Morgunblaðið - 16.11.2006, Page 47
um varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi
að leigja íbúðina á neðri hæðinni hjá
henni og Stefáni í nokkra vetur.
Mér fannst nauðsynlegt að hitta
þau á hverjum degi og þau fögnuðu
mér alltaf þegar ég gerði mér ferð á
efri hæðina. Ég hafði aðgang að
bókunum þeirra, dagblöðunum,
þvottavélinni og öllu því sem hugs-
ast gat. Oft borðaði ég kvöldmatinn
með þeim, horfði á sjónvarpið og
ógleymanlegar eru stundir okkar
Stefáns í eldhúsinu þar sem við sát-
um og biðum eftir að fá leifarnar af
kræsingum þegar Inga var með
spila- eða bókmenntaklúbb.
Inga var ekki langskólagengin en
hámenntuð úr lífsins skóla, fróð-
leiksfús og óþreytandi að afla sér
þekkingar. Hún var hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum.
Ríkisútvarpið var í hávegum haft,
fréttatímar og veðurfregnir fóru
ekki fram hjá henni. Hún eyddi
morgninum í blaðalestur og las þá
öll dagblöðin sem í boði voru.
Gjarnan strikaði hún undir það sem
henni fannst gott og þess virði að
ræða nánar um, einnig það sem
henni þótti fáránlega vitlaust. Oft
hringdi hún svo í ættingja og vini til
að vekja athygli á efni dagblaðanna,
las gjarnan það sem strikað hafði
verið undir og leyndi ekki skoðun-
um sínum enda mjög hreinskilin.
Stundum var hún búin að ræða mál-
in í heita pottinum í Laugardals-
lauginni og sagði gjarnan fréttir af
þeim umræðum.
Sjaldan féll Ingu verk úr hendi en
verkin hennar voru ekki alltaf hefð-
bundin og hún hreyfði sig hratt.
Hún var afar sjálfbjarga og gerði
ótrúlegustu hluti ein þótt komin
væri um sjötugt. Það er ákaflega
auðvelt að sjá Ingu fyrir sér við hin
ýmsu störf. Eitt sinn hafði hún
áhyggjur af því að lækurinn væri að
brjóta land innan við girðinguna
hennar. Þá tók hún sér skóflu í
hönd, gróf skurð, stíflaði lækinn og
breytti farvegi hans. Þessar land-
bætur skiluðu góðum árangri.
Haustdag einn kom ég heim á
Sunnuveg . Um leið og ég kom út úr
bílnum bauð Inga góðan dag, en ég
sá hana hvergi þótt ég skimaði í all-
ar áttir. Þá var hún í vettvangsferð
uppi á þaki á tveggja hæða húsinu,
líklega að athuga ástand þaksins
fyrir veturinn. Inga fór alltaf í sund
snemma á morgnana og auðvitað
þurfti hún að mæta á réttum tíma
til að hitta „sitt fólk“ í laugunum.
Hún vílaði ekki fyrir sér að moka
sig niður á götu eftir snjóbyl nætur-
innar. Ég dauðskammaðist mín fyr-
ir hversu sjaldan mér tókst að verða
á undan henni út að moka en henni
fannst nú ekki ásæða til þess, ég
þurfti ekki að fara eins snemma að
heiman og hún.
Eftir að Reykjavíkurdvöl minni
lauk kom ég venjulega við hjá Ingu
þegar ég átti leið í bæinn. Það var
einstaklega gott að koma svangur
til hennar, hún var svo fljót að finna
eitthvað í svanginn fyrir mann og
brauðið hjá henni var betra en ann-
ars staðar. Hún var líka alltaf svo
glöð að sjá mann og var ekkert að
fást um þótt stansið væri stutt.
Við í Eystra-Geldingaholti minn-
umst Ingu frænku með virðingu og
þökk fyrir allt sem hún kenndi okk-
ur og áratuga umhyggjusemi.
Árdís Jónsdóttir.
Inga föðursystir mín og velgjörð-
arkona er látin. Hún var stórbrotin
manneskja og hafði rík áhrif á mig
og sennilega flesta sem þekktu
hana. Hún var næstelst barna
ömmu og afa en pabbi var árinu
eldri og systurnar Guðrún og
Hrefna litlu yngri. Mig grunar að
Inga hafi snemma reynt að vera
ekki eftirbátur bróður síns, hvorki
til orðs né æðis. Milli þeirra var
sterkur þráður virðingar og vænt-
umþykju þó þau gætu deilt hressi-
lega um málefni.
Þegar ég var í menntaskóla bjó
ég hjá þeim Ingu og Stefáni á
Sunnuveginum. Þar var mér ekki í
kot vísað. Inga fóðraði mig á hollum
og góðum mat og flutti fyrirlestra
um næringar- og heilsufræði og
pólitík. Ég var misupplögð að hlusta
þá, en þessi erindi höfðu þau áhrif
að ég hef nú endurflutt þau að hluta
á mínu heimili. Stefán sagði mér
sögur af lífi stráksins af Jökuldal
sem fór suður í skóla og síðan út til
Kaupmannahafnar. Þau hjónin áttu
afar gott bókasafn enda víðlesin
bæði og naut ég góðs af því. Heim-
ilið var einfalt en glæsilegt, hverj-
um hlut valinn staður af smekkvísi
og vel öldum inniblómum sömuleið-
is. En það voru ekki heimilisstörf
sem heilluðu Ingu, hún vann þau
hratt og vel og sneri sér síðan að
öðru sem veitti henni meiri unun.
Hún ræktaði garða og skóga, las
Laxness og fleiri snillinga, sótti
menningarviðburði og fyrirlestra og
spilaði bridge.
Árið 1969 hóf hún skógrækt í
gilinu neðan bæjarins heima í Geld-
ingaholti. Svæðið var girt undir
stjórn og auðvitað með fullri þátt-
töku Ingu og hefur sú girðing staðið
betur en aðrar girðingar sem vitað
er um í sjö sólkerfum. Gilbletturinn
hlaut nafnið Bláland og smám sam-
an varð það að ævintýralandi. Lítið
hús var flutt á staðinn sem byggt
var við eftir þörfum. Gilið var brú-
að, pyttir grynnkaðir með stórgrýti,
lagðir göngustígar og byggt verk-
færahús. Á útmánuðum sáði hún
birkifræjum og kom þeim fyrir í
gluggunum á Sunnuveginum svo
heimilið líktist gróðrarstöð. Fram-
tíðarland þessara litlu lífvera var
svo í Blálandi og í skóginum hennar
við Kálfá, þar sem Inga nam land
seinna eða hjá vinum sem fengu þau
að gjöf. Þar vaxa þau enn, stór og
stæðileg tré sem bera fóstru sinni
fagurt vitni.
Inga og Stefán undu sér vel í Blá-
landi og voru þar mestan hluta
hvers sumars og oft var dótturdótt-
irin Inga Björg með þeim. Stefán
sagði reyndar að Inga væri í „ak-
korði“ í skóginum frá 7 á morgnana
til 11 á kvöldin! Vafalítið hefur hún
endað daginn á lestri góðrar bókar
eða fræðirita. Hún hafði ekki
ánægju af aðgerðarleysi.
Mér líður ekki úr minni eitt atvik
þegar ég var að lesa undir próf inni
í stofu á Sunnuveginum í byrjun
desember. Það var komin hláka eft-
ir snjógang og krapi á götum. Þá
byrjaði að leka í einu horni stof-
unnar. Ég lét Ingu vita en áður en
við varð litið var hún, þá komin yfir
sextugt, komin upp á þak á þessu
tveggja hæða húsi að kanna hvað
olli lekanum. Þegar við fjölskyldan
fluttum austur í Tröð mætti Inga
með rafmagnsborvél og setti upp
hillur í búrið. Þannig var Inga. Hún
gat flest sjálf, hvort sem það var að
laga þök, smíða brýr eða kofa,
sauma föt, binda inn bækur, útbúa
góða veislu eða rækta skóga. Allt af
eldmóði og krafti en jafnframt af
vandvirkni.
Bláland og Geldingaholt voru
henni kærari en aðrir staðir, þar
liggja rætur okkar fólks, mann fram
af manni. Þegar vindar blása um
Hreppinn get ég áfram fundið skjól
í skógunum sem hún ræktaði fyrir
sig og framtíðina og hugsað með
hlýju til einstakrar frænku sem ég á
margt að þakka.
Sigþrúður Jónsdóttir.
Inga var ekta manneskja og öll-
um eftirminnileg sem henni kynnt-
ust. Hún kom til dyranna eins og
hún var klædd. Ég kynntist Ingu
nokkuð þegar systir mín gerðist
tengdadóttir hennar fyrir 35 árum.
Inga var grannvaxin og föl á litaraft
með þykkt brúnt hár, mjög kvik í
hreyfingum og oft ofursnögg að af-
greiða málin. Hún var bæði fljót að
tala og hugsa og stundum átti mað-
ur fullt í fangi með að fylgjast með.
Hvort sem verkefnin voru stór eða
smá var allt lagt undir og aldrei
deilt um að bestu gæði skyldu nást.
Stærðar skógar voru ræktaðir sem
bæði samanstóðu af trjám og vin-
um, og fáir hafa líklega dýrkað og
dáð tengdadóttur sína meira en hún
gerði. Við stóra tengdafjölskyldan
fórum heldur í engu varhluta af því.
Inga fylgdist grannt með okkur öll-
um, tók virkan þátt í okkar fjöl-
skyldulífi í gleði og sorg, skaut
skjólshúsi yfir sum okkar og fylgd-
ist grannt með hverjum og einum.
Hún varð einnig einstakur vinur
foreldra okkar.
Með þessum fátæklegu orðum
þökkum við fjölskylda Mörtu sam-
fylgdina við skemmtilega og mjög
sérstaka manneskju og sendum
okkar bestu hugsanir til fólksins
hennar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar í
Brekkugerði 4,
Unnur.
Ég ólst upp hjá Ingu og Stefáni á
Sunnuveginum. Ég kom þegar ég
var 7 ára og ég vildi eftir það hvergi
annars staðar vera. Ég ólst upp við
öryggi og að maður ætti að standa
sig í öllu sem maður tekur sér fyrir
hendur.
Elsku Inga, þú kenndir mér svo
margt. Ég man þegar þú kenndir
mér að lesa og við lásum saman
Gagn og gaman. Þú kenndir mér
ekki bara að lesa, heldur líka að lesa
góðar bækur og njóta þess. Þegar
þér fannst að ég læsi of mikið af
stelpubókum 12 ára gömul þá fann
ég Barn náttúrunnar og Sálminn
um blómið á náttborðinu mínu. Þá
bara las ég þær líka, svona allavega
til að það væri alveg ljóst að ég læsi
ekki bara stelpubækurnar.
Ég man að þú varst alltaf úti í
garði á Sunnuveginum og garðurinn
skipti litum allt sumarið. Á vorin
byrjuðu blómin að blómstra og þú
valdir tegundir þannig að garðurinn
var í blóma langt fram á haust.
Þú kenndir mér fleira en að lesa,
þú kenndi mér að njóta náttúrunnar
og að rækta tré. Inga var frum-
kvöðull í trjárækt, ræktaði birki
upp af fræjum alla mína barnæsku.
Við kölluðum trén hennar Ingub-
irki.
Ég sá oft um að vökva birkið í
gluggunum sem var afar frekt á at-
hygli og mátti alls ekki þorna.
Stefán orti um birkið sem óx upp
í stofugluggunum:
Þið eruð sannlega orðin mörg
með árunum gluggabörnin.
Þið breytið með tímanum hrjósturhörg
í hýra skóga sem gefa björg
og verða gróðrinum vörnin.
Eflaust mun þrotlaus elja og starf
að endingu klæða landið.
Samstillt átak er allt sem þarf
úthald og bjartsýni þegið í arf
hvar í stétt sem þið standið.
Núna áratugum síðar eru þessi
gluggabörn orðin að stórum trjám í
Blálandi sem bæði skýla fyrir vindi
og gleðja augað. Þú kenndir mér
hvernig á að gróðursetja, gera holu
á réttan hátt, nota passlega mikinn
skít til áburðar, dreifa út rótunum,
þjappa að plöntunni og setja síðan
þökuna á hvolf við hliðina til skjóls.
Mín tré eru að vísu ekki orðin
mjög stór en ég veit að þau verða
stór eins og þín.
Þú kenndir mér líka að borða
hollan mat. Þú eldaðir mjög góðan
mat og vandaðir til innkaupa. Ég
lærði að smjörlíki væri óhollt og að
hvítur sykur væri bara spari. Ég
lærði líka að súkkulaði væri ágætt í
hófi og að dökkt suðusúkkulaði væri
allra best.
Við eigum það þér að þakka að
við erum öll komin með aðsetur í
sveitinni, Hrafnhildur, Siggi og ég.
Þú sagðir svo oft síðustu ár að þú
værir óskaplega ánægð með að vita
af okkur öllum fyrir austan. Þú
sagðir mér líka oft hvað þú værir
ánægð með að ég kom til þín, og
það er gagnkvæmt.
Hafdís.
Það eru veðrahljóð á glugga.
Gluggabörnunum er samt rótt. Þau
una hag sínum vel í hlýrri stofu og
snúa sér á móti ylgeislum hækkandi
sólar. Kjurr á sinni rót vaxa þau og
dafna. Í fyllingu tímans eru þau svo
gróðursett og færð út á berangur
íslenskrar náttúru. Og verða þar tré
sem standa af sér vetrarstormana,
veita skjól og stöðva eyðinguna og
þakka fyrir fóstrið allt. Inga frá
Geldingaholti kom mörgum glugga-
börnum til þroska með ódrepandi
elju og bjartsýni ræktunarmanns-
ins. Hún breytti örfoka mold í frjó-
sama jörð.
Okkur sem áttum því láni að
fagna að kynnast þeim heiðurshjón-
um Ingu og Stefáni býr þakklæti
efst í huga fyrir ógleymanlega og
dýrmæta samfylgd. Þau tóku okkur
og börnum okkar af mikilli hlýju og
umhyggju þegar leiðir okkar lágu
fyrst saman austur í hreppum fyrir
rúmum þremur áratugum. Stefán
háttvís og prúður og Inga fljóthuga
og verkmikil, bæði skemmtileg og
höfðingjar heim að sækja. Og marg-
ar birkiplönturnar sem hún ræktaði
af fræi og kenndar voru við fóstru
sína voru okkar færðar ásamt
hvatningarorðum og hollráðum sem
reyndust vel.
Inga hafði mikla menntunarþrá.
Hún var bráðgreind og slökkti fróð-
leiksþorstann eftir því sem kostur
var á með lestri góðra bóka og fjör-
miklum samræðum. Smekkvís fag-
urkeri og unnandi listar og lands.
Hún hafði sterkar skoðanir á mönn-
um og málefnum og ríka réttlæt-
iskennd, orðheppin, hreinskiptin og
svipmikil eins og hún átti kyn til.
Síðustu árin haustaði að í lífi
Ingu. Kraftarnir voru þverrandi og
krydd tilverunnar dofnaði smátt og
smátt. Hún varðveitti samt vel
sjálfsvirðinguna sem auðkenndi
hana frá upphafi. Hún hafði mikinn
metnað fyrir öllu sínu fólki og var
stolt af því að sjá drauma sína ræt-
ast í börnum sínum og afkomend-
um. Við biðjum Hrafnhildi, Sigurði
og Hafdísi og fjölskyldum þeirra
allrar blessunar.
Eitt lítið frækorn geymt í grafarbeði
það verður eik sem vex í himinsgleði.
(Valdimar Briem)
Bjarnheiður og Sigfinnur.
Enn fækkar í okkar pottflokki í
Sundlaugunum í Laugardal. Í þetta
sinn kveður okkar góða vinkona
Inga Ólafsdóttir frá Geldingahol0ti.
Hún fyllti lengi okkar flokk með
miklum ágætum og verður seint
fundinn hennar jafningi til orðs og
æðis. Enda hafði Indriði fyrir löngu
hafið hana til varaforingjatignar,
sem engum öðrum hefur hlotnast.
Inga var mikill persónuleiki, sem
hafði skoðanir á þeim málum sem
hún kærði sig um. Og oftar en ekki
voru skoðanir hennar frá öðru sjón-
arhorni en flestir aðhylltust, svo
hinir vísustu menn urðu tíðum
klumsa við stutt skeyti frá henni.
Hennar áhugasvið lágu oftar annars
staðar en við dægurþrasið og póli-
tíkina, sem pottfélagar eru hver
öðrum snjallari í. Eiginlega merki-
legt hversvegna margir ráðamenn
þjóðarinnar gerðu þær vitleysur
sem þeir gerðu þegar þeir gátu
komið við hjá okkur og fengið leið-
beiningar hjá okkur. Ekki er að efa,
að Inga hefði getað sparað þeim
margt gönuhlaupið, svo glöggt sem
hún vissi marga þá hluti sem hún
kærði sig um að vita.
Inga var hinsvegar fremur rækt-
unarkona með græna fingur heldur
en höfuðsetin af þeirri áráttu að
hafa sífellt vit fyrir öðrum. Hún tók
hrjósturlönd í fóstur og skilaði þeim
sem iðjagrænum skógarlundum.
Hún fór eins að með börn. Margt
stórmenni á henni skuldir að gjalda
fyrir áhrifin af útgeislun hennar.
Hún var forkur duglegur og ekkert
var henni ómögulegt án þess að
geta ausið út fé. Hún notaði eigin
hendur og hugvit til að komast
þangað sem hugur hennar stóð til.
Til verka hennar Ingu Ólafsdóttur
sér víða stað, svo sem í Laugarásn-
um, við Elliðavatn og austur í Geld-
ingaholti. Auk þess var hún óspör
til kærleiksverka, sem vinir hennar
gleymdu aldrei. Trygglyndi hennar
og umhyggja fyrir hennar fólki,
skyldu sem óskyldu, var ómæld.
Hún gat rokið upp sem hvirfilbylur
ef einhver talaði ekki nógu virðu-
lega um „hennar fólk“. Og ekki tal-
aði hún sjálf illa um fólk, hvar í
flokki sem það stóð. Hún sá ávallt
hið jákvæða hjá manneskjunni en
þagði helst um það sem miður fór ef
hún komst hjá því. Þetta er nokkuð
sem mörgum pottverjum gengur
fremur illa að halda, þó þeir séu all-
ir af vilja gerðir þegar þeir halda að
heiman. Hún tíndi gjarnan fram
mannkosti þeirra pólitísku smala-
manna, sem lágu best við höggi
þeirra Hávarssona þá stundina.
Þoldu sumir illa að heyra slíkt um
svo bersynduga menn. Fyrir þetta
staðsettu margir hana vinstramegin
við miðju og má vera satt.
Inga Ólafsdóttir var glæsileg
kona og var víst leitun á hennar
jafningjum í blóma lífsins. Í hærra
meðallagi var hún og spengileg á
velli og í framgöngu. Flest lék í
hennar höndum sem hún var óspör
að nota til að bæta heiminn. Hún
var gæfukona í einkalífi sínu, átti
góðan mann hann Stefán Björnsson
í Mjólkursamsölunni og eignaðist
börn og buru. Hún trúði á mátt sinn
og megin og að hver skyldi sinnar
gæfu smiður vera eftir því sem föng
stæðu til. Hún var víðlesin og vel að
sér. Ógleymanlegt er þeim, sem
sóttu sjötugsafmæli hennar að
heyra vitnisburði um hversu marga
hennar kærleiksfaðmur hafði snort-
ið um dagana. Síðustu árin var af
henni dregið og strjáluðust þá sund-
ferðir. Við hjónin þökkum Ingu
Ólafsdóttur frá Geldingaholti fyrir
áralanga tryggð og hlýju við okkar
fólk. Sundfélagarnir sakna vinar í
stað.
Hún var í raun meiriháttar.
Halldór Jónsson.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 47
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærs sonar míns, bóður okkar og mágs,
PÁLS ÞÓRÐARSONAR,
Flétturima 11,
Reykjavík.
Þórður Pálsson,
Elín Þórðardóttir, Reinhold Kristjánsson,
Steinunn Þórðardóttir, Hrafn Bachmann,
Aðalsteinn Þórðarson, Guðrún Jóhannesdóttir,
Kjartan Þórðarson, Helga Kristín Einarsdóttir,
Gunnar Þórðarson, Hafdís Kjartansdóttir.
✝
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
LILJU ÁRNADÓTTUR,
Smáratúni 19,
Selfossi.
Loftur Jóhannsson,
Jónína Loftsdóttir, Haukur Stefánsson,
Jóhann B. Loftsson, Elfa Eyþórsdóttir,
Gíslunn Loftsdóttir, Hermann Bragason,
Heimir S. Loftsson, Stefanía M. Sigurðardóttir
Svana Sigtryggsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.