Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 41 Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 11. flokkur, 24. nóvember 2006 Kr. 1.000.000,- 680 B 5603 B 6877 E 8554 G 11616 B 22117 E 27713 B 38658 H 51052 B 52950 G Grindavík ... barnvænn b ær! Grindavík er fjölskylduvænt bæjarfélag á Suðurnesjum með yfir 2700 íbúa, sem býður upp á tvo nýtísku leikskóla. Fyrr á þessu ári var opnaður nýr leikskóli, Laut, í stað þess gamla en annar nýlegur leikskóli, Krókur, hefur verið starfandi í nokkur ár. Bærinn býr yfir nægu leikskólarými fyrir börn frá 18 mánaða – 5 ára næstu árin. Mikil uppbygging hefur skapað mikið úrval lóða fyrir hvers konar íbúðarhúsnæði handa fjölskyldum sem hafa hug á að losna úr litlum íbúðum og komast í rúmgott sérbýli fyrir sanngjarnt verð. Í boði er barnvænt, friðsælt samfélag laust við lýjandi umferðarhnúta og kapphlaup við tímann í örtröð, sem sér ekki fyrir endann á. Í Grindavík er afslappað umhverfi, með opna víðáttu á báðar hendur til útivistar, þar sem einstaklingarnir fá notið sín, börn og fullorðnir. Gönguferðir um fjörur, hraun og fjöll, golf á fallegum golfvelli, útreiðar í óravídd Reykjanesskagans og Bláa lónið er umhverfi sem Grindavík býður þér og þínum. Ótrúlegur draumaheimur. Bærinn er einn öflugasti sjávarútvegsbær landsins þar sem unnið er að því markvisst að auka fjölbreytni atvinnulífsins og hefur iðnaður ýmiss konar verið að skjóta rótum án þess að slaka á mikilvægi fiskveiða og vinnslu. Nálægð við höfuðborgarsvæðið og þéttbýlissvæðið við Keflavíkurflugvöll er kostur sem hafa skal í huga með bættari samgöngum eftir tvöföldun Reykjanesbrautar. Við tökum nýjum íbúum fagnandi. Taktu skynsamlega ákvörðun og njóttu lífsins. H ön nu n: S pö r - R ag nh ei ðu r Á gú st sd ót ti r Grindavík gódur bær ... – ÍM Y N D A Ð U Þ ÉR A Ð Þ Ú S ÉR T LA U S V IÐ A Ð H A N G A Á R A U Ð U L JÓ SI E Ð A V ER A F A ST U R Í U M FE R Ð A R H N Ú TU M D A G E FT IR D A G ÍM Y N D A Ð U Þ ÉR B Æ IN N Þ IN N M EÐ Ó ÞR JÓ TA N D I M Ö G U LE IK U M T IL Ú TI V IS TA R Í G Ö N G U FJ A R LÆ G Ð F R Á H EI M IL I ÞÍ N U ÍM Y N D A Ð U Þ ÉR B Æ M EÐ T V O N Ý TÍ SK U L EI K SK Ó LA Í N Æ ST A N Á G RE N N I FY RI R BÖ RN IN Þ ÍN O G E N G A B IÐ LI ST A N Æ ST U Á RI N www.grindavik.is ÍSLAND og Íslendingar hafa breyst mikið síðastliðna öld. Hér áður fyrr var lífið erfitt, fólk þurfti að berjast fyrir matnum sínum. Mest- allur matur var búinn til á heimilinu, klæðin voru prjónuð, elds- neytið var fengið úr jörðinni. Við vorum sjálfbær að mörgu leyti en á sama tíma var lífið erfitt og mikið strit. Þetta líf hafði nokkra kosti en marga ókosti. Í dag hefur lífið á Ís- landi gerbreyst. Við er- um lítið sjálfbær nema örfáar hræður hug- sjónafólks. Við kaupum eiturefnaræktaðan mat sem hefur verið fram- leiddur af fólki sem oft á tíðum fær yfir sig skordýraeitrið. Einnig kaupum við allt okkar framleitt í löndum af fólki sem fær smán- arlaun og við höfum oft í raun enga hugmynd um hvernig vörurnar voru framleiddar. Nýj- ustu Nike-skórnir sem við urðum að kaupa vegna þess að auglýsingin benti til þess að hann myndi gera mann jafnflottan og ein- hver frægur og sætur, gæti allt eins verið framleiddur af 8 ára gömlu barni einhvers staðar í Asíu. Barni sem fær varla að borða, fær ekki að ganga í skóla eða leika sér eins og börnin okkar fá að gera. En þá spyrjum við okkur hvort þetta sé ekki allt gott fyrir hagvöxt- inn í viðkomandi landi ? Gæti verið en bætir það líf fólks að við féflettum það? Nei þetta er einungis tálsýn sem haldið er uppi og á meðan við ætlum að halda í þá tálsýn mun heimurinn aldrei breytast. Það er nefnilega hægt að borga sanngjarnt verð fyrir vöru og krefjast þess að hún sé búin til undir viðunandi skilyrðum. „Fair trade“ stimpillinn vottar til að mynda þær vörur sem uppfylla ákveðin skil- yrði um sanngjarnt verð til framleið- anda, lífskjör þeirra sem eru að vinna og annað í þeim dúr. Sömuleiðis get- um við haft áhrif með því að velja líf- rænt ræktaðar vörur og stuðlað þannig að því að við hættum að nauðga jörðinni með eitri og erfða- breyttum afurðum. Svona getum við breytt umhverf- inu með neyslu okkar, já, við getum nefnilega haft áhrif með neyslunni, mun meiri áhrif nokkurn tímann en að kjósa ótrygg kosningarloforð á 4 ára fresti. En til þess að Ísland og við sem bú- um það getum skilað því í viðunandi ástandi til þeirra sem koma á eftir okkur, það er börnum okkar og barnabörnum, þurfum við að ganga mun lengra. Við þurfum að breyta samfélaginu í kringum okkur. Við þurfum að hætta að ein- blína á hinn mikla guð ríkisstjórnarinnar, já á HAGVÖXTINN! Ef við skoðum þetta orð hagvöxtur hlýtur það að vera jákvætt, að auka við hag okkar! En hagvöxtur mælir ekki hvort framkvæmdir séu neikvæðar eða jákvæð- ar, hann eykst bara við framkvæmdir í þjóð- félaginu. Ef við borðum mikið, kaupum bíla, eyðileggjum náttúruna, mengum andrúmsloftið, hættum að senda fólk í skóla og sendum það frekar í þrælavinnu er- um við að auka hagvöxt- inn í samfélaginu. Þar af leiðandi er hagvöxtur gagnslaust hugtak. En þetta er hug- tak sem er nauðsynlegt í okkar sam- félagi þar sem sumir eru að auka hag sinn á kostnað annarra. Nú er kominn tími til að stoppa við og spyrja sig: Viljum við búa í gervi- heimi í framtíðinni eða ætlum við að hætta að nota allt þetta drasl sem við höfum engin not fyrir. Þurfum við virkilega nýjast plasmasjónvarpið, nýjasta Lexus jeppann, nýjustu leikjatölvuna og ofbeldisfyllsta leik- inn, flottustu húsgögnin, nýjustu og flottustu fötin, léttasta álreiðhjólið. Þurfum við að henda öllu og kaupa nýtt eða er hægt að gera við það og leyfa náttúrunni að hafa smá pláss. Fáum við einungis hamingju úr hlutum sem við kaupum eða er mögu- leiki á að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum ? Grípum til aðgerða, hugsum okkar gang: Kaupum ekkert, laugardaginn 25. nóvember 2006. Byrjum að lifa og hættum að kaupa Einar Rafn Þórhallsson fjallar um lífsstíl í tengslum við kaup- um ekkert daginn 25. nóv. Einar Rafn Þórhallsson » Fáum viðeinungis hamingju úr hlutum sem við kaupum eða er möguleiki á að skilja eitthvað eftir handa komandi kyn- slóðum? Höfundur er meðeigandi í sam- vinnurekna kaffihúsinu Kaffi Hljómalind og Proutisti. TENGLAR .............................................. www.adbusters.net www.andneysla.org RÉTT ER AÐ SEGJA: Ég hlakka til, þú hlakkar til, drengurinn hlakkar til, við hlökkum til, þið hlakkið til, þau hlakka til. (Ath.: Ég hlakka eins og ég hlæ.) Gætum tungunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.