Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK BÖRN eeee DV eeee Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com eeeee Jón Viðar – Ísafold eeeee Hallgrímur Helgason – Kastljósið eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS eee H.J. MBL / AKUREYRI THE GRUDGE 2 kl. 8 - 10 B.I. 16 SANTA CLAUSE 3 kl. 2 - 4 - 6 - 8 LEYFÐ ADRIFT kl. 10 B.I. 12 JÓNAS... m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ / KEFLAVÍK ÓVISSUSÝNING kl. 11 CASINO ROYALE kl. 5 - 8 - 11 B.I. 14 SANTA CLAUSE 3 kl. 2 - 5:30 - 8 LEYFÐ JÓNAS... m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ ÓTEX TUÐ kvikmyndir.is eeee H.J. Mbl. 5 Edduverðlaun besta mynd ársins, besti leikar ársins, besti leikstjórinn, besti aukaleikarinn og besta tónlistin (Mugison) - ÍTÖLSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ - 23. nóv - 3. des. THE DEPARTED kl. 3 - 6 - 9 B.i. 16 ára MÝRIN kl. 3 - 5 - 7 - 9 - 10:15 B.i. 12.ára BÖRN kl. 8 B.i.12.ára A SCANNER DARKLY ÓTEXTUÐ kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 16.ára THE QUEEN kl. 3:30 B.i. 12.ára Drottningin ROFIN PERSÓNUVERND FRÁFÖLLNUHINIR FRÁFÖLLNUHINIR Í SAATeeeeeV.J.V. TOPP5.IS the last kiss síðasti kossinn eeee EMPIRE MAGAZINE eee L.I.B. Topp5.is Sýningartímar M.M.J. Kvikmyndir.com eeee Blaðið HAGATORGI • S. 530 1919 WWW.HASKOLABIO.IS IL CUORE ALTROVE (Með hjartað á öðrum stað) Sýnd kl. 5:50 L'UOMO IN PIÙ (Honum er ofaukið) Sýnd kl. 8 ZEDER (Hefnd hinna dauðu) Sýnd kl. 10:10 á allar sýningar merktar með appelsínugulu á laugardögum og sunnudögumSPARBÍÓ 450kr “Besta Bond myndin í áraraðir.„ eeee V.J.V. Topp5.is “Besta Bond myndin frá upphafi...„ eeee Þ.Þ. Fbl. “Ein besta myndin frá upphafi... „ eeee S.V. Mbl. á allar myndir sem sýndar eru á ítölsku kvikmyndahátíðinni Gegn framvísun miða sem er framan á morgunblaðinu í dag Býður áskrif- endum sínum í bíó1fyrir2 hús er ástæða til að gera tvennt. Annars vegar á auðvitað að taka niður þau umferð- arskilti, sem vísa á varnarstöðina. Hún er horfin og ekki ástæða til að vísa á hana á um- ferðarmerkjum. Hins vegar er spurning hvort ekki sé tilefni til að landsmenn fái að skoða þetta svæði, sem hefur verið meira og minna lokað í hálfa öld. Fólki mun áreiðan- lega þykja forvitnilegt að sjá hvernig umhorfs var innan girðingar. Alla vega þótti mörgum fróðlegt að skoða braggahverfin, sem Bretar og Bandaríkjamenn reistu hér á stríðs- árunum seinni á 20. öldinni. Það er líka ástæða til að koma upp einhvers konar stríðsminjasafni, þar sem fólk getur kynnt sér bæði stríðsárin og kaldastríðsárin í máli og myndum. Er ekki tímabært að koma slíku safni á fót auk þess sem saga kalda stríðsins á Íslandi verði rituð eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ítrekað hvatt til. Allt er þetta partur af okkar sögu, sem ástæða er til að halda til haga fyrir yngri kynslóðir. Það er ekki algengtað ráðherra biðj- ist afsökunar á Alþingi Íslendinga. En það gerði Valgerður Sverr- isdóttir utanríkisráð- herra vegna vatns- tjónsins á fyrrum varnarsvæði Banda- ríkjamanna. Ummæli utanríkisráðherra vöktu þeim mun meiri athygli vegna þess hve fátítt er að slík afsök- unarbeiðni komi frá ráðherra. Auðvitað er það ekki ráðherrans að fylgjast með því hvernig staðið er að varðveizlu þeirra mannvirkja, sem eftir eru á Keflavíkurflugvelli en hún hefur greinilega litið svo á, að hún bæri ábyrgð á kerfinu og yrði að axla þá ábyrgð, sem henni er auðvit- að til sóma. Það er svo hins vegar umhugs- unarefni hvers virði þessar fast- eignir á fyrrverandi varnarsvæði eru. Þetta er að mörgu leyti fram- andi heimur og nokkuð sama um hvaða fasteignir er að ræða. Ætli Ís- lendingar vilji búa í þessum húsum eða sækja skemmtanir í þeim húsa- kynnum, sem klúbbar varnarliðs- manna voru starfræktir í? En hvað svo sem verður um þessi            víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Eitt sinn voruð þér myrkur, en nú er- uð þér ljós í Drottni. Hegðið yður eins og börn ljóssins. (Efes. 5, 8.) Í dag er laugardagur 25. nóvember, 329. dag- ur ársins 2006 Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Jafnréttismál MIKIÐ er rætt um jafnrétti kynj- anna hér og þar í þjóðfélaginu. Í flestum greinum hallar verulega á konur og þær ættu að berjast til þrautar að fá sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu. En ég vil hinsvegar benda á fisk- vinnsluna. Þar eru konur með mun hærri laun en karlar. Þær hafa tvö- falt hærri bónusgreiðslur. Auðvitað vinna þær fyrir því en karlarnir eru oftast að vinna líkamlega erfiðari vinnu og oftast í skítakulda á meðan konurnar vinna í góðum hita. Mér finnst það fullkomlega eðli- legt að karlar hafi sömu laun og kon- ur í fiskvinnslunni. En mér er ekki að skapi að konur fái sjálfkrafa annað hvert sæti í próf- kjörum. Mér finnst að þeir sem eru með meiri hæfileika en aðrir eigi að vera í fyrstu sætunum. Það getur ekki verið rétt að kona bara fái sæti í stað karls bara af því að hún er kona en ekki vegna eigin verðleika. Eða finnst ykkur rétt að annað hvert ár yrði kona kosin íþróttamaður ársins án tillits til árangurs, bara af því hún er kona? Þessa umræðu er ekki hægt að taka án þess að vera kallaður karl- rembusvín en svo er ekki. Ég ber hag kvenna fyrir brjósti og viður- kenni fúslega að allt það helsta í líf- inu sem ég hef lært hef ég lært af konum. En það má og verður helst að ræða málin frá báðum hliðum. Karlmaður. Erlend staðarheiti Á UNDANFÖRNU misseri hefur farið fram mikil umræða á alvefnum um ofnotkun þýðinga á erlendum staðarheitum. Þannig telja margir að ekki beri að nota orð eins og Lundúnir, Rúðuborg og Ermarsund yfir erlend staðarheiti þar sem þau samræmast ekki málvitund Íslend- inga nægilega vel. Ég tel þessa um- ræðu vera á miklum villigötum og vera algerlega óviðeigandi núna, stuttu eftir dag íslenzkrar tungu. Þvert á móti ættum við að leitast við að nota þá möguleika sem tungu- málið okkar býður upp á til að nota þýdd orð yfir mun fleiri staðarnöfn. Ég vil því koma nokkrum tillögum um staðarheiti á framfæri, en ég hef í gegnum tíðina þótt nokkuð lunkin við að snara nöfnum á íslenzku, og vel að merkja var það ég sem fattaði fyrst upp á að kalla Kiev Kænugarð. Þannig þætti mér viðeigandi að Bergen í Noregi væri kallað Berg- lind á íslenzku, Örebro gæti kallast Örvabrún og Tórínó yrði Trýnis- borg. Kasakstan, sem hefur verið mikið í umræðunni í kjölfar ein- hverrar vitleysishreyfimyndar ætt- aðri úr Vesturheimi, gæti kallast t.d. Kassakistan. Þó verður að fara var- lega í beinar þýðingar, því sé t.d. nafnið Bagdad þýtt beint útleggst það Pokafaðir. Notum hugmyndaflugið, verndum íslenzkuna. Þrúður Klemensdóttir. Framfarir í umferðarmálum? HVERNIG stendur á því að Íslend- ingar fylgjast ekki með framförum í umferðarmálum? Ég vil benda á Japani sem nota rafmagnslestir, sem er ódýr kostur fyrir Íslendinga og ekki þarf að leggja dýra vegi. Eldri borgari. Árnað heilla ritstjorn@mbl.is 80 ára af-mæli. Í dag, laugardag- inn 25. nóvem- ber, verður átt- ræð Rannveig Tryggvadóttir, þýðandi, Minni- Grund, Hring- braut 50, Reykjavík. Rannveig verð- ur að heiman. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100 eða sent á netfangið rit- stjorn@mbl.is. Hægt er að senda tilkynn- ingar í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is - smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins - þá birtist velkosturinn Árnað heilla ásamt frekari upplýsingum. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.