Morgunblaðið - 16.11.2006, Page 64

Morgunblaðið - 16.11.2006, Page 64
ÍSLENSKRI eldflaug verður skotið á loft frá Vigdísarvöllum skammt frá Krísuvík á laug- ardaginn kemur klukkan 13. Eldflaugin er 2,05 metrar á lengd og er gert ráð fyrir að hún geti náð 1200 metra hæð. Það eru þrír ungir menn sem standa fyrir framtakinu, en þeir heita Smári Freyr Smárason, Steinn Hlíðar Jónsson og Magnús Már Guðnason. Íslenskri eldflaug skotið á loft ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 320. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  N 18–23 m/s við A-ströndina, annars 10–15. Él norðan- og aust- anlands, bjartviðri að mestu í öðrum landshlutum. » 8 Heitast Kaldast -4°C -15°C Er sátt í sjónmáli? Í ljósi nýrrar skýrslu auðlindanefndar efna Samtök iðnaðarins til opins framhaldsfundar um vernd og nýtingu náttúruauðlinda á Grand Hótel þriðjudaginn 21. nóv. nk. Sjá dagskrá á www.si.is STEFNT er að skráningu Icelandair Group á Aðallista Kauphallar Íslands fljótlega eftir næstu mánaðamót. Skráningarlýsing fyrir félagið verður birt á fréttavef Kauphallar Íslands næstkomandi miðvikudag, hinn 22. nóvember. Síðar í þessum mánuði verður auglýst útboð þar sem til sölu verða um 18,5% af heildar- hlutafé Icelandair Group, og verður almenn- ingi gefinn kostur á að taka þátt í því. Verð- ið í útboðinu verður hið sama og fjárfestar og stjórnendur fyrirtækisins hafa greitt í þeim viðskiptum sem þegar hafa farið fram með hlutabréf félagsins, sem er 27 krónur á hlut. Að sögn Jóns Karls Ólafssonar, forstjóra Icelandair Group, hefur nú þegar verið gengið frá sölu um 80% af hlutafé félagsins, en FL Group seldi allt hlutafé sitt í félaginu um miðjan síðasta mánuð. Þrír hópar fjár- festa keyptu þá 50,5% hlut í félaginu og Glitnir banki ábyrgðist sölu á því sem eftir var. | Viðskipti Icelandair á markað í byrj- un desember „WANNABE“, „surf“, „fusion“ og „trendsett- er“ eru meðal þeirra orða sem Námsgagna- stofnun auglýsir þessa dagana eftir nýyrðum fyrir, en í dag er Dagur íslenskrar tungu. En hvernig verða ný íslensk orð til og hvaðan koma tillögurnar? Ágústa Þorbergsdóttir hjá Málstöðinni segir að íslensk tunga sé mjög frjó og auðvelt sé að búa til íslensk nýyrði. Og fólki virðist alls ekki sama um íslenskuna því talsverður fjöldi nýyrðatillagna berst Málstöðinni. „Þeg- ar eitthvert nýtt fyrirbæri kemur í sam- félagið eru miklar vangaveltur um hvaða nafn skuli gefa því, eins og til dæmis þegar farsímar komu til sögunnar hér á landi,“ seg- ir Ágústa og nefnir hvutta, gaspra og örsíma sem dæmi um þær tillögur sem bárust. | 24 Hvernig „surfar“ fólk á íslensku? Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is BYRJA á að dreifa posum, sem lesa greiðslukort með örgjörvum, til íslenskra fyrirtækja á næstu vikum. Örgjörvavæðing íslenskra kreditkorta er langt komin, og er stefnt að því að endurnýja öll deb- etkort á næsta ári, með það að markmiði að öll greiðslukort verði með örgjörva í lok árs 2007. Kort með örgjörvum eru mun öruggari en kort þar sem upplýs- ingar eru geymdar á segulrönd. Örgjörvakortin eru komin í kast- ljósið eftir að tveir menn voru staðnir að verki í síðustu viku þar sem þeir höfðu komið fyrir búnaði á hraðbönkum til að lesa upplýs- ingar um kort. Slíkir glæpir eru þekktir erlend- is, en hafa ekki verið algengir hér á landi. Fyrsta skipti sem búnaður fannst til að setja á hraðbanka hér á landi var í janúar sl., og hafa sam- tals þrjú slík tilvik komið upp hér á landi. „Ég tel allar líkur á því að þetta sé alþjóðleg skipulögð glæpastarf- semi, ekki einhverjir smákrimmar. Þeir líta til Íslands eins og annarra landa. Þetta er búið að vera lengi erlendis, en við höfum verið bless- unarlega laus við þetta. En nú er sú tíð liðin, og við erum bara komin á kortið,“ segir Bergþóra Karen Ketilsdóttir, forstöðumaður upp- lýsingatækni hjá Kreditkorti hf. Gegnsæ hulsa eykur öryggi Íslenskir bankar eru farnir að bregðast við þessari vá, m.a. með örgjörvavæðingu, en einnig með því að gera hraðbanka þannig úr garði að erfiðara sé að koma ólög- legum búnaði fyrir á þeim. Nú hef- ur verið sett grænleit, gegnsæ hulsa framan á kortaraufar margra íslenskra hraðbanka en hún gerir svindlurum erfitt fyrir að setja upp lesara á þeim hraðbanka. Þetta er aðferð sem hefur verið mikið notuð erlendis, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja.  Ísland | Miðopna Brugðist hart við hraðbankasvindli Örgjörvakort og búnaður á hraðbönkum gera þrjótum erfiðara fyrir Í HNOTSKURN »Þrjú tilvik hafa komiðupp á árinu þar sem settur hefur verið upp bún- aður til að lesa segulrendur og leyninúmer korta í hrað- bönkum. »Hægt er að kaupa hlutaaf búnaðinum, sem not- aður er við svindlið, á Net- inu, en smíða þarf hluta sér- staklega fyrir hverja tegund hraðbanka. Morgunblaðið/Árni Sæberg Öryggi Þessi búnaður á hrað- bönkum á að auka öryggi. ♦♦♦ ÞAU létu fimbulfrost og skafrenning ekki á sig fá, krakkarnir í 4. bekk Grunnskólans á Ísafirði, þegar þeir mættu á túnið við gamla sjúkrahúsið á Ísafirði til að prófa gönguskíði. Leiðbeinandi var Åshild Sporsheim sem er yfirþjálfari Skíðafélags Ísfirðinga í skíða- göngu. Harðjaxlarnir í fjórða bekk voru þeir einu sem brugðu sér á skíði, því almennt héldu Ísfirðingar sig í hlýjunni innandyra. Vetrarríki fyrir vestan Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.