Morgunblaðið - 25.11.2006, Síða 26

Morgunblaðið - 25.11.2006, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fljótshlíð | Orkuveita Reykjavíkur og Rangárþing eystra hafa gert með sér samkomulag um jarðhitaleit í Fljótshlíð, en þar eru flestir bæir nú hitaðir með rafmagni. Forsenda leit- arinnar er að samkomulag náist við landeigendur, en sveitarfélagið mun þegar hefjast handa við að afla heim- ildar þeirra. „Það er búið að tala um þetta í mörg ár og við erum glöð að Orku- veitan skuli ætla sér að gera þetta núna,“ segir Unnur Brá Konráðs- dóttir sveitarstjóri. Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn í Goðalandi í Fljóts- hlíð mánudaginn 27. nóvember kl. 20.30. Unnur Brá segist ekki heyra annað en landeigendur séu jákvæðir fyrir þessu framtaki. Veruleg uppbygging hefur verið í sumarhúsabyggðum og í ferðaþjón- ustu í Fljótshlíð á undanförnum ár- um. Hugmyndin er að bora til- tölulega grunnar rannsóknarholur víðsvegar um Fljótshlíðina til að leita heitra vatnsæða. Finnist heitt vatn í nýtanlegum mæli verður það notað til að mæta ört vaxandi eft- irspurn í Fljótshlíðinni og til að efla rekstraröryggi hitaveitunnar á Hvolsvelli. Unnur Brá segir að mikil ásókn sé í land í Fljótshlíð og nokkr- ir bændur hafi skipulagt lóðir fyrir sumarhús. Segir hún að ef jarð- hitaleitin beri árangur muni það hjálpa mönnum í markaðs- setningunni. Leitað að heitu vatni í Fljótshlíðinni Morgunblaðið/Einar Falur Hlíðarendi Ef jarðhitaleitin í Fljótshlíð gengur vel ætti að vera hægt að leiða vatn heim að Hlíðarenda þar sem fornkappinn Gunnar bjó. Akranes | Fiskbúðin Fiskihornið var opnuð á Akranesi í gærmorg- un. Engin fiskbúð hefur verið starf- andi á Akranesi á undanförnum ár- um og raunar ekki heldur á svæðinu frá Reykjavík til Siglu- fjarðar, að því er fram kemur á vef Skessuhorns. Fiskihornið er í eigu hjónanna Herdísar Þórðardóttur og Jóhann- esar Ólafssonar en þau reka Fisk- verkun Jóhannesar á sama stað, Ægisbraut 29. Boðið er upp á fjölbreytt úrval af fiski og fiskréttum og segir Herdís við Skessuhorn að markmiðið sé að bjóða eins fjölbreytt úrval og markaðurinn biður um hverju sinni. Verndun Jökuls- ánna í Skagafirði Skagafjörður | Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði stendur fyrir baráttufundi í félags- heimilinu Árgarði næstkomandi þriðjudag, kl. 20.30. Þar verða flutt erindi í máli og myndum um nátt- úruvernd, virkjanamál og framtíð Skagafjarðar. Þá mun Óskar Pét- ursson frá Álftagerði taka lagið. Kristín Halla Bergsdóttir, tón- listarkennari í Grænumýri, flytur erindi um „Aðdráttarafl Jökuls- ánna“. Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og rithöfundur nefnir erindi sitt „Að ræna Héraðs- vötnum“. Anna Björg Bjarnadóttir frá Ásgeirsbrekku, sagnfræðingur og forstöðumaður Söguseturs ís- lenska hestsins, kallar erindi sitt „Stefnumót við framtíðina“. Ómar Þ. Ragnarsson fréttamaður flytur hugvekju, „Vötnin stríð“. Magnús Pétursson hagfræðingur flytur er- indið „Menningin á sér víða rætur“. Í fréttatilkynninu frá Áhuga- hópnum kemur fram að fundurinn er öllum opinn. Heimasíða hópsins er á slóðinni www.jokulsar.org. Jólabasar á Eyrarbakka Eyrarbakki | Jólabasar og hluta- velta Kvenfélags Eyrarbakka verð- ur á Stað á morgun, sunnudag, kl. 14 til 17. Kaffi og vöfflur er til sölu. Ágóðinn fer til styrktar góðs mál- efnis, segir í fréttatilkynningu. Fiskbúð á Akranesi á ný LANDIÐ KVENNAKÓRINN Embla heldur tónleika í Glerárkirkju í dag kl. 17.00. Á efnisskrá eru messan „Missa São Sebastião“ eftir Heitor Villa-Lobos, „Lieder und Gesange“ eftir Gustav Mahler og Barnagælur eftir Atla Heimi Sveinsson. Stjórn- andi Emblu er Roar Kvam. Gústav Geir Bollason heldur sýn- inguna „Hræ og formælingar“ í Populus tremula í dag og á morg- un, kl. 14–17. „Hræ og formæl- ingar“ varð til eða raðaðist saman úr brotabrotum: að uppistöðu ryðg- uðum pörtum úr vélahræjum (gír- kassa, dempurum o.s.frv.) og stykkjum úr lífrænni hræum (hval- skíði, selskinni, kjálkum og tönnum úr háhyrningi). Í þetta samsafn blandast kvikmyndastubbar (super 8) sem hafa nokkuð ráðandi hlut- verki að gegna varðandi formgerð verksins,“ segir í tilkynningu. Embla syngur og Gústav sýnir RÁÐNIR hafa verið þrír sjúkralið- ar á næturvaktir í heimahjúkrun á Akureyri, og nú er því boðið upp á þjónustu allan sólarhringinn. Auk þess að starfa í heima- hjúkrun sinna sjúkraliðarnir þrír skjólstæðingum búsetudeildar Ak- ureyrarbæjar þegar þess gerist þörf, en næturvaktirnar eru sam- vinnuverkefni heilsugæslu og bú- setudeildar. Á heimasíðu Heilsugæslunnar segir að viðbótarþjónustan sé til mikilla bóta og þörfin hafi verið brýn. „Það er stefna yfirvalda að styrkja þjónustu við fólk í heima- húsum þannig að hver ein- staklingur geti búið við þær að- stæður sem honum henta best og hann sjálfur kýs. Öflug heima- hjúkrun og heimaþjónusta er for- senda til að svo verði,“ segir þar. Næturvaktir í heimahjúkrun ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti í fyrra- kvöld styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA við hátíðlega at- höfn í Ketilhúsinu á Akureyri. Að þessu sinni hlutu 22 einstaklingar og fé- lagasamtök styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð 5 milljónir króna. Eftirtaldir fengu 150.000 kr. hver úr flokki almennra styrkja: Félags- og skólaþjónusta Þingeyinga vegna menningarhátíðar fyrir fatlaða; menning- arsmiðjan Populus tremula, Björg Þórhallsdóttir söngkona; hljómsveitin Vipepe-Marimba sem er skipuð 13–15 ára börnum úr Hafralækjarskóla í Aðaldal; Kvæðamannafélagið Gefjun; Félag sjálfstætt starfandi fræði- manna á Norðurlandi; Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar; Fornleifa- skóli barnanna, sem er samvinnuverkefni Ferðaþjónustunnar á Narfastöð- um og Grunnskólans á Litlu Laugum; Michael Jón Clarke söngvari; Hlöðver Sigurðsson söngnemi; SÍUNG, samtök barna- og unglingabóka- höfunda, til að halda barnabókahátíð á Akureyri; Helena Eyjólfsdóttir til að halda upp á 50 ára söngafmæli; Ferðafélagið Fjörðungur til að merkja 30 eyðibýli í Fjörðum og á Látraströnd; Sögufélag Eyfirðinga til að vinna ábúenda- og jarðatal Stefáns Aðalsteinssonar fyrir Eyjafjarðarsveit og jarðir norður að Glerá. Eftirtaldir fengu styrk í flokki þátttökuverkefna: Eyjafjarðarsveit 800.000 til að koma upp Búvéla- og búnaðarsögusafni í Saurbæ; Nonnahús 300.000 til að setja upp sýningu í tilefni 150 ára afmælis Nonna, á Ak- ureyri, Reykjavík og e.t.v í Þýskalandi; Hjálmar Stefán Brynjólfsson 300.000 til að halda áfram vinnu við að skrá Bókasafn Davíðs Stefánssonar; Sinfóníuhljómsveit Norðurlands 450.000 til að standa fyrir skólatónleikum; Safnahúsið á Húsavík/sjóminjasafn 400.000 til að búa til gagnagrunn eða landupplýsingakerfi þar sem skrá á öll árabátafiskimið Þingeyinga; Krist- ján Kristjánsson 300.00 til að gefa út heildarljóðasafn föður síns, Kristjáns frá Djúpalæk; Sveinn Elías Jónsson 250.000 til að byggja veg að gröf Hræ- reks konungs og Ferðafélag Siglufjarðar 200.000 til að merkja gönguleiðir umhverfis Siglufjörð. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fimm milljónir úr tveimur sjóðum KEA STÖÐ til jarðgerðar verður að lík- indum tekin í notkun í Eyjafirði um mitt næsta ár, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norð- lenska, sem hefur haft forgöngu um málið, segir alla aðila sem rætt hafi verið við hafa sýnt því mikinn áhuga. Reiknað er með að taka upp við- ræður við Sorpsamlag Þingeyinga um að taka við og brenna öllu því sorpi af svæðinu sem fellur utan end- urvinnslu eða jarðgerðar. „Við höf- um þegar rætt við sveitarstjóra Norðurþings um þessi mál og sam- starf er hagur beggja því jarðgerð- arstöðin hér við Eyjafjörð gæti tekið við lífrænum úrgangi frá Þingeying- um í staðinn, úrgangi sem er kostn- aðarsamur í brennslu. Þannig styrk- ist rekstrargrundvöllur fyrir bæði fyrirtækin,“ segir Sigmundur. Gert er ráð fyrir að notuð verði þekkt jarðgerðartækni og leggur Sigmundur áherslu á að valin verði besta fáanlega tækni í heimi á þessu sviði. Reiknað er með að kostnaður verði innan við 400 milljónir króna og nú þegar eru erlendir framleið- endur búnaðar reiðubúnir til samn- inga sem miðast við að jarðgerðar- stöð verði risin og komist í gagnið fyrir mitt næsta ár. „Sá tími skiptir máli vegna þess að þá tekst að ná strax inn í stöðina sláturúrgangi á næsta hausti og því fyrr sem við leysum þessi mál – því betra.“ Jarðgerðin sjálf fer fram í yfir- byggðu húsnæði og í lokuðum tækja- búnaði, ekki ósvipuðum mjöltroml- um í fiskbræðslum. Hitinn sem skapast í niðurbrotsferlinu er allt að 70 gráðum og drepur flestar hættu- legar örverur úr úrganginum þannig að eftir 3–5 sólarhringa meðferð úr- gangs kemur út úr tromlunni nánast fullgerð molta sem er sett í haug inn- andyra og látin fullgerjast á 20–25 sólarhringum. Þá er komin nánast fullgerð mold. „Eitt af þeim verkefnum sem leysa þarf á komandi misserum er að finna staði til jarðvegsuppfyllingar með moltunni en sjálfum þætti mér einboðið að nota moltuna til að loka sorpurðunarsvæðinu á Glerárdal og skila dalnum aftur sem næst því ástandi sem hann var í áður en urðun hófst þar. Það væri verðugt verk- efni.“ Sigmundur segir mikinn áhuga vera á verkefninu, bæði hjá sveitarfélögum og ekki síður mat- vælafyrirtækjum og veitingamönn- um. „Ég tel óhætt að fullyrða núna að fjármögnun fyrirtækisins sé eng- in hindrun,“ segir hann. Vill græða upp Glerárdal Sigmundur Ófeigsson segir mikinn áhuga á því að setja upp stöð til jarðgerðar Í HNOTSKURN »Reiknað er með að kostn-aður við að koma jarð- gerðarstöð á laggirnar verði innan við 400 milljónir. »Valin verður besta fáan-lega tækni. Erlendir fram- leiðendur búnaðar eru reiðu- búnir til samninga sem miðast við að stöðin verði komin í gagnið fyrir mitt næsta ár. LÖGREGLAN á Akureyri aflífaði í vikunni tvo hunda sem voru í eigu skipverja á rússnesku skipi sem legið hefur við bryggju á Akureyri síðustu vikur. Skipverjar höfðu ver- ið áminntir í tvígang um að fara ekki með hundana í land, en vegna sóttvarnareglna er það bannað. Skipverjarnir höfðu hins vegar far- ið með hundana í land oftar en einu sinni og taldi lögreglan því nauð- synlegt að grípa í taumana. Lögregla aflíf- aði tvo hunda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.