Morgunblaðið - 04.11.2006, Page 62

Morgunblaðið - 04.11.2006, Page 62
|laugardagur|4. 11. 2006| mbl.is Staðurstund Söngvarinn Keith Reed ætlar að syngja Vetrarferðina í minn- ingu móður sinnar á tónleikum í Fella- og Hólakirkju. »65 tónleikar Geir Svansson rýnir í nýja skáldsögu Eiríks Guðmunds- sonar, sem ber titilinn Undir himninum. »65 bækur Rætt er við Víking Heiðar Ólafsson sem vann hugi og hjörtu áheyrenda á sinfóníutón- leikum í fyrrakvöld. »64 fólk Ragna Sigurðardóttir, myndlist- argagnrýnandi Morgunblaðsins, getur ekki orða bundist vegna LHÍ-málsins svokallaða. »67 af listum Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann bar sigur úr býtum í leikritasamkeppni Borgarleik- hússins og Spron. »66 leiklist É g er mjög ánægður með að vera kominn, segir Michael Druker um Ís- landsheimsókn sína. „Mig langar að kíkja aðeins í leikhús, hitta fólk og skoða hið rómaða næturlíf. Geturðu mælt með einhverjum stað?“ Druker er einn af þessum mönnum sem manni finnst maður hafa þekkt lengi eftir að hafa skipst á nokkrum orðum við hann. Hann er afslappaður en á sama tíma á útopnu og það er oft hlegið í viðtalinu – jafnan út af engu. Í seinni tíð hefur Druker, sem er lærður leikari, mestmegnis snúið sér að leikritun og leikstjórn. Fyrsta leik- ritið sem hann skrifaði, Svínastían, er frá 1982 en síðan eru leikritin orðin alls fimmtán talsins. Patrekur 1,5 er tvímælalaust hans þekktasta verk. Það hefur verið sviðsett í átján leik- húsum víðs vegar á Norðurlöndum frá því það var frumsýnt árið 1996 og eru frekari landvinningar fram undan, þar sem verið er að þýða verkið yfir á þýsku og ensku. Þá hefjast tökur á kvikmyndinni Patrekur 1,5 í Svíþjóð í apríl á næsta ári. Hommar ættleiða ungling Söguflétta leikritsins er harla frum- leg. Verkið fjallar um hommapar sem á sér þá ósk heitasta að ættleiða barn. Fyrir misskilning kemur fimmtán ára afbrotaunglingur með manndráp á bakinu inn á heimili þeirra í stað hins eins og hálfs árs ungbarns sem þeir áttu von á. Komman í 1,5 hefur skolast til í skrifræðinu. „Ég rakst á auglýsingu í sænsku dagblaði sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Patrekur er fimmtán ára og ný- útskrifaður af geðsjúkrahúsi. Hann leitar eftir kærleiksríkri fjölskyldu til að búa hjá. Patrekur er mjög árás- argjarn og getur verið hættulegur en vonast til að komast á heimili með börnum.“ Þessi furðulega auglýsing varð kveikjan að leikritinu.“ Fyrsta sýningin á uppsetningu Þjóðleikhússins á Patreki 1,5 á Smíðaverkstæðinu er í kvöld. Áður hefur verkið verið sýnt víða um land í framhaldsskólum við góðan orðstír. Það þykir í senn bráðfyndið og um- hugsunarvert og hafa umræður með þátttöku leikaranna farið fram að sýningum loknum. Druker hyggst taka þátt í umræðunum að lokinni sýningu laugardagsins. „Mér finnst mjög gaman að taka þátt í svona umræðum. Það koma alltaf fram einhver sjónarmið sem maður hafði ekki velt fyrir sér sjálfur og það getur orðið manni innblástur til nýrra verka.“ Þegar Druker er spurður hvort Patrek 1,5 megi flokka sem sér- staklega sænskt leikrit svarar hann: „Mamma mín var rússnesk og faðir minn pólskur þannig að þó ég sé bor- inn og barnfæddur í Svíþjóð þá hefur mér aldrei þótt ég vera neitt sér- staklega sænskur. Auðvitað er eitt- hvað sænskt í mér en mér hefur alltaf fundist ég vera heldur utangarðs. Ég held að það sé þema sem er að finna í öllum leikritunum mínum.“ Liðtækur borðtennisleikari „Já, ég er mjög góður í borð- tennis,“ segir Druker án nokkurrar uppgerðarhógværðar þegar hæfi- leika hans á því sviði ber á góma. Til að setja getu sína í samhengi nefnir hann að fyrir tveimur vikum hafi hann keppt á Sænska meist- aramótinu í íþróttinni en tapað í átta liða-úrslitum. „Fyrir þeim sem vann svo mótið,“ áréttar hann. „Þegar ég var ungur vann ég einu sinni Jan-Ove Waldner,“ heldur hann áfram en landi hans Waldner er margfaldur heims- og ólympíumeistari í grein- inni. „En það var þegar ég var ungur. Í dag myndi ég ekki eiga séns í hann.“ „Ég tek spaðann með mér til Ís- lands. Vonandi fæ ég einhvern til að spila við mig,“ upplýsir hann og er hér með auglýst eftir verðugum keppinaut. Utangarðs leikskáld og borðtennisleikari Ljósmynd/Eggert Jónsson Lykilatriðið Komman í 1,5 hefur skolast til í skrifræðinu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Leikskáldið Michael Druker, sem er lærður leikari, hefur í seinni tíð mest- megnis snúið sér að leikritun og leikstjórn. Fyrir utan að vera af- bragðs leikskáld, kvik- myndagerðarmaður og uppistandari er Mich- ael Druker einn af bestu borðtennisleik- urum Svíþjóðar. Flóki Guðmundsson spjallaði við hinn viðkunnanlega og fjölhæfa Svía, en hann kom til landsins í gær til að vera við- staddur sýningu á verki sínu Patrekur 1,5 á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins í kvöld. floki@mbl.is GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Anna Kristjánsdóttir vél- fræðingur og Lísa Pálsdóttir dag- skrárgerðarkona. Þær ásamt liðs- stjórunum Hlín Agnarsdóttur og Davíð Þór Jónssyni fást við þennan fyrripart: Næðingssamur nóvember nístir inn að beini. Fyrripartur síðustu viku var ort- ur í tilefni prófkjörsvertíðar: Viltu ekki, vinur minn, velja mig á lista? Sveinbjörn I. Baldvinsson botn- aði svona: Þú réttir mér svo reikninginn og rukkar eftir fyrsta. Davíð Þór greip til guð- fræðilegra vísana: Því hinn er myrkrahöfðinginn með hersveit anti-krista. Dofri Hermannsson orti í orða- stað tveggja ólíkra frambjóðenda. Hinn galvaski: Á þingið skal ég æða inn og upp í mönnum hrista. Hinn auðmjúki: Ég skal bóna bílinn þinn, bjór þér gefa og tvista. Og sem svar við því: Til áhuga ég óðar finn, elsku, viltu gista? Hlustendur sendu að vanda fjöl- marga botna. Þórhallur Hróðmars- son orti m.a. þessa tvo: Ég ætla mér á Alþing inn og eftirlaun hið fyrsta. Í karphúsið þá kemst ég inn köngla gamla’ að hrista. Sævar Sigbjarnarson átti þessa tvo: Ég verð eins og andskotinn, ef ekki næ ég fyrsta. Ef við leggjum kinn við kinn, kem ég til að gista. Guðveig Sigurðardóttir sendi þennan: Ég ávaxta skal aurinn þinn og andstæðinginn hrista. Auðunn Bragi Sveinsson m.a.: Svo ég komist klakklaust inn, kýs ég sætið fyrsta. Jón Þórisson sendi þennan: Stóla ég á stuðning þinn og stofukommúnista. Arnþór Helgason botnaði svo: Því ég vil á þingið inn og þjóðfélagið hrista. Næðings- samur nóvember Orð skulu standa Hlustendur geta sent botna sína í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.