Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÝLEGA birtist fréttagrein í dag- blaði með fréttum frá ríkisskattstjóra þar sem hann er ósáttur við skil fyr- irtækja til stofnunarinnar á ársupp- gjöri fyrirtækja sem sagt var að væri opinber gögn til birtingar og notk- unar af hverjum sem hafa vill. Er þarna um að ræða eina alvar- legustu njósnastarfsemi sem þekkist og verðugt verkefni fyrir opinbera aðila að taka til vandlegrar yfirlegu og endurbóta. Það kvartar enginn undan því að afhenda skattayfirvöldum þau gögn er skatturinn þarf til að farið sé að skattalögum. Að skattayfirvöld séu sett í þá undarlegu aðstöðu að krefj- ast gagna frá fyrirtækjum til þess að afhenda samkeppnisaðilum eða fjár- sterkum aðilum er óskiljanlegt. Skattayfirvöld eru sett í aðstöðu njósnara með valdboði fyrir fjár- sterka aðila á markaði viðskipta sem geta í ljósi upplýsinga er þeir fá frá skattayfirvöldum kúgað eða yfirboðið keppinautana og að lokum yfirtekið fyrirtækin. Sá grunur hefur læðst að mönnum að ónefndur viðskiptajöfur sem er orðinn eignaraðili að fjölda fyrirtækja á Íslandi hafi náð tökum á fyr- irtækjum í gegnum þær upplýsingar sem liggja frammi sem opinber gögn hjá ríkisskattstjóra. Á sama tíma og þessi undarlegi framgangsmáti við- gengst í íslensku viðskiptalífi kvarta ráðamenn þjóðarinnar yfir fákeppni og kenna öðrum um en sjálfum sér hvernig komið er. Í umræddri fréttagrein kom fram að til standi að krefjast ákvæða í lög- um þar sem ríkisskattstjóra verði heimilað að refsa fyrirtækjum (þ.e. eigendum þeirra) ef ekki verði staðið betur skil á umræddum njósnagögn- um en nú er. Með þessari fréttagrein er upplýst að íslenskt samfélag stefnir í hreinan fasisma þar sem smælingjarnir verða undir stöðugri áreitni af hálfu fégr- áðugrar valdastéttar í landinu og ráðamanna þjóðarinnar. Er furðulegt hve kjörnir fulltrúar þjóðarinnar láta leiða sig eins og nautgripi í fjósið (Þjóðarleikhúsið við Austurvöll) til mjólkunar án þess að hugsa neitt um annað en að auka eig- in hagsæld með hækkun launa að ógleymdum eftirlaunum. Ekki virðist vera um neina skýra hugsun hjá hin- um almenna fulltrúa heldur skilyrð- islaus hlýðni við ósvífni sem fram kemur frá þeim er ráða ferðinni. Tímabært er fyrir hinn almenna þegn í landinu að rísa upp gegn því einokunarafli sem unnið er leynt og ljóst að fá í hendur alræðisvald eins og það var verst á fyrri öldum. Fjár- magnið á fáum höndum leiðir til blóð- mjólkunar þegnanna. Endurskoðandi tjáði undirrituðum að umrætt ákvæði um njósnir um þegnana, sem ríkisskattstjóra er falið að framkvæma, komi frá herraþjóð- inni erlendu. Ef satt er að slíkur ósómi sé innleiddur í lög á Íslandi frá nýlenduherrunum erlendu var til lít- ils unnið að losa um konungsfjötrana 1944 þegar sjálfstæði þjóðarinnar er selt fyrir fáeina skildinga sem renna í vasa peningabraskaranna. KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, Rauðagerði 39, Reykjavík. Ríkisskattstjóri og uppgjör fyrirtækja Frá Kristjáni Guðmundssyni: NOKKUÐ hef- ur borið á því að lesendur Morgunblaðsins misskilji and- stöðu Siðmennt- ar, félags sið- rænna húmanisma, við Vinaleið Þjóð- kirkjunnar í op- inberum skól- um. Sem dæmi ritaði G. Heiðar Guðnason grein í Morgunblaðið sunnudaginn 29. október og gagn- rýndi stefnu Siðmenntar harð- lega. G. Heiðar segir m.a.: „Eig- um við e.t.v. að banna Gullnu regluna í skólunum vegna þess að hún á rætur sínar í Biblíunni?“ Að minnsta kosti tvennt er at- hugavert við þessa spurningu G. Heiðars. Fyrst ber að nefna að það er rangt hjá honum að Sið- mennt sé á móti kennslu um sið- fræði í skólum, eins og hann gef- ur í skyn. Siðmennt hefur árum saman hvatt skólayfirvöld til þess að efla námsefni í siðfræði og gagnrýnni hugsun. Ekkert er at- hugavert við að kenna börnum gullnu regluna eða annan siðferð- isboðskap, enda hafa siðareglur gildi óháð uppruna sínum. Þannig skiptir ekki máli hver á að hafa boðað gullnu regluna fyrst. Gullna reglan væri ágæt hvort sem það var Jesús eða Tóti trúð- ur sem fann upp á henni fyrst. Þá komum við að seinna atriðinu sem ég vil gagnrýna við ofangreinda spurningu G. Heiðars. Gullna reglan á einmitt ekki rætur í Biblíunni. Gullna reglan er byggð á ævafornum boðskap og var boð- uð löngu fyrir meintan tíma Jesú hér á jörð. Sem dæmi má nefna að Konfúsíus boðaði gullnu regl- una mörg hundruð árum fyrir meinta fæðingu Jesú. Dregur það eitthvað úr gildi gullnu reglunnar að Konfúsíus boðaði hana á undan Jesú? Nei auðvitað ekki. Gott sið- ferði er ekki takmarkað við kristni og reyndar viljum við, sið- rænir húmanistar, halda því fram að bestu siðferðislegu ákvarð- anirnar byggist fremur á aðferð- um vísinda og heimspeki en á trúarsetningum. Siðmennt er ekki á móti sið- ferðiskennslu í skólum og Sið- mennt er alls ekki á móti því að börn hafi aðgang að fagaðilum. Prestar og djáknar eru ekki fag- aðilar heldur fulltrúar trúar- bragða. Siðmennt mótmælir ein- ungis því að trúboð eða trúarleg starfsemi fari fram í opinberum skólum sem eiga að vera fyrir alla og halda hlutleysi sínu hvað trú- mál og stjórnmál varðar. SIGURÐUR HÓLM GUNNARSSON, varaformaður Siðmenntar. Siðmennt, gullna reglan og trúfrelsi Frá Sigurði Hólm Gunnarssyni: Sigurður Hólm Gunnarsson ÉG VIL lýsa yfir ánægju minni með þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að hefja hvalveiðar en ekki með tímasetninguna, þ.e. að hafin sé veiði um vetur. Þetta hefði átt að gerast í júlí eða ágúst. Ég held að hvalaskoð- unarmaðurinn á Húsavík þurfi ekki að óttast að veitt verði á sama stað og hann er á ferð með sína gesti. Þegar ég var á lúðuveiðum 100 mílur suður af Reykjanesi sáum við til hvalbáta álengdar en þá stóðu hval- veiðar sem hæst. Sjávarútvegs- ráðherra stendur ekki einn að þess- ari ákvörðun heldur öll ríkisstjórnin og líka Jónína Bjartmars hvort sem hún sat hjá eða ekki. Þótt hún geri mikið úr því í fjölmiðlum að hún hafi ekki samþykkt þessar veiðar þá verður hún að segja af sér ef hún vill ekki eiga neinn hlut í þessu, svo ein- falt er það, þótt þannig sé ekki hundalógík framsóknar, heldur að fara í felur. Ég hef oft verið sammála Steingrími J. Sigfússyni í mörgu en nú get ég ekki skilið hann. Ég hefði haldið að hann myndi gleðjast yfir aukinni atvinnu og útflutningi þegar eyðileggingunni lýkur í kjördæminu hans ef hún tekur þá nokkurn enda. Okkur gengur illa að ná upp fiski- stofnunum og mest er af smáfiski enda veiðum við allt sem við náum í. Við veiðum kúskel og hörpudisk, rækju, humar, loðnu og síld þannig að þorskurinn sveltur og er lítill og horaður. Það er gert mikið úr mót- mælum Breta en við höfum nú alda- gamla reynslu af landhelgisstríði við þá því það var 1901 sem þeir settu Dönum úrslitakosti til að komast í ís- lenska landhelgi, annaðhvort opnuðu þeir Faxabugt og Breiðubugt svo þeir gætu veitt flatfisk eða þeir keyptu ekkert af fleski og eggjum af þeim. Áður var landhelgin þrjár míl- ur frá ystu nesjum hring í kring um landið. Seinnitíma átökin um land- helgina þarf vart að minna á. Þegar Bretar komu hér í Bugtina til veiða þá hirtu þeir aðeins flatfiskinn, þorskinum hentu þeir í sjóinn og þá voru hér menn sem stunduðu að ná í þann fisk sem þeir köstuðu og var það kallaður tröllafiskur. Á síðasta ári varð hrun í sandsílastofninum sem varð til þess að sjófuglinn drapst í stórum stíl og krían sem lifir mest á því felldi niður varp. Svona erum við og allt sem hér er háð sveiflum í náttúrunni. Steingrímur, ég vona að þú verðir okkar ötulasti talsmaður um hvalveiðar og að bjarga fiskistofninum. Það hafa kom- ið menn bæði í útvarp og sjónvarp og stagast á því að hvalir borðuðu. Ég vildi gjarnan að þessir menn komi í sjónvarpið svo fólkið í landinum fái að sjá þá sitja til borðs með hvölum. Það myndi áreiðanlega gleðja marga enda hefur enginn mér vitanlega séð svoleiðis borðhald fyrr né síðar. Veiðum hval í framtíðinni með gát. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. Veiðum hval Frá Guðmundi Bergssyni: Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Jólatilboð Handklæði með merkingu LAUGARDAGURINN 4. nóv- ember er dagur alþjóðlegrar lofts- lagsherferðar sem 48 lönd taka þátt í í ár. Á Lækjartorgi frá kl. 13 og fram eftir degi munu Íslandsvinir standa fyrir myndasýningu sem varpar ljósi á þátt Íslendinga í þessu vandamáli. Með þessari her- ferð eru lönd heims að sýna sam- stöðu gegn þeim vanda sem lofts- lagsbreytingar eru að valda jörðinni og heiminum í heild og kalla á markvissar aðgerðir frá stjórnvöld- um. Nicholas Stern hagfræðingur, sem kynnti nýverið skýrslu sína um loftslagsbreytingar fyrir bresku rík- isstjórninni, heldur því fram að að- gerðir myndu koma til með að kosta u.þ.b. 1% heimsframleiðslunnar ár- lega. Hann segir að minnka þyrfti árlega losun gróðurhúsalofttegunda um 25% fyrir árið 2050. Vís- indamenn telja að bráðnun heims- skautanna og jökla muni hins vegar eiga sér stað mjög hratt á næstu ár- um og því er brýn þörf á róttækum aðgerðum nú þegar. Það er ekki mikill tilkostnaður að áætla 1% af heimsframleiðslunni í þetta málefni. Hagvöxtur, peningar og gull munu ekki skipta miklu máli þegar mögu- leikar mannkyns til búsetu á jörð- inni eru orðnir að engu. Nauðsynlegt er að huga að raun- verulegum breytingum og framþró- un. Hitastig jarðar hækkar ár hvert og innan fárra ára stefnir í óaft- urkræfar breytingar sem setja framtíð allra jarðarbúa alvarlega annmarka. Nýjar lausnir eru til staðar nú þegar og ríkisstjórnir þurfa að styðja þær heilshugar, hugmyndafræðilega og fjárhags- lega. Ísland getur haft mikið að segja í baráttunni og aðgerðum til að snúa við þeirri þróun sem jarðarbúar standa frammi fyrir í loftslags- málum á næstu árum. Ísland er ein af ríkustu þjóðum heims og hefur því svigrúm til þess að beina spjót- um sínum að mikilvægum mál- efnum, og hjálpað til með að skapa aðstæður fyrir nýjum fram- leiðsluháttum og breyttu neyslu- mynstri. En til þess að það geti gerst þurfa stjórnmálamenn, fyr- irtæki og almenningur að taka höndum saman og móta skýra stefnu og raunhæf markmið. Stóriðjustefna eins og viðhöfð er á Íslandi er ekki ábyrgt framlag rík- isstjórnar til áhrifa gegn hlýnun jarðar. Þvert á móti ýtir slík stefna undir stórlega aukningu á útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Vatns- og jarðvarmaorka Íslendinga er hverfandi lítið framlag á heims- mælikvarða og getur ekki talist byltingarkennd leið til að minnka gróðurhúsaáhrif í heiminum. Í stað þess að Ísland stuðli að enn frekari útblæstri með orkufrekasta og mest mengandi iðnaði heims, áliðnaði, ættu þeir að leggja áherslu á að krefjast þess að framþróun í fram- leiðsluháttum og önnur umhverf- isvænni efni en ál verði notað í framtíðinni. Einnig ætti að stuðla að því að öll farartæki heims verði knú- in af umhverfisvænni orkugjöfum en olíu og bensíni. Ríkisstjórnir, fyrirtæki og ein- staklingar leika lykilhlutverk í átt að breyttri þróun á næstu árum og geta með breyttum áherslum náð miklum árangri. Endurvinnsla, breyttar neysluvenjur, auknar kröf- ur um nýjar lausnir varðandi elds- neyti og framleiðsluhætti vega þungt á vogarskálunum. Á alvirkjuðu Íslandi eru sam- kvæmt rammaáætlun 30 terawatt- stundir af orku nýtanlegar. Það er hlutfallslega hverfandi lítið í sam- anburði við önnur ríki og uppruni orku hér (vatnsfall eða jarðvarmi) gerir virkjun þeirra, til að knýja er- lenda stóriðju ekki siðferðilega ásættanlega. Sérstaklega verður þar líka að líta til þess að til álfram- leiðslu hér á landi þarf fyrst að flytja súrál hingað til lands og þegar úr því hefur verið unnið hér þarf svo að flytja það aftur í annað land til að vinna frekar úr því. Slíkt stuðlar einungis að frekari mengun með flutningum. Hér á landi er stuðningur við menntun og einkaframtak ein- staklinga í byggðarlögum nauðsyn- legur til að stuðla að aukinni hag- sæld og styrkingu sveitarfélaga. Andstaða við stóriðju þýðir ekki andstaða við jákvæðan efnahag og uppbyggingu landsbyggðarinnar. Íslendingar eru færir um, þrátt fyr- ir smæð þjóðarinnar, að vera leið- andi afl í því mikla breytingarskeiði sem framundan er fyrir alþjóða- samfélagið. Mikilvægt er að allir stjórn- málaflokkar móti sér skýra stefnu í umhverfismálum til að sporna við eyðileggingu íslenskrar náttúru og loftslagsbreytingum jarðar. Náttúr- an og loftslagsmál jarðar er þver- pólítískt málefni sem varðar okkur öll. Andrea Ólafsdóttir, Arnar Steinn Friðbjarnarson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarki Bragason, Helena Stefánsdóttir, Jason Slade, María Kristín Jónsdóttir, Íslandsvinir. Íslandsvinir taka undir með alþjóðasamfélaginu Frá Andreu Ólafsdóttur, Arnari Steini Friðbjarnarsyni, Birgittu Jónsdóttur, Bjarka Bragasyni, Hel- enu Stefánsdóttur, Jason Slade og Maríu Kristínu Jónsdóttur: Frá Töfrafossi, sem líklega er horfinn núna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.