Morgunblaðið - 16.11.2006, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
STJÓRN Háskólans á Bifröst mun ekkert
aðhafast vegna kæru á hendur Runólfi
Ágústssyni rektor fyrir meint brot á siða-
reglum skólans, en kæran barst í bréfum til
stjórnar skólans á mánudag. Rektor voru
sýnd gögnin og boðaði hann til fundar með
nemendum í gær, vegna meintrar óánægju
sem verið hefur með störf hans að undan-
förnu. Í atkvæðagreiðslu lýstu 70% yfir
stuðningi við rektor en 27% lýstu vantrausti.
Nafnlaus kæra sem útilokað
er að taka alvarlega
Formaður nemendafélagsins gagnrýnir
harðlega hvernig staðið var að atkvæða-
greiðslunni.
Að sögn Guðjóns Auðunssonar, formanns
háskólastjórnar, var umrædd kæra nafnlaus
og því telur hann útilokað að taka ásak-
anirnar alvarlega. „Með slíka hluti, sem geta
komið úr öllum áttum, gerir maður auðvitað
ekkert,“ sagði hann. Fram kom í bréfunum
að þau yrðu send siðanefnd Háskólans á Bif-
röst með beiðni um að þau yrðu tekin fyrir
þar, að sögn hans, og sagðist Guðjón ekki
vita hvaða afgreiðslu erindið fengi hjá siða-
nefndinni.
Núverandi ráðningarsamningur rektors
gildir til júlí 2008. Ekki eru fyrir hendi tíma-
mörk fyrir ráðningartíma rektors í sam-
þykktum stjórnar skólans. Gilda í meginat-
riðum sömu reglur að þessu leyti eins og við
rekstur hvers annars fyrirtækis, að sögn
Guðjóns, með því að stjórn ákveður ráðning-
artíma rektors. Runólfur hefur verið rektor í
sjö ár og hafði áður ráðningarsamning til
júlí 2007. Á fundi stjórnar snemma í haust
var samningurinn framlengdur um eitt ár.
„Það sem réð þeirri ákvörðun var sú sameig-
inlega sýn rektors og stjórnar að þarna ætti
eftir að vinna ákveðin verk sem við vildum
að hann kláraði,“ sagði Guðjón. „Ég held að
Runólfur hafi aldrei séð sig í ævistarfi sem
rektor á Bifröst og það var sameiginlegur
vilji og skilningur okkar að við vildum tíma-
binda þennan samning í þetta eina ár í við-
bót.“
„Ég veit vel að Runólfur
er umdeildur“
– Er þér kunnugt um að það hafi verið
óánægja með störf Runólfs og hegðun?
„Ég veit vel að Runólfur er umdeildur og
er í umdeildu starfi,“ svarar Guðjón. „Hann
stýrir menntastofnun uppi í Borgarfirði sem
er á fleygiferð í sinni þróun og auðvitað eru
skiptar skoðanir uppi um það hversu hratt á
að fara og í hvaða átt. Runólfur er frum-
kvöðull og vegna þess var hann líka ráðinn.
Hann fer hratt yfir og rekst stundum á
mann og annan og þeir sem verða fyrir hon-
um kveinka sér líklega en Runólfur er ráð-
inn til þessa starfs vegna hæfileika sinna og
dugnaðar.“
– Vegna þeirrar óánægju sem talað hefur
verið um í fjölmiðlum í dag – nýtur Runólfur
fulls trausts stjórnar?
„Runólfur hefur notið fulls trausts stjórn-
ar. Nú hefur ekki verið haldinn stjórnar-
fundur í dag, sérstaklega út af þessu máli,
en ég get sagt að Runólfur nýtur míns
fyllsta trausts,“ segir Guðjón.
Stjórn skólans gerir ekkert
Í HNOTSKURN
»Runólfur Ágústsson, rektor Há-skólans á Bifröst, nýtur fyllsta
trausts formanns stjórnar skólans,
Guðjóns Auðunssonar.
» Í atkvæðagreiðslu á fundi nem-enda og rektors í gær lýstu 70%
yfir stuðningi við rektor en 27% lýstu
vantrausti. Formaður nemendafélags-
ins hefur gagnrýnt harðlega hvernig
staðið var að atkvæðagreiðslunni og
telur umrædda könnun ekki mark-
tæka.
Stjórnarformaður Háskólans á Bifröst um kærur fyrir meint brot rektors á siðareglum
RUNÓLFUR Ágústsson,
rektor Háskólans á Bif-
röst, vildi í gærkvöldi
ekki tjá sig um málið, en
sagðist hafa mætt á um-
ræddan fund, gert grein
fyrir sínum málum og
lagt fram spurningu og
beiðni um traust. Sagði
hann að á fundinn hefði
mætt á þriðja hundrað
manns. „70% þeirra sem
greiddu atkvæði lýstu yfir stuðningi við
mín störf og ég met það mikils,“ sagði
hann.
Bryndís Ósk Jónsdóttir, formaður nem-
endafélags Háskólans á Bifröst, sagði hins-
vegar að atkvæðagreiðslan hefði verið
óviðunandi. Hún hefði farið þannig fram að
„ómerktum hvítum blöðum var dreift með-
al þeirra sem sátu fundinn og voru þeir
beðnir að lýsa trausti eða vantrausti á rekt-
or. Hvergi kom fram hversu margir
greiddu atkvæði eða hversu margir voru á
fundinum eða annað,“ sagði hún.
Rektor metur
stuðninginn mikils
Runólfur
Ágústsson
LÖGREGLAN í Reykjavík hafði í
nógu að snúast vegna tónleika sem
haldnir voru í austurbæ borgarinnar
á þriðjudagskvöld. Ungmenni voru
stór hluti tónleikagesta og bar mikið
á ölvun meðal þeirra. Nokkuð var
um slagsmál meðal fólksins en mest-
megnis þurfti að hafa afskipti af sex-
tán og sautján ára unglingum. Í
nokkrum tilvikum var haft samband
við foreldra ungmenna og þeir látnir
sækja börn sín. Lögregla þurfti auk
þess að stöðva för þriggja öku-
manna. Tveir þeirra höfðu ekki náð
17 ára aldri og því ekki með réttindi
til aksturs auk þess sem stúlka á átj-
ánda ári var handtekin eftir árekstur
tveggja bíla en hún ók annarri bif-
reiðinni undir áhrifum áfengis.
Rekstraraðilar Austurbæjar
sendu frá sér tilkynningu í gær og
áréttuðu að tónleikarnir hefðu ekki
farið fram í Austurbæ. Stefna húss-
ins væri að stuðla að fjölskylduvæn-
um atburðum.
Ófriður af
ungmennum
á tónleikum
„AÐ GEFNU tilefni gerir stjórn
Sambands ungra sjálfstæðismanna
þá kröfu til Árna Johnsen sem hugs-
anlegs þingmanns Sjálfstæðisflokks-
ins að hann sýni auðmýkt þegar
hann ræðir um þau brot sem hann
var sakfelldur fyrir í starfi sínu sem
þingmaður. Háttsemi sú sem Árni
var dæmdur fyrir var ekki „tæknileg
mistök“ heldur alvarleg og mjög
ámælisverð afbrot,“ segir meðal
annars í ályktun stjórnar Sambands
ungra sjálfstæðismanna.
Ennfremur segir: „Þátttakendur í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi hafa nú veitt Árna
Johnsen annað tækifæri til að sýna
að hann geti staðið undir því trausti
sem kjósendur sýna kjörnum fulltrú-
um. Fyrsta skrefið í að endurvinna
traust flokksmanna og almennings í
landinu er að iðrast fyrri mistaka af
einlægni og koma fram af auðmýkt
og virðingu.
Ef Árni Johnsen tekur sæti á Al-
þingi munu fjölmiðlar og aðrir fylgj-
ast vandlega með störfum hans þar.
Ætla má að embættisstörf hans
verði í meira mæli undir smásjánni
en gildir um aðra þingmenn. Standi
Árni Johnsen undir þeim auknu
kröfum sem til hans verða gerðar
hefur hann nýtt tækifærið og lagt
grunninn að því að endurheimta það
traust sem hann glataði við áður-
nefnd afbrot.“
Árni Johnsen sagði aðspurður um
þessa ályktun SUS að hann hefði
ekkert við hana að athuga. „Það þarf
enginn að efast um iðrun mína vegna
þeirra mistaka
sem ég hef gert
og ég hef reyndar
marglýst því yfir
á undanförnum
árum bæði í ræðu
og riti. Ég vek
hins vegar athygli
á því að störf mín
fyrir byggingar-
nefnd Þjóðleik-
hússins komu á engan hátt þing-
mennsku við,“ sagði Árni Johnsen.
Andri Óttarsson, framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði, að-
spurður hvort eitthvað hefði verið
um úrsagnir úr Sjálfstæðisflokknum
vegna ummæla Árna Johnsen í frétt-
um í fyrrakvöld, að hann vildi ekki
láta hafa neitt eftir sér.
SUS vill að Árni
Johnsen sýni auðmýkt
Það þarf enginn að efast um iðrun mína segir Árni Johnsen
Árni Johnsen
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson
borgarstjóri starfaði daglangt með
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í
þeim tilgangi að kynna sér starf-
semina sem stjórnarformaður SHS.
Klæddist hann búningi sjúkraflutn-
ingamanns og fór í þrjú útköll á
sjúkrabílum, æfði sig á tækjabúnaði
liðsins og ræddi við starfsmenn og
stjórnendur.
„Mér fannst mjög ánægjulegt að
kynnast starfinu og því ágæta fólki
sem starfar við þetta,“ sagði Vil-
hjálmur. „Eftir daginn veit ég mun
betur en áður í hverju starfsemin
felst og það var mjög skemmtilegt
að geta varið tímanum með starfs-
mönnum og sjá hvernig mannlífið í
Reykjavík kemur þeim fyrir sjónir.
Þeir eru gríðarlega vel þjálfaðir og
ég er sannfærður um að við erum
með sjúkraflutninga- og slökkvilið
á heimsmælikvarða.“
Að sögn Jóns Viðars Matthías-
sonar slökkviliðsstjóra hafa
borgarstjórnar- og sveitarstjórnar-
menn á höfuðborgarsvæðinu sýnt
SHS mikinn áhuga og skilning enda
leggi þeir áherslu á öryggi fólks.
„Eigum lið á heimsmælikvarða“
Morgunblaðið/Júlíus