Morgunblaðið - 16.11.2006, Side 2

Morgunblaðið - 16.11.2006, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                                  ! " # $ %            &         '() * +,,,                              Í dag Sigmund 8 Bréf 40 Staksteinar 8 Minningar 41/48 Veður 8 Brids 49 Úr verinu 14 Menning 52/55 Erlent 16/17 Myndasögur 56 Menning 18/21 Leikhús 54 Höfuðborgin 22 Dægradvöl 57 Akureyri 22 Staður og stund 58 Landið 23 Bíó 58/59 Austurland 23 Víkverji 60 Daglegt líf 24/31 Velvakandi 60 Forystugrein 32 Stjörnuspá 61 Umræðan 34/40 Ljósvakamiðlar 58 * * * Innlent  Fjárframlög frá lögaðilum til stjórnmálaflokka og einstaklinga í prófkjörum mega að hámarki vera 300 þúsund krónur og sama máli gegnir um framlög frá einstakling- um. Framlög lögaðila verða birting- arskyld en ekki frá einstaklingum. Þetta er, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, meðal þess sem kemur fram í tillögum nefndar þeirrar sem nú vinnur að gerð frum- varps um lagalega umgjörð stjórn- málastarfsemi á Íslandi. » forsíða  Stefnt er að skráningu Icelandair Group á Aðallista Kauphallar Ís- lands fljótlega eftir næstu mán- aðamót. Skráningarlýsing fyrir félagið verður birt á fréttavef Kaup- hallar Íslands næstkomandi mið- vikudag. Síðar í þessum mánuði verður auglýst útboð þar sem til sölu verða um 18,5% af heildarhlutafé Icelandair Group, og verður almenn- ingi gefinn kostur á að taka þátt í því. Verðið í útboðinu verður hið sama og fjárfestar og stjórnendur fyrirtækisins hafa greitt í þeim viðskiptum sem þegar hafa farið fram með hlutabréf félagsins. » baksíða  Að mati Atla Gíslasonar hrl. olli Umhverfisstofnun ólögmætum spjöllum á Hrafntinnuskeri með því að veita leyfi til að taka þaðan 50 tonn af hrafntinnu. Leyfisveitingin varði refsingu samkvæmt náttúru- verndarlögum, verði ekki bætt úr skemmdunum þegar í stað. Þá hafi bæði UST og Línuhönnun hf. brotið alvarlega gegn lögum um umhverf- ismat. » 6  Allt var galtómt í frystigeymslum Náttúrufræðistofnunar Íslands þeg- ar forstjóri NÍ var viðstaddur fyrstu inngöngu fulltrúa KB banka í húsa- kynni frystihólfaleigunnar í Gnoðar- vogi nú í vikubyrjun. Lásasmiður var fenginn til að opna og þegar starfsmenn NÍ fóru inn, staðfestu þeir að ekkert væri þar eftir af mun- um stofnunarinnar. Fyrri eigendur geymslunnar stóðu ekki við loforð um að koma lyklum til KB banka, hins nýja eiganda, að sögn starfs- manns bankans. Skipt var um lás á geymslunni í heimsókninni. » 6 Erlent  Minnst tveir Palestínumenn særðust er ísraelskar orrustuþotur skutu tveimur flugskeytum á flótta- mannabúðir í norðurhluta Gaza í gærkvöldi. Árásin kom í kjölfar þess, að Ehud Olmert, forsætisráð- herra Ísraels, fyrirskipaði Amir Peretz varnarmálaráðherra að halda áfram aðgerðum á Gaza. » forsíða  Bandaríski hermaðurinn James Barker játaði í gær að hafa nauðgað 14 ára íraskri stúlku og tekið þátt í að myrða fjölskyldu hennar. » forsíða STERLING, norræna lággjalda- flugfélagið, sem er í eigu FL Group, fékk í gærmorgun hótun um að sprengja væri í vél félagsins, sem var að fara í loftið frá Amsterdam til Óslóar, með 99 farþega um borð. Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, sagði í samtali við Morgun- blaðið að við öryggisleit á farþegum og nákvæma sprengjuleit í vélinni hefði komið á daginn að um gabb var að ræða. Vélin sem um ræðir er 149 sæta Boeing 737-700. „Okkur barst sprengjuhótun, nafnlaus, inn á símaverið okkar í Noregi um kl. 9 í morgun, þar sem greint var frá því að um borð í vél okkar, sem var að fara í loftið frá Amsterdam til Óslóar, væri mann- eskja með sprengju, sem hygðist sprengja vélina í loft upp eftir flug- tak, sem var áætlað kl. 9.35,“ sagði Almar Örn. Hann sagði að um leið og þessi hótun barst hefði verið gripið til við- eigandi ráðstafana; haft hefði verið samband við lögregluyfirvöld á flug- vellinum í Amsterdam, flugvallar- yfirvöld, landamæraeftirlit og áhöfn vélarinnar; allir farþegar verið flutt- ir frá borði og þeir farið á nýjan leik í gegnum öryggiseftirlit, auk þess sem sérstök sprengjuleit, með til- heyrandi búnaði og sérstökum leit- arhundum hefði verið gerð í allri vél- inni. „Þegar gengið hafði verið úr skugga um að hér var um sprengju- gabb að ræða, sem betur fer, þá flaug vélin áleiðis til Óslóar með 95 farþega, en fjórir farþegar hættu við flugferðina. Vélin fór frá Amsterdam um hálftólf, þannig að henni seinkaði um tæpa tvo tíma,“ sagði Almar Örn. Hann sagði að vissulega væru svona hringingar bæði hvimleiðar, óþægilegar og kostnaðarsamar. En að sjálfsögðu væri ekki um neitt ann- að að ræða en taka hótanir sem þess- ar alvarlega og gæta fyllsta öryggis. Það væru ákveðin óþægindi sem svona löguðu fylgdu, bæði fyrir far- þega og félagið, en við því væri ein- faldlega lítið hægt að segja. Sprengjuhótun hjá flugfélaginu Sterling 99 farþegar voru um borð en um gabb reyndist vera að ræða Morgunblaðið/Jim Smart Gabb Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, segir að eftir öryggisleit á farþegum og sprengjuleit í vélinni hafi komið í ljós að hótunin var gabb. ALVARLEGUM umferðarslysum hefur fjölgað um tæp 44% fyrstu níu mánuði ársins samanborið við sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum Um- ferðarstofu sem heldur utan um skráningu slysa. Umferðarstofa seg- ir nauðsynlegt að bregðast við með sértækum aðgerðum. Á fyrstu níu mánuðum ársins urðu 102 alvarleg slys og í þeim slösuðust alls 120 manns. Til samanburðar má geta þess að í fyrra varð 71 alvarlegt slys fyrstu 9 mánuði ársins en sam- tals 107 allt árið í fyrra. Þrjú algeng- ustu slysin frá janúar til loka sept- ember í ár voru fall af bifhjóli, ekið út af vinstra megin og ekið út af hægra megin. Í fjárlögum næsta árs gera stjórn- völd ráð fyrir að verja 10,4 milljörð- um króna í vegaframkvæmdir en á þessu ári voru 5,9 milljarðar settir í sama málaflokk. Það er því um tæp- lega 76% aukna fjárveitingu að ræða til vegaframkvæmda en þá eru ekki meðtaldir samtals 6,2 milljarðar sem veittir verða í vegaþjónustu og við- hald. Miklar vonir eru bundnar við að úrbætur á stofnvegakerfinu í ná- grenni Reykjavíkur, þ.e. á Suður- landsvegi og Vesturlandsvegi, verði til þess fallnar að snúa þessari óheillaþróun í rétta átt og draga úr umferðarslysum auk þess sem fagn- að er fyrirhugaðri breytingu á um- ferðarlögum, s.s. hækkun sekta og harðari viðurlögum við umferðar- lagabrotum. Alvarlegum slys- um hefur fjölgað 43,6% fleiri umferðarslys hafa orðið í ár en á sama tíma á síðasta ári Í HNOTSKURN »Alls hafa orðið 23 banaslysþar sem 25 létust í umferð- inni það sem af er ári. »Á 3. ársfjórðungi voru bana-slysin 11 þar sem 13 létu lífið. Þar af voru sex banaslys í ágúst þar sem átta létu lífið. Í fyrra lét- ust samtals 19 manns í umferðar- slysum á Íslandi. ERFITT hefur verið um sjósókn undanfarnar vikur vegna ótíðar og er margur sjómaðurinn orðinn langþreyttur á umhleypingunum. Bátum á sjó fjölgaði þó frá því sem verið hefur undanfarið. Samkvæmt upplýsingum vaktstöðvar siglinga í gærkvöldi voru rúmlega 180 bátar á sjó í gær en fæstir hafa þeir farið niður í um hundrað. Þá hefur einnig oft verið ótíð á miðum allt í kringum landið. Spáð er nokkuð betra veðri næstu dagana en þó verður víða ansi hvasst á miðum. Þannig var spáð stormi á suðvesturmiðum í gærkvöldi. Fleiri bátar á sjó en undanfarnar vikur VALDIMAR L. Friðriksson, þing- maður Samfylk- ingarinnar, hyggst á sunnu- dag gefa út yfir- lýsingu um póli- tíska framtíð sína. Hann hafnaði í 14. sæti í prófkjöri Samfylkingarinn- ar í Suðvestur- kjördæmi og er þar með langt frá öruggu þingsæti. „Ég ligg undir feldi og tek ákvörðun á sunnudag,“ segir hann við Morgunblaðið. Valdimar sagði í Útvarpi Sögu í gærmorgun að reykvísk þingmannsefni hefðu raðað sér í efri sæti í prófkjörinu með að- stoð peningamanna. Kvaðst hann hafa eytt rúmlega 800 þúsund kr. úr eigin vasa í prófkjörinu. Peningar virðist hafa áhrif á það hve langt frambjóðendur ná í prófkjörum. Valdimar undir feldi Valdimar L. Friðriksson NÝ tillaga að deiliskipulagi Slippa– Ellingsenreits er nú til kynningar hjá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar. Samkvæmt henni mun Alliance-húsið víkja. Ellingsenreitur og Slippareitur frá fyrri skipulagstillögu hafa nú verið sameinaðir í einn reit, Slippa- og Ellingsenreit. Afmarkast deili- skipulagssvæðið af nýrri Mýrar- götu til suðurs, Grandagarði til vesturs, hafnarbakka til norðurs og Tryggvagötu til austurs. Á reitnum er gert ráð fyrir allt að 319 almennum íbúðum. Einnig vistvænu atvinnuhúsnæði á hafnar- bakka fyrir skrifstofur og þjónustu, sjóminjasafni í BÚR-húsinu, lítilli smábátahöfn og aðstöðu fyrir hvalaskoðunarskip með móttöku fyrir farþega. | 22 Slippsvæðið skipulagt ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.