Morgunblaðið - 16.11.2006, Page 12

Morgunblaðið - 16.11.2006, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞJÓÐGÖRÐUM er komið á í tví- þættum tilgangi. Annars vegar til að varðveita náttúrufar til handa komandi kynslóðum og hins vegar til að gera almenningi kleift að njóta umrædds landsvæðis. Þannig að þegar friðlýst svæði er gert að þjóð- garði er alltaf gert ráð fyrir að fólk fái að njóta svæðisins eftir ákveðnum reglum, sem miða að því að svæðið skuli ekki hljóta skaða af þeirri notkun sem fram fer.“ Þetta segir Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndar- og útivistarsviðs Umhverfisstofnunar. Þjóðgarðar hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og því ekki úr vegi að velta upp þeirri spurningu hvert hlutverk þeirra sé og hvað leyfist og hvað ekki innan þjóðgarðsmarka. Að sögn Árna getur verið vanda- samt að útbúa svæði þannig að nátt- úrufarið sem skoða á skerðist ekki um leið og það er skoðað. Segir hann menn greina á um hversu langt eigi að ganga í því að útbúa svæði m.t.t. til aðgengis þannig að t.d. hreyfihamlaðir geti komist að og eins inn á hvaða svæði akstur skuli leyfður. Bendir hann á að þeg- ar þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður fyrir þremur áratug- um hafi risið miklar deilur um lokun gamla vegarins sem lá meðfram Jökulsá um Svínadal og Hólma- tungur. Bendir Árni á að svæðið þar sem gamli vegurinn lá sé talið kjarnasvæði þjóðgarðsins og verð- mætasta svæðið til gönguferða og í því ljósi hafi þótt réttlætanlegt að færa veginn. Aðspurður segir Árni það í hönd- um þjóðgarðsvarða viðkomandi þjóðgarðs og starfsmanna Um- hverfisstofnunar að taka afstöðu til þess hvað megi og hvað ekki innan þjóðgarðsmarka. Í framhaldinu vinna þeir verndaráætlun fyrir um- rædd svæði þar sem helstu framkvæmdum er lýst og mat lagt á þær. „Allar meiriháttar fram- kvæmdir sem við förum í á þessum svæðum þurfa að fara í gegnum deiliskipulag og eru auglýstar,“ seg- ir Árni og tekur fram að slíkt ferli veiti nauðsynlegt aðhald, bæði frá almenningi og frjálsum félaga- samtökum. Pláss fyrir nánast hvað sem er Þar sem þjóðgarðar eru áfram á forræði sveitarfélaga, hvað skipu- lagsmál varðar, þó búið sé að tak- marka landnýtinguna með því að lýsa svæðinu sem þjóðgarði, getur að sögn Árna komið upp sú staða að viðkomandi sveitarstjórn vilji veita leyfi fyrir ákveðinni framkvæmd, t.d. lagningu vegar eða byggingu hótels, sem Umhverfisstofnun legð- ist gegn. Í slíkum tilfellum er hægt að kæra ákvörðun Umhverfisstofn- unar, sem er leyfisveitandi, og fer málið þá til umhverfisráðherra sem úrskurðar í því. Aðspurður segir Árni starfsmenn Umhverfisstofnunar starfa eftir þeirri meginreglu að leyfðar séu framkvæmdir innan þjóðgarða sem séu afturhverfar, þ.e. feli í sér að hægt verði að hverfa aftur til fyrra horfs. Bendir hann á að nauðsynlegt geti þótt að raska náttúrunni með göngustígum og vegum, sem kalla á jarðvegsskipti sem hafa í för með sér varanlegar breytingar á landi, til þess að koma í veg fyrir átroðn- ingi annars staðar. Spurður hvað leyfist innan þjóð- garða svarar Árni: „Það er í raun pláss fyrir nánast hvað sem er inn- an þjóðgarðs svo fremi að starfsem- in taki mið af markmiðum þjóð- garðsins og hafi ekki í för með sér varanlegar skemmdir.“ Bendir hann máli sínu til stuðnings á að í þjóð- görðunum bæði í Skaftafelli og Snæfellsnesi sé sauðfjárbeit leyfð á afmörkuðum svæðum en ekki hrossabeit. Í bænum Bölta í Skafta- fellsþjóðgarði sé rekin ferðaþjón- usta með gistirýmum fyrir gesti þjóðgarðsins. Í þjóðgarðinum í Jök- ulsársgljúfrum er rekið barnaheim- ili við Ástjörn, auk þess sem Ís- lenskir fjallaleiðsögumenn gera út starfsemi sína frá tjaldstæðinu inn- an þjóðgarðsins í Skaftafelli. Nú standi einnig til að færa golfvöllinn í mynni Ásbyrgis, sem er að hluta ut- an þjóðgarðsmarka, upp á túnin við bæinn Ás sem er innan þjóðgarðs- ins, til að auka rými við gestastofu þjóðgarðsins. Varðveita skal náttúrufar sem og tryggja aðgengi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Frá Skaftafelli Þegar friðlýst svæði er gert að þjóðgarði er alltaf gert ráð fyrir að fólk fái að njóta svæðisins eftir ákveðnum reglum, sem miða að því að svæðið skuli ekki hljóta skaða af þeirri notkun sem fram fer. Í HNOTSKURN »Nú um stundir eru þrírþjóðgarðar á Íslandi, þeir eru í Skaftafelli, Jökulsárgljúfrum og á Snæ- fellsnesi. »Þingvellir eru einnig þjóð-garður, en Þingvellir eru friðlýstir sem helgistaður þjóðarinnar með sérlögum ár- ið 1930, meðan hinir þrír þjóð- garðarnir eru þjóðgarðar samkvæmt 51. gr. náttúru- verndarlaga. Hvað má og hvað ekki í þjóðgarði? Má t.d. reka golfvöll í þjóðgarði eða leyfa sauðfjárbeit? Silja Björk Huldudóttir leit- aði svara við þessum spurningum og fleirum. silja@mbl.is BLÓÐBANKINN fékk í gær góð viðbrögð við beiðni sinni um blóð- gjafir. Blóðgjafar munu hafa streymt í Blóðbankann eftir að frétt um skort á blóði, m.a. vegna flens- unnar, birtist á mbl.is. Alls gáfu 235 blóð, og er talið að met hafi verið sett í fjölda blóðgjafa á einum degi. Í tilkynningu frá Blóðbankanum segir að enn sé þó þörf á meira blóði þar sem mikið sé um veikindi og að vonast sé til að fleiri gefi blóð á næst- unni. Mest vantar af O- og A-blóð- flokkum en allt blóð er þó vel þegið. Virkir blóðgjafar eru hvattir til þess að gefa blóð sem fyrst. ,,Við biðjum þá sem ekki hafa gef- ið áður að koma í næstu viku af því að það tekur lengri tíma að afgreiða þá,“ segir Sigríður Ósk Lárusdóttir, deildarstjóri Blóðbankans, í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í gær. Blóðbankinn verður opinn klukk- an 8–19 í dag. Líklega met í Blóð- bankanum Eftir Kjartan Jónsson „HVERT einasta barn á rétt á að fá að um- gangast bæði föður sinn og móður.“ Þetta sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti Íslands, í ávarpi sínu á ráðstefnunni Feður í samfélagi nútímans á Nordica hóteli, á fyrsta feðradeginum hér á landi. Fyrirlesurum varð tíðrætt um þjóðfélags- breytingar á Vesturlöndum síðustu aldirnar, sérstaklega á Íslandi, og áhrif þeirra á líf fólks. Í bændasamfélaginu voru kynslóðirnar saman og börn ólust jafnt upp hjá feðrum sínum og mæðrum. Með þéttbýlismyndun og sérhæf- ingu atvinnulífs fóru feður út af heimilunum til að afla fjár til framfærslu fjölskyldunnar. Sér- stakur gestur ráðstefnunnar, Tom Berdshaw frá samtökunum The National Information Center on Fatherhood á Bretlandseyjum, benti á að við slíkar aðstæður hefði fólk farið að ræða um sértæka verkaskiptingu kynjanna í heimalandi hans. Hann sýndi fram á hvernig breytingar á efnahagsumhverfinu hefðu breytt högum fjölskyldnanna og benti á að rannsóknir hefðu sýnt að feður væru jafn fær- ir um að ala upp börn og mæður af því að for- eldrahlutverkið væri lært. En hvernig sem verkaskiptingu fjölskyldunnar er háttað skipt- ir öllu máli að börn alist upp með fullorðnu fólki sem lætur velferð þeirra sig öllu varða. Gísli Gíslason, formaður Félags ábyrgra feðra, benti á að sátt ríkti í samfélaginu um launajafnrétti kynjanna en spurði hvort sátt ríkti um foreldrajafnrétti, að báðir foreldrar bæru jafna ábyrgð í uppeldi barna sinna. Hann fór yfir stöðu forsjárlausra foreldra, en 96% þeirra eru feður, og benti á að brýnt væri að lagfæra ýmislegt varðandi hagi þeirra. Þar sem réttindi og skyldur tengjast lögheimili barns hefur sameiginleg forsjá mjög litla þýð- ingu án þess. Af þeim börnum sem fæðast á Íslandi eru 26% meðlagsbörn. Erlendar kannanir sýna að börn frá föðurlausum heimilum eru mun lík- legri til að eiga erfitt uppdráttar í lífinu en þau sem alast upp hjá báðum foreldrum. Á árunum 2002–2005 voru 77% þeirra barna sem Barna- verndarstofa hafði afskipti af úr hópi meðlags- barna og 56% þeirra sem barnaverndarnefndir höfðu afskipti af á árunum 2002–2004. Félagsmálaráðherra, Magnús Stefánsson, tók í ávarpi sínu undir að hér væri vandi á ferðum sem leiddi til þess að margir forsjár- lausir feður í fjárhagserfiðleikum leiddust út í að vinna svart, því að taka má allt að 75% launa þeirra upp í skuldir. Hann benti einnig á að Ráðgjafarstofa heimilanna hefði bent á að einhleypt fólk væri í áberandi miklum fjár- hagsvandræðum. Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í fé- lagsfræði, sagði að foreldrar ættu ekki að koma sér hjá því að útkljá sín mál með því að láta börn skera úr um hjá hvoru þeirra þau vildu búa við sambúðarslit. Hún benti á að fræðimenn legðu nú áherslu á að velferð barna og fullorðinna fælist í tengslum fólks í fjöl- skyldum og að mikilvægt væri að huga að þeim þætti við breytingar á högum þess. Mik- ilvægt væri að skilgreina hvað fælist í sameig- inlegri forsjá og að lögheimili barna yrði í framtíðinni skráð hjá báðum foreldrum við sambúðarslit. Breytt staða barna rædd á feðradegi Hvert barn á rétt á að fá að umgangast bæði föður sinn og móður, segir Vigdís Finnbogadóttir Réttindi barna Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, ræddi réttindi barna á ráðstefnunni Feður í samfélagi nútímans. ♦♦♦ LÖGREGLAN á Akranesi hefur upplýst tvo bruna sem urðu í bæn- um í júní í sumar. Um var að ræða bruna við Sementsverksmiðjuna þar sem kveikt var í brettastæðum og bruna í birgðastöð Olís við Hafn- arbraut þar sem kveikt var í tanki með tjöruhreinsi. Í báðum tilfellum varð tjón umtalsvert, bæði á mun- um og mannvirkjum. Nú í vikunni bárust upplýsingar til lögreglu sem urðu til þess að gerendur í mál- unum fundust. Reyndust það vera tveir 13 ára drengir sem höfðu kveikt í á báðum stöðum. Drengirnir hafa verið teknir til viðtals hjá lögreglu og játuðu þeir báðir verknaðinn skýlaust. Dreng- irnir eru ósakhæfir sökum aldurs og hafa mál þeirra verið send fé- lagsmálayfirvöldum til umfjöllunar. Tveir drengir kveiktu í á Akra- nesi í sumar JÓNÍNA Bjartmarz umhverfis- ráðherra er nú stödd í Nairobi í Kenía þar sem ráðherrafundur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna hófst í gærdag. Hún á að flytja ræðu fyrir Íslands hönd um klukkan átta árdegis í dag að ís- lenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með ráðherranum flytja ræðuna í beinni vefútsendingu á heimasíðu ráðuneytisins. Umhverfisráð- herra í beinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.