Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.11.2006, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fljótshlíð | Orkuveita Reykjavíkur og Rangárþing eystra hafa gert með sér samkomulag um jarðhitaleit í Fljótshlíð, en þar eru flestir bæir nú hitaðir með rafmagni. Forsenda leit- arinnar er að samkomulag náist við landeigendur, en sveitarfélagið mun þegar hefjast handa við að afla heim- ildar þeirra. „Það er búið að tala um þetta í mörg ár og við erum glöð að Orku- veitan skuli ætla sér að gera þetta núna,“ segir Unnur Brá Konráðs- dóttir sveitarstjóri. Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn í Goðalandi í Fljóts- hlíð mánudaginn 27. nóvember kl. 20.30. Unnur Brá segist ekki heyra annað en landeigendur séu jákvæðir fyrir þessu framtaki. Veruleg uppbygging hefur verið í sumarhúsabyggðum og í ferðaþjón- ustu í Fljótshlíð á undanförnum ár- um. Hugmyndin er að bora til- tölulega grunnar rannsóknarholur víðsvegar um Fljótshlíðina til að leita heitra vatnsæða. Finnist heitt vatn í nýtanlegum mæli verður það notað til að mæta ört vaxandi eft- irspurn í Fljótshlíðinni og til að efla rekstraröryggi hitaveitunnar á Hvolsvelli. Unnur Brá segir að mikil ásókn sé í land í Fljótshlíð og nokkr- ir bændur hafi skipulagt lóðir fyrir sumarhús. Segir hún að ef jarð- hitaleitin beri árangur muni það hjálpa mönnum í markaðs- setningunni. Leitað að heitu vatni í Fljótshlíðinni Morgunblaðið/Einar Falur Hlíðarendi Ef jarðhitaleitin í Fljótshlíð gengur vel ætti að vera hægt að leiða vatn heim að Hlíðarenda þar sem fornkappinn Gunnar bjó. Akranes | Fiskbúðin Fiskihornið var opnuð á Akranesi í gærmorg- un. Engin fiskbúð hefur verið starf- andi á Akranesi á undanförnum ár- um og raunar ekki heldur á svæðinu frá Reykjavík til Siglu- fjarðar, að því er fram kemur á vef Skessuhorns. Fiskihornið er í eigu hjónanna Herdísar Þórðardóttur og Jóhann- esar Ólafssonar en þau reka Fisk- verkun Jóhannesar á sama stað, Ægisbraut 29. Boðið er upp á fjölbreytt úrval af fiski og fiskréttum og segir Herdís við Skessuhorn að markmiðið sé að bjóða eins fjölbreytt úrval og markaðurinn biður um hverju sinni. Verndun Jökuls- ánna í Skagafirði Skagafjörður | Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði stendur fyrir baráttufundi í félags- heimilinu Árgarði næstkomandi þriðjudag, kl. 20.30. Þar verða flutt erindi í máli og myndum um nátt- úruvernd, virkjanamál og framtíð Skagafjarðar. Þá mun Óskar Pét- ursson frá Álftagerði taka lagið. Kristín Halla Bergsdóttir, tón- listarkennari í Grænumýri, flytur erindi um „Aðdráttarafl Jökuls- ánna“. Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og rithöfundur nefnir erindi sitt „Að ræna Héraðs- vötnum“. Anna Björg Bjarnadóttir frá Ásgeirsbrekku, sagnfræðingur og forstöðumaður Söguseturs ís- lenska hestsins, kallar erindi sitt „Stefnumót við framtíðina“. Ómar Þ. Ragnarsson fréttamaður flytur hugvekju, „Vötnin stríð“. Magnús Pétursson hagfræðingur flytur er- indið „Menningin á sér víða rætur“. Í fréttatilkynninu frá Áhuga- hópnum kemur fram að fundurinn er öllum opinn. Heimasíða hópsins er á slóðinni www.jokulsar.org. Jólabasar á Eyrarbakka Eyrarbakki | Jólabasar og hluta- velta Kvenfélags Eyrarbakka verð- ur á Stað á morgun, sunnudag, kl. 14 til 17. Kaffi og vöfflur er til sölu. Ágóðinn fer til styrktar góðs mál- efnis, segir í fréttatilkynningu. Fiskbúð á Akranesi á ný LANDIÐ KVENNAKÓRINN Embla heldur tónleika í Glerárkirkju í dag kl. 17.00. Á efnisskrá eru messan „Missa São Sebastião“ eftir Heitor Villa-Lobos, „Lieder und Gesange“ eftir Gustav Mahler og Barnagælur eftir Atla Heimi Sveinsson. Stjórn- andi Emblu er Roar Kvam. Gústav Geir Bollason heldur sýn- inguna „Hræ og formælingar“ í Populus tremula í dag og á morg- un, kl. 14–17. „Hræ og formæl- ingar“ varð til eða raðaðist saman úr brotabrotum: að uppistöðu ryðg- uðum pörtum úr vélahræjum (gír- kassa, dempurum o.s.frv.) og stykkjum úr lífrænni hræum (hval- skíði, selskinni, kjálkum og tönnum úr háhyrningi). Í þetta samsafn blandast kvikmyndastubbar (super 8) sem hafa nokkuð ráðandi hlut- verki að gegna varðandi formgerð verksins,“ segir í tilkynningu. Embla syngur og Gústav sýnir RÁÐNIR hafa verið þrír sjúkralið- ar á næturvaktir í heimahjúkrun á Akureyri, og nú er því boðið upp á þjónustu allan sólarhringinn. Auk þess að starfa í heima- hjúkrun sinna sjúkraliðarnir þrír skjólstæðingum búsetudeildar Ak- ureyrarbæjar þegar þess gerist þörf, en næturvaktirnar eru sam- vinnuverkefni heilsugæslu og bú- setudeildar. Á heimasíðu Heilsugæslunnar segir að viðbótarþjónustan sé til mikilla bóta og þörfin hafi verið brýn. „Það er stefna yfirvalda að styrkja þjónustu við fólk í heima- húsum þannig að hver ein- staklingur geti búið við þær að- stæður sem honum henta best og hann sjálfur kýs. Öflug heima- hjúkrun og heimaþjónusta er for- senda til að svo verði,“ segir þar. Næturvaktir í heimahjúkrun ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti í fyrra- kvöld styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA við hátíðlega at- höfn í Ketilhúsinu á Akureyri. Að þessu sinni hlutu 22 einstaklingar og fé- lagasamtök styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð 5 milljónir króna. Eftirtaldir fengu 150.000 kr. hver úr flokki almennra styrkja: Félags- og skólaþjónusta Þingeyinga vegna menningarhátíðar fyrir fatlaða; menning- arsmiðjan Populus tremula, Björg Þórhallsdóttir söngkona; hljómsveitin Vipepe-Marimba sem er skipuð 13–15 ára börnum úr Hafralækjarskóla í Aðaldal; Kvæðamannafélagið Gefjun; Félag sjálfstætt starfandi fræði- manna á Norðurlandi; Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar; Fornleifa- skóli barnanna, sem er samvinnuverkefni Ferðaþjónustunnar á Narfastöð- um og Grunnskólans á Litlu Laugum; Michael Jón Clarke söngvari; Hlöðver Sigurðsson söngnemi; SÍUNG, samtök barna- og unglingabóka- höfunda, til að halda barnabókahátíð á Akureyri; Helena Eyjólfsdóttir til að halda upp á 50 ára söngafmæli; Ferðafélagið Fjörðungur til að merkja 30 eyðibýli í Fjörðum og á Látraströnd; Sögufélag Eyfirðinga til að vinna ábúenda- og jarðatal Stefáns Aðalsteinssonar fyrir Eyjafjarðarsveit og jarðir norður að Glerá. Eftirtaldir fengu styrk í flokki þátttökuverkefna: Eyjafjarðarsveit 800.000 til að koma upp Búvéla- og búnaðarsögusafni í Saurbæ; Nonnahús 300.000 til að setja upp sýningu í tilefni 150 ára afmælis Nonna, á Ak- ureyri, Reykjavík og e.t.v í Þýskalandi; Hjálmar Stefán Brynjólfsson 300.000 til að halda áfram vinnu við að skrá Bókasafn Davíðs Stefánssonar; Sinfóníuhljómsveit Norðurlands 450.000 til að standa fyrir skólatónleikum; Safnahúsið á Húsavík/sjóminjasafn 400.000 til að búa til gagnagrunn eða landupplýsingakerfi þar sem skrá á öll árabátafiskimið Þingeyinga; Krist- ján Kristjánsson 300.00 til að gefa út heildarljóðasafn föður síns, Kristjáns frá Djúpalæk; Sveinn Elías Jónsson 250.000 til að byggja veg að gröf Hræ- reks konungs og Ferðafélag Siglufjarðar 200.000 til að merkja gönguleiðir umhverfis Siglufjörð. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fimm milljónir úr tveimur sjóðum KEA STÖÐ til jarðgerðar verður að lík- indum tekin í notkun í Eyjafirði um mitt næsta ár, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norð- lenska, sem hefur haft forgöngu um málið, segir alla aðila sem rætt hafi verið við hafa sýnt því mikinn áhuga. Reiknað er með að taka upp við- ræður við Sorpsamlag Þingeyinga um að taka við og brenna öllu því sorpi af svæðinu sem fellur utan end- urvinnslu eða jarðgerðar. „Við höf- um þegar rætt við sveitarstjóra Norðurþings um þessi mál og sam- starf er hagur beggja því jarðgerð- arstöðin hér við Eyjafjörð gæti tekið við lífrænum úrgangi frá Þingeying- um í staðinn, úrgangi sem er kostn- aðarsamur í brennslu. Þannig styrk- ist rekstrargrundvöllur fyrir bæði fyrirtækin,“ segir Sigmundur. Gert er ráð fyrir að notuð verði þekkt jarðgerðartækni og leggur Sigmundur áherslu á að valin verði besta fáanlega tækni í heimi á þessu sviði. Reiknað er með að kostnaður verði innan við 400 milljónir króna og nú þegar eru erlendir framleið- endur búnaðar reiðubúnir til samn- inga sem miðast við að jarðgerðar- stöð verði risin og komist í gagnið fyrir mitt næsta ár. „Sá tími skiptir máli vegna þess að þá tekst að ná strax inn í stöðina sláturúrgangi á næsta hausti og því fyrr sem við leysum þessi mál – því betra.“ Jarðgerðin sjálf fer fram í yfir- byggðu húsnæði og í lokuðum tækja- búnaði, ekki ósvipuðum mjöltroml- um í fiskbræðslum. Hitinn sem skapast í niðurbrotsferlinu er allt að 70 gráðum og drepur flestar hættu- legar örverur úr úrganginum þannig að eftir 3–5 sólarhringa meðferð úr- gangs kemur út úr tromlunni nánast fullgerð molta sem er sett í haug inn- andyra og látin fullgerjast á 20–25 sólarhringum. Þá er komin nánast fullgerð mold. „Eitt af þeim verkefnum sem leysa þarf á komandi misserum er að finna staði til jarðvegsuppfyllingar með moltunni en sjálfum þætti mér einboðið að nota moltuna til að loka sorpurðunarsvæðinu á Glerárdal og skila dalnum aftur sem næst því ástandi sem hann var í áður en urðun hófst þar. Það væri verðugt verk- efni.“ Sigmundur segir mikinn áhuga vera á verkefninu, bæði hjá sveitarfélögum og ekki síður mat- vælafyrirtækjum og veitingamönn- um. „Ég tel óhætt að fullyrða núna að fjármögnun fyrirtækisins sé eng- in hindrun,“ segir hann. Vill græða upp Glerárdal Sigmundur Ófeigsson segir mikinn áhuga á því að setja upp stöð til jarðgerðar Í HNOTSKURN »Reiknað er með að kostn-aður við að koma jarð- gerðarstöð á laggirnar verði innan við 400 milljónir. »Valin verður besta fáan-lega tækni. Erlendir fram- leiðendur búnaðar eru reiðu- búnir til samninga sem miðast við að stöðin verði komin í gagnið fyrir mitt næsta ár. LÖGREGLAN á Akureyri aflífaði í vikunni tvo hunda sem voru í eigu skipverja á rússnesku skipi sem legið hefur við bryggju á Akureyri síðustu vikur. Skipverjar höfðu ver- ið áminntir í tvígang um að fara ekki með hundana í land, en vegna sóttvarnareglna er það bannað. Skipverjarnir höfðu hins vegar far- ið með hundana í land oftar en einu sinni og taldi lögreglan því nauð- synlegt að grípa í taumana. Lögregla aflíf- aði tvo hunda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.