Morgunblaðið - 16.11.2006, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.11.2006, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 17 Fullar verslanir af fallegum jólafatnaði Jólafötin sem krakkarnir vilja! Smáralind/Kringlunni Verslaðu á netinu www.bestseller.is Samkvæmisfatnaður Dubai, Doha. AP, AFP. | Arabíska sjón- varpsstöðin Al-Jazeera á ensku hóf í gær útsendingar, en fréttastöðin er sögð ná til um áttatíu milljóna heim- ila í Mið-Austurlöndum, Evrópu, Afríku og í Suðaustur-Asíu. Al-Jaz- eera á ensku mun hafa útibú í Doha í Katar, í Kuala Lumpur í Malasíu, í London og Washington, en sent verður beint frá fjölda staða að auki. Al-Jazeera hefur haft mikil áhrif síðan stöðin hóf útsendingar á arab- ísku fyrir tíu árum. Hefur fréttastöð- in á sér það orð meðal araba að þar sé stunduð beinskeytt fjölmiðlun, nokkuð sem skort hafi á í Mið-Aust- urlöndum, en þetta hefur valdið því að ýmsir þjóðarleiðtogar, bæði í arabaheiminum og á Vesturlöndum, hafa haft horn í síðu hennar. Hægt verður að horfa á Al-Jaz- eera á ensku í Bandaríkjunum í gegnum tölvur en sjónvarpsrásir munu ekki vera þar á lausu í bili. Ýmsir þekktir sjónvarpsmenn hafa verið ráðnir til stöðvarinnar, svo hún eigi möguleika á erfiðum samkeppn- ismarkaði þar sem m.a. er við að etja BBC World og CNN. Meðal þeirra eru Bretinn Sir David Frost. Nær til áttatíu milljóna heimila Al-Jazeera á ensku hóf í gær útsend- ingar í Evrópu, Afríku og SA-Asíu BRESKA þingið var sett formlega í gær og kynnti Elísabet II. Englandsdrottning þá samkvæmt venju lagalista ríkisstjórnar sinnar vegna komandi þings. Þetta verður a.ö.l. í síðasta sinn sem drottningin kynnir lagalista Tonys Blair sem hyggst víkja sem forsætis- ráðherra á næsta ári eftir tíu ár á valdastóli. Blair sést hér ganga í þingsal ásamt David Cameron, leiðtoga íhaldsmanna, en helstu stefnumál Blairs að þessu sinni, ef marka má lagalistann, víkja að baráttunni gegn hryðjuverkum, glæpum og andsamfélagslegri hegðun. AP Hinsti lagalisti Blairs kynntur Moskvu. AFP. | George W. Bush Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti ákváðu á fundi í Moskvu í gær að undirrita viðskipta- samning sem greiðir fyrir inngöngu Rússlands í Heimsviðskiptastofn- unina (WTO). „Þeir staðfestu að bæði ríkin eru tilbúin að undirrita WTO-samning í Hanoi,“ sagði Dmítrí Peskov, tals- maður rússneska forsetans, eftir að þeir Bush og Pútín hittust á flugvelli í Moskvu þegar vél bandaríska for- setans millilenti þar til að taka elds- neyti á leiðinni til Asíu. Samningurinn verður undirritað- ur á sunnudag þegar forsetarnir hittast aftur á leiðtogafundi Efna- hagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrra- hafsríkja (APEC) í Hanoi, höfuðborg Víetnams. Rússland er eina stóra landið í heiminum sem ekki hefur fengið að- ild að Heimsviðskiptastofnuninni. Rússar hafa reynt að fá aðild að stofnuninni frá árinu 1994 en banda- rísk stjórnvöld hafa hindrað hana. Bandaríkjastjórn lagði meðal annars áherslu á að Rússar tryggðu hug- verkarétt og aðgang erlendra fyrir- tækja að fjármálaþjónustu og flug- vélamarkaðnum í Rússlandi. Fréttaskýrandi sagði í grein í rússneska dagblaðinu Kommersant að erfitt gæti reynst að fá banda- ríska þingið til að samþykkja við- skiptasamninginn eftir að demókrat- ar fengu meirihluta í báðum deildum þingsins í kosningum fyrr í mánuðin- um. „Umræðan á þinginu verður að allsherjaratkvæðagreiðslu um Rúss- land – stefnu Rússa í innanríkis- og utanríkismálum, efnahag landsins og ástand rússnesku þjóðarsálarinnar,“ skrifaði Dmítrí Trenín, fréttaskýr- andi í Moskvu. Ræddu Íransmálið Á fundinum í gær fengu forsetarn- ir einnig tækifæri til að ræða deiluna um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Íran og leiðir til að draga úr spenn- unni milli ríkjanna, meðal annars vegna stuðnings ráðamanna í Moskvu við írönsku klerkastjórnina. Spennuna má einnig rekja til deilna Rússa og Georgíumanna og ásakana um að stjórnvöld í Moskvu hafi skert frelsi fjölmiðla. Fallast á samning um inngöngu Rússa í WTO Í HNOTSKURN » Viðræður um viðskipta-samning milli Bandaríkj- anna og Rússlands hafa staðið í tólf ár. » Innganga í WTO væri álit-in mikill sigur fyrir Pútín sem hefur lagt mikla áherslu á að tryggja hana áður en kjör- tímabili hans lýkur árið 2008, en skv. stjórnarskránni ber honum þá að láta af embætti. AP Leiðtogafundur Vladímír Pútín tekur á móti George W. Bush á flugvelli í Moskvu. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.