Morgunblaðið - 16.11.2006, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 16.11.2006, Qupperneq 60
60 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ árnað heilla ritstjorn@mbl.is Sótsvartar hvalveiðar SÍÐUSTU daga hafa loftlags- breytingar af mannavöldum verið mjög til umræðu víða um heim sérstaklega eftir útgáfu Stern- skýrslunnar svokölluðu. Í ljósi þessa er athyglisvert að sjá í Morgunblaðinu sunnudaginn 5. nóvember á bls. 55 mynd sem getur kallast táknræn fyrir stefnu íslenskra stjórnvalda í loftslags- málum. Myndin er skýr og einföld túlkun þessarar stefnu. Myndin sýnir Hval 9 við bryggju í Hval- firði spúandi svörtum reyk upp í veðurblíðuna. Þessi gamli gufu- dallur brennir um 30 tonnum af ol- íu á sólarhring til að knýja gufu- vélar sínar. Hver langreyður gefur af sér um 30 tonn af kjöti. Hver veiðiferð í haust hefur varað í um það bil tvo sólarhringa, svo gera má ráð fyrir að til að koma einum hval til hafnar hafi dallurinn þurft að brenna um 60 tonnum af olíu. Já, um 60 tonn af olíu til að sækja um 30 tonn af hvalkjöti. Nú má gera ráð fyrir út frá ein- földum brunaformúlum kolvatns- efna (C-H sambanda) að við bruna eins kg af olíu myndist um 3 kg af koldíoxíði. Það þýðir að fyrir hvert kg af langreyðarkjöti hafi Hvalur 9 losað um 6 kg af koldíoxíði út í andrúmsloftið. Þessar veiðar eru kallaðar sjálfbærar. Það kann að vera að hvalastofnarnir við Ísland þoli einhverja veiði, en frá orku- og mengunarsjónarmiði geta þær aldrei talist umhverfisvænar. Valgeir Bjarnason Jólin koma NÚ ER jólastressið byrjað að plaga marga. Ég vil benda fólki á að vera ekki of stressað. Ekki vilj- um við gleyma hinum sanna jóla- anda. Sjálf hef ég aldrei séð anda en tilvist hans er þó raunveruleg. Þegar ég verð stressuð finnst mér gott að anda í bréfpoka. Þess vegna er ég alltaf með einn slíkan með mér þegar ég kaupi í jólamat- inn og í jólaumferðinni. Vil ég ráð- leggja öðrum að gera slíkt hið sama. Að lokum vil ég taka undir það sjónarmið Víkverja sem birtist í blaðinu 12. ágúst á þessu ári um að ostur er of dýr á Íslandi. Amma Karlotta. Hvað er þetta? NÚ ER mikið sótt að þeim Baugs- feðgum Jóhannesi og Jóni Ásgeiri. En það virðist gleymast í um- ræðunni að þeir færa okkur jóla- matinn. Eða ætlar fólk að svelta á sjálfum jólunum? Það styttist í að þau gangi í garð. En kannski er ríkissaksóknari og handbendi hans bara jólasveinar. Hvað er þetta? Maður spyr sig. Fyrrum bóndi Dýrahald PJAKKUR er 4 mánaða kis- ustrákur sem hvarf að heiman á mánudagsmorgun. Hann er hvítur með svart skott, ómerktur en með bláa ól með bjöllu. Hann hvarf við Freyjugötu í miðbænum. Hans er sárt saknað. Ef þú finnur hann vinsamlega hringdu í síma 822- 4451. Tapað/fundið GULLKROSS fannst í Lækjasm- ára í Kópavogi. Upplýsingar í síma 564 5861, eða 6595861. velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 90ára af-mæli. Mánudaginn 20. nóvember næst- komandi verður níræður Halldór Jónsson frá Garpsdal, Álfa- skeiði 64 E5, Hafnarfirði. Í tilefni þessara tímamóta bjóða Halldór og stjúpbörn hans ættingjum og vinum til afmæl- isfagnaðar í hátíðarsal íþróttahússins á Álftanesi laugardaginn 18. nóvember nk. frá kl. 15–18. 90ára af-mæli. Í dag, 16. nóv- ember, verður níræð Jórunn Andrésdóttir, (Lóa í Hellu- koti). Af því til- efni tekur hún á móti gestum á heimili dóttur sinnar, Suðurhólum 6, frá kl.16 föstu- daginn 17. nóvember. Víkverji er nýkom-inn erlendis frá, það er svo sem ekki í frásögur færandi nema Víkverji var minntur þar á hvað þjónusta á kaffihúsum, skemmti- og veitingastöðum er yfirhöfuð léleg á Ís- landi. Á öllum kaffihúsum sem Víkverji fór á er- lendis var meðalaldur þjónanna líklega um þrjátíu ár og mátti sjá hann eldri á mörgum stöðum. Á fínum sem ófínum stöðum voru þjónar klæddir í svart- ar buxur, skyrtu og með hreina svuntu. Þjónustan var síðan af- skaplega góð og vingjarnleg og metn- aður lagður í allt sem borið var á borð. Hér á landi er þjónustuleysi á mörgum stöðum. Þjónar hafa yfirleitt lítinn áhuga á starfi sínu, eru í galla- buxum og jafnvel með bert á milli eða í slitnum strigaskóm, bjóða varla góð- an daginn, eru oft og iðurlega jórtr- andi tyggjó og sjaldan yfir tuttugu ára. Viðskiptavinir fá oft á tilfinn- inguna að þeir séu að trufla þjóninn með því að biðja um aðstoð og að þjónar mundi borðtusku og þurrka almennilega af borði er orðin sjald- gæf sjón. Þjónar sjást líka oft taka spjall við annan þjón fram yfir að sinna starfi sínu. Þetta eiga staðir hér á landi sameiginlegt hvort sem þeir eru dýrir eða ódýrir. Víkverji þolir líka ekki þegar hann fer út að skemmta sér hvað það er lítill metnaður lagður í að laga drykki, áfenga sem óáfenga. Það er eins og gert sé ráð fyrir að það séu hvort sem er allir orðnir það drukknir að þeim sé alveg sama hvernig drykkurinn sé lagaður á meðan hann sé áfengur. Síðan þarf að borga okurverð fyrir ósköpin. Góð þjónusta á Íslandi er orðin svo sjaldgæf að Víkverji verður stundum undrandi þegar hún á sér stað. Það gerðist reyndar um daginn þegar Víkverji fór á Grillhús Guð- mundar í Tryggvagötu, þar var tekið vel á móti honum af snyrtilegum þjóni sem var í senn hress, kurteis og tyggjólaus. Víkverji varð svo ánægð- ur með þjónustuna að hann hefur mælt með Grillhúsinu við marga síð- an. Staðir ættu að hugsa út í það að hver og einn þjónn er ímynd út á við og getur haft mikil áhrif á aðsókn og innkomu. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is           dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er fimmtudagur 16. nóvember, 320. dag- ur ársins 2006 Orð dagsins : En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þreng- ingunni. (Jobsbók 36, 15.) WWW.HASKOLABIO.ISSTÆRSTA KVIKMYNDAHÚS LANDSINS HAGATORGI • S. 530 1919 BESTA MYND MARTINS SCORSESE TIL ÞESSA eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS eee H.J. MBL Varðveit líf mitt fyrir ógnum óvinarins KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK eeee Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com eeeee Hallgrímur Helgason – Kastljósið eeee H.S. – Morgunblaðið eeee DV eeeee Jón Viðar – Ísafold MÝRIN kl. 7 - 9 - 10:15 B.i. 12.ára. FLUGSTRÁKAR kl. 6 - 9 B.i. 12.ára. HINIR FRÁFÖLLNU kl. 10 B.i. 16.ára. SÍÐASTI KOSSINN kl. 8 B.i. 12.ára DROTTNINGIN kl. 5:50 B.i. 12.ára. BÖRN kl. 6 - 8 B.i.12.ára. BJÖRGUNARSVEITIN kl. 10:30 B.i. 12.ára. INNIHELDUR MAGNAÐAR ÁTAKASENUR Í HÁLOFTUNUM SEM OG FRÁBÆRAR TÆKNIBRELLUR. FRÁ FRAMLEIÐANDA „THE PATRIOT“ OG „INDEPENDENCE DAY“ MEÐ ÞEIM JAMES FRANCO ÚR „SPIDERMAN“ MYNDUNUM OG JEAN RENO („THE DA VINCI CODE“). BÖRN eee V.J.V. Topp5.is eeee EMPIRE MAGAZINE eee L.I.B. Topp5.is HINIR RÁFÖLLNUFflugstrákar Drottninginsíðasti kossinnBJÖRGUNARSVEITIN MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. David Beck-ham hefur varið miklum tíma utanvallar í auglýsinga- mennsku. Hann getur líka leyft sér að brosa út í annað þegar hann kannar stöðuna á bankareikningum sínum á Netinu. Á þessu ári hefur Beckham nú þegar fengið um 2,1 milljarð ÍSK einungis út á andlit sitt. Beckham hefur auglýst fyrir fyrirtækin Adi- das, Gillette, Pepsi og Police- gleraugnaframleiðandann. Þar að auki hefur síðasta bók Beckhams, sem gefin er út af hans eigin forlagi, Brand Beckham, skilað honum væn- um fúlgum inn á reikninginn. Þrátt fyrir gott ár hjá fótboltasnillingnum enska vantar ennþá um 200 milljónir ÍSK upp á að tekjurnar af auglýs- ingum séu jafnháar og allt árið í fyrra.    Fólk folk@mbl.is Kevin Federline er nú sagðurreyna allt til að fá eiginkonu sína Britney Spears til að gefa sam- bandi þeirra annað tækifæri en Spe- ars sótti nýlega um skilnað. „Kevin varði síðustu viku í það að grátbiðja Brit- ney um að taka við honum aftur“, segir ónefndur heimildarmaður breska tímarits- ins Grazia. „Hon- um er mjög brugðið og hann hefur grátið. Hann segist gera hvað sem er til að fá Britney aftur. Hann veit að hann er ekki neitt án hennar og gerir sér grein fyrir því að hann hefur gert mikil mistök.“ Kevin er m.a. sagður hafa sungið ástarsöngva inn á símsvara hennar, sent henni ástarljóð, konfekt og blóm. Britney hefur hins vegar ekki svarað símtölum hans og sagt starfs- fólki sínu að láta sendingar hans þar sem hún þurfi ekki að horfa á þær. Áður höfðu sögusagnir verið í gangi um að Kevin hefði reynt að beita Britney fjárkúgun með því að hóta að birta myndband af þeim tveimur í kynlífsathöfnum gengi hún ekki að fjárkröfum hans. Þá hefur hann sótt um fullt forræði yfir son- um þeirra tveimur.    O. J. Simpson, sá er sýknaður varaf því að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína Nicole og vin hennar Ron Goldman árið 1994, lýsir því í viðtali sem Fox-sjónvarpsstöðin á eft- ir að birta hvernig hann hefði framið morðin ef hann hefði framið þau. Simpson hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Viðtalið við Simpson verður sýnt í tvennu lagi á Fox í þætti sem ber heitið ,,OJ Simpson: Ef ég hefði framið það (morðið) hefði ég gert það svona.“ Ný bók eftir Simpson sem ber heitið, Ef ég hefði framið það, (If I Did It), og hefst sala á henni í Bandaríkjunum 30. nóvember næst- komandi. Það er útgefandi bók- arinnar sem tók viðtalið við Simpson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.