenna. Þórhildur Þorleifsdóttir Höfundur er leikstjóri og býður sig fram í 6.–8. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. LÁDEYÐAN sem ríkt hefur í stjórnmálum undanfarinn áratug liggur einna helst í því að stjórn- málamenn virðast al- mennt ekki þora að segja skoðanir sínar. Þeir liggja fremur á þeim. Hér hefur því ekki ríkt lifandi þing- ræði heldur fáræði tveggja manna – for- ystumanna tvíflokks- ins. Það að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar standi ekki á mein- ingu sinni, standi ekki við stefnumið og hugsjónir, sem þeir boðuðu kjósendum sínum í prófkjörum og kosningum, er hneisa. Þannig hafa þingmenn ríkisstjórn- arinnar beygt sig undir ægivald for- manna sinna í hverju málinu á fætur öðru. Sér í lagi var áber- andi hversu frjáls- hyggjumenn Sjálf- stæðisflokksins þögðu um sannfæringu sína í fjölmiðlafárinu. Kannski á þetta ekki að koma mönnum á óvart. Stundum er eins og Sjálfstæðisflokkurinn hegði sér fremur sem trúarsöfnuður en stjórnmálaflokkur. Flokksholl- ustan ríkir ofar sannfæringu og hugsjónum. Slagorðið hljóðar upp á samstöðu samstöðunnar vegna. Í reynd þýðir þetta samstöðu valdanna vegna. Þrælsóttinn Eitt skýrasta dæmið um þræl- sóttann í flokknum kristallaðist í Fréttablaðinu föstudaginn 27. október sl. Þar voru lagðar fyrir frambjóðendur flokksins í próf- kjörinu í Reykjavík nokkrar spurningar. Þegar spurt var hvort stuðningur íslenskra stjórnvalda (Davíðs og Halldórs) við innrásina í Írak hefði verið mistök, voru all- ir hinir trygglyndu menn og konur á einu máli: Nei. Og flestir segja að innrásin hafi verið rétt miðað við þær upplýsingar og forsendur sem lágu fyrir á þeim tíma. Það er yfirklór sem stenst ekki dóm staðreyndanna. Skortur á upplýsingum hafði ekkert með málið að gera. Meirihluti þjóða al- þjóðasamfélagsins hafði rökstudda ástæðu til að rengja áróður Bandaríkjamanna og vildi einfald- lega að eftirlitsaðilar Sameinuðu þjóðanna fengju þann tíma sem þeir þurftu til þess að leiða hið sanna í ljós. Þeim var synjað um það og inn- rásin var hafin á fölskum forsendum. En það, sem stýrði ákvörðun tvímenning- anna í ríkisstjórn Ís- lands, var fyrst og fremst vonin um að halda í bandaríska herinn sem umbun fyrir fylgispekt Ís- lands á alþjóðavett- vangi. Ekki einasta var innrásin mistök, sem stofnað hefur öryggi okkar og heims- friðnum almennt í stórhættu, heldur braut hún klárlega í bága við alþjóðalög. Illugi Jökulsson gerði þetta að umtals- efni í Blaðinu sl. helgi og segist þora að hengja sig upp á það að einhverjir frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins tali þvert um hug sinn í þessu máli. Ég er viss um að hann heldur höfðinu þótt hann hafi lagt það undir. Sér í lagi í ljósi þess að 70 til 80 prósent Íslendinga eru þeirrar skoðunar að ákvörðunin hafi verið mistök á meðan 100 pró- sent frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins eru á annarri skoðun. Endurreisn stjórnmálanna Íslenskt stjórnarfar, þótt kennt sé við lýðræði, hefur að und- anförnu einkennst af því að einn flokksforingi hefur drottnað yfir öðrum kjarklitlum og sannfæring- arsnauðum stjórnmálamönnum með hugann fullan af hetjudraum- um en hjartað lamað af ótta. End- urreisn lýðræðislegra stjórnmála á Íslandi er löngu tímabær. Kjós- endur eiga það skilið. Trúarsöfnuður eða stjórnmálaflokkur? Glúmur Baldvinsson fjallar um stjórnmál Glúmur Baldvinsson »Endurreisnlýðræð- islegra stjórn- mála á Íslandi er löngu tíma- bær. Kjósendur eiga það skilið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræð- ingur og sækist eftir 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. VIÐ lifum í heimi sem er fullur af óreglu og það er hluti af mannlegu hugarstarfi að búa til reglu úr óreglu. Fordómar eru til dæmis leið til að búa til reglu, flokka og gera lífið ein- faldara. Það er auðveldara að skynja hreina liti en litatóna. Þegar við heyrum af atburðum eins og nauðg- unum þá leitum við or- saka og reynum að búa til reglu úr óreglu. Það er mismunandi eftir fólki hvaða orsakir það nefnir. Sumir segja óheppni, stúlkan var á röngum stað á röngum tíma. Aðrir segja hún hefði ekki átt að hegða sér á þennan hátt. Hún hefði átt að vera var- kárari. Einstaklingur sem skýrir nauðganir út frá einhverju í fórn- arlambinu er ekki að gera það af mannvonsku heldur af hræðslu. Ef einstaklingurinn nær að skýra atburðinn með einhverju sem fórnarlambið gerði þá telur hann að hann geti frekar forðað sér eða sín- um frá því að vera nauðgað. Konur sem segja hún hefði ekki átt að klæð- ast svona stuttu pilsi reyna að klæð- ast síðum pilsum eða buxum. Karl- menn sem trúa hinu sama banna dætrum sínum að fara út í mínipilsi. Konur sem segja hún hefði ekki átt að labba ein heim, reyna að fá fylgd. Þetta er eins og áður sagði tilhneig- ing til að búa til reglu úr óreglu. Skoðum aðeins þetta með að fá fylgd það er t.d ekkert sem segir að það sé endilega betra þar sem einungis 11% nauðgana eru af hendi ókunnugra. Í hinum tilfellunum þekkir þolandinn gerandann og gerandinn gæti t.d hafa fylgt þolandanum heim. Sumir vilja líka meina að kynæsandi klæðn- aður gefi ýmislegt í skyn og geti leitt til nauðgunar. En hvað er kyn- æsandi? Það sem einum finnst æs- andi þykir öðrum ekkert spes. Sum- um finnst til dæmis rúllukragabolir kyn- æsandi. Er stúlka í rúllukragabol þá að bjóða upp á nauðgun með því að klæða sig á þann hátt. Auðvitað ekki. Niðurstaðan hlýt- ur því alltaf að vera sú að það er ekki hægt að skýra nauðganir með einhverju sem kemur frá fórnarlambinu. Það segir enginn viltu nauðga mér og það reynir engin/n að verða fyrir nauðgun. Nauðgun er hræðilegt brot á rétti einstaklingsins sem fyrir henni verður. Hún er eitthvað sem því miður átti sér stað vegna ofbeld- ishneigðar þess sem hana framdi. Þolandinn var bara á röngum stað á röngum tíma. Það er ekki hægt að kenna fórnarlambinu um eða koma með alhæfingar sem einungis munu síðar ala á sektarkennd þeirra. Það er hinsvegar ýmislegt annað hægt að gera, herða refsingar, auka lög- gæslu, samþykkja misneyting- arfrumvarpið, fá þolendur til að kæra, fá þolendur til að leita sér hjálpar eða segja til ef maður býr yf- ir einhverri vitneskju um annað hvort þolanda eða geranda. Það er líka hægt að koma ábendingum á framfæri ef mann grunar eitthvað. Staldra við ef manni sýnist eitthvað vafasamt vera að eiga sér stað. Taktu þátt! Gastu nú ekki reynt að … Ösp Árnadóttir fjallar um ofbeldishneigð »Niðurstaðan hlýturþví alltaf að vera sú að það er ekki hægt að skýra nauðganir með einhverju sem kemur frá fórnarlambinu. Ösp Árnadóttir Höfundur er með BA próf í sálfræði og stýrir átakinu ,,Nóvember gegn nauðgunum“. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.