Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 33
Þess var minnst í ár íSvíþjóð að 75 ár eruliðin frá einum hörmu-legasta atburði í sögu
landsins. Her landsins var beitt
gegn kröfugöngu í Ådalen 14.
maí 1931. Biðu fimm manns
bana, þar af ein ung stúlka er
fylgdist með göngunni úr garð-
inum heima hjá
sér. Ítarlegar
rannsóknir fóru
fram á atburð-
inum, sérstök
nefnd fjallaði um
málið og urðu um-
ræður þrungnar
ásökunum á hinu
sænska þingi
Riksdagen. Áköf
leit var að þeim
syndugu. Hvorki
var hægt að rekja
eitt né neitt til
undurróð-
ursstarfsemi kommúnista sem
auðveldað hefði yfirvöldum rétt-
lætingu á hvers vegna herinn
hafði verið kallaður til.
Óeirðir í Halmstad
Þremur vikum áður en
byssuskotunum var hleypt af í
Ådalen urðu mikil læti í hafn-
arbænum Halmstad á vest-
urströnd Svíþjóðar. Þar hafði
einn helsti atvinnurekandi bæj-
arins, Gustav Hyléen, staðið
gegn áformum verkalýðsfélags-
ins um kauphækkun, en félagið
var undir stjórn sósíal-
demókrata. Hann var fullur ör-
væntingar út af markaðs-
örðugleikum heimskreppunnar
og lækkaði tímakaupið um fimm
aura og lögðu þá verkamenn
niður vinnu, enda verkbann
skollið á að þeirra mati. At-
vinnurekandinn brá þá á það
ráð í náinni samvinnu við sam-
tök atvinnurekenda í Stokk-
hólmi að fá sendan vinnufúsan
vinnukraft til að sinna verk-
efnum timburverksmiðjunnar.
Eins og við var að búast urðu
stimpingar og mikill æsingur í
Halmstad. Verkfallsbrjótar
voru ekki teknir mjúkum hönd-
um. Lögreglan varð hvað eftir
annað að grípa inn í deiluna og
kalla á liðstyrk frá Gautaborg.
Herbyssur voru hafðar tiltækar
á laun en engar afspurnir voru
um þær á þeim tíma og þar af
leiðandi engar deilur.
Helstu sögubækur í sænskum
skólum sögðu lengi svo frá að
rótin að æsingnum stafaði af
kommúnistum á staðnum. Þeir
hefðu ekki látið tækifærið líða
sér úr greipum og reynt með
undirróðri að ná fjöldafylgi í
skjóli forystuhlutverks í vinnu-
deilunni.
Prófessor minn í sagnfræði
við háskólann í Uppsölum, Sven
A. Nilsson, var frá Halmstad og
ritstýrði verki um sögu bæj-
arins. Ég sinnti heimildavinnu
árið 1980–1981 og leitaði uppi
heimildir og heimildamenn í
tengslum við Halmstadsslaginn
1931 og skrifaði ritgerð um at-
burðinn.
Þá birtist mynd gjörsamlega
ólík þeirri sem sögubækur
greindu frá. Upphaf deilunnar
átti ekki upptök sín í undirróðri
kommúnista. Gangur deilunnar
var með öllu óháður skipulagi
þeirra. Þeir áttuðu sig ekki á
því hvað var að gerast né held-
ur náðu að grípa inn í. Ég fann
áður órannsakaða samtímafund-
argerð (11. maí 1931) þar sem
kommúnistar bóka í anda sjálfs-
gagnrýni að þeir hafi sofið á
verðinum og ekki náð að gera
sér mat úr deilunni. Vonin um
fjöldafylgi myndi enn láta bíða
eftir sér.
Slagurinn í Halmstad endaði
með brottför „verkfallsbrjóta“
og sáttargjörð fyrir tilstilli sér-
staks sáttasemjara. Tímakaupið
hækkaði eilítið. Það voru ekki
afkastamiklir utanbæj-
arskrifstofumenn sem gengu í
störf verkafólksins, sumpart
peninganna vegna, sumpart
vegna öfga í stjórnmálaviðhorfi
á hægri væng.
Lögreglan hafði gripið inn í
átökin og reynt að
eyða hópmyndun
sem ógnað gæti lífi
og eignum sam-
borgara. Sósíal-
demókratar í bæj-
arstjórn lögðust
gegn hinni áberandi
notkun lögregl-
unnar en fengu
ekki við neitt ráðið.
Ríðandi lög-
reglumenn með
kylfur á lofti voru í
sjálfu sér kveikjan
að frekari æsingi.
Óttinn magnast
Deilan í Halmstad var, þegar
öllu er á botninn hvolft, áþreif-
anleg kraftbirting kreppunnar
miklu. Mikil hræðsla greip um
sig meðal stjórnvalda um að
kommúnistar stæðu að baki
átökunum. Þó það ætti í engu
við rök að styðjast öðlaðist sú
sýn sjálfstætt líf. Á næsta
átakastað, Ådalen, sem einnig
var laus við stjórnkænsku
kommúnista, var fullvopnaðri
herdeild komið. Skotin riðu af
og lýðræðisþróun Svíþjóðar
beið hnekki. Enginn stjórn-
málamaður eða stjórn-
málaflokkur dirfðist framar að
leggja til að vopnin töluðu í
samskiptum við verkalýðshreyf-
inguna. Vopnin voru kvödd.
Nú eru sænskar sögubækur,
m.a. eftir rannsókn okkar, með
rétta frásögn um áhrifavalda í
Halmstadsdeilunni.
Íslensk lögregla
og erlendur her
Íslensk lögregla vildi ekki
vera notuð í vinnudeilum og
tókst að standa utan þeirra oft-
ar en erlendu ríki með varn-
arstarfsemi á Íslandi þótti sómi
að. Bandarísk hernaðaryfirvöld
vildu ekki grípa inn í skæru-
hernaðinn við Reykjavíkurhöfn
árið 1942 þó tillögur þess efnis
innan setuliðsins væru bornar
fram. Varfærni hefur reynst
happadrjúg íslensku þjóðfélagi.
Þau skemmdarverk sem framin
voru gegn hakakrossfánanum á
Akureyri og Siglufirði árin 1933
og 1934 hefur tíminn fyrirgefið
og menn gengist síðar við; jafn-
vel eilítið stoltir. Yfirdrifinni
refsigleði samkvæmt lagabók-
staf þess tíma var ekki hægt að
beita. Gerendur töluðu ekki í
síma um hvað þeir hefðu í
hyggju né létu orð falla á röng-
um stað. Aðgerðirnar voru í
þeirra augum réttmætar þó
ekki væru þær löglegar.
Vettvangur
sagnfræðinnar
Er ekki kominn tími til að
skoða bilið á milli orða og at-
hafna kommúnista kreppuár-
anna og sósíalista í kalda stríð-
inu á opinn hátt? Hvílík gildra
liggur ekki í því að ætla út frá
orðayfirlýsingum einum að
dæma um til hvers þær leiða.
Ég taldi mig í fyrstu geta
treyst erlendum fræðimönnum
sem dæmdu út frá orðum al-
þjóðasamtaka kommúnista
hvernig þeir hefðu raunveru-
lega hagað sér innan verkalýðs-
félaga, sérstaklega með því að
kljúfa þau. Dæmin reyndust óf-
innanleg á Íslandi og leit í öðr-
um löndum sýndi að hér var um
goðsögn að ræða. Orð eru að
vísu til alls fyrst. Sagnfræðinga
er að sýna fram á dæmin um að
orðin hafi reynst aflvaki hlut-
anna. Orðræðuna undanfarnar
vikur í Morgunblaðinu ber að
túlka sem ákall um nánari
fræðilegar rannsóknir með
opnu skjalaaðgengi í anda lýð-
ræðis. Taka þarf sérstakt tillit
til persónuverndar hlutaðeig-
enda, framhjá því skal ekki
gengið og ríður mest á að hlut-
aðeigendur, sem fylgst var með
vegna ótta um að þeir væru
meðhlauparar erlends ríkis.
Þeir þurfa undanbragðalaust að
fá að sjá gögnin um sig.
Kvittir og
goðsagnamyndun
Horfumst í augu við hið liðna.
Í Noregi var skipuð nefnd til að
athuga hvernig hleranir og eft-
irlit með pólitískum ein-
staklingum og félagasamtökum
hefðu verið framkvæmdar.
Hverjar voru lagalegar for-
sendur fyrir hinu leynilega eft-
irliti? Í nefndina var m.a. valinn
einstaklingur sem vökul augu
ríkisins höfðu fylgst með á
tímabili kalda stríðsins. Að-
gengi var í framhaldi veitt þeim
sem voru á skrá til að sjá „per-
sónugögn“ um sig. „Lund-
nefndin“ var skipuð 1. febrúar
1994. Hún hafði ekki það mark-
mið að fella dóm um hið liðna,
heldur að gera ljóst hvað hafði
átt sér stað til að „eyða kvitti
og goðsagnamyndun“ [fjerne
spekulasjoner og mytedann-
elser. (s.1122)]. Lagafrumvarpið
sem Alþingi Íslendinga sam-
þykkti 4. október 2006 hefur
meira afmarkað hlutverk: „að
gera tillögu um tilhögun á
frjálsum aðgangi fræðimanna
að þeim [opinberum gögnum
um öryggismál]“. Norska
nefndin fékk víðtækt umboð til
að „rannsaka alla þætti hjá
leynilögreglu [overvåk-
ingstjeneste] og her er varða
staðhæfingar um þátttöku þess-
ara stofnana og fólks sem þeim
var tengt í ólöglegu og óviðeig-
andi eftirliti með norskum
borgurum“. Það er umhugs-
unarvert að rannsóknin leiddi í
ljós virðingarleysi gagnvart
anda laganna um eftirlit.
Hægri – vinstri-
skalinn á minna við
Leynimakkið var ekki beint
tengt skalanum hægri – vinstri,
heldur má álykta sem svo að sá
flokkur (eða flokkar) sem hélt
um stjórnartaumanna hverju
sinni hafi beitt verkfærum rík-
isvaldsins því til varnar en jafn-
vel líka í sína þágu. Það síðast-
nefnda átti ekki að geta gerst.
Norski verkamannaflokkurinn
var áratugum saman við stjórn-
völinn og fylgdist gaumgæfu-
lega með kommúnistum með
hlerunum og útsendurum. Við
sjáum að ákveðin vatnaskil
verða í Noregi árið 1949. Kalda
stríðið jók á ótta þeirra sem
fóru með ríkistjórnarvaldið.
Þess vegna tel ég að það megi
ekki „ákæra“ Sjálfstæðisflokk-
inn sem hægri flokk fyrir að
hafa sett af stað eftirlit með
fólki sem talið var ganga erinda
erlends ríkis og hafa einræði á
stefnuskránni. Þetta gerðist í
lýðræðisríkjum með sósíal-
demókrata við stjórnvölinn sbr.
Noreg og Svíþjóð. Hitt er aug-
ljóst, að slíkt eftirlit gat verið
misnotað í þágu eins stjórn-
málaflokks á kostnað annars.
Eftirlitið hefur innbyggðan
veikleika, þ.e. eftirlitið verður
taumlaust og lýðræðislegt að-
hald hverfur smám saman án
þess að aðilar viti af því sjálfir.
30. mars 1949 ollu straum-
hvörfum í viðhorfi til öryggis-
mála á Íslandi. Best fer að eyða
„kvitti og goðsagnamyndun“ í
íslenskri sögu með athugunum
á fyrirliggjandi gögnum, sem
von bráðar verða í lýðræð-
islegum anda gerð aðgengileg.
Það má taka undir með Birni
Bjarnasyni að pólitíska umræð-
an hafi oft snúist „upp í inn-
antómt karp og slagorðaflaum
eða ofsafengna NATO- og
Bandaríkjaóvild“. Öryggismál
virðast oft rædd af léttúð og er
auðvelt að gera stöðu „litla“ Ís-
lands í alþjóðasamfélagi hjákát-
lega. Hvernig sem það er verð-
ur að taka á viðkvæmum málum
af festu. Skilaboð Þórs White-
head með greinum sínum er að
það lágu til þess gildar ástæður
að ríkisvaldið hóf eftirlit með
grunsamlegu fólki sem aðhyllt-
ist byltingarkenningar og hafði
æft vopnaburð. Það er vægi
þessara þátta í raunveruleik-
anum sem um er deilt. Það
verður að koma í veg fyrir að
umræðan verði í skotgrafastíl.
Lund-nefndin hafði heimild
til að kalla til sín alla þá er tal-
ið var að gætu varpað ljósi á
hleranir og eftirlit, jafnt ólögleg
sem og heimiluð tilfelli. Munn-
leg geymd reyndist drjúg upp-
lýsingaveita og voru allir við-
mælendur leystir undan
trúnaðar- eða þagnarheitum.
Engar fyrirætlanir voru um
refsingu fyrir upplýst lagabrot.
Markmiðið var að leiða sann-
leikann í ljós til að skapa sátt
um kafla í sögu þjóðar. Hvort
sérstaka þingnefnd eða aðra
trúverðuga nefnd ætti að setja
á laggirnar á Íslandi skal hér
látið liggja á milli hluta. Það er
hafið yfir allan vafa að munn-
lega geymd ber að nýta.
Brennd gögn eru að eilífu horf-
in en minni þátttakanda getur
reynst drjúg heimild sem vert
er að kanna. Heimildarýni þarf
að iðka eins og í hverju öðru
máli sem rannsakað er.
Skundað af átakavelli
Í mínum huga er eitt besta
dæmið um hve byltingarkennt
ofbeldi og vopnaskak var fjarri
raunveruleika íslenskra forystu-
manna kommúnista sagan þeg-
ar Brynjólfur Bjarnason, for-
maður Kommúnistaflokks
Íslands, skundaði af átakavell-
inum í Gúttóslagnum 9. nóv-
ember 1932 til að mæta í
kennslutíma í Kvennaskólanum
í Reykjavík. Kennari felldi ekki
niður kennslu – jafnvel þótt eft-
irsótt bylting gæti tekist með
valdi – hún var einfaldlega ekki
á dagskrá með slíkum hætti. Í
Gúttóslagnum var lögreglan
beitt fantaskap og heyrði ég
frásögn eins járniðnaðarmanns
(Þorkels Guðmundssonar) af því
hvernig hann varð vitni að því
er lögreglumanni var lyft og
kastað á oddhvassa girðingu.
Járniðnaðarmaðurinn hafði ekki
verið fylgismaður ofbeldis og
mundi aldrei leggja slíku lið.
Sem betur fer voru byssur víðs-
fjarri og engu lífi fórnað. Slíkt
dæmi sem Svíar þurfa að lifa
við í minningunni um hina fimm
látnu í Ådalen 14. maí 1931 höf-
um við verið blessunarlega
lausir við.
Halmstad, Ådalen og Gúttó –
Kvittir og goðsagnamyndun
Eftir Stefán F. Hjartarson » Er ekki kominntími til að skoða
bilið á milli orða og
athafna kommúnista
kreppuáranna og
sósíalista í kalda
stríðinu á opinn hátt?
Stefán F. Hjartarson
Höfundur er sagnfræðingur
frá Uppsala-háskóla.
amálum komi
fyrr en nokkru
erlendis. Þann-
alað um að Ís-
ftir Bandaríkj-
á eftir Evrópu
Hann segir þó
eldur farinn að
raðbönkum
framkvæmda-
og verðbréfa-
ir að íslenskir
á þeim málum
hér á landi á
verið að end-
ðstafanir sem í
hafi allt eftirlit
erið aukið til
ál fóru að koma
rfsmenn bank-
við að kanna
hvort aukabúnaður af einhverju tagi
sé settur á hraðbankana, og rétt að
benda almenningi á að vera á varð-
bergi ef eitthvað reynist athugavert
við hraðbanka.
Framleiðendur hraðbanka hafa
leitað leiða til að koma í veg fyrir
svindl af þessu tagi. Í dag hefur verið
sett upp grænleit, gegnsæ hulsa
framan á kortaraufar margra ís-
lenskra hraðbanka sem gerir svindl-
urum erfitt fyrir að setja lesara upp á
þeim hraðbanka. Þetta er aðferð sem
hefur verið mikið notuð erlendis, seg-
ir Guðjón.
Þar sem hulsan stendur út í loftið
og er gegnsæ er afar erfitt að koma
ólöglegum segulrandarlesara fyrir í
hraðbankanum. Engir vírar eru inni í
hulsunni, ólíkt gabbbúnaði sem er
með afritunarbúnaði og getur því
ekki verið gagnsær.
Öryggi greiðslukorta, hvort sem er
kredit- eða debetkorta, mun aukast
til muna þegar öll greiðslukort verða
farin að nota svokallaða örgjörva,
litla tölvukubba á greiðslukortum
sem koma í stað segulrandarinnar.
Til þess að það verði þarf þó að und-
irbúa verslanir þannig að posakerfin
taki við slíkum kortum, og hraðbanka
svo þeir lesi örgjörvana en ekki seg-
ulrendur kortanna.
Örgjörvakort öruggari
Bergþóra hjá Kreditkorti segir
lestur örgjörvakorta mun öruggari
en lestur á segulrönd. Þegar er farið
að gefa út kreditkort með bæði ör-
gjörvum og segulröndum, en hér á
landi hefur útgáfa debetkorta með
þeirri tækni ekki hafist enn. Spurð
hvort ekki sé hætta á því að glæpa-
menn finni upp nýjar aðferðir til að
bregðast við nýrri tækni segir Berg-
þóra það vissulega hættu en enn sem
komið er hafi þeim ekki tekist það og
litlar líkur á að það verði alveg í bráð.
Á næstu vikum verður farið að
dreifa posabúnaði í verslanir sem not-
ast við örgjörvana í stað segulrand-
arinnar, en þar með verður þess kraf-
ist að stimplað sé inn PIN-númer í
stað undirskriftar, segir Sigmar
Jónsson hjá Fjölgreiðslumiðlun.
Fjölgreiðslumiðlun er fyrirtæki í eigu
banka, greiðslukortafyrirtækja og
Seðlabankans, og rekur og vottar all-
an posabúnað, kassaafgreiðslukerfi
og hraðbanka, og rekur miðlægt
greiðslukerfi fyrir heimildir og
færslur fyrir greiðslukort.
„Þetta gerist hægt, þetta eru mikl-
ar breytingar og við viljum ekki valda
óþægindum fyrir söluaðila eða aðra.
Þetta er búið að vera í margar vikur í
prófunum. Það sama á við um hrað-
bankana, þar byrjar þetta innan
nokkurra vikna, það ferli er einnig í
prófunum,“ segir Sigmar.
Allt er það þó til lítils ef ekki verða
settir örgjörvar á debetkort. Guðjón
Rúnarsson hjá SBV segir að ör-
gjörvavæðing kreditkorta sé langt
komin og á næsta ári verði hafist
handa við að skipta út debetkortum,
með það markmið að skipta út öllum
kortum fyrir árslok 2007.
á kortið
dlinu
nnsláttur falinn Mikilvægt er að reyna að hindra að
viðkomandi sjái til þegar PIN-númer er slegið inn í
raðbanka enda mögulegt að myndavél fylgist með.
rgunblaðið/Júlíus
aðan búnað til
Norrönu.
dl fer þann-
ði er komið
önd og
em notuð
ort með
tekið út fé.
ekkt er-
m í fyrsta
di í ár.
r hafa þeg-
með því
ærri hulsu
a hrað-
jótum erf-
fyrir
pa hluta af
m þarf til
Netið, en
byrði bún-
hraðbanka.