Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 43
þangað til styttan var eins og ný. Ég
gat alltaf leitað til þín, sama hvert
vandamálið var og einhvern veginn
fannst þú alltaf töfralausnina eða sást
jákvæðu hliðina á málinu.
Að lokum vil ég þakka þér fyrir að
vera bæði frábær afi og vinur, þú
munt eiga stað í hjarta mínu að eilífu.
María Kristinsdóttir.
Afar eru mismunandi. Flestir eru
samt stoltir af barnabörnunum og
dekra þau alveg út í eitt. Sumir afar
eru strangir og ekkert mjög nánir
barnabörnum sínum. Ég þekki annað
mun betra. Afi minn var einstakur.
Ef ég hugsa um hvað ég man frá
barnæsku þá man ég mest eftir hon-
um. Enda bjó hann í húsinu okkar, á
hæðinni fyrir neðan okkur.
Afi Stefán, hvar get ég byrjað.
Hann mun lifa með mér alla tíð. Hann
var ekki eins og hver annar afi fyrir
mér heldur svo miklu meira en það.
Við áttum vel saman vegna áhuga
okkar beggja á dýrum og náttúrunni.
Hann sá t.d. um alla hamstrana mína
sem voru allnokkrir. Samt man ég
langmest eftir því þegar ég gat komið
heim eftir skóla hvenær sem var og
fengið mjólkurkex með ískaldri
mjólk og horft á Nilla Hólmgeirsson
með honum.
Jólin með afa þar sem hann las fyr-
ir okkur utan á pakkana. Kvöldin
með honum þar sem við horfðum
saman á Önnu í Grænuhlíð og hann
lifði sig inn í atburðarásina með mér
eru minningar sem fylgja mér um
ókomna tíð. Það er ómetanlegt að
hafa fengið að búa í sama húsi afi og
geta skoppað niður á náttfötunum til
hans um helgar. Ég er líka sannfærð
um að það hefur þroskað mig mjög
mikið og að vera svona mikið með
honum. Afar eru mjög mismunandi
en ég er viss um að ég fékk eina bestu
útgáfu sem til er.
Guð geymi hann alla tíð.
Ásdís Elín Jónsdóttir.
Tíminn flýgur. Mér finnst ólýsan-
lega stutt síðan ég var lítil og sat í
fanginu á afa.
Við fjölskyldan bjuggum lengi vel í
sama húsi og hann og leið því varla sá
dagur sem við hittumst ekki. Heim-
sóknir til afa voru því ófáar og tók
hann alltaf fagnandi á móti mér, nán-
ast hvenær sem var. Það vantaði ekki
góðmennskuna þegar afi átti í hlut.
Hann stjanaði svoleiðis við okkur
barnabörnin og við kunnum svo
sannarlega vel við það.
Við afi náðum alltaf vel saman. Eft-
ir því sem tíminn leið þróaðist sam-
bandið okkar á milli. Gelgjan kom
þarna einhverstaðar inn í en afi hagg-
aðist aldrei. Hann var alltaf þessi
trausta manngerð með báða fætur á
jörðinni. Það var aldrei neinn asi á
honum afa, hann gerði hlutina bara á
sínum hraða. Þrátt fyrir að vera jarð-
bundinn hafði hann alltaf sterkar
skoðanir og var einstaklega
skemmtilegt að tala við hann. Afi var
líka mjög fróður og voru samræðurn-
ar við hann gjarnan einstaklega
fræðandi.
Ég efaðist aldrei um væntumþykju
afa. Hann var ekki maður mikilla
orða en sýndi væntumþykju sína
fyrst og fremst í verki. Það var
ósjaldan sem hann kallaði í mig til
þess að færa mér eitthvað. Þá var það
oft eitthvað sem hann hafði valið af
kostgæfni og alltaf þótti mér jafn
vænt um það.
Elsku afi Stefán. Það eru ekki allir
jafn heppnir og ég að hafa átt svona
yndislegan afa. Mér þykir óendan-
lega vænt um þig og ég mun alltaf
geyma stað fyrir þig í hjarta mínu.
Bryndís Dagmar Jónsdóttir.
Aldur er afstæður. Aldur í árum er
eitt og aldur í sálum oft allt annar.
Lítil manneskja og stór, ung sál og
gömul geta hæglega náð saman og
orðið ævarandi vinir – alveg inn að
beini, eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Afi Stefán var besti vinur Stefáns
Matthíasar, Ásdísar Elínar og Bryn-
dísar Dagmarar, barna Jóns Kr., son-
ar Stefáns og Ásu dóttur minnar, sem
alla tíð bjuggu saman í hreiðri á sitt-
hvorri hæðinni á Hagamelnum. Afar
kært var með þeim feðgum og inn í
það stóra faðmlag var Ásu minni og
börnunum boðið af hjartans ein-
lægni. Þau lifðu þannig samtvinnuðu
lífi jafnt á tyllidögum sem hversdags
og afi Stefán varð fastur póll í tilveru
þeirra.
Litla fólkið stóð vart út úr hnefa
þegar það fór að príla til afa. Þangað
var margt að sækja, óendanlega að-
dáun og ást auk endalausrar þolin-
mæði í leikjum og spjalli. Afi átti líka
svo margt gamalla muna til að skoða
og alltaf sætindi til að stinga upp í
litla munna.
Leikgleði afa Stefáns og áhugi á að
deila kjörum með fjölskyldunni var
endalaus þá loksins hann réð tíma
sínum og gat leikið sér að vild að
loknum löngum vinnudegi.
Þær voru ekki margar bæjarferð-
irnar sem hún Ása mín fór án afa.
Hann hafði svo gaman af að rísla sér í
búðum á efri árum, óvenjulegt, en
Stefán var safnari og hafði áhuga á
mörgu. Stefán afi var alvörugefinn
maður að eðlisfari en stutt í galsann.
Ása mín gleymdi sér eitt sinn við
spjall á grænu ljósi. Afi beið smá-
stund en sagði svo sallarólegur:
„Ljósið verður nú varla öllu grænna
en þetta Ása mín.“
Hinn 7. nóvember sl. fór afi Stefán
yfir í betri heim, á skærgrænu ljósi. Á
iðjagrænum völlum himnaríkis hefur
honum verið fagnað sem aufúsugesti
af herskara engla sem gæta barna
Guðs bæði á himni og jörðu.
Ég þakka Stefáni fallega viðkynn-
ingu en sér í lagi þakka ég ást hans og
umhyggju fyrir litlu fjölskyldunni
þeirra Jóns og Ásu. Blessuð sé minn-
ing Stefáns Hannessonar.
Elín G. Ólafsdóttir og fjöl-
skyldan úr Efstasundi 40.
Föðurbróðir minn, Stefán Hannes-
son, fyrrverandi verkefnastjóri hjá
Reykjavíkurborg, fæddist í Reykja-
vík 22. apríl 1923. Hann lést á öldr-
unardeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss að Landakoti 7.
nóvember sl. Fundum okkar Stefáns
bar fyrst saman árið 1958 þegar ég
fór til sumardvalar að Stóru-Tjörn-
um í Ljósavatnsskarði. Stefán hafði
átt heimili að Stóru-Tjörnum allt frá
bernsku en flutti heimili sitt síðar til
Reykjavíkur þar sem hann var bú-
settur ásamt fjölskyldu sinni um
langt árabil. Næstu fjögur sumrin
kynntist ég frænda mínum vel auk
ábúenda á Stóru-Tjörnum og var sú
reynsla mér afar þroskandi og
ánægjuleg. Milli okkar urðu vináttu-
bönd sem haldist hafa alla tíð.
Ég gerði mér fljótlega grein fyrir
mannkostum Stefáns, dugnaði hans
og atorku en hann var með afbrigð-
um verklaginn, úrræðagóður og ósér-
hlífinn. Hann hafði umtalsverðan
rekstur með höndum í Þingeyjar-
sýslu, annaðist mjólkurflutninga,
vélaviðgerðir og hverskyns önnur
verkefni sem honum voru falin í
sveitinni. Hann naut virðingar og
trausts samstarfsmanna sinna hvort
sem var við störf í Þingeyjarsýslu eða
í Reykjavík eftir að hann flutti til
borgarinnar.
Mér eru sérstaklega minnisverðar
veiðiferðir okkar frændanna en í
Ljósavatni og tjörnunum þar í kring
er ágæt veiði silungs og laxa. Stefán
var mikill áhugamaður um stangveiði
og kenndi mér reyndar flesta þætti
sem varða þá iðju en auk þess voru
lögð net í tjarnirnar til silungsveiða.
Síðustu árin átti Stefán við heilsu-
brest að stríða. Veikindi hans ágerð-
ust og lífsgæði skertust en hann tók
veikindum sínum af stöku æðruleysi.
Ég er þakklátur frænda mínum fyrir
ánægjulegar samvistir ekki aðeins á
yngri árum heldur ekki síður fyrir
vináttu okkar á undanförnum mán-
uðum. Fjölskyldu Stefáns, ættingjum
og vinum færi ég hugheilar samúðar-
kveðjur.
Hannes Pétursson.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 43
þú upp handboltatíma ykkar mömmu
og varð þér líka tíðrætt um þegar þið
báðar áttuð börn með dags millibili.
Þú þitt fyrsta, Sigurð á Akranesi og
mamma sitt þriðja, Sólveigu í
Reykjavík, daginn áður.
Kæra Malla, hver á núna að halda
liðinu saman og baka fyrir jólin fyrir
ömmu og Sigrúnu? Ömmu, sem mikið
hefur mátt þola og horfir nú á eftir
öðru barni sínu kveðja þetta líf. Þú
sofnaðir síðan svefninum langa á
meðan við vorum á leiðinni heim á
sunnudeginum.
Bogi, Siggi, Maggi og fjölskyldur,
við sendum ykkur okkar dýpstu sam-
úð og megi æðri máttarvöld vera með
ykkur og hjálpa ykkur yfir þessa erf-
iðu tíma.
Elsku amma, kæri pabbi, Else og
föðursystkini, við erum með ykkur í
huganum og sendum ykkur allan
þann styrk sem okkur er mögulegur.
Elín, Magnús, Sólveig og Björg.
„Ég geri alltaf 15 sinnum þegar
sjúkraþjálfarinn segir mér að gera 10
sinnum.“ Eitthvað á þessa leið sagði
Malla við okkur þegar hún var að lýsa
endurhæfingunni á Grensási fyrir
u.þ.b. ári síðan. Okkur finnst þetta
lýsa Möllu betur en mörg orð. Hún
var alltaf tilbúin að gera miklu meira
en til var ætlast. Dugnaður og kraft-
ur eru fyrstu lýsingarorðin sem koma
upp í hugann þegar við hugsum um
Möllu. Hún æfði á sínum yngri árum
handbolta og varð þá m.a. Íslands-
meistari með Val. Það er auðvelt að
sjá hana fyrir sér sem góðan hand-
boltamann með þessa eiginleika.
Dugnaður og kraftur einkenndu hana
alla tíð. Við í fjölskyldu Sigga B. og
Ninnu nutum þess oft, því oftar en
ekki var Malla drifkrafturinn í að
skipuleggja ýmsar uppákomur í fjöl-
skyldunni. Það má segja að hún hafi
tekið við forystuhlutverkinu í þeim
efnum af Ninnu, móður okkar og
tengdamóður, þegar hún féll frá fyrir
nokkrum árum. Malla bjó reyndar yf-
ir mörgum öðrum góðum kostum en
krafti og dugnaði. Hún var hrein-
skiptin og heiðarleg. Ef henni líkaði
ekki eitthvað var hún órög við að láta
það í ljósi. Maður vissi alltaf hvar
maður hafði hana. Hún var einnig
tilbúin að hrósa fyrir það sem vel var
gert og oft var hún kát og skemmti-
leg. Malla var trygglynd og um-
hyggjusöm, hún gætti þess vel að
enginn gleymdist. Þar kom gott
minni hennar sér oft vel og mundi
hún t.d. afmælisdaga allra í fjölskyld-
unni. Hún ræktaði garðinn sinn af
kostgæfni, bæði í óeiginlegri merk-
ingu og eiginlegri. Malla og Bogi voru
samhent hjón og líklega kom það
hvergi betur fram en í fallegu görð-
unum þeirra. Þeir eru lýsandi dæmi
um natni og góðan hug.
Fyrir u.þ.b. hálfu öðru ári síðan fór
illvígur sjúkdómur að láta á sér kræla
hjá Möllu, eftir að hafa legið niðri í
nokkur ár. Þá hófst erfið barátta sem
Malla háði af dugnaði og krafti. Lengi
vel mátti ekki á milli sjá hvor myndi
hafa betur. Það fór þó svo að sjúk-
dómurinn náði yfirhöndinni. Þrátt
fyrir að hafa orðið að láta í minni pok-
ann er samt ekki hægt annað en líta á
Möllu sem sigurvegara. Það var lær-
dómsríkt að fylgjast með hvernig hún
háði sína baráttu; hún bognaði sjald-
an og brotnaði aldrei. Æðruleysið var
aðdáunarvert og dugnaðurinn alltaf
til staðar. Ávallt var hún tilbúin að
gefa af sér og það hjálpaði öllum sem
umgengust hana að takast á við erf-
iðleikana sem fylgdu baráttunni.
Það er erfitt að sætta sig við að
Malla sé farin frá okkur, ef til vill er
það alls ekki hægt. Missir Boga,
Sigga, Magga og fjölskyldna þeirra
er mikill og hugur okkar er hjá þeim.
Öll syrgjum við Möllu. Í sorginni er
þó hægt að sækja styrk í minninguna
um góða konu, dugnað hennar, kraft
og æðruleysi. Blessuð sé minning
Möllu.
Sigrún og Hörður.
Kær vinkona er horfin til annarra
heima, jákvæð, ákveðin, stjórnsöm,
pólitísk, gamansöm og hláturmild en
umfram allt góð vinkona okkar. Við
kynntumst á gömlu dönsunum, mikið
dansað og mikið gaman á þeim árum.
Margar voru ferðirnar sem við fórum
innanlands sem utan en London var
okkar uppáhald og nutum við allra
þessara ferða. Oft borðuðum við sam-
an, meðal annars á sunnudögum eftir
kóræfingar okkar góðu eiginmanna.
Áttum við þá gleðistundir og hlust-
uðum á tónlist kóra og kvartetta.
Við þökkum vinkonu okkar öll þau
frábæru 45 ár sem við höfum gengið
saman í gleði og sorg. Boga vini okk-
ar og allri fjölskyldunni biðjum við
blessunar.
Anna Jóna og Lárus.
Þó útþráin lokki mig landinu frá
æ lengra og lengra út í geim
og margt þurfi að kanna
og mikið að sjá
mig langar að síðustu heim
Já, landið mitt fagra
með dali og fjöll
og fjölskrúðugt litaval
með heiðbláan himinn
og fannhvíta mjöll
og fossinn í hamranna sal.
(H.T.)
Nú í dag kveðjum við vinkonu okk-
ar, hana Möllu.
Það er mikið lán að eiga góða vini.
Vinátta okkar, sex í hóp, hefur
staðið um þrjá áratugi og með hverju
ári orðið sterkari. Við töluðum oft um
að vináttu þyrfti að rækta og Malla
var drifkrafturinn í hópnum. Hún var
hvetjandi, stjórnsöm og gefandi kona
og hafði allt sitt á hreinu.
Margar minningar sækja á hugann
þegar litið er um öxl.
Við minnumst ferðalaganna með
eldri skátum frá Akranesi, bæði inn-
anlands og erlendis.
Við sex fórum svo saman í ferðalög,
fórum í sumarbústað yfir helgi eða
sátum og spjölluðum heima í stofu.
Þegar við hittumst eða töluðum sam-
an í síma, eftir að hún var orðin veik,
vildi hún miklu frekar tala um hvern-
ig okkur liði en að tala um sína líðan.
Þau Bogi og Malla voru samhent
hjón, og áttu yndislegt heimili og fjöl-
skyldu. Barnabörnin voru hennar eft-
irlæti og voru þau umvafin hlýju og
elsku.
Það hefur verið mikil gjöf að eiga
þau Boga og Möllu að vinum.
Við minnumst Möllu með söknuði
og hlýju og vottum Boga og fjölskyld-
unni allri einlæga samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem.)
Kristrún og Þjóðbjörn,
Björg og Helgi.
Í dag er sorgardagur hjá okkur
vinum og vandamönnum hennar
Möllu. Við höfðum beðið og vonað að
það sem byrjaði með smá bletti á
hendi, myndi ekki enda lífsgöngu
hennar. Sá sem öllu ræður, hefur
ákveðið og því fáum við ekki haggað.
Við getum aðeins þakkað þau for-
réttindi að hafa kynnst henni og tekið
þátt í hennar jarðvist.Við hjónin eign-
uðumst vináttu Möllu og Boga ung að
árum og þar hefur aldrei borið
skugga á. Það var nánast ekki talað
um annað þeirra, nema bæði væru
nefnd, Malla hans Boga eða Bogi
hennar Möllu. Upp í hugann streyma
endalausar minningar um ferðalög
innanlands og utan, heimsóknir og
allra handa samveru. Það var alltaf líf
og fjör, mikið rætt og þvargað um allt
milli himins og jarðar. Þar var hún
hrókur alls fagnaðar, baráttuglöð;
skotklár, skemmtileg og stálheiðar-
leg. Ef eitthvað bjátaði á hjá manni
þá fann maður alltaf fyrir umhyggju
hennar og vináttu.
Viðhorf Möllu til þess alvarlega
sjúkdóms sem herjaði á hana og af-
greiðsla hennar á þeim tíma sem
henni var gefinn til loka, var með
þeim hætti að maður fann til smæðar
gagnvart ótrúlegu æðruleysi hennar
og baráttuanda. Ekki stóð Malla ein
og óstudd í baráttunni, það var aðdá-
unarvert hvernig Bogi stóð sem klett-
ur í þessum þrengingum. Fólk sem
endar lífsgönguna með þvílíkri reisn
sem Malla, tapar ekki fyrir dauðan-
um, það færir sig á milli tilverustiga.
Það verður syrgjandi ættingjum von-
andi ljós í myrkrinu að hafa verið það
sem þessi hugdjarfa hetja elskaði
mest af öllu. Bogi minn, við biðjum al-
mættið að hugga og styrkja þig og
þitt fólk, þið hafið misst mikið, en
vonandi munu minningar um ein-
staka kostakonu hjálpa til. Við sökn-
um hennar með ykkur af heilum hug.
Þórður og Silja.
Samt er í samfylgd
sumra manna
andblær friðar
án yfirlætis,
áhrif góðvildar,
inntak hamingju
þeim er njóta nær.
(Guðmundur Böðvarsson.)
Andlát manna ber að með ýmsum
hætti. Oft er ungt fólk hrifið burtu
skyndilega að því er virðist án tilefn-
is, í annan tíma hefur dauðinn lengri
aðdraganda og þá telur maður dauð-
ann jafnvel líkn fyrir þann sem kveð-
ur eftir langa baráttu við erfiðan
sjúkdóm. Samt er það svo að þegar
kallið kemur, kemur upp í huga okkar
sem eftir stöndum, ólýsanlegt tóm og
mikill söknuður. Minningar leita á
hugann. Samveran með kærum vini
og félaga öðlast nýja merkingu.
Söknuðurinn og tómið sem verður
breytist í þakklæti fyrir lífið sem
hann lifði með okkur, ástúðina, vin-
áttuna og hlýjuna sem hann sýndi
okkur.
Þegar kvödd er elskuleg kona og
félagi, þá verður okkur ljóst , að í
samfylgd hennar var gott að vera.
Hún bar með sér góðvild sem var inn-
tak hamingju, þeim er nutu samvista
við hana.
Vinkona okkar átti að baki langt og
strangt stríð við þann óvin sem engu
eirir, karbbameinið. Það þarf mikið
þrek og mikinn sálarstyrk til þess að
þola þá raun og halda áfram að þjóna
landi sínu og lífinu sem áður. Slíkt
þrek sýndi hún Malla. En í þessu
stranga stríði var afl sem gerði það
mögulegt, að kannski yrði sigur unn-
inn. Þetta afl var vonin. Vonin, sem
gefur þrek og þor, þrátt fyrir allt, að
horfa til framtíðar, í þeirri trú og von
að „á bak við skýin er himinninn
blár“. En líf og dauði hildi heyja. Og
nú er stríðinu stranga lokið. En Malla
barðist ekki ein. Við hlið hennar hef-
ur staðið elskulegur eiginmaður
hennar, hann Bogi, eins og óbifanleg-
ur klettur.
Hið liðna líf hvers manns mótast af
minningum um atburði og samferða-
menn sem við höfum kynnst á lífsleið-
inni og bundist tryggðaböndum. Hið
liðna líður um hugskotið, sjaldnast
sem samfella, oftar sem brot minn-
inga þar sem skiptast á skin og skúr-
ir. Nú þegar við kveðjum kæra vin-
konu og félaga, hana Möllu, hrannast
upp minningar, fullar af gleði og
ógleymanlegum samverustundum.
Hver endurminning er svo hlý og ylj-
ar hjartanu, þegar söknuður og mikil
eftirsjá ríkja í huganum. Okkur verð-
ur ljóst:
Að minningin helst í hvíld og kyrrð,
sem krans yfir leiði vafinn.
Hún verður ei andans augum byrgð
hún er yfir dauðann hafinn.
(Einar Benediktsson)
Kæri vinur og félagi, Bogi, sem nú
kveður elskaða eiginkonu þína, eftir
góða og farsæla samleið á lífsins vegi,
þér og ástvinahópnum öllum, sendum
við hlýjar vinakveðjur og einlæga
samúð. Friður guðs og blessun veri
með ykkur öllum, kæri vinur. Elsku-
lega vinkonu og yndislegan félaga
kveðjum við með þökk fyrir liðnar
stundir.
– Sofðu rótt, gefi þér Guð sinn frið
– Góða nótt.
Hallbera og Ríkharður
Fleiri minningargreinar um Mar-
ólínu Arnheiði Magnúsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Vinkon-
urnar úr meistaraflokki Vals og
Gísli Jóna og fjölskylda.
Afi Stefán var vinur minn og
betri vin er ekki hægt að hugsa
sér. Ég vil kveðja hann með
þessari bæn og bið þess að allir
góðir englar vaki yfir honum og
verndi alla tíð.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Ég elska þig afi minn.
Þinn vinur
Stefán Matthías Jónsson.
HINSTA KVEÐJA