Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ sem er að hrella mig þessa dagana er að mér finnst vandræða- gangur hjá ýmsum mætum mönn- um í afstöðunni til hvalveiðanna sem sjávarútvegs- ráðherra hefur hafið. Mér finnst afstaðan alls ekki nægjanlega skýr né málefnaleg, eins og mönnum finn- ist erfitt að fóta sig í umræðunni. Nú er það svo að auðlindir landsins hvort sem þær eru til lands eða sjávar eru af marg- víslegum toga, kalla á mismunandi nýtingu, t.d. er æðarfuglinn friðaður vegna þess að hann er okkur dýrmætari lif- andi en dauður. Það er í mörgum tilfellum álitamál hvernig nýta skuli auðlindir þjóðarinnar og því er nauðsynlegt að leggja öll lóð á vogarskálarnar hverju sinni og sjá á hvora hliðina hallast áður en ákvörðun er tekin. Öll þjóðin er sammála um, að það sem Gullfoss gefur þjóðinni er okkur miklu meira virði en raforkan sem mætti kreista út úr honum yrði hann virkjaður. Hvalveiðarnar eru alls ekki nauðsynlegar út frá vist- fræðilegu sjónarmiði, til þess eru þær alltof litlar og einnig skipta þær okkur hagfræðilega sáralitlu. Undirritaður telur að hvalveið- arnar ógni mikilvægum atvinnu- greinum og ímynd þjóðarinnar. Sunnlendingar byggja nýsköpun sinna atvinnuvega á ferðaþjónustu, þekkingarstarfsemi, landbúnaði og einstakri náttúru, sem er verðmæt- ari en allir veiddir hvalir í Norður- Atlantshafi. Landbúnaðarafurðir eru að vinna sér sess á Amerík- umarkaði, dýr hágæða vara, en hvalveiðar sjávarútvegsráðherra hafa nú þegar sett þennan markað í upp- nám og gera hann sennilega að engu verði ekki látið af veiðum. Áttatíu þús- und manns komu hingað til lands í sum- ar til að fara á hest- bak. Þeir skilja eftir sig milljarða. Níutíu þúsund manns koma til að sigla út á firði og flóa að horfa á hvali. Þeir skilja líka eftir sig milljarða. Fleiri grein- ar ferðaþjónustunnar skila vaxandi arði ekki síst í strjálum byggðum, sem eiga í vök að verjast og berj- ast hörðum höndum fyrir uppbygg- ingu arðsamra atvinnuvega. Sjálf- bær þróun og sjálfbær nýting felur m.a. í sér að meta félagsleg og efnahagsleg áhrif viðkomandi starf- semi og því er það í fullu samræmi við hugmyndafræði um sjálfbæra nýtingu auðlinda að nýta hvala- stofnana við landið til að skoða þá fremur en veiða. Eins og æðarfugl- inn er hvalurinn verðmeiri lifandi en dauður! Með áframhaldandi hvalveiðum kann orðstír íslensku þjóðarinnar að bíða það mikinn hnekki að forystuhlutverk okkar á sviði umhverfisverndar, umhverf- isstjórnunar og sjálfbærrar nýt- ingar verði hafnað og okkur ekki lengur treyst til forystu. Hér erum við því að fórna meiri hagsmunum fyrir minni, að því er virðist ein- göngu til að þjóna gamaldags og úreltri hugmyndafræði fáeinna miðaldra karla. Það er því gjör- samlega ólíðandi að lítill hópur hagsmunaaðila, með sjávarútvegs- ráðherra og Kristján Loftsson í broddi fylkingar, skuli setja við- kvæman vaxtarbrodd íslensks at- vinnulífs í uppnám með þessum hætti. Því tekur undirritaður skýra afstöðu gegn hvalveiðum sjáv- arútvegsráðherra. Afstaða til nýt- ingar auðlinda byggist á því að setja margbreytilega hagsmuni fólksins í landinu, bæði í bráð og lengd í öndvegi en gamaldags hagsmunagæsla eins og sú sem sjávarútvegsráðherra hefur að leið- arljósi á að víkja fyrir nútímanum og framtíðinni. Málefnaleg afstaða stjórnvalda hefur enn ekki litið dagsins ljós, heldur einkennist orð- ræða ráðherra annars vegar af yf- irlæti gagnvart skoðunum annarra og svo hins vegar löngu úreltum viðhorfum, sem áttu e.t.v. rétt á sér á síðustu öld, en ekki nú. Úrelt hugmyndafræði – gamaldags viðhorf Jón Hjartarson skrifar um afstöðu sína til hvalveiða »Eins og æðarfuglinner hvalurinn verð- meiri lifandi en dauður! Jón Hjartarson Höfundur er bæjarfulltrúi VG í Sveitarfélaginu Árborg.                           ! "  #    $% #     &      '   (  $    #     +   %  6    & %         FIMMTUDAGINN 9. nóvember hélt Lionsklúbburinn Fjörgyn fjórðu stórtónleika sína til styrktar BUGL, sem Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á BUGL segir mikilvægt ljós í haustskammdeginu. Að venju var húsfyllir og komust færri að en vildu. Þó að úti væri hávaðarok og beljandi rigning þá létu tónleika- gestir það ekki á sig fá, þeir sátu inni í hlýrri og notalegri kirkju og hlustuðu á fjölda listamanna sem skemmtu áheyrendum með frábær- um tónlistarflutningi. Tónleikarnir hófust með kröftug- um söng Karlakórsins Stefnis undir stjórn Atla Guðlaugssonar. Ein- söngvari með kórnum var Bjarni Atlason. Næst komu Páll Óskar og Monika sem fluttu nokkur hugljúf lög. Bergþór Pálsson hreif síðan áheyrendur með sinni fögru rödd. Magga Stína söng seiðandi röddu um fílahirðinn við undirleik smá- hljómsveitar sinnar. Hljómsveitin Bardukha spilaði sín sérstöku og skemmtilegu lög. Hinn síungi Raggi Bjarna var í svaka stuði og hreif áheyrendur með sér við undirleik Þorgeirs Ástvaldssonar. Leyni- númer kvöldsins var Vilhjálmur Vil- hjálmsson, borgarstjóri sem söng dúett með Ragga Bjarna og var mik- ið klappað fyrir þeim. Hörður Torfa- son söng sig inn í hjörtu áheyrenda af sinni alkunnu snilld. Unun var að hlusta á Þórunni og Ingu Lárusdætur og Helga Björns- son sem fluttu m.a. frumsamið lag tileinkað BUGL. Að vanda snerti Ellen Kristjánsdóttir við áheyr- endum með sínum ljúfa flutningi við undirleik Eyþórs Gunnarssonar. Jó- hann Friðgeir Valdimarsson er enn einn snillingurinn sem þandi radd- böndin þetta kvöld við góðar und- irtektir áheyrenda. Með honum sungu Voces Masculorum og er þar snillingar á ferð. Eins tók Jóhann Friðgeir dúett með Stefáni Hilm- arssyni við mikla hrifingu áheyr- enda. Stefán Hilmarsson söng einn- ig með Eyjólfi Kristjánssyni. Hinn eini sanni Magni tók síðan lagið og var hann hreint magnaður. Einnig söng hann með Karlakórnum Stefni og í lokalagi kvöldsins tóku allir flytjendurnir, sem voru á staðnum, lagið saman við mikinn fögnuð. Aðal- Tónlistarveisla í Grafarvogskirkju Frá Þór Steinarssyni og Einari Þórðarsyni: Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is DAGLEGA finn ég fyrir því að ver- ið er að narta í mig og gera mig að landlausu viðrini. Ég er ekki lengur fullgildur Íslendingur. Flest verð- mæti og gildi eru tekin af mér og færð peningaeignaklíku þjóðfélags- ins, samt er ég meirihluti þjóð- arinnar. Núverandi meirihluti á þingi landsins gerir ekkert fyrir mig, því hann rekur áróður fyrir meira misrétti, meiri tilfærslu lands, fjármuna, sjávarfangs og landgæða til litla hópsins sem nýtir sér misréttið sem eykst dag frá degi. Það sorglega er að stór hluti almennings kýs þessa dauðastefnu yfir sig af því að hann skilur hrein- lega ekki hvert stefnan leiðir og hverjar afleiðingarnar eru. En af- leiðingarnar eru í stórum dráttum yfirtaka örfárra á landinu okkar og öllum auðlindum þess. Hvað segja t.d. sumarbústaðaeigendur? Áróður þessara þingmanna er einfaldur og hefur staðið lengi, en hann er þessi: Ríkið og allt fé- lagslegt er óþverri og nauðsyn að leggja það niður. Það væri fróðlegt að rifja upp nafngiftir sem þessir herrar hafa gefið sjálfum sér, þ.e. ríkinu og samfélaginu. Í stað sam- vinnu og félagslegs réttlætis er þeirra lausn einkavæðing og til- færsla sameiginlegra eigna á mis- vitra einstaklinga. Þetta á eftir að framkalla miklar hörmungar í fram- tíðinni, einfaldlega vegna þess að þjóðin í heild á landið, miðin og vatnið og tekur þau réttindi ann- aðhvort með illu eða góðu fyrr eða síðar úr höndum þeirra sem sölsað hafa sameignir þjóðarinnar undir sig og ráðstafað í eigin þágu. Órétt- læti verður alltaf leiðrétt að lokum. Annars ferst heimur. Hér fyrir neðan tel ég upp nokk- ur atriði, sem því miður eru ískyggileg í þjóðfélaginu og þing- mennirnir okkar eru verra en dauð- ir gagnvart. Það er verið að skemma hálendið með virkjunum, sem ég er skyld- aður til að borga, en mafía þessa lands er þegar farin að rífast um hver eigi að hreppa virkjunina í næstu úthlutun til einkaeignar. Hrikalegt fylgi við helstefnu sem afheitar þeirri staðreynd að mann- kynið verði að lifa saman sem heild, heldur skuli endurreisa afdankað gamalt kerfi peningaætta og lorda sem allt eiga og verða um síðir með her sér til varnar til þess að berja niður frumþarfir einstaklinganna. Þetta getur ekkí endað öðruvísi en með blóðbaði, nú eins og ætíð fyrr í sögunni. Sú árátta þingmanna og sumra háskólamanna að segja að svart sé hvítt og öfugt, samanber hærri– lægri skattar og vísvitandi blekk- ingaleikur varðandi skýr ákvæði í stjórnarskrá okkar sem eru túlkuð já-nei að vild. Gert til að rugla okk- ur sem mest og því miður ruglumst við að lokum og afskrifum stjórn- arskrána. Hvað þá? Það heimsmet stjórnvalda að gefa örfáum óveiddan fiskinn í sjónum og síðan selja þeir aðgang að auð- lindinni eins og ekkert sé sjálfsagð- ara. Varið ykkur, næst verður reynt að taka þessa þjóðareign alfarið af ykkur og verður hún þá stimpluð sem eign örfárra gæðinga. Einka- vædd. Þau ólög látin gilda í landinu að hver sem hefur peninga geti keypt landið okkar og ef fer sem horfir þá verður lítið óselt af landinu mínu, okkar, eftir svona tíu ár. Uppselt og í einkaeign. Nú þegar eru flestallar laxveiðiár seldar og í einkaeign. Takið eftir, landlausu landar mín- ir, eftir nokkur ár verðið þið að greiða fyrir vatnið sem þið drekkið, það er komið í einkaeign, landið sem þið setjist á í fríinu, það er í einkaeign, loftið sem þið andið að ykkur verður einnig verðlagt og einkavætt. Brjálæði græðginnar er takmarkalaust og stutt óhuggulegu veldi þráhyggju til einkaeignar á öllu sem ætti að vera sameign þjóð- ar, slæm stefna sem vinnur gegn samfélagi okkar, fólksins í landinu. Er þetta það sem þú, almenni borg- ari, vilt? Það virðist vera, þú kýst þetta yfir þig á fjögurra ára fresti og nýtir kosningarétt þinn til þess að viðhalda stefnu óréttlætis og sér- hagsmuna. Guð hjálpi þér, ekki gera þingmennirnir það. Þeir eru uppteknir við að semja lög fyrir eig- in sérhagsmuni og sér eftirlaun. HJÁLMAR JÓNSSON, rafeindavirki. Af hverju er ég alltaf að minnka? Frá Hjálmar Jónssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.