Morgunblaðið - 16.11.2006, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Eva Kristins-dóttir fæddist í
Reykjavík 19. maí
1931. Hún lést á
líknardeildinni í
Landakoti hinn 6.
nóvember síðastlið-
inn. Eva var dóttir
hjónanna Kristins
Magnússonar stýri-
manns og verk-
stjóra, f. 2.11. 1895,
d. 15.8. 1956, og
Ágústu Kristófers-
dóttur, f. 17.11.
1908, d. 6.7. 1998.
Eva átti sex systkini og þau eru:
Margrét, f. 26.3. 1930; Svala f.
28.12. 1934; Ásgeir, f. 3.9. 1939;
Óli, f. 1.10. 1941, d. 20.7. 1997;
Kristinn Magnús, f. 12.9. 1946; og
Kristófer Már, f. 3.8. 1948.
Hinn 10. mars 1956 giftist Eva
Ólafi K. Magnússyni ljósmyndara,
f. 12. mars 1926, d. 15. nóvember
1997. Foreldrar Ólafs voru Magn-
ús Jóhannsson skipstjóri, f. 16.6.
1894, d. 27.2. 1928, og Kristín
Hafliðadóttir húsmóðir, f. 9.10.
1896, d. 8.4. 1984. Eva og Ólafur
eignuðust fimm börn. Þau eru: 1)
Kristinn, f. 24.1. 1960, maki Lauf-
ey Gissurardóttir, f. 2.5. 1962,
börn: Andri Már, f. 21.4. 1981,
Eva Margrét, f. 1.12. 1985, Gissur
Ari, f. 11.2. 1993. 2) Berglind, f.
22.11. 1961, maki Dag Helge Iver-
sen, f. 2.11. 1962, börn: Edda og
Ylva, f. 2.2. 1997,
Sindri, f. 15.3. 1999.
3) Anna Lóa, f. 1.11.
1964, börn: Kristinn
Frans Stefánsson f.
25.12. 1987, Atli
Dagur Stefánsson,
f. 29.1. 1992. 4) Mar-
grét Lind, f. 13.10.
1967, maki Jóhann
Pétur Reyndal, f.
24.3. 1967, börn:
Ólafur Alexander, f.
27.8. 1989, Tómas
Gauti, f. 3.3. 1993,
Daði Már, f. 2.7.
2001. 5) Magnús Sverrir, f. 12.3.
1970.
Eva útskrifaðist úr Kvenna-
skólanum í Reykjavík árið 1949.
Hún nam við öldungadeild MH á
árunum 1980–82 og útskrifaðist
sem sjúkraliði úr Sjúkraliðaskóla
Íslands árið 1983. Þá lauk Eva
framhaldsnámi í umönnun aldr-
aðra.
Eva starfaði um árabil í prent-
smiðju Morgunblaðsins en hóf síð-
ar störf sem sjúkraliði á lýtalækn-
ingadeild Landspítalans. Lengst
af starfaði Eva við heimahjúkrun
á höfuðborgarsvæðinu og fram að
veikindum sínum á þessu ári
starfaði hún á dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Grund.
Útför Evu verður gerð frá
Kristskirkju í Landakoti í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Hún Eva var ótrúleg kona, það
var sama hvenær ég kom til hennar í
heimsókn á líknardeildina á Landa-
koti og spurði hana hvernig hún
hefði það? Svarið var alltaf ,,bara
fínt“. Þvílíkt æðruleysi. Ég veit að
Eva var ekki mikið fyrir hefðbundn-
ar minningargreinar en ég ætla að
leyfa mér að skrifa nokkur minning-
arorð um hana.
Þegar ég kom fyrst á heimili Evu
og Óla fyrir 27 árum og hitti hana
var mér það strax ljóst að þarna var
kona með stórt hjarta og stóran
faðm. Það var alltaf nóg pláss í
hjarta hennar fyrir börnin sín, vini
þeirra og ættingja. Á heimili Evu og
Óla var alltaf mikið líf og fjör og
þangað voru allir velkomnir. Heim-
ilið var alltaf opið til að halda upp á
gleðistundir með fjölskyldunni og
vinum.
Eva var trúnaðarvinur barna-
barna sinna og þótti þeim gott að
fara til ömmu Evu til að ræða málin
og njóta samveru með henni. Mér er
minnisstætt þegar Andri sonur
minn var 12 ára gamall og við vorum
á leið til Reykjavíkur frá Úlfljóts-
vatni. Þá varð hann að fara beina
leið út á Nes til ömmu Evu. Ekki
vissi ég af hverju honum lægi svona
á að fara til ömmu sinnar en síðar
kom það í ljós að hann hafði orðið
ástfanginn í fyrsta sinn og gat ekki
beðið með að deila þessum tilfinn-
ingum með ömmu sinni fyrstri allra.
Ég kveð elsku Evu tengdamóður
mína með miklum söknuði. Eva var
einstök manneskja sem alltaf var
hægt að leita til bæði í gleði og sorg.
Hún var alltaf tilbúin að gefa sér
tíma til að hlusta, gefa góð ráð og að-
stoða. Eva var skemmtileg og mikill
húmoristi hún var fljót að sjá björtu
hliðarnar á lífinu. Hún hafði mikinn
metnað fyrir hönd allra barna sinna
og mikla trú á því sem þau tókum
sér fyrir hendur. Hún var okkur öll-
um svo hvetjandi, jákvæð og dugleg
að hrósa. Eva var kona sem gott er
að taka sér til fyrirmyndar í lífinu.
Laufey Elísabet Gissurardóttir.
Hæ, amma mín. Fyrir um 20 árum
var ég fimm ára gamall og sótti leik-
skóla í Vesturbæ Reykjavíkur. Ég
var aldrei hrifinn af því að vera á
leikskóla þar sem hæfileikar mínir í
föndri, teikningu og leirun voru ekki
upp á marga fiska og mér fannst satt
best að segja hundleiðinlegt að
þurfa að hanga þar. Einn daginn
fékk ég nóg og ákvað ásamt tveimur
félögum mínum að strjúka. Þegar
kom að því að ákveða hver ætti að
skjóta yfir okkur skjólshúsi ákvað
ég að við skyldum fara til ömmu
Evu. Við félagarnir náðum reyndar
ekki að strjúka lengra en tíu metra
en þá náðu fóstrurnar okkur og við
þurftum að gjöra svo vel að skýra
okkar mál. Ég man að ég svaraði að
við ætluðum til ömmu Evu að horfa
á He-Man-spólu eins og ekkert væri
sjálfsagðara.
Þetta er mín fyrsta minning um
þegar þú varst eina manneskjan sem
kom til greina að leita til. Ég á svo
margar minningar sem eru svo líkar
þessari, til dæmis þegar ég var
ósáttur við eitthvað, hafði einhverjar
fréttir að færa, vantaði hvatningu
eða langaði einfaldlega í barbeque-
kjúklinginn þinn og fá að njóta fé-
lagsskapar þíns. Í þessum tilvikum
þurfti ég að hitta þig eða tala við þig
þótt þú værir í öðrum bæjarhluta,
öðrum landshluta eða jafnvel öðru
landi. Það skipti heldur ekki máli
hvort maður var barn, unglingur eða
fullorðinn, maður gat alltaf talað við
þig um allt og ekkert. Þú gast sett
þig inn í málið og í sameiningu kom-
umst við að skynsamlegri niður-
stöðu. Það var svo alltaf stutt í húm-
orinn og gleðina því ef maður var
eitthvað ósáttur þegar maður kom
til þín var maður fljótur að gleyma
því og byrjaður að hlæja með þér.
Ekki má gleyma partíunum sem
þú hélst þegar fjölskyldan kom sam-
an og borðaði og allir töluðu hver of-
an í annan og hlógu eins og vitleys-
ingar. Vinir mínir skildu aldrei að
það gæti verið svona gaman í boði
hjá ömmu minni. Ég skýrði það fyrir
þeim að þetta væru engin boð, þetta
væru partí, bestu partíin í bænum.
Þú kemur alltaf til með að vera vel
geymd í hjarta mínu og ég á aldrei
eftir að gleyma því sem þú gafst
mér. Ég er svo þakklátur að þú hafir
verið amma mín og að ég hafi fengið
að eiga allar þessar yndislegu stund-
ir með þér.
Þitt fyrsta barnabarn,
Andri Már Kristinsson.
Ég held að það séu fáir sem geta
státað af að eiga ömmu sem er jafn-
mikill húmoristi og amma Eva var.
Allar minningarnar mínar um ömmu
eru tengdar hlátri og gleði því amma
var alltaf hlæjandi eða segjandi
brandara. Þegar ég var sjö ára fór-
um við amma saman til Noregs að
heimækja Berglindi frænku. Við
flæktumst saman um alla Ósló frá
morgni til kvölds, fengum okkur
gott að borða og höfðum það nota-
legt. Við vorum meira eins og tvær
vinkonur saman í borgarferð heldur
en amma og barnabarn. Hún setti
sig aldrei á háan hest og kom alltaf
fram við mann sem jafningja. Ég og
amma vorum mjög seinar heim eitt
kvöldið. Það munaði mjóu að Berg-
lind hefði hringt á lögregluna því
þetta var ekki líkt okkur að vera
svona seinar. Berglind beið þá
heima með tilbúinn mat en við vor-
um búnar að fara út að borða á
„Mamma Rosa“, sem var uppáhalds-
staðurinn okkar. Amma var búin að
segja að ég mætti ekki tala um að
við hefðum farið út að borða því
hana grunaði að Berglind væri með
tilbúinn mat heima, sem reyndist
rétt. Við komum því heim og þótt-
umst vera sársvangar því sagan
okkar var að við hefðum misst af
lestinni, þess vegna værum við
svona seinar.
Amma hafði alltaf tíma til þess að
setjast niður og ræða við mann um
heima og geima. Seint mun ég
gleyma öllum þeim góðu ráðum sem
hún gaf mér. Amma Eva var trún-
aðarvinur minn og í raun trúnaðar-
vinur allra barnabarna sinna. Við
gátum öll komið til hennar og sagt
henni hvað okkur lá á hjarta. Það
var svo gott að segja henni þau
leyndarmál sem gat verið erfitt að
segja mömmu og pabba og maður
vissi alltaf að þau væru vel geymd
hjá henni. Fyrir einu og hálfu ári
fékk ég það verkefni í skólanum að
ég ætti að skrifa um ömmu mína og
afa. Ég skrifaði um ömmu Evu og
afa Óla og gaf svo ömmu ritgerðina.
Amma las hana og líkaði hún vel og
sagði svo með sinni stríðnislegu
rödd: „Eva mín, þú ert alltaf svo
sniðug, bara búin að skrifa minning-
argreinina áður en ég dey.“ Í dag er
ég ánægð að amma fékk að lesa
þessa ritgerð því þar gat ég sagt
henni hversu yndisleg persóna hún
var og hve stór hluti hún var af mínu
lífi.
Eva Margrét Kristinsdóttir.
Nú er hún amma farin en allar
minningar okkar um hana munu
vera með okkur það sem eftir er.
Amma var alveg einstök amma.
Það var hægt tala um allt við hana
og hún var okkar besti vinur þó svo
að hún hafi 60 verið árum eldri en
við. Við vorum alltaf velkomnir á
heimili hennar hvenær sem var og
fórum við oft eftir skóla til ömmu að
fá okkur að borða og spjalla við
hana. Ef það var ekki til neitt að
borða þá fór hún strax með okkur út
í búð og leyfði okkur að kaupa nán-
ast allt sem við vildum. Ömmu þótti
mjög vænt um okkur og gerði nán-
ast allt fyrir okkur, en ef við hög-
uðum okkur illa eða vorum með
stæla við mömmu fengum við að
heyra það frá ömmu og við vissum
að hún hafði rétt fyrir sér og maður
átti engin rök á móti henni. Amma
var skemmtilegasta amma sem
hægt er að hugsa sér, hún sagði
brandara og hafði mikinn húmor.
Þegar manni leið illa hughreysti
Eva Kristinsdóttir
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
✝
Elskuleg eiginkona mín, tengdadóttir, stjúpmóðir,
amma og systir,
ANNA HAUKSDÓTTIR,
Ferjubakka 12,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
föstudaginn 17. nóvember kl. 13:00.
Heimir Guðjónsson,
Guðjón Þorleifsson,
Halla Heimisdóttir, Hjalti Árnason,
Sara Heimisdóttir, Ægir Ísleifsson,
Sandra Heimisdóttir, Sævar Hólm Valdimarsson,
Aldís, Alexandra, Brynja Hlíf og Skarphéðinn
og systkini hinnar látnu.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN BJÖRGVIN ÞORVALDSSON
málarameistari,
dvalarheimilinu Hornbrekku,
Ólafsfirði,
lést mánudaginn 13. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elín Björnsdóttir.
✝
Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
LEIFUR STEINARSSON,
Hofteigi 14,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti mánudag-
inn 13. nóvember.
Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju mánudag-
inn 20. nóvember kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent minningarkort Heilaverndar, sími 588 9220.
Ingibjörg Brynjólfsdóttir,
Dagný Hildur Leifsdóttir, Þorvaldur Sigurjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín,
HULDA SVEINSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu þriðjudaginn 7. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Kristinn Jósepsson.
✝
Ástkær móðir okkar,
INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR
frá Kambshóli,
nú dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn
14. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Pétur Óðinsson,
Þorsteinn Vilhjálmsson,
Hallfreður Vilhjálmsson,
Hugrún Fanney Vilhjálmsdóttir,
Jóhanna Sigríður Vilhjálmsdóttir.
✝
Ástvinur minn, faðir okkar og tengdafaðir,
GUNNAR ÁRNI SVEINSSON
frá Álafossi,
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
lést á Landspítala í Fossvogi mánudaginn 13. nóv-
ember.
Ása Sæmundsdóttir,
Halldóra Gunnarsdóttir,
Eyjólfur Gunnarsson,
Sveinn Gunnarsson,
Logi Gunnarsson, Sigríður Bjarnadóttir,
Sigríður Gunnarsdóttir, Guðmundur Gunnarsson,
Jónas Gunnarsson.