Morgunblaðið - 16.11.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 37
MARGIR hafa freistast til að
kaupa sér séreignalífeyrissparnað á
undanförnum árum. Fólki er seld sú
hugmynd að leggja til hliðar fyrir
efri árin. Þetta mikið
frá því sjálfu en þetta
mikið frá atvinnurek-
anda og síðan rúsínan í
pylsuendanum, þetta
mikið frá ríkinu! Allir
bankar, allir sparisjóð-
ir og önnur fjármála-
fyrirtæki hafa nú í
nokkur ár hamast við
að selja fólki hugmynd-
ina. Aldrei er minnst á
hvað viðkomandi við-
skiptavinur gengur í
gegnum þegar hann
síðan ætlar að leysa
sparnaðinn til sín. Sparnað sem
hann með réttu á.
Nei, það er ekki vakin athygli á
því að borga verður fulla stað-
greiðslu af sparnaðinum og ekki tek-
ur betra við ef fólk er allt í einu kom-
ið á örorku. Þá nefnilega kemur
þetta sem tekjur á fólk og ef maður
er bótaþegi hjá Tryggingastofnun
ríkisins má maður alls ekki hafa
neinar tekjur.
Skoðum eitt dæmi. Kona ein byrj-
aði í séreignalífeyrissparnaði fyrir
mörgum árum. Hún var þá í fullri
vinnu og við fulla heilsu. Hún var bú-
in að safna sér 399.247 kr. í sér-
eignasjóð. Hún ákvað, eftir að hún
fékk greiningu sem öryrki, að leysa
sparnaðinn til sín. Af 399,247 kr. eru
teknar 146,603 kr. í staðgreiðslu
skatta. Eftir standa 252,644 kr. sem
konan fékk í sinn hlut. Ekki nóg með
það. Þar sem hún sem öryrki þiggur
bætur af Tryggingastofnun ríkisins
er teknar af henni allar bæturnar
þar til hún er búin að borga 252,644
kr. þar sem hún mátti
ekki hafa tekjur sem
þessar samkvæmt út-
reikningum TR. Sem
sagt, henni er refsað
fyrir að mynda sér
sjóðinn og detta það í
hug að leysa hann til
sín. Er það skrýtið að
fólki skuli finnast
vinnubrögð sem þessi
einkennileg?
Hvergi kemur eða
kom það fram hjá sölu-
mönnum séreignalíf-
eyrissparnaðarins að
framkvæmdin væri slík þegar að-
stæður breytast hjá fólki. Ef eitt-
hvað er þá er þetta dæmi, dæmi um
lélegustu sölumennsku sem um get-
ur í þjóðfélaginu í dag. Og að ekkert
eftirlit er með þessum vinnuaðferð-
um finnst mér hneisa. Ofangreind
kona er eitt dæmi af mörgum þús-
undum öryrkja sem eru rúnir inn að
skinni í skjóli lélegrar sölumennsku,
handvammar misgreindra stjórn-
málamanna, sem er alveg sama þar
sem þeir eru ekki í þessari aðstöðu,
og engu eftirliti stjórnvalda.
Segjum sem svo að ofangreind
kona ætti hlutabréf, Spariskírteini
ríkissjóðs eða annan sparnað, þá
sæti hún í nákvæmlega sömu spor-
unum, mætti alls ekki leysa sparn-
aðinn út þar sem bætur hennar
skerðast um leið.
Mér er spurn, hvers vegna er ör-
yrkjum refsað jafnóvægið en öðrum
ekki? Og þrátt fyrir öll hagsmuna-
félög öryrkja heyrist ekki múkk frá
þeim. Það er eins og öllum sé bara
sama. Þess vegna spyr maður sig, á
hvaða stall á að setja öryrkjann í
þjóðfélaginu? Þegar skynsamur ein-
staklingur með ekki alltof háan líf-
eyrissjóð er að reyna að safna sér til
efri áranna en er refsað á jafnsví-
virðilegan hátt og raun ber vitni.
Og aldrei er minnst á þetta við
sölumennsku banka eða annarra á
séreignalífeyrissparnaðinum.
Séreignalífeyrissparnaður
og léleg sölumennska
Haukur Þorvaldsson fjallar
um málefni öryrkja og
séreignalífeyrissparnað
»Mér er spurn, hversvegna er öryrkjum
refsað jafnóvægið en
öðrum ekki?
Haukur Þorvaldsson
Höfundur er öryrki.
ÁRIÐ 1974 kom ég frá námi er-
lendis og hóf störf við tölvu- og
gagnavinnslu hér á Ís-
landi, fyrst innan vé-
banda Raunvís-
indastofnunar
Háskólans. Tölva
hafði þá verið á stofn-
uninni í nær áratug og
orðafar mótast nokk-
uð um hvað hlutirnir
skyldu kallaðir. Flest-
ir notuðu a.m.k. orðið
„tölva“ um þessi
undratæki en ekki
voru til margar tölvur
á Íslandi á þeim tíma.
Ég fékk oft það hlut-
verk að halda nám-
skeið um tölvunotkun
og forritun og þurfti
að skrifa ýmiss konar
leiðbeiningar. Á þeim
tíma var það ekki
mjög auðvelt þar sem
aðeins hafði tekist að
gefa fáum hugtökum
sem tengdust tölvu-
tækninni íslensk heiti.
Atvikin höguðu því svo að ég hef síð-
an árið 1978 leitt starf orðanefndar
Skýrslutæknifélags Íslands sem hef-
ur unnið að því að finna íslensk heiti
fyrir margvísleg fyrirbæri tölvu- og
upplýsingatækni. Um miðjan níunda
áratug síðustu aldar fjölgaði tölvum
mikið og þær urðu hluti af tækjaeign
margra heimila. Mér varð þá ljóst að
eftir því sem fleiri nýttu sér tölvu-
tæknina þeim mun mikilvægara væri
að geta haft á reiðum höndum ís-
lensk heiti. Orðanefnd Skýrslutækni-
félagsins hefur starfað óslitið frá
stofnun félagsins 1968 og sent frá
sér fjórar útgáfur Tölvuorðasafns,
1983, 1986, 1998 og 2005. Í fjórðu út-
gáfunni eru ensk og íslensk heiti og
skilgreiningar og skýringar á rúm-
lega 6500 hugtökum. Við val á efni í
bækurnar hefur ávallt verið haft að
leiðarljósi að finna heiti fyrir þau
fyrirbæri sem almennir tölvunot-
endur þyrftu að fjalla um í ræðu eða
riti. Má benda á að í þessum söfnum
hafa fyrst birst mörg þeirra heita
sem nú eru á vörum flestra tölvunot-
enda eins og sögnin að vista og nafn-
orðið gjörvi. Flestir kannast að vísu
betur við orðið örgjörva en það kom
á eftir gjörvanum.
Tölvuorðasafnið hefur verið að-
gengilegt í orðabanka Íslenskrar
málstöðvar frá því hann var opnaður
hinn 15. nóvember 1997 á verald-
arvef lýðnetsins. Í þessari viku opn-
aði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra, nýjan leit-
araðgang að fjórðu útgáfu Tölvu-
orðasafns á vef Skýrslutæknifélags
Íslands, www.sky.is. Það var viðeig-
andi þar sem menntamálaráðherra
sýndi félaginu og orðanefndinni þann
heiður að taka á móti fyrsta eintaki
bókarinnar þegar hún kom út 24.
ágúst 2005. Orðanefndin hefur í sam-
vinnu við fyrirtækið Spurl ehf. (sem
nú er hluti af Já ehf.) komið upp lipr-
um leitaraðgangi að orðasafninu.
Leita má að bæði íslenskum og ensk-
um heitum og fá allar upplýsingar
sem eru í prentuðu bókinni um hvert
hugtak.
Það er von orðanefndarinnar og
Skýrslutæknifélagsins að þessi nýi
leitaraðgangur muni
nýtast tölvunotendum í
þeirri viðleitni að fjalla
um hugðarefni sín á
vandaðri íslensku.
Markmið frumkvöðla
Skýrslutæknifélagsins
og þeirra sem hafa
starfað í orðanefndinni á
vegum þess hefur alltaf
verið að gera Íslend-
ingum kleift að rita og
ræða um tölvu- og upp-
lýsingatækni á góðri ís-
lensku.
Í orðanefnd Skýrslu-
tæknifélagsins eiga nú
sæti Sigrún Helgadóttir
tölfræðingur, Baldur
Jónsson prófessor, em-
eritus, Þorsteinn Sæ-
mundsson stjörnufræð-
ingur og Örn Kaldalóns
framkvæmdastjóri hjá
Icepro. Hið íslenska
bókmenntafélag gaf út
4. útgáfu Tölvuorðasafns
í samvinnu við orðanefndina. Stefán
Briem, eðlisfræðingur, ritstýrði út-
gáfunni.
Er hægt að tala um
tölvur og upplýsinga-
tækni á íslensku?
Sigrún Helgadóttir segir frá að
opnaður hefur verið leit-
araðgangur að Tölvuorðsafni
Sigrún Helgadóttir
»… að geraÍslendingum
kleift að rita og
ræða um tölvu-
og upplýs-
ingatækni á
góðri íslensku.
Höfundur er tölfræðingur
og formaður orðanefndar
Skýrslutæknifélagsins
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010
Hair play frá
Rakarastofan
Klapparstíg
Fréttir
í tölvupósti
SAGAN AF
MJÁ
!
Fæst í verslunum Pennans/Eymundsson
AD útgáfa - pantanir söluaðila: adutgafa@simnet.is
Sölustaðir: Penninn, Eymundsson,
Bókabúð Máls og menningar og bókadeildir Hagkaupa.
Pantanir söluaðila: adutgafa@simnet.is
OG HUGPRÝÐI HANS
MOSA