Morgunblaðið - 16.11.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.11.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 19 MENNING Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is GUNNAR Þórðarson tónskáld hef- ur lagt til fjórtán lög á nýja hljóm- plötu tenórsöngvarans Óskars Pét- urssonar, Ástarsól, sem nýlega er komin út. „Þetta eru níu ný lög og fimm eldri en textarnir eru eftir ýmsa höfunda,“ segir Gunnar. „Nýju lögin samdi ég í sumar,“ en auk þess að leggja til lögin útsetur Gunnar plötuna, leikur á gítar og stjórnar flutningnum. Elsta lagið á plötunni er Bláu aug- un þín, en á henni er líka að finna lög eins og Vetrarsól, í bland við þau nýju. „Ég vona að ég sé ekki mikið að endurtaka mig. Ég útset lögin fyrir sex manna grunnsveit og svo er þarna níu manna strengjasveit, horn og flauta og tveir kórar, þ.e. Him- nódía og Karlakórinn Heimir. Hljómurinn er því nokkuð stór. Það var einstaklega gaman að vinna að þessu verkefni og óhætt að segja að Óskar hefur mikla rödd,“ segir Gunnar. Þessa dagana er Gunnar að fylgja diskinum eftir með tónleikum vítt og breitt. Næstkomandi föstudags- og laugardagskvöld verða útgáfu- tónleikar á Akureyri og líklegt er að tónleikar verði í Borgarleikhúsinu 17. desember næstkomandi. Þetta verða heilmiklir tónleikar, líklega með báðum kórunum og strengja- sveitinni. Ennfremur er að koma út á næst- unni Brynjólfsmessa, þar sem kveð- ur við annan tón í tónsmíðum Gunn- ars, sem hefur á síðustu árum snúið sér í ríkari mæli að klassískum tón- smíðum. Gunnar semur fyrir Óskar Morgunblaðið/Ómar Tónskáldið Frá æfingum á Brynjólfsmessu fyrr á þessu ári. KVIKMYNDIN Börn, í leikstjórn Ragnars Braga- sonar og í fram- leiðslu Vest- urports, verður sýnd í Há- skólabíói dagana 17., 18. og 19. þessa mánaðar, klukkan 20 og 22, með íslenskum texta. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vesturporti vill leikhópurinn með þessu móti koma til móts við heyr- naskerta áhorfendur sem kunna að hafa áhuga á að sjá myndina. Börn er sjálfstæður hluti tvíleiks um samskipti foreldra og barna. Hún var frumsýnd á Íslandi 14. september síðastliðinn, en ráðgert er að frumsýna seinni hluts tvíleiks- ins, Foreldrar, áður en árið er liðið. Myndin er tilnefnd til átta Eddu- verðlauna í ár, m.a. sem kvikmynd ársins, fyrir besta handritið, og bestu tónlistina. Þá er Ragnar Bragason tilnefndur sem leikstjóri ársins auk þess sem Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filupp- usdóttir og Ólafur Örn Ólafsson hljóta öll tilnefningu sem leikarar ársins. Gagnrýnandi Morgunblaðsins gaf myndinni fjórar stjörnur. Börn með íslenskum texta Ragnar Bragason DAGUR íslenskrar tungu er í dag. Af þeim sökum verður mikið um að vera á bókasöfnum landsins þar sem bókum um íslenskt mál verður sér- staklega stillt upp. Ársafn Borg- arbókasafns heldur daginn auk þess hátíðlegan með óvenjulegum hætti. Starfsmenn safnsins munu lesa ljóð eftir ýmsa höfunda í kallkerfi Bónus- verslunarinnar að Hraunbæ 121 milli klukkan 12-13 og aftur klukkan 16-17. Auk þess munu gestir Ársafn koma með tillögur að fallegasta ís- lenska orðinu. Það orð sem hlýtur flestar tilnefningar mun svo verða notað af starfsmönnum safnsins í tíma og ótíma. Bókagjöf til fjögurra ára barna Borgarbókasafn Reykjavíkur, Bókasafn Mosfellsbæjar og Bóka- safn Seltjarnarness, í samstarfi við heilsugæslustöðvarnar og með styrk frá MS, ætla að gefa börnum í þess- um bæjarfélögum bók árið sem þau verða fjögurra ára. Fyrstu bæk- urnar verða afhentar í dag þegar börn frá leikskólanum Dvergasteini koma í aðalsafn Borgarbókasafnsins í Grófarhúsi og taka við Stafrófs- kveri eftir Sigrúnu og Þórarinn Eld- járn. Aðalmarkmið gjafarinnar er að vekja áhuga barna á bókum strax frá unga aldri. Ljóð, bækur og bókasöfn ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.